Tíminn - 04.03.1981, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 4. mars, 1981.
2
Krístniboðsvfka hefst næsta
Hin árlega kristniboðsvika
Sambands islenskra kristniboðs-
félaga i Reykjavik hefst i húsi
KFUM og K við Amtmannsstig
sunnudaginn 8. marz næstkom-
andi kl.20.30. Verða haldnar sam-
komur öll kvöld vikunnar fram á
næsta sunnudag, og er öllum
heimill aðgangur.
Einkunnarorð vikunnar eru:
„Komdu með orð frá Kristi”, en
það er hending úr söng, sem Lilja
S. Kristjánsdöttir orti og sunginn
verður á samkomum.
Efni kristniboösvikunnar verð-
ur fjölbreytt, og annast það bæði
ungt fölk og fullorðiö. Fluttir
verða kristniboösþættir, t.d. frá
Kina og Mið-Ameriku, en fyrst og
fremst veröur kynnt starf Islend-
inga i Eþiöpiu og Kenýu. Meðal
annars sýnir Jöhannes Tómasson
blaðamaður myndir, sem hann
tók i Vestur-Kanýu fyrir
ksömmu, er hann heimsótti is-
lensku hjónin, sem starfa þar á
vegum Kristniboössambandsins.
Þá veíða fluttar hugvekjur á
hverri samkomu, og söngur er
fjölbreyttur, tveir kórar, ein-
söngvarar o.s.frv. auk almenna
söngsins.
Tekir veröur á móti framlögum
fólks til kristniboösins, enda er
fjárhagur starfsins algjörlega
háöur gjöfum vina og velunnara.
Kristniboðsstarfið i Eþiópiu er
nokkrum erfiöleikum bundið um
þessar myndir vegna neikvæðrar
afstöðu yfir valda. t Konsó hafa
ráðamenn hindrað eðlilegt starf
kristnu safnaðanna, og tveir inn-
bornir prestar hafa setið i fang-
elsi i margar vikur. Voru þeir
teknir fastir, þegar þeir voru að
sinna skyldustörfum i söfnuðum
sinum.
Ein Islenzk hjón starfa nú i
Eþiópiu, þau Áslaug Johnsen og
Jóhannes Ólafsson, læknir. Þau
vinna á stóru sjúkrahúsi um 100
km. frá Konsó. Á þeim slóðum
hafa margar kirkjuur verið lok-
aðar, en yfirvöld hafa ekki treyst
sér til að banna starfið á kristni-
boösstöðinni sjálfri. Þar er góð
kirkjusókn, einkum kemur ungt
fólk á guðsþjónusturnar og sumt
langt að.
I Kenýu eru aðstæður allt aðr-
ar. Þar er mönnum frjálst að
vinna að kristniboði. Starfið á Is-
lensku kristniboðsstöðinni I Che-
parerfa i Vestur-Kenýu gengur
mjög vel, og hefur þegar myndast
þar kristinn söfnuður. A stöðinni
hefur risið ibúðarhús, þar sem
Stöðvarstjónnn og emn
prestanna í fangelsi
KL — Jónas Þórisson kom heim,
ásamt fjölskyldu sinni, siðast-
iiðiðsumar, eftir að hafa gegnt
kristniboðastarfi i samfleytt 7
ár. Mestan hluta timans var
hann i Konsó I Eþiópiu.
I tilefni væntanlegrar kristni-
boðsviku var Jónas spurður,
hvaða starf færi fram I kristni-
boðsstöðvunum.
— A kristniboðsstöð má segja
nú orðiö, aö starfið sé eiginlega
orðið fjórþætt. Það er náttúru-
lega fyrst og fremst kristniboð,
safnaðarstarf. Auk þess hefur
alltaf fylgt i þessum þróunar-
löndum.sjúkrastarf, sjúkrahús,
sjúkraskýli og þess háttar heil-
brigðisstarfsemi. Siðan er
skólastarf margs konar, barna-
skólar, jafnvel iðnskólar o.fl.
Fjórða starfssviðið er sprottið
upp af hjálparstarfi og er nokk-
urs konar þróunarhjálp, hjáip
til aö hjálpa sér sjálfur. Það er
reynt að koma á fót smáiönaði,
vinna að vegagerð, vatnsbóla-
gerðo.s.frv. Þetta starf er orðið
fyrirferðarmikið, sérstaklega i
Eþiópiu, en kirkjulega starfið er
kannski minna metið en áður
var.
í þeim þrengingum, sem veriö
hafa undanfarin ár, hafa söfn-
uðirnir frekar vaxið en hitt. 1
þrengingum fer fólk að gera sér
grein fyrir þvi, hvð þaö er að
vera kristinn og hvers vegna.
Það er eins og það þjappi þvi
saman og fái aöra til að fylgja
þvi aö málum lika.
