Tíminn - 04.03.1981, Síða 7
Miðvikudagur 4. mars, 1981.
7
Halldór Kristjánsson:
Á kostnað
Hér legg ég orð í belg
skattborgaranna
Stundum skrifa menn i blöðin
af vandlætingu um eitt og annaö
sem gert sé á kostnað skatt-
borgaranna. Raunar er óþarfi
að tala um skattborgara. Það
erum við öll. Söluskatturinn
leggst á alla. Og skatturinn er
þyngstur á þeim sem minnst
hafa til að greiða.
Það er ekkert einkenni á
manni að hann sé skattborgari.
Hver sem er getur kallað sig
það. Þess vegna er viðkunnan-
legra að tala um að eitthvað sé
gert fyrir almannafé en að tala
um kostnað skattborgaranna.
Undanfarið hefur margt verið
rætt og ritað um Þórshafnartog-
ara svo nefndan. Hér skal eng-
inn dómur lagður á það hvort
togari henti best til að afla fyrir
frystihdsin á Þórshöfn og
Raufarhöfn. Viðast hvar er fá-
fiski á heimamiðum vissa hluta
árs og þá kemur sér vel að hafa
skip sem sótt getur lengra. Viða
byggist jöfn atvinna á þvi að til
eru togarar sem geta sótt á fjar-
lægari mið þegar með þarf.
Menn hafa býsnast yfir þvi að
skip sé dýrara i krónunum okk-
ar talið en ráðgert var fyrir einu
til tveimur árum. Hvað fáum
við nií á sama verði og i fyrra?
Okkur er sagt að fiskiskipin
séu orðin of mörg og færri skip
gætu veitt það sem veiða má á
Islandsmiðum. Þetta er sjálf-
sagt rétt Ut af fyrir sig. En nú er
ftílk á Þórshöfn og Raufarhöfn.
Þar eru lika frystihús og fleira
sem heyrir tilfiskvinnslu. Þetta
er hagkvæmast að nýta þar sem
það er. Sé það ekki gert þarf að
leggja i kostnað við að flytja
ftílkið o.þ.h., byggja yfir það
annars staðar o.s.frv.
Við höfum heyrt sagt að skatt-
borgarar séu látnir borga með
framleiðslu til lands og sjávar.
Við vitum lika að það er gamalt
húsráð hér á landi að afskrifa
sparifé upp i skuldir útgerðar og
fiskvinnslu. Það er kallað
gengisfelling eða kannske bara
gengissig. Fall og sig er hvort
tveggja hreyfing niður á við og
segja ekkert um það hvort verð-
ur mein möurlæging. Þar er
munur á aðferð og einkum nafni
en ekki stefnu og áhrifum.
Segjum nú að togarinn komi.
Það hefur sjálfsagt þau áhrif að
skrapdagar togaraflotans verði
fleiri en ella, fjölgar kannske
um einn eða tvo. Gerum svo ráð
fyrir að þær hrakspár rætist að
halli verði á útgerðinni. Þrátt
fyrir það gæti þetta skip sparað
almannasjóðum atvinnuleysis-
bætur fyrir 200 manns. Það gæti
lika bætt úr hráefnisþörf
tveggja frystihúsa svo að þau
yrðu rekin með hagnaði i stað
þess að verða gjaldþrota. Það er
á margt að lita áður en þetta
dæmi hefur verið fullreiknað og
hverju það skiptir þjóðarbúið.
Við vitum að útfluttar land-
búnaðarafurðir seljast ekki fýr-
ir það verð sem dugar til að
bændur beri úr býtum jafnt öðr-
um vinnandi mönnum. Áður en
kemur að uppgjörinu við bænd-
ur er búiðað borga öllum öðrum
sem við afurðirnar vinna sam-
kvæmt taxta. Bilstjórar, verka-
menn, kjötiðnaðarmenn,
mjtílkurfræðingar o.s.frv. hafa
fengið sitt. Það má kannske
segja að nokkuð vanti upp á að
bændur vinni fyrir sér. En hvað
á þá að segja um suma aðra?
Hvaða verðmæti fær þjóðarbúið
af störfum manna eins og
Jónasar Kristjánssonar rit-
stjtíra? Það eru ýms þjónustu-
störf arðvænlegri en landbúnað-
ur fyrir þann sem vinnur þau.
Þar með er ekki sagt að þau séu
arðvænlegri fyrir þjóðarbúið.
Hafi ég verið ómagi að hálfu
eða einum fjtírða meðan ég var i
sveitinni þá er hætt við að ég
geti kallast 100% ómagi við
þjónustustörf i höfuðstaðnum.
Það er sjálfsagt ofætlun. að
hugsa sér að blaðamaður sem
dreymir um bættan þjóðarhag
með þvi að flytja inn danskt
smjör skilji svona langsótt
fræði.
