Tíminn - 22.02.1981, Qupperneq 16

Tíminn - 22.02.1981, Qupperneq 16
24 Sunnudagur 22. febrúár 1981T .* David Byrne, liðsmaður „Talking Heads’’ og Brian Eno, .* sem vann meö hljómsveitinni á V siðustu plötu þeirra, hafa sent í* frá sér plötu, sem þeir nefna, % „My Life In The Bush of I* Ghosts”. ■!*.■_*_■**■**».**.**•••« ■ ■ » ' C.B.S. kynnir „Mastersound” Hreinir tónar” Það hefur vist ekki farið framhjá neinum að ör er tækniþróunin. Þetta á ekki hvað sist við í þróun hljómf lutnings- tækja. ,/Sterió/í-sam- stæður líkjast nú æ meir stjórnborði tölvu frekar en hljómflutningstækjum og gæðin fara sívaxandi. Á sama tíma verður öll upptökuvinna tækni- væddari og betri. Það eina sem ekkert hefur breyst er hljómplatan sjálf. Úr þessu hyggst bandariska útgáfufyrirtækið C.B.S. bæta með þvi að innleiða nýja tækni við gerð hljómplatna, sem þeir kalla „Mastersound” þessi nýja vinnsluaðferð er byggð upp á nákvæmu eftirliti með fram- leiðslunni á hvaða stigi sem er og notkun fullkomnustu tækja. Auk þess innleiða þeir nýja skurðtækni, sem kölluð er „Half-speed Mastering”. En áður en farið er að skýra þetta nánar út, er best að átta sig á þvi hvernig hljómplata verður til. Tónlist viðkomandi tónlistar- manns berst inn i stjórnborð stúdiósins i gegnum hljóðnema. Tónlistin er tekin upp á segul- band. Til eru tvær aðferðir við segulbandsupptökur, „ana- logue” og „digital”, og er sú siðarnefnda mun fullkomnari og betri. Fullunnin segulbandsupp- taka er kölluð „tape master” og eftir henni er búin til (skorin) fyrsta platan, „masterinn”. Hann er úr sérstakri lakk- blöndu. Siðan er búin til „metal master” og „mæðurnar” og þá er hægt að pressa plötuna fyrir neytendur. Mastersound” — kerfið byggir á þessum „prosess”, þó með þeirri undantekningu, sem nú verður gerð grein fyrir. Venjulega er fyrsti „master- inn” skorinn á þeim hraða sem platan kemur til með að vera spiluð á þ.e. 33 1/3 og segul- bandið er látið ganga á þeim hraða sem það gekk á þegar tónlistin var tekin upp. Það er hins vegar hægt að láta öll tæki ganga á hálfum hraða við skurðin. Þetta gerir alla vinnu mun erfiðari og krefst mikillar nákvæmni, en það verðlaunar sig i gæðum. Allar „Mastersound” plöturnar eru pressaðar i V-Þýskalandi i bestu plötupressu Evrópu og þær eru pressaðar i þar til gert plast sem er frábrugðið þvi sem notað er i venjulegar plötur. Þær eru siðan merktar og pakkaðar á sérstakan hátt og sendar á markaðinn. Fyrir utan nýjar plötur, sem sendar eru á markaðinn með þessum hætti, þá hefur C.B.S. valið nokkrar gamlar „klassiskar” plötur og látið skera þær upp á nýtt og vinna fyrir „Mastersound” seriuna. Þar er að finna plötur lista- manna eins og t.d. Bruce Springsteen, Simon og Garfun- kel, Styx, Barbra Streisand, í kjallaranum Basement 5 : 1965 — 1980 Þungt rokk og reggar er ekki við fyrstu heyrn, tónlistar- blanda sem mikið varið er i. 1 fyrsta lagi er reggae-trommu- taktur mjög dominerandi og ekki lfklegur til að falla vel að gftarleik þeim, sem einkennir þungt rokk. I öðru lagi er söngur reggae-söngvara mjög sérstak- ur og verður að skera sig veru- lega úr, en ekki falla inn i „há- vaðann” eins og gerist oft i þungu rokki. t þriðja lagi hafði ég það alltaf á tilfinningunni að þetta væru tónlistarstefnur sem væru ósamrýmanlegar. En það er nú einu sinni svo að ekkert er einhlitt i þessum heimi og sifellt er hægt að gera nýja hluti. „Basement 5” afsanna máltæki nokkuð, sem vinsælt er meðal tónlistargagnrýnenda, „Að allt sem gert er i dag, hefur veriö gert áöur”. Að þvi er undirrit- aðan varðar er þetta allavega eitthvað nýtt. Það ætti engan að undra þó hljómsveitin sé bresk, eins lifleg og tónlistar- þróunin er þar og hefur alltaf verið. 