Tíminn - 18.02.1981, Page 13
Miðvikudagur 18. febrúar 1981
17
Hart barist i spurningakeppninni.
Samvinnuferöir-Landsýn
Spumingakeppra
veritápsfélaga
Ferðaskrifstofa Samvinnuferðir-Landsyn hefur nú i vetur, eins og
undanfarin ár, staðið fyrir svokölluðum Sólarkvöldum annað hvert
sunnudagskvöldiSúlnasalHótelSögu. Á dagskrá þessara kvöldahefur
margt verið til skemmtunar, svo sem söngur, dans, tiskusýningar,
töfrabrögð o.fl., að ógleymdu bingói þar sem keppt er um þrjá ferða-
vinninga hvert kvöld. Þá hafa og ferðaáætlanir Samvinnuferða-Land-
sýnar verið kynntar. En það atriði sem hvað mesta athygli og kátinu
hefur vakið er án efa spurningakeppni verkalýðsfélaga innan ASI, þar
sem keppter um sex Lundúnaferðir, þ.e. fyrir sigurliðið og maka. Þrir
keppendur eru i hverju liði.
Fyrstu félögin i keppni þessari voru Bakarasveinafélag Islands og
Trésmiðafélag Reykjavikur. Bakarar unnu þá keppni og kepptu næst
viðfulltrúa Hins islenska prentarafélags. Þá unnu prentarar og kepptu
á næsta kvöldi, við félagsmenn úr Verslunarmannafélagi Reykjavikur,
sem fóru með sigur af hólmi i þeirri viðureign. Þar næst, eða sunnu-
daginn 7. febr. sl., kepptu verslunarmenn svo við fulltrúa Starfs-
mannafélagsins Sóknar og unnu enn.
Á sunnudaginn kemur, 22. febr. keppa svo verslunarmenn i þriðja
sinn, og nú við fulltrúa Félags járniðnaðarmanna i Reykjavik. Sigur-
liðið i þeirri keppni heldur áfram og mætir á þarnæsta kvöldi keppend-
um frá Félagi kjötiðnaðarmanna.
Eins og fyrr segir hefur keppni þessi vakið mikla kátinu gesta.
Spurningar eru yfirleitt úr fréttum eða daglega lifinu og oft handa-
gangur i öskjunni þegar liðin reyna að ná réttinum til að svara fyrst.
Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvaða félög keppa i fram-
haldi af tveim næstu kvöldum,en hafieinhver félög áhuga á að gefa sig
fram er það hægt rheð þvi að hafa samband við Hauk Má hjá ASI (simi
83044) eða Sigurð Haraldsson, stjórnanda sólarkvöldanna (simi 86366).
Til mikils er að vinna, eins og fyrr er sagt, þvi það lið sem sigrar i
keppninni fer i vikuferð til Lundúna með mökum sinum i boði Sam-
vinnuferða-Landsýnar. .
Á sólarkvöldi nk. sunnudag 22. febr. mætir i boði Samvinnu-
ferða-Landsýnar fulltrúi Dansk Folkeferie og kynnir orlofsstaðina i
Karlslunde og á Möltu. Samvinnuferðir-Landsýn hafa tekið upp sam-
vinnu við dönsku verkalýðshreyfinguna gegnum Dansk Folkeferie og
fengið aðstöðu i hinum stórglæsilegu orlofsheimilum hennar á þessum
stöðum.
Hámarks
öryooi
Sterkar og léttar í ásetningu
ERLAU snjókeðjurnar eru framleiddar
úr sérhertu galvaniseruðu stáli.
ERLAU keðjurnar eru sérlega léttar
í ásetningu, sitja þétt og kyrfilega og
henta öllum tegundum hjólbarða.
Hægt er að setja þær á ökutæki sem
þegar er fast í snjó. Mynstur þeirra tryggir
hámarks rásfestu, ekki sístgegn hliðarrennsli.
Hentugar umbúðir
ERLAU keðjurnar eru seldar í sterkum
og handhægum plasttöskum með leið-
beiningum um ásetningu og viðhald.
Æfingadekk
Til þess að þú getir öðlast leikni í
ásetningu á ERLAU áður en í alvöruna er
komið, verða æfingadekk til staðar á
eftirtöldum stöðum: bensínsölum ESSO
Ægissíðu og Ártúnshöfða og á Akureyri.
lágmarks
fyrirhöfn!
Sölustaðir: Bensínstöðvar ESSO í Reykjavík
og víða um land.
f ..\
103 Daviðs-sálmui.
Luia þú Drottin. sál i min.
oií alt. srm i m« r »r. hans heilaga nafn ;
]ofa þu I 'rottiri. s.ila min.
■ •g gl'-vn . igi n'.-mum velgjörðum hans,
BIBLÍAN
OG
Sálmabókin
Fást í bókaverslunum og
hjá kristilegu féiögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
(PiiÖbranbsstofu
Hallgrimskirkja Reykjavik
simi 17805 opið3-5e.h.
LAUNÞEGAR!
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur
_ skattframtala 1981 er
Ath. að fjárhæðir í framtalinu eiga að vera í GOMLUM KRONUM
Ríkisskattstjóri