Tíminn - 18.02.1981, Qupperneq 8
Þak fæOingardeildar Landspitalans tók flugiö á mánudagskvöldiö og hafnaöi niöri á Barónsstignum (Timamynd Róbert).
Útköllin skiptu hundruðum
AM —Eftir fárviðrið i
fyrrinótt er ljóst að svo
margvislegt og mikið
tjón hefur orðið á höfuð-
borgarsvæðinu að nokk-
ur timi mun liða, þar til
heildarmynd fæst af
umfangi þess og er við
ræddum við lögreglu i
Reykjavik, Kópavogi og
Hafnarfirði i gær voru
menn i óðaönn að taka
TF-BAI) skemmdist mikið, er
veðrið velti henni um koll á
Reykjavikurflugvelli (Timamynd
Róbert)
Jafnvel strætisvagnarnir fuku
KL —Strætisvagnar Reykjavik-
ur áttu i mesta basli i óveðrinu i
fyrrakvöld en hættu þó ekki al-
gerlega akstri fyrr en upp úr kl.
23.Voru þá margir þei'rra búnir
að festast og fjúka út af ak-
brautum. Þar við bættist að
mikiö var um að rúður og þak-
lúgur fykju af vögnunum af
völdurn súgs sem myndaðist
þegar dyr þeirra voru opnaðar.
— Þetta gekk mjög erfiðlega
sagði Karl Gunnarsson eí'tirlits-
maöur hjá SVR. — Siðustu
vagnarnir hættu svona upp úr
kl. 11, en þá voru margir búnir
að heltast úr lestinni. Margir
fuku út af og uröu íastir og bill-
inn sem*við höfum til að draga
þá, bilaði. Það tafði okkur mik-
ið. Þá fóru framrúöur úr 9 bil-
um, 2afturrúður 1 hliðarrúða og
14 þaklúgur. Kn þegar al-
mannavarnir voru komnar i
gang hættum viö, þá vorum við
öruggir um aö fólki yröi
bjargað, ef það var á íerli. En
farþegar voru mjög fáir, sagði
Karl. Og sem betur fer urðu
engin slys á mönnum.
Strax um nóttina var kallað út
lið til að vinna að viðgeröum á
vögnunum en rafmagnsleysið
jók á erfiðiö. Vegna þess varð að
fá oliutank frá Skeljungi þar
sem allar dælur voru óvirkar. A
meðan fuku vagnar á stæöi
strætisvagnanna við Kirkjusand
Framrúöan af þessum fauk út á Tjörn. (Timamynd GE)
hver á annan i hvinandi hálk-
unni.
— Það var heljar mikiö bras
við þetta en allt gekk ótrúlega
vel og strax i gærmorgun voru
ferðir vagnanna komnar i eðli-
legt horf, sagði Karl Gunnars-
son.
Geysilegt
AM — 1 veðurofsanum i fyrrinótt
urðu allir landshlutar fyrir meira
eða minna eignatjóni, þótt verst
yrði ástandið vestan og þó eink-
um suðvestanlands. Spuröumst
við fyrir um tjón viðs vegar um
land og er svo að heyra sem þak-
plötur hafi viðast valdið mestum
skakkaföllum er þær tóku flugið i
snörpustu hviðunum.
Grindavik
1 Grindavik fauk þakjárn af
fimm ibúðarhúsum og aö miklu
leyti af þaki geymslu i eigu kaup-
félagsins. Þá fór álklæðning af
tveimur ibúðarhúsum að nokkru
leyti. Við eitt hús i Grindavik
splundraðist bilskúr og dreifðist
brakið viðs vegar. Reyndu menn
að bregða köðlum yfir þök húsa til
þess að halda þeim niöri. Þá fauk
þar þak af yfirbyggðum Blaser og
laskaðiþakið bilinn mikið að öðru
leyti um leið.
Maður sem féll i vindhviðu fyrir
framan dyr heimilis sins fót-
brotnaði og var fiuttur i sjúkra-
húsið i Keflavik og varð að fylla
sjúkrabilinn af björgunarsveitar-
mönnum, til þess að halda honum
á veginum á leiðinni. Mikill fjöldi
báta leitaði hafnar i Grindavik og
varð ekki neinn skaði i höfninni,
svo lögreglan suður frá vissi til.
Bátar sem ekki komust til hafnar
leituðu hins vegar vars undir
Stapa.
Keflavik
1 Keflavik Sökk 20 tonna bátur i
höfninni og annar einnig 20 tonna
báturi Ytri Njarðvik. Nöfn þeirra
hafði lögreglan i Keflavik ekki
hjá sér i gær. Mikið var um að
þakjárn fyki af húsum og var
annriki mikið hjá lögreglu og
björgunarsveitinni Stakk við að
haiyisama þær, svo og annað
lauslegt, sem var aö fjúka. Þar
varð mikið um rúðubrot af völd-
um vindofsa og grjótflugs-Fógeti,
almannavarnanefnd og slökkvi-
liðsstjóri voru á vakt i nýju lög-
reglustöðinni alla nóítina. Svipað
ástand var i Sandgerði, Vogum,
Njarðvik og Vatnsleysuströnd.
Vestmannaeyjar
1 Vestmannaeyjum varð veru-
legt tjón á Flugstöðinni, en þar
brotnuðu 40 rúður af grjótflugi.
Þá fór hálf þekjan af flugskýli
Bjarna Jónassonar hjá Eyjaflugi
og dyr brotnuðu og enn brotnuðu