1965- BO „Basement 5” er fjögurra manna hljómsveit, sem saman- stendur af þremur svertingjum og einum hvitum. Nöfn hljóm- listarmannanna eru ekki ýkja flókin, en þeir heita Dennis Morris, J.R. Richard Dudanski og Leo. Aö öðru leyti er litið vit- að um þessa hljómsveit. Þeir kynna sig hins vegar ágætlega á þessari plötu sinni hverrar nafn ég hef ekki hugmynd hvað stendur fyrir. Þeir náðu eyrum almennings i Englandi með lagi Carole King, Michael Jackson, E.L.O., Billy Joel, Willie Nelson Supertramp, og fleiri þekkta popptónlistarmenn, auk þess sem nokkrar klassiskar plötur er þar að finna. Undirritaður átti þess kost að hlusta á plötu i „Mastersound” seriunni og það var ekki um að villast, gæðin eru mun betri. Hvert eitt og einasta hljóðfæri sker sig úr og auðvelt er að imyndasér að maður sé staddur inn i upptökustúdióinu. Þetta framtak C.B.S. minnkar þann mun sem var orðinn á gæðum hljómflutnings- tækjanna og hljómplatna. A meðan við biðum eftir gerbylt- ingunni sem á eftir að verða i hljómflutningstækjum með til- komu „lasergeislatækja” er þetta skref i áttina að full- komnum hljómflutnings- tækjum. Að lokum er rétt að geta þess að þrátt fyrir það að þessi vinnsluaðferð hafi i för með sér nokkurn aukakostnað þá er „Mastersound” plata seld á sama verði, og venjuleg plata. Steinar h.f. er umboðsaðili C.B.S. hér á landi. stuttar erlendar. sinu „The Last White Christ- mas”, þar sem þeir sungu m.a. um stjórnmálaástandið i land- inu, „England is under female rule, that’s why we’re turning to ruddy fools” í laginu gefa þeir tóninn fyrir plötuna bæði tón- listarlega séð og hvað textagerð varðar. Tónlistin er þungt rokk/reggae i hlutföllunum 60/40 og textarnir eru mjög póli- tiskir. Sem raunar er það nei- kvæðasta við plötuna. Ég er ekki að segja að póli- tiskir textar eigi ekki rétt á sér (það eiga þeir svo sannarlega) heldur hitt að frumleg plata að öðru leyti skyldi drukkna i klisjukenndum slagorðum sem enga þýðingu hafa og eru auk þess illa samin. Það er allt i lagi að vera pólitískur i textum sin- um, ef það hefur einhverja skir- skotun. Maður fær það hins vegar á tilfinninguna að þeir séu aðeins að syngja þessa söngva og hrópa slagorð, sem öll eru vinstrisinnuð, af gömlum vana. Bara til að hreyfa varimar. En tónlistin er þruma!! 1 Michelle Howard hcitir stúlka nokkur. Bitlarnir gerðu nafn ! hennar ódauðlcgt fyrir u.þ.b. fimmtán árum, þvi eitt af lögum | þeirra heitir eftir henni. Nú hefur stúlkan lent i slæmum félags- ■ skap þvi að á dögunum hlaut hún skilorðsbundinn dóm fyrir að | hafa i fórum sinum lítið magn af eiturlyfjum. Hún er dóttir fyrr- • verandi samstarfsmanns Bitianna, Anthony Howard. ' Bob Dylan hefur nú i fyrsta ! sinn gert undantekningu frá i annars skilyrðislausri reglu ; sinni að leyfa ekki að leikin séu i lög eftir sig i sjónvarpsþáttum ; og i kvikmyndum. Sting með- i limur í „The Police” hefur ; hljóðritaö lagiö „I Shall Be Re- i leased” ; sem verður titillag sjónvarps- I kvikmyndar um fangelsismál. 1 Sting, hins vegar, er, að sögn. aö I kanna tilboð Robcrt Stigwood um að leika aðalhlutverkið i kvikmynd, sem gerö vcrður eft- ir lagi George Harrison, „While My Guitar Gently Weeps”. YokoOnocr nýbúin að gefa út iitla plötu, sem hljóðrituö var stuttu fyrir dauða John Lennon. A henni er lagið „Walking on Thin Ice” og á bakhliöinni er orðsending frá Yoko til aðdáenda þeirra hjóna....Sögusagnir magnast enn um það að fyrirhuguð sé útgáfa LP plötu sem mun innihalda efni sem þau hjónin voru búin að taka upp áður en dauða Lennons bar að. Að sögn mun Yoko vera að leggia siðustu hönd á frágang hennar. Roxy Music sendu nýlega frá J« sér litla plötu með lagi John .* Lennon, „Jealous Guy”. Með *. þessu vilja þeir votta hinum látna listamanni viröingu sina. *á

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.