Stöðvarstjórinn i Konsó og
einn prestanna eru i fangelsi
núna. Þeir voru fangelsaðir i
september i haust, einfaldlega
vegna þess að þeir hafa staðið I
fararbroddi fyrir þessu starfi.
Það má kannski segja, að þeir
hafi verið orönir of vinsælir,
yf irvöldhafi verið hrædd við þá.
En þrátt fyrir ýmsa erfið-
leika, gengur starfið ótrúlega
vel. Kristniboðar fá að starfa og
allir þessir þættir starfsins
ganga nokkuð vel, mitt i þessum
erfiðleikum. Þaö skiptast á skin
og skúrir, og erfiðleikarnir
bitna mest á Eþiópunum sjálf-
um, frekar en á útlendingunum,
sagði Jónas.
Síðastí prófasta-
fundur herra Sig-
urbjörns biskups
AB — Nú stendur yfir á Bisk-
upsstofu hinn árlegi prófasta-
fundur undir stjórn biskupsins
yfir tslandi, Herra Sigurbjörns
Einarssonar. Fundur þessi er
fyrir það merkur, að þetta er
siðasti fundur prófastanna sem
biskupinn stýrir. Biskup mun
siöan stýra sinni siöustu presta-
stefnu nú i sumar. Prófastarnir
á myndinni eru frá vinstri talið:
Séra Bragi Friöriksson, Garða-
bæ, séra Ólafur Skúlason,
Reykjavik, séra Lárus Guö-
mundsson frá Holti önundar-
firöi, séra Stefán Snævar, Dal-
vik, séra Eirikur J. Eiríksson
Þingvöllum, séra Pétur Ing-
jaldsson Skagaströnd, biskup-
inn Herra Sigurbjörn Einars-
son, séra Svafnir Sveinbjarnar-
son, Beiðabólstað, séra Jón Ein-
arson Saurbæ, Hvalfjarðar-
strönd, en hann sækir fundinn i
forföllum séra Leós Júliussonar
á Borg, séra Sigmar Torfason
Skeggjastöðum, Bakkafirði,
séra Trausti Pétursson Djúpa-
vogi, séra Fjalar Sigurjónsson
Kálfafellsstað og séra Gunnar
Gislason Glaumbæ, Skagafirði.
A myndina vantar séra Sigurð
Guðmundsson Grenjaöarstað.
Tók við verð-
laununum í gær
FRI — I gær tók Snorri Hjartar-
son viö bókmenntaverölaunum
Norðurlandaráðs á þingi ráðsins i
Kaupmannahöfn. Verðlaunin
nema 75 þús. dkr.
Mál og menning mun af þessu
tilefni gefa út ljóöasafn Snorra
fram að verölaunabókinni en sú
bók ber nafniö KVÆÐI 1940-1966
og þann 22. mars n.k. veröur
haldin hátið á vegum Máls og
menningar og Norræna hússins
þar sem fjallað verður um skáld-
skap Snorra og lesið úr verkum
hans.
Aðalfundur Skókaupmannafélagsins:
Hvetur félagsmenn tíl
innkaupa frá Iðunni
IIV— „Okkur þykir sjálfsagt að
gera okkar til þess að styðja við
bakið á islenskum iðnaði, einkum
þar sem þetta er iönaður, sem á
við erfiðleika að striða, þrátt fyr-
ir að hann framleiði vöru, er
fyllilega stenst samanburð við
innflutta vöru”, sagði Ebba
Hvannberg, verslunarstjóri hjá
Hvannbergsbræðrum, i viðtali við
Timann, en Ebba er jafníramt
formaður félags skókaupmanna,
sem i siðustu viku sendi frá sér
eftirfarandi yfirlýsingu: „Aðal-
fundur skókaupmannafélagsins,
haldinn þann 26. febrúar 1981,
samþykkir að mælast til þess að
félagsmenn geri sitt til þess að
stuðla að áframhaldandi rekstri á
skóverksmiðjunni Iðunni á Akur-
eyri, með skóinnkaupum frá
henni.”
Iðunn hefur átt við mikla
rekstrarörðugleika að striða und-
anfarin ár.
,, Eins og aðrir framleiðendur
er Iðunn svolitið afmörkuð á sinu
sviöi”, sagði Ebba ennfremur,
„en til dæmis i karlmanna og
unglingaskófatnaði, svo og sér-
staklega i kuldaskófatnaði, er
framleiðsla verksmiðjunnar
mjög góð. Yfirleitt er gott hráefni
i vörunni og hún fyllilega sam-
keppnishæf. Þvi þótti okkur
ástæða til þess að beina þessari
hvatningu til félagsmanna okkar,
að þeir beindu innkaupum til
Iðunnar eftir kostum.”
Skóverksmiðjan Iðunn sýnir
framleiðsluvöru sina á Hótel
Loftleiðum i Reykjavik og með-
fylgjandi ljósmynd tók Róbert
þar.
Sýnishorn af framleiðslu Iðunnar á sýningu á Hótel Loftleiöum. Timamynd: Róbert.