Þegar mönnum finnst þjóðar-
hagur i voða ef samdráttur
verður i gosdrykkjaneyslu en
halda að mikils sé vert að koma
mjtílkurframleiðslunni til út-
landa þá vantar eitthvað i fræði
þeirra. Hvaða manneldis-
fræðingur vill leggja nafn sitt
við að illa væri farið ef við
drykkjum mysu, undanrennu og
nýmjólk i staðinn fyrir cóka
ctíla? Trúlega má rekja nokkur
beinbrot til oflitillar mjólkur-
neyslu.
Hitt er annað mál að atvinnu-
leysi er alltaf vont, hvort sem
menn hafa unnið við gosdrykki
eða kýr, jafnvel þó menn hafi
atvinnuleysisbætur.
Það er eflaust almenn regla
að hlutfallslega fleiri vinni þjón-
ustustörf i riku þjóðfélagi en fá-
tæku. Þó skulum við gæta þess
að góður efnahagur kallar á
þjónustuna. Auðugt þjóðfélag
vill mikla og margskonar þjón-
ustu en þjtínustustörfin gera
þjóðina ekki rika, nema út-
lendingar kaupi þau.
Hjá okkur er framleiðslan sá
grundvöllur sem viðöll stöndum
á og lifum á — jafnvel þótt hún
sé rekin með halla.
annað en löngun i vanabindandi
vimuefni. Það er alveg sams-
konar fyrirbæri og þegar menn
ráða ekki viö löngun sina i tó-
bak. Þettaer hvorki vefrænn né
andlegur sjúkdtímur. Mann geta
ekki kallast geðbilaðir þó þá
langi i sfgarettu eöa brennivin.
Hitt er annað mál að þeir stofna
heilbrigði sinni i voða ef þeir
láta of mikið eftir löngun sinni.
Hitt er svo annað mál að það
hefur lengi verið mönnum ráð-
gáta hvers vegna sumir verða
háðir áfengi en aðrir ekki. Lengi
hafa þeir sem hafa vald á sinni
drykkju viljað halda þvi fram
að það væri bara meðfæddur
aumingjaskapur að geta ekki
smakkað vin án þess að missa
stjórn á sér. Þó vita allir að i
hópi drykkfelldra manna hafa
verið miklar hetjur, sjóhetjur
sem voru afburðamenn að
kjarki og manndómi og andans
menn með frábæru atgjörvi.
Drykkjumenn hafa viljað telja
sér og öðrum trú um að vin-
hneigöir menn tækju öðrum
fram um andlegtatgjörvi, gáfur
og tilfinningalif. Auövitað hafa
verið i þeirra flokki tuddar og
skftseiði f oe með.
Hjátrú og
hindurvitni
1 umræðuparti Alþingistið-
inda 1980, 7. hefti, dálki 935-938
er að finna ýmsar fullyrðingar
um áfengismál, — sumar vafa-
samar. Þar segir m.a.
„Eitt get ég fullyrt, að tillag-
an, sem hér liggur fyrir, gerir á
of sterkan hátt ráð fyrir þvi, að
það sé vitaö hvað áfengissýki
er. Það er ekki vitað. Um það
held ég að öllum visindamönn-
um beri saman.”
Þetta er að gera mál óþarf-
lega fltíkiðAfengissýki er ekkert
Hins vegar er nú svo komið aö
visindamenn telja að skýringar
á mismunandi drykkjuhneigð
kunni að vera að leita i vinnu
lifrarinnar við að breyta vin-
andanum I edikssýru. Frumur
lifrarinnar breyta vinandanum
fyrst I acetaldehyde sem siðan
breytist aftur f edikssýru. Þetta
virðist taka misjafnlega langan
tima eftir sömu drykkju og
millistigið virðist lengra hjá
þeim sem. drykkjuhneigðin
verður rikari hjá. Þvi er nú svo
komið að menn telja sig greina
hver sé sá munur á likamlegri
gerð manna og efnaskiptum i
likamanum sem veldur þvi að
fýsnin verður sjúkleg hjá sum-
um en ekki öllum.
1 dálki 937 er sagt að ástæöa
muni til að fram fari félagsleg
rannsókn á þvi hvort eitthvert
samhengi sé á milli aðstöðu
manna I lifinu og lifskjörum öll-
um og drykkjuskapar. Við vit-
um nú þegar að ofdrykkjumenn
koma úr öllum stéttum. Ætli það
sé ekki likt og með reykinga-
menn?
1 dálki 938 standa þessi orð:
,,Ég held að þetta sé sam-
eiginlegur vandi flestra kapital-
iskra rikja.”
Þetta liggur beint við að skilja
svo að þessi vandi nái ekki til
rikja sósfalismans.
Þtí hafa forustumenn Sovét-
rikjanna ekki farið dult með það
i seinni tið að áfengisneysla er
landplága i löndum þeirra. Pól-
land hefur verið talið til ríkja
sósialismans. Ég ætla að nú sé á
þriðja ár siðan þar i landi var
alþjtíðlegt mót lækna sem fást
við málefni eiturlyfjaneytenda.
Sviar, sem sóttu það mót, sögðu
að ölvun á almannafæri i Varsjá
væri svo mikil að þeim fannst
eins og þeir væru komnir heim
til sfn.
Enn má nefna Júgóslaviu sem
að vi'su er svo lánsöm að eiga
einn þann visindamann sem
frægastur hefur orðið á siðustu
áratugum af baráttu við brenni-
vfnið. Hann hefur m.a. komið
því í kring að samtök fyrrver-
andi drykkjumanna hafa sam-
einast bindindishreyfingunni i
landinu og tilheyra nú alþjóða-
félagsskap góötemplara.
Þjóðskipulag sósialismans
hefur ekki enn sem komið er
borið gæfu til að sigra áfengis-
bölið og það hefur reynst aum-
asta hjátrú að það geri slíkt
sjálfkrafa.
Aö svo komnu máli verður
ekki meira rætt um þessa ræðu
en fleira er umhugsunarvert I
henni þó kyrrt sé látið liggja um
sinn.
Eirikur Briem:
Rafmagnsskömmtun Landsvirkjunar
1 hinum miklu umræðum um
raforkumál undanfarið hefur
skömmtun Landsvirkjunar á raf-
magni verið snar þáttur. Hefur þá
ýmist verið rætt um virkjunar-
mál í heild eða einstök atriði svo
sem „orkuspár”, „tengingu
Byggðalina”, leka úr Sigöldu-
lóni”, isskolun við Búrfell”
o.s.frv. Hér verður vikið að þess-
um einstöku atriðum, en ekki
virkjunarmálum i heild.
Spá um orkuskort.
Vitað var að skerða yrði af-
gangsorkuna veturna 79/80 og
80/81, jafnvel í meðalvatnsári, og
verður hér þvi aðeins fjallað um
forgangsorkuna.
Með hliðsjón af spám orkuspar-
nefndar áætlaði Landsvirkjun á
árinu 1978 að i lélegum vatnsár-
um gæti skortur á forgangsorku I
aflstöðvum hennar orðið 138
GWst veturinn 79/80 og 208 GWst
veturinn 80/81 eða samttals 346
GWst. Gert var ráð fyrir, að
Byggðali'nur væru tengdar og
vissri takmarkaðri framleiðslu i
Kröflu. Eins og gengur hafa
þessar áætlanir raskast nokkuð
innbyrðis, en heildaráætlunin
virðist ætla að standast, þvi að
veturinn 79/80 var skömmtunin á
forgangsorku I aflstöðvum 107
GWst og áætlast nú i vetur, ef
ekki tekst þvi verr til, um 242
GWst eða alls 349 GWst. Nú hafa
vatnsár vissulega verið léleg, og
sú skömmtun, sem orðið hefur að
gri'pa til, kemur þvi ekki með öllu
á tívart. E.t.v. má undanskilja
þær 26 GWst, sem töpuðust við
Búrfell vegna þess að leyfð var
prtífun á ofni nr. 2 i Járnblendi-
verksmiðjunni, en þetta má
fremur kalla of mikla bjartsýni
en gi'furleg mistök, eins og sumir
segja.
Byggðalinur.
Þegar þess er gætt, sem að
framan segir, og skylda Lands-
virkjunar gagnvart notendum á
eigin orkuveitusvæði höfö I huga,
skyldi engan undra, þótt Lands-
virkjun setti sérstakt ákvæði I
samning um sölu á rafmagni inn
á Byggðalinur, en samningurinn
hefur gilt til eins árs I senn og nú
siðast til hálfs árs. Þetta ákvæði
er I stuttu máli það, að Rarik
skuldbindur sig til þess að
tryggja, að allar tiltækar oliu-
stöðvar á samtengdu kerfi Vest-
fjarða, Norður- og Austurlands
séu keyrðar, þegar afl- eða orku-
skortur er hjá Landsvirkjun.
Viðskiptin hafa verið þannig, og
er þá skömmtun vegna Kefla-
vfkurflugvallar ekki meðtalin:
Ár Orkusaia Skömmtun
GWst. GWst.
1977 46,4 -
1978 71,5 -
1979 102,5 -
1980 110,9 3,3
1981 (áætl) 166,0 33,0
497,3 36,3
Reikna má út, að miðað við nú-
virði spari þetta notendum
Byggðali'na um eða yfir 20 millj-
arði Gkr. nettó, og þá er ekki
meðtalinn sá sparnaður, sem
felst i þvi, að vatnsaflstöðvar viða
um land hafa getað framleitt
meira en ella vegna tengsla sinnu
við Landsvirkjun. Landsvirkjun
sýnist þetta sæmileg búbót fyrir
notendur Byggðalina.
Sigöldulón.
Engum manni mun hafa dottið i
hug, að Sigöldulón yrði meö öllu
þétt án óhófslegs kostnaðar i
stiflugerð. Þvi varð að fara bil
beggja og áætla, hver lekinn yrði
með þeirri stiflu, sem valin er. Sú
áætlun hljtíðaði upp á 9 m3 /s
miðað við vatnsborð 493 m y.s., en
það er sú vantshæö, sem er að
jafnaði haldið á vetrum til þess að
eiga ónotaö rými, þegar bloti
kemur