Tíminn - 22.02.1981, Page 18
26
Sunnudagur 22. febrúar 1981.
Bregöum okkur i hugarflugi
að Núpsstað i Fljótshverfi: en
lesum fyrst frásögn Þorvaldar
Thoroddsen i Ferðabókinni
1893: „NUpsstaður stendur
undir hrikalegri hamrahlið með
margvislega löguðum klettum
og dröngum. Stdrkostlegastir
eru tveir risavaxnir drangar er
mæna upp fyrir fjallsbrúnina
einsog turnar. — Fyrirofan bæ-
inn er stráð heljarbjörgum úr
móbergi, og eru mörg þeirra
stór sem hús, sum sokkin að
mestu i jörð og grasgróin ofan.
Björgin hafa oltið ofan úr
fjalli.”
Bænahús úr torfi hefur frá
fornu fari staðið á Núpsstað.
Segir Þorvaldur ekki lengur
messað i þvi, en stundum verið
haldinn kvöldsöngur. Arið 1902
segir Daniel Bruun bænahúsið
notað fyrir skemmu. 1 Arbók
Ferðafélags Islands 1935 segir:
„A Núpsstað er gamalt bænhús
og grafreitur. Bænhús þetta var
lagt niðurmeð konungsúrskurði
árið 1765, en þvi mun hafa verið
haldið við isvipuðu formi og það
áður var og er nú notað fyrir
geymsluhús.”
Núpsstaður er austasti bær i
Fljótshverfi og V.-Skaftafells-
sýslu. Gustav Funk tók mynd af
bænum, lfklega árið 1902. Þetta
var þá reisulegur burstabær
mdð torfþaki algrónu. Veggir
hlaðnir úr grjóti og torfi, fram-
hlið úr timbri. Til hægri sést
lágreist bænahúsið, grasi gróið.
E.t.v. voru danskir land-
mælingamenn staddir þarna
þegar myndin var tekin, og
Daniel Bruun þeim til leiðbein-
inga?
Þorvaldur segir Núpsstað
þann bæ á landinu þar sem
einna lengst sé i kaupstaö
(Papós og Eyrarbakka). ,,Þó er
Kirkjan á Hofi i öræfum. Um aldamótin?
Kirkjan aö Hofi i öræfum. Aðkvöldi 27. ágúst 1972.
Kirkjan á Hofi i öræfum 18. júli 1951.
Ingólfur Daviðsson:
Byggt og búið
í gamla daga — 319
Vallgróin
kirkja og
bænahús
Núpsstaður besti bær og vel
húsaður”, ritar hann 1893.
Þegar undirritaður kom að
Núpsstað sumarið 1968 hafði
verið gert við bænahúsið og
mun það vera friðað. Mynd tek-
in i rigningu 8. ágúst 1968 sýnir
húsið sæmilega: þykka torf-
veggina, svarta framhlið með
hvitri hurð og vindskeiðum.
Gróskulegt á þaki og ofaná
veggjum, sums staðar hvitt af
alblómgaðri geithvönn. Bak við
sjást gróðursettar hrislur, og
fjær uppsett hey á túni. Neðan-
við sandurinn og i austurátt
mótar fyrir hinum tröllslega
Lómagnúp, 770 m háu stand-
bergi, er eitt sinn hefur staðið
úti við sjó. Mun Núpsstaður
hafa heitið Lómagnúpur fram
til um 1600. Uppi við hamarinn
þar við bæinn standa þráðbein
og há óvenju tiguleg reynitré,
enda mun oft mjög heitt undir
berginu.
A okkar dögum gerði Hannes
á Núpsstað garðinn frægan,
hörkuslyngur vatnamaður,
póstur og leiðsögumaður.
,,Þú hefur mörgum visað veg
á viðum söndum.
Fáki stýrt i straumi þungum,
stigiö létt á jökulbungum.”
Svo var kveðið i ágúst 1968, en
þá var Hannes háaldraður,
hress og glaöur, hafði enn fóta-
vist.
Nafnkunnur er Núpsstaðar-
skógur, en þangaö er langt frá
Núpsstaö og yfir vatnsföll að
fara. Skógurinn er i mörgum
torfum, en ekki samfelldur.
Jöklar á þrjá vegu og snjóþungt
á vetrum, en mikill sumarhiti i
giljum og gljúfrum. 1893 var
skógurinn viðast hvar smávaxið
kjarr og stórar hrislur fáar, rit-
ar Þorvaldur. Ekki veit ég
hvernig ástand hans er nú.
Núpsstaðarskógur var lengi
frægur fyrir villiféð sem þar
var. Þvi fjölgaði i góðum árum,
en horfefl i hörðum vetrum.
Fyrir felliveturinn 1882 voru um
50 kindur i skóginum, en þá féll
allt nema tvær ær með lömbum.
1893 voru þar ekki nema 5 villi-
kindur ritar Þorvaldur. Nokkru
var slátrað árlega og stundum
voru fluttar þangað kindur að
heiman til að samlagast viUi-
fénu. Fyrir mun hafa komið aö
þvi var færð tugga. Villiféð var
ákaflega styggt, og hélt sig oft
mikiö i klettum. Hrútar voru á-
kaflega hornastórir. Hafa þeir
stöku sinnum verið hafðir til
kynbóta á Núpsstað fyrrum, en
nú er viUiféð löngu horfið.
Höldum héðan austur i öræfi,
sveitina i jökulskjólinu.
„Fram úr hverju fornu fjalla-
skarði
Vatnajökull teygir tungu,
trölli sá er hrammaþungur”.
Fyrir neðan eru sandarnir.
Bæimir standa flestir i hverfum
undir hliðunum.
Hnappavellir, Hof og Svinafell.
Staðnæmumst i bæjaþorpinu
Hofi. Það stendur undir hamra-
hlið, en engjakragar fyrir neð-
an. Skeiðará hefur lengi gengið
á graslendið á þessum slóðum.
Arið 1893 segir Þorvaldur Thor-
oddsen m'u búendur á Hofi og
um 60 manns alls. 1 Arbók
Ferðafélagsins 1937 eru bú-
endur sagðir sjö, enda er jörðin
bæði stór og góð, tún mjög gras-
gefin.
A Hofi er eina kirkjan i öræf-
um, torfkirkja gömul og fátæk-
leg, segir i Arbókinni. Hún var
annexia frá Sandfelli sem var
stórjörð, en er nú fyrir alllöngu
komin i eyði vegna sandfoks.
Flestir sem um öræfi fara lita á
kirkjuna, enda eru toríkirkjur
orðnar fáti'ðar. Kirkjan á Hofi
getur varla staðið lengi héðan-
af, segir i Arbókinni 1937. Hún
stendur samt enn! Hér eru birt-
ar þrjár myndir af henni. Hina
fyrstu tók Gustav Funk, liklega
árið 1902. Þá virðist kirkjan
stæðileg. Veggir þykkir úr grjóti
og torfi, hvftur timburstafn,
torfþak. Hlerar fyrir gluggum.
Torf- og grjótgarður i kring,
með mjóu hliði. Kofi sést i bak-
grunni. Með sama sniði var
kirkjan 18. júli 1951, þegar
undirritaður var þar á ferð, öll
vallgróin að sjá nema ljós gafl-
inn. Viðirunni óx á þakinu og
hrislur farnar að vaxa upp um-
hverfis. 27. ágúst tók ég aðra
mynd af kirkjunni og þá i litum.
Þakið fagurgrænt, framhlið ljós
með brúnum rákum, vindskeið-
ar og gluggaumgerðir grænar.
Skógræktarfólk er að ganga i
kirkjuna til að skoða hana,
syngja sálma þar inni og hlusta
á gott orð. Kirkjan hafði verið
endurbætt og vel um hana hirt.
Tognað hefur úr hrislunum við
hana, kafgras umhverfis.
Kirkjan á Hofi og bænahúsið á
Núpsstað eru þokkaleg hús, hlý-
leg og fara vel við grænt um-
hverfið. Úr fjarlægð virðast
þetta þústur i stórbrotnu lands-
laginu. Til forna munu timbur-
kirkjur hafa verið margar, en
torfkirkjur orðið algengar
þegar minna varö um rekavið
en áður og mjög dró úr sam-