Tíminn - 22.02.1981, Qupperneq 2
s&J! J!i (ju > í >
Sunnudagur 22. febrúar 1981.
*x
Fáeinar laglegar visur úr ýmsum áttum:
'99
Ríður Helja lög og láð
löngum éljadrögum”
Veöurguöirnir hafa steypt
stömpum af tiltakanlega lítilli
hæversku á þorranum aö þessu
sinni. Þess konar tiltektir eru aö
vísu ekki nein nýlunda. En fyrr
má nú vera en tólfunum kasti og
heil byggöahverfi og sveitir liggi
að meira eöa minna leyti i rúst.
Þaö gerist sem betur fer ekki aö
jafnaöi aö hér fari yfir veöur meö
styrkleika suðrænna fellibylja.
Þessi veðrahamur verður til-
efni þess, aö viö byrjum hér á fá-
einum visum um vetrarveöur, en
munu þó fáar þeirra ortar and-
spænis öörum eins aftökum og nú
Tómstundavörur i
fyrir heimili og skála
VÖRULISTAR
Fyrir viðskiptavini úti á landi:
ítarlegur listi yfir hverskyns
tómstundavörur og verkfæri
á lager okkar er fyrirliggjandi
Skrifið eða hringið
eftir vörulistanum
HANDÍD
Laugavegi 26 og Grettisgötu
sími 2 95 95
þaó borgar sig
að nota
PLASTPOKA
© Plastprent hf.
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600
dundu yfir, svo að vera má, að
þær séu ekki svo mergjaðar sem
hæfir. En fyrst verður fyrir okkur
visa eftir Guömund Inga
Kristjánsson á Kirkjubóli:
Viða grátt er veðrafar,
varla dátt er gaman:
Höfuöáttir heyja þar
hrföarsláttinn saman.
Eitthvaö likt hefur staðið á,
þegar Þorsteinn Magnússon frá
Gilhaga í Skagafiröi geröi þessa
vísu um nöturlegt veðurútlit:
Hylur tinda gúlpur grár,
gnauöar strindi Ránar,
þylur vina hreimur hár,
himinlindin gránar.
Sá hinn þriöji, sem viö stefnum
á þetta þing, er Hreiðar Geirdal.
Honum fórust svo orö:
Ægir bóiginn byltir sér
brims i ólgudýjum.
Himinn fóigin allur er
ofar kólguskýjum.
Sveinbjörn Björnsson kvaö á
sinum tima um illviðrahrotu:
Yfir himins yglibrá
óravegu langa
éijaflókar úfnir á
uglum veöra hanga.
Vindar svelja, héruö hrjáö
hríöar kvelja slögum.
Riöur Helja lög og láö
löngum éljadrögum.
Það getur meira en hugsazt, að
á einhverju líku og viðrað hefur
að undanförnu muni ganga næstu
vikurnar. En vist er aftur á móti
hitt að stilla mun til um siðir,
lygna og hlýna.
Fannir glitra gulli stráöar,
glóey björt úr austri fer.
Ég á haf á hendur báöar,
himin tæran yfir mér.
Þó aö eitthvað þyngist
sporiö,
þreytumerkin eyöi dug,
finni andinn von um voriö,
verður ennþá létt um flug.
Þannig kvað Guðrún Arnadóttir
frá Oddsstöðum, og Pétur Bein-
teinsson frá Grafardal orti þetta:
Hlýr og góöur öllum er
okkar móöurjaröarfaldur,
þott hún bjóöi þér og mér
þrumuhljóö og báruskvaldur.
Þótt hin gráu klakakveld
kveðist á um rósavalinn.
sækir þráin arineld
út f bláan stjörnusalinn.
Þá er breytt um brag og
hreim,
brosið seitt á kaldar
varir,
geti hún eitthvað út i heim
okkur leitt i draumafarir.
Ef við berum niður hjá Jóni
Bjarnasyni frá Garðsvik, þá
verður fyrir okkur þessi visa:
Fögnuö öllu lifi Ijær
loftið ilmi blandið.
Sólin skin og grasiö grær,
guð er að vekja landið.
Næst skyggnumst við i visna-
safn Hjartar Gislasonar á Akur-
eyri. Þar finnum við þessar stök-
ur fjórar:
Hart er lífsins hnútukast,
harma beittur Ijárinn.
Innst i hjarta eitthvaö
brast,
frost.
kost
augun vættu tárin.
Mig þótt hrelli fjúk og
farin beztu árin,
I von um birtu og betri
brosi ég gegn um tárin.
Eftir vetrar veörin hörö
vakna blóm úr dvala.
Máriuerlur messugjörö
mér f eyra hjala.
Gleði veldur vorsins þrá,
vetrar hjaönar drómi.
Æskan björt og ellin grá
einum syngja rómi.
Endum svo þennan þátt með
vísu eftir Valdimar Benónýsson á
Ægissfðu — um morgunbliðu a6
vorlagi:
Sólin hlær á himinboga,
hlýnar blær viö árdagskinn.
Allt, sem hrærist lifs af loga
lagið slær á strenginn sinn.
—JH
Oddný Guðmundsdóttir:
Orðaleppar
(Orðtökin í hættu)
Eiritrver hélt því f ram, að eðlilegt sé,
aðgömul orðatiltæki hverfi úr málinu,
þar eð þau bendi til úreltra hluta og
siða, taldi, að orðtakið að falla í stafi
hlyti að hverfa með tréilátum. Þó er
síld enn söltuð í tunnur, og ekki eru
þær úr plasti. Eflaust veit söltunar-
fólkið að tunna féllur í stafi, ef hún
gisnar mikið.
Rétt er það, að sum orðtök eru svo
forn, að menn þurfa að hafa lesið
f leira en dagblaðaf réttir og vikurit til
þess að skilja þau. Til dæmis var það
orðað svo i blaði, að nú væri vegið í
sama knérunn, þegar maður nokkur
var atyrtur í annað sinn. Þetta merkir
að vega fleiri en einn mann úr sömu
ætt, og betur hefði átt við að segja:
leggja í einelti. Fyrir skömmu var 800
ára afmæli Snorra Sturlusonar nefnt
ártíð hans. Þá hefði komið sér vel að
vita, hvað ártíð er.
Bókin islenzk orðtök eftir Halldór
Halldórsson væri miklu skemmtilegri
og þarfari námsbók en ýmsar skóla-
bækur, sem notaðar eru við islenzku-
kennslu. Og ómissandi er hún á rit-
stjórnarskrifstofum. Það gladdi mig
aðsjádálítil sýnishorn úr Orðtökunum
í nýlegri námsbók. islenzkir máls-
hættir eftir Bjarna Vilhjálmsson og
Óskar Halldórsson kæmu sér líka vel
við íslenzkukennslu.
Það brennur við, að málshættir og
orðtök afbakist. Einkum eru brögð að
því, að ekki sé skeytt um stuðla.
,,Það á að vanda, sem vel á að
standa" breytist í ,,Það á að vanda,
sem lengi á að standa."
„Dregur að skuldadögum" verður
„Liður að skuldadögum."
Jafnframt afbökun orðtaka eru
komin á kreik undarleg orðatiltæki
eins og að,,hejlla menn upp úr skón-
um" og að betra sé „að vera laus við
hauginn en bundinn við drauginn" —
— Rétt í þessu heyrði ég, að'leikkona í
útvarpinu talar um að „hneykslast
upp úr skónum". Þetta er óðatizka
núna, að allt mögulegt æsi menn „upp
úr skónum".
Maður, sem kvartaði um samgöngu-
leysi, sagðistseint fá bréf frá unnust-
unni á öðru landshorni. Þetta fékk i
dagblaði yf irskriftiha „Ást i meinum"
Ég legg það til, að hætt verði að
kenna málfræði í grunnskólanum upp
að sjöunda bekk. Fyrst er að læra orð-
in sjálf, merkingu þeirra og fram-
burð, síðan skipa þeim í flokka.
Mæður, sem bezt haf a kennt börnum
sínum mál hér á landi, kunnu engin
málfræðiheiti. En málið sjálft kunnu
þær.
Margir þeirra, sem nú kenna
móðurmál í upphæðum langskólans,
virðast ekki hafa jörð til að ganga á —
svo að notað sé orðalag Káins.
Oddný Guðmundsdóttir.