Tíminn - 22.02.1981, Qupperneq 10

Tíminn - 22.02.1981, Qupperneq 10
10 Sunnudagur 22. febrúar 1981. Hálf önnur öld er síðan Guatemala braust út úr nýlenduveldi Spánverja. Samt hefur ekki orðið mikil breyting. Tvö prósent íbúanna eiga enn 70—80% landsins/ og mikill hluti þjóðarinnar lifið við hin mestu eymdarkjör og nýtur jafnvel hvorki skóla né læknishjálpar. t hinni fámennu eignarstétt eru eingöngu hvitir menn, niðj- ar þeirra, sem fyrrum voru alls ráðandi, en langflestir hinna, sem ekkert eiga og einskis mega sin, eru Indiánar. Þeir búa annað tveggja langt uppi i fjöllum eða þræla á ekrum góss- eigendanna, og bera litið úr být- um, og reyni þeir að koma á samtökum til þess að bæta kjör sin, vofir þaðyfir þeim, að kofar þeirra verði sprengdir i loft upp, án þess að lögreglan þykist svo mikið sem vita, hvað fram fer. Að minnsta kosti einu sinni hefur það komið fyrir, að kofar verkafólks á ekru auðugs manns voru brenndir til kaldra kola eftir að prestur hafði sagt ekrueigandanum, hvers hann hafði orðið áskynja i skrifta- málum fólksins. Það hafði sem sagt verið að bollaleggja sam- tök sér til kjarabóta. En sumir héldu, að þvilikar hugrenningar væru syndsamlegar. Þess vegna sögðu þeir prestinum þetta, svo að þeir gætu fengið aflausn hjá honum. Þá aflausn, sem að kvað, fengu þeir, þegar presturinn rauf þagnarheit sitt. Nú er enn einu sinn svo kom- ið, að ókyrrð er vaxandi i Gua- temala, þótt ekki sé ástandið orðið þar jafnslæmt og i grann- landinu, E1 Salvador. Samt eru ofsóknir og pólitisk morð dag- legt brauð, og er talið, að nokk- ur þúsund manna hafa verið drepin þar árið 1980. Flestir telja, að til uppreisnar hljóti að koma i Guatemala fyrr eða siðar. Eins og sakir standa Barnadauði er gifurlegur I Guatemala. Aðeins helmingur fæddra barna nær fimm ára aldri. lætur herstjórnin birta að stað- aldri sjónvarpsauglýsingar, þar sem heitið er á fólk að raska ekki ró og friði, en samtimis leika vopnaðar sveitir hægri- manna lausum hala i landinu og skjóta fólk, jafnvel i sjúkrahús- Nokkur breyting hefur orðið i landinu á seinni árum, þrátt fyrir allt. Indiánarnir, sem i eðli sinu eru mjög hlédrægir menn, eru vaknaðir til vitundar um það hve illa við þá er leikið.Þeir þeirra, sem eiga að heita bænd- ur, hafa aðeins til umráða smá- skika, og þá helzt land, sem örð- ugt er til ræktunar, og i byggð- um þarna, þekkjast hvorki vatnsleiðslur, rafmagn né ak- vegir, og kennsla veitist engin né læknishjálp. Indiánarnir eru oft tortryggnir og kemur það til af biturri reynslu. Þeir hafa svooft verið sviknir af hvitum mönnum. Þetta verð- ur oft til trafala, þegar alþjóða- samtök reyna að liðsinna þeim. En þessi tortryggni rénar fljótt, ef Indiánarnir telja sig hafa reynt góðan hug þeirra, sem sendir eru þeim til hjálpar. A hinn bóginn er það til léttis, að Indiánarnir eru vanir þvi að vinna saman, og i rauninni eru þeir gæddir góðum gáfum og einlægum vilja til þess að spjara sig, ef þeir eygja nokkurn möguleika til þess. Eitt af þvi, sem setur svip á Guatemala, er sá fjöldi berfætts fólks, sem er á ferli um götur og stiga með þungar byrðar á baki eða höfði. Þetta á sér eðlilegar orsakir. Nær allir Indiánar ganga daglega nokkra kiló- metra milli húsa sinna og akranna, skógarins og vatnsból- anna, auk allra markaðsferð- anna. Konurnar binda litlu börnin á bak sér og hlaða öðru ofan á kollinn á sér, en stálpuð börn, svo sem átta ára, rogast með stórar byrðar á bakinu. Þetta fólk lifir yfirleitt á fáeinum skepnum og litilræði af mais, en af þvi að þetta nægir ekki, leitar mikill fjöldi fjalla- bænda niður i strandhéruðin til þess að vinna þar i tvo mánuði á stórum ekrum, þar sem rikis- mennirnar láta rækta baðmull og sykur. Upp i fjöllunum er svalt og oft þurrviðrasamt, en niðri á ströndinni er oft mollu- veður. Þar er malaria landlæg, og margir bændanna koma sjúkir heim að uppskerutim- anum loknum. Kaupið, sem þeir fá, er um fimm krónur á dag. Ekki þriðji hver ibýi Guatemala er læs. Mikill fjöldi barna kemur aldrei i skóla og margt fátækra barna hverfur Lax- og silungsveiði Til leigu er lax- og silungsveiði i vatna- svæði Kerlingardaisár og Vatnsár i Vestur-Skaftafellssýslu. Gott veiðihús fylgir. Tilboð óskast sent fyrir 20. mars til Jó- hannesar Kristjánssonar Höfðabrekku, simi um Vik.sem gefur frekari upplýsing- ar. Veiðifélag Kerlingardalsár og Vatnsár Pípulagnir Tökum að okkur ný- lagnir, viðgerðir og hitastillingar, hvar sem er á landinu. Ábyrg þjónusta. Simi eftir kl.18 og allar helgar Benedikt 32186 — Geir 43025. 9BI * g : Byggingadeild '9 J r Borgarverkfræðings auglýsir eftir byggingaeftirlitsmanni. Verksvið er tæknilegt og fjármálalegt eftirlit með verktökum i nýbyggingu og viðhaldi á húseignum borgarinnar. Æskileg er einhver reynsla i mælingum. Umsóknir skal senda byggingadeild borgarverkfræðings fyrir 6. mars n.k. Auglýsingasími Tímans er Gj&SBlll

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.