Tíminn - 22.02.1981, Side 15
Sunnudagur 22. febrúar 1981.
Aðstaða fyrir hend
" . ,"r" '
^ fl • • éfh ^ésSI **.
þess að
framleiðslu á
. J?í' ,J>: ■ ííí1'
gönguseiðu
Hin seinni árin hefui
Veiöimálastoínunin reynt að fars
i bvaö ferðir til könnunar á árr
landsins til þess að kanna hvaí
fyrir þær má gera I fiskræktar-
skyni. Ræktunin hefur til þessa að
mestu miöast viö það sem gerist i
ánum neðan fossa, en 1974 var til-
raun gerö ofan fossa i Þjórsá i
Fossá i Þjórsárdal og af hálfu
stangarveiðifélagsins Armanna i
Kálfá, til þess að sleppa ung-
seiðum Ur eldisstöðinni i Kolla-
firði f árnar og gaf sú tilraun
mjög góða raun. Komu fiskarnir
fram á þremur árum og flestir
1979, 5500 fiskar sem nemur fjór-
földun á veiðinni áöur. Er þá að-
eins miðað við fiska á skrá. Gaf
þessi tilraun visbendingu um aö i
landinu mundu vera fleiri ár, þar
sem tök væru á aö ala upp lax of-
an ófiskgengra fossa. Spurningin
er aftur á móti sú, hve auövelt
seiöin muni eiga meö að komast
niður fossana ósködduð.
Itarlegar kannanir hata verið
geröar á nokkrum stórám á
undanförnum árum, svo sem á
Lagarfljótssvæðinu, Skjálfanda-
fljótssvæðinu, i Rangánum og á
Héraðsvötnunum i Skagafirði og i
Grimsá i Borgarfirði (i 5ár). Auk
þess hefur verið farið viöar, svo
sem á Norðausturlandið til þess
að kanna hvernig seiðin gengju
fram eftir kuldaárið 1979 og
sérstakar tilraunasleppingar
hafa verið geröar i Hrútafjarðar-
á, og var þaö annað árið i röð nú i
$umar. Fékkst styrkur úr
Byggðasjóði til þess að gera
þessa tilraun, en henni hefur
stjórnað Teitur Arnlaugsson,
fiskifræðingur.
Hafbeitartilraunir hafa nu
verið gerðar á fjórum stööum á
landinu og hefur Árni ísaksson
séð um þær, og notið til þess
styrks frá Norðurlandaráði.
Þessir staðir eru Kollafjarðar-
stöðin, Botnsá i Súgandafirði,
Fossá á Skaga og Berufjaröará i
Berufirði. Loks hefur Lárósstöðin
bæst i hópinn að nokkru leyti en
hún hlaut sérstakan styrk i fyrra
til gönguseiðasleppinga. Þetta
eru tilraunir, sem gera þarf
nokkur ár í röð, til þess að þær
megi teljast marktækar og er
vonast til að þær megi halda
áfram.
Sé litiö til stöðuvatnanna bein-
ist athyglin fyrst og fremst aö
Mývatni og Þingvallavatni. i
Mývatni hafa veriö gerðar stofn-
rannsóknir undir stjórn Jóns
Kristjánssonar fiskifræðings og
reynt aðaölaga veiðina sem mest
að niðurstöðum þeirra rannsókna
og stærö stofnsins. Veiðin i
Mývatni hefur verið i talsverðri
lægð i nokkur ár og er einn áhuga-
veröasti hluti rannsóknanna þvi
sá, að fá þaö fram hvernig stofn-
inn þar hagar sér.
1 fyrra voru vötn á Melrakka-
sléttu og nágrenni sérstaklega
könnuðog Þingvallavatn er sifelit
á döfinni.
Nú hefur stofnunin komið upp
umdæmisskrifstofu i Borgarnesi
Rætt við t»ór
Guðjónsson,
veiðimálas tj óra
Lax i Elliðaánum.
Fiskeldi og fiskirækt hvers konar hefur tekið
huga manna i æ rikari mæli hin seinni árin og aug-
ljóst að hér er um nýja búgrein að ræða, sem ætti að
geta gefið af sér miklar tekjur þegar fram liða
stundir, samkvæmt árangri sem þegar er fenginn
og er afrakstur margra ára mikils og stanslauss
starfs. Veiðimálastofnunin hefur umsjón með
mestum hluta þessa starfs og styður það eftir föng-
um með ráðum og dáð. Á s.l. sumri var sem áður
margt að gerast á þessu sviði og i mörgu tilliti
meira en nokkru sinni fyrr. Blaðið ræddi þvi við Þór
Guðjónsson veiðimálastjóra i vikunni og fékk hann
til að segja frá sumu þvi helsta sem verið hefur að
gerast i stórum dráttum
Sunnudagur 22. febrúar 1981.
.....
og veitir Þórir Dan Jónsson,
fiskiíræðingur, henni forstöðu.
Umdæmissvæði hennar er
Vesturland og Vestfiröir og
ferðaðistÞórir mikiðum svæðið á
s.l. ári og leiðbeindi mönnum, og
safnaði gögnum. Kvaðst Þór
Guðjónsson vona að takast mætti
aðfá slikan umdæmisfiskifræöing
i hvern landsfjórðung, en á þessu
ári er vonast til að skrifstofu
verði komið upp á Austurlandi,
þar sem fjárveiting er þegar fyrir
hendi til þess.
Enn er að geta þess að nú hefur
nefnd tekiö til starfa, til þess að
kanna möguleika á betri nýtingu
á silungsvötnum og er þar átt við
bæði veiðarfæri, markaðsleit ofl.
en þetta starf byggist á samvinnu
Veiðimálastofnunar, Búnaðar-
félags Islands og Landsambands
veiðifélaga.
Á siðasta ári varö meiri hreyf-
ing i byggingu eldisstöðva viða
um land en verið hefur áöur. Er
þareinkum um aðræða hina nýju
Hólastöð, stöö Fiskeldis á
Húsavik, og stöð Fólarlax við
Straumsvik. Loks minni stöðvar,
eins og við Myrkutjörn i Mosfells-
sveit og fleiri, sem eru i undir-
búningi. Hér er þvi komin upp
aðstaða til þess að nær tvöfalda
framleiöslu á gönguseiðum og er
helst litið til Noregs með sölu á
þeim, en i fyrra voru seld til Nor-
egs um 120 þúsund gönguseiði frá
tveimur stöðvum. Hafa Norð-
menn greitt mjög vel fyrir seiðin.
Þór Guðjónsson.
Eins og áður helur verio unmö
að eldistilraununum i Kollafirði
og má geta um nýstárlegar til-
raunir sem þar voru gerðar i
fyrra með aö sleppa laxaseiðum
miklu seinna i sjó en áður hefur
tiðkast. Til þessa hefur seiðum
aðeins verið sleppt á vorin eða
fyrrihluta sumars, en takist þessi
tilraun ætti að vera hægt að
sleppa seiðum alltsumarið. Hefði
þetta mikið gildi fyrir hafbeitar-
áform, þvi á þennan hátt þarf
ekki að geyma seiði frá vori til
vors og kosta til dýrri fóðrun og
umönnun. Erlendis hefur þetta
tekist og verður fróðlegt aö sjá
hvernig hér tekst til, þvi nýting
eldisstöðvanna yröi stórum betri
með þessu móti.
Margt fréttnæmt gerðist i laxa-
stigabyggingum i fyrra, en lokið
var við stigann i Laxá i Þing-
eyjarsýslu og enn var lokið við að
byggja laxastigann i Setbergsá á
Snæfellsnesi. Enn er verið að
byggja nýjan laxastiga i Flekku-
dalsá og ætti hann aö verða full-
gerður i vor. I Fagradalsá á
Skarðsströnd er og verið að
byggja nýjan stiga, svipaðan
þeim i Flekkudalsá, en endur-
bætur er verið að framkvæma i
Mýrakvisl og sömuleiðis i Selá i
Vopnafirði. Hið ánægjulegasta
við þessar framkvæmdir er það
að hér opnast ný svæði íyrir fisk-
inn.sem áður hafa verið lokuö.
Þar sem markmið alls þessa er
að ná fram sem bestri nýtingu á
þeim fiski sem finnst i Islenskum
vötnum er nú veriö að leggja drög
að þvi að koma upp sem full-
komnastri skýrslugerð um
silungsveiði I vötnum landsins i
likingu við þær skýrslur sem
gerðar eru um laxveiðina en þær
eru nú orðnar mjög áreiöanlegar
og vandaðar, enda liðin um 30 ár
frá þvi er fariö var að gera þær
fyrst. Hafa menn lært að skynja
mikilvægri skýrslanna, þar sem
Veiðimálastofnun hefur tekiö þær
til tölvuúrvinnslu. Sendir stofnun-
Nýklakin kviðpokaseiði.
Laxastiginn i Laxá i Aðaldal er nú fullgerður.
in veiðibækumar til baka ásamt
úrvinnslunni svo veiðifélögin geta
haft þessi gögn hjá sér og notið
mikils góðs af.
Ekki eru enn endanlegar
skýrslur fyrirliggjandi um lax-
veiðina i fyrra en þó er talið vist
að hún muni vera verulega minni
en árið áður. Er liklegt aðþetta sé
minnsta laxveiði frá þvi fyrir
1970, og taldi Þór að þessu mundi
einkum valda hiö kalda ár 1979.
Athyglisvert var við veiðina i
fyrra hve stór íiskur var i miklum
meirihluta og svo aö sjá sem
smærri íiskinn vantaði. Þá var
sumarið einnig óvanalegt aö þvi
leyti að þurrviðri voru mikil, sem
olli stangarveiöimönnum erfiö-
leikum og ekki má gleyma þvi
vandræðra slysi, er míkil óhrein-
indi bárust I Hvitá og ölvusá úr
Langjökli. Hafði þetta mikil áhrii
á veiðina, og var hún nú öll á
svæðinu fyrir neðan Hestfjall en
hún hefur ætið verið mest i Hvitá
og i ölvusá. Var svo enn i fyrra,
en þó með allt öðrum hætti en i
venjulegu ári.
Er aö vona aö afleiöingar þessa
óhapps verði ekki aldrifarikar i
framtiðinni, en þær athuganir
sem til þessa hala veriö gerðar
geta ekki talist marktækar að
sinni. Hafa sumir taliöaööll seiöi
i ánni hafi larist, en ur þvi mun
framtiðin ein skera endanlega.
Þannig geta utanaðkomandi
þættir sett verulega strik i reikn-
inginn, þrátt lyrir alla tækni og
tilraunir til umbóta meö fiskeldi
og ræktun.
Eins og framansagt ber meö
sér er margt um aö vera i veiði-
málum landsins og hefur það
hjálpað mikið til aö Framleiðni-
sjóöur hefur haft fé aflögu siðustu
eitt til tvö ár til þess að lána til
eða styrkja fiskræktarverkefni.
Það fé hefur gengið til bænda eða
veiöifélaga og þegar ýtt undir
mörg góð áform. T.d. fékk
Búnaðarsamband S-Þingeyjar-
sýslu styrk i fyrra til aö hefja
laxarækt f stöðuvötnum I stærri
mæli en áður hefur þekkst svo og
Veiðifélag Fljótsdalshéraðs og
aðrir. Allt hefur þetta stuðlað að
þvi aö veiöimálin veröa æ mikil-
vægari grein hér i landinu, eftir
þvi sem þekking eykst og árangur
þess starfs sem þegar er innt af
hendi kemur i ljós. Þannig var
laxveiöin á siöasta áratug um
80% meiri en áratuginn á undan
og eru veiðifélög á landinu nú orð-
in 135 og vinna þau ötullega hvert
á sinu svæöi, bæöi við ræktun og
ráöstöfun veiðinnar og enn má
ekki gleyma stangaveiðifélögun-
um, sem lagt hafa sinn skerf til
þessara mála.
A.M
Cr Lárósstööinni. Þar hafa nú einnig hafist hafbeitartilraunir.