Tíminn - 22.02.1981, Síða 21

Tíminn - 22.02.1981, Síða 21
Sunnudagur 22. febrúar 1981. 29 Þarahrannir i örfirisey 19/3 1980. t.d. ræktaöir i kerjum. Sums staöar eru geröir „þörunga- garöar” á leir- og sandbotni, meö þvi aö flytja þangaö grjót. Menn sá þörungagróum á botn- inn, eöa ala upp þörunga til gróöursetningar og flýta þannig þroska þeirra verulega. Vitan- lega eru til snfkjusveppir og snikjudýr á þörungum. Viö strendur Kallforniu nagar t.d. urmull igulkerja stundum þara- skógana til skemmda. Auk þess eru ásetar, þ.e. tegundir, sem taka sér bólfestu á þara, t.d. þangskeggiö á klóþangi og ýmsar tegundir (söl o.fl.) á þaraþöngulleggjum. En á- setarnir snikja ekki, en fá bara hagkvæman biistaö. Ég gat áöan um þörunga- vinnslu til iðnaðar erlendis. Hér hefur veriö sett á stofn verksmiöja til þörungavinnslu á Reykhólum. Er aðallega unnið úr klóþangi og hrossaþara. Sigurður Hallsson rannsakaöi útbreiðslu og uppskeru kross- þara á Breiöafiröi og ritaöi um það á ensku 1975 (handrit). Sigurður fann allstór svæöi vax- in samfelldum hrossaþaraskógi frá Akureyjum aö sunnan, norö- ur að Króksfjaröarnesi. Á þessu svæöi hefur hrossaþara veriö aflaö fyrir þörungavinnsluna á undanförnum 4 árum, 500-1000 tonn á ári. Sigurður telur, aö á ofangreindu svæöi séu um 160- 180 þúsund tonn af hrossaþara. 1 jdli og ágúst 1979 rannsakaöi Karl Gunnarsson liffræöi hrossaþara (Laminaria digitale) viö Fagurey á innan- verðum Breiðafiröi, aö beiöni Þörungavinnslunnar hf. Hafði hrossaþara verið aflað við Fagurey um nokkurra ára skeið.Má benda fróðleiksfúsum i þessu efni á ritgerð Karls: Hafrannsóknastofnun, Fjölrit 6 árið 1980. Marinkjarni (meö bleöla) og beltisþari. Blöðruþang og litil grein af klóþang Hrossaþari (skuggamvnd). Samkvæmt upplýsingum Karls um þörungavinnsluna á Reykhólum var framleiöslan 1979 þannig: I. ÞrjU-fjögur þúsund tonn af klóþangsmjöli (þ.e. 14000 tonn af fersku þangi, oftast meö þangsláttarpramma á sumrin april-október um allan fjörö). II. Um þúsund tonn af fersk- um hrossaþara, oftast teknum meö greiöu af flutningaskipinu Karlsey viö Fagurey i október- desember. Þurrkað og malað (i 13% þurrefni). Þangmjöliö er selt til Skot- lands alginat industry, notaö i Alginatvinnslu. Þaramjöl er selt til Þýska- lands, Sviþjóöar, Frakklands, Bandarikjanna og Japans. Not- aö I Alginatvinnslu, fóöur, sUpu- gerö, áburð o.fl. Kafarar aöstoöuöu vitanlega viðþaraathuganirá sævarbotni. A rUmlega 2 m dýpi byrjar hinn eiginlegi hrossaþaraskógur og er samfelldur niður á 10-11 m dýpi. Þéttleikinn mestur á þriggja metra dýpi. Hrossaþari vex mest, þ.e. þöngullinn leng- ist, á 3-7 ára aldri upp i 2 m, en lengd þöngulsog blööku saman- lögö veröur um 4 m. Blaðkan endurnýjast árlega. Elstu plönt- ur reyndust 11 ára. I fjölriti Hafrannsóknastofn- unarinnar nr. 5 1979 segir frá rannsóknum þeirra Karls Gunnarssonar og Konráös Þörissonar á stórþara, öðru nafni kerlingareyra, en hann vex frá lágflæöislinu niöur á um 20 m dýpi og myndar þara- skóga, einkum þar sem ekki er mikið öldurót og verður um eða yfir 20 ára gamall. Erfiðara þykir aö uppskera stórþara en hrossaþara. Hrossaþari situr oft á lausum steinum á botninum og getur þvi skógur hans fariö á hreyfingu i miklum öldugangi. Stórþarinn situr oftar á fastari botni, blý- fasturá festiþráöunum. Þessum tveimur tegundum er oft likt viö pálma, vegna vaxtarlagsins (sjá mynd), þeir mynda „pálmaskóga” hafsins, brúna á lit. Beltisþari og marinkjarni mynda lika stórvaxna þara- skóga, en vaxtarlag þeirra er annað, löng blaðka, sem likt er viö belti, og fremur stuttur þöngull (sjá mynd). Blaöka beltisþara er mjög bylgjótt og án greinilegrar miðtaugar, en marfnkjarni er með greinilega miötaug I blööku og hefur smá- bleöla á takmörkum blööku og þönguls. Bleölarnir og jafnvel stórblöökur æt. A þörungamyndinni sést greinilega munur blööruþangs og klóþangs. M.a. hefur blöðru- þang jafnan 2 og 2 blöðrur sam- an, en hiö grannvaxnara mó- gullleita klóþang eina röö. Auk þessara loftblaöra beggja teg- unda, bera þær frjóblöðrur á vorin (sjá bólrþangsmyndina). Það er klóþangið sem þörunga- vinnslan hagnýtir núna, kló- þangið og hrossaþarinn. En markaðsmálin eru erfið og hve mikið má aö skaölausu taka? Fjölskrúöugt dýralif er i þangbeltinu og þaraskógunum. Alls eru fundnar 220 tegundir botnþörunga viö tsland. Haföi Helgi Jónsson grasafræöingur fundið um 200 þeirra um alda- mót. Botnfastir þörungar vaxa frá fjöruboröi (i fjörunni) og út á um 60 m dýpi. Þeir eru ásamt svifþörungum undirstaða alís lifs I sjó og vötnum. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN YFIRIÐJUÞJÁLFI óskast á Geðdeild Landspitala. Upplýsingar veitir hjúkrunaríorstióri Kleppsspitalans i sima 38160. SJÚKRAÞJÁLFARI óskast á öldrunarlækningadeild Landspitalans við Hátún í'rá 1. júni n.k. Einnig óskast þar SJÚKRAÞJÁLFARI til sumaraf- leysinga. Upplýsingar veitir yfir- sjúkraþjálfari öldrunarlækningadeild- ar i sima 29000. HJÚKRUNARSTJÓRI óskast frá 1. júni á Geðdeild Barnaspitala Hrings- ins við Dalbraut. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Kleppsspitalans i sima 38160. VÍFILSSTAÐASPÍTALI MEINATÆKNIR óskast til afleysinga frá april til 1. september n.k. Upp- lýsingar gefur deildarmeinatæknir i sima 42800. Reykjavik, 22. febrúar 1981 Skrifstofa rikisspitalanna Eiriksgötu 5, simi 29000. Cinhell vandaöar vörur fíafsuðuvélar Ódýrar, handhægar geröir. Skeljungsbúðin Suðulandsbfaut 4 sri 38125 Heidsölubirgóir: Skeljungur hf. Smávörudeid-Laugaúegi 180 Llggur þín leið og þeirra saman í umlerðinni? SÝNUM AÐGÁT yujracwi Borgarspítalinn Lausar stöður SÉRFRÆÐINGUR Staða sérfræðings i taugasjúkdómum 75% staða við Grensásdeild, endurhæfinga- deild Borgarspitalans er laus til umsókn- ar. Reynsla i endurhæfingu nauðsynleg. Umsækjendur skulu gera nákvæma grein fyrir menntun, starfsferli, visindavinnu og ritsmiðum. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Laun samkvæmt kjarasamningi Lækna- félags Reykjavikur við Reykjavikurborg. Staðan veitist frá 15. mai eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir sendist til stjórnar sjúkrastofn- ana Reykjavikurborgar, Borgarspitalan- um eigi siðar en 20. mars 1981. Reykjavik, 20. febrúar 1981 BORGARSPÍTALINN Staða ritara Staða ritara við Öskjuhliðarskóla er laust til umsóknar. Skriflegar umsóknir berist fyrir 26. þ.m. Skólastjóri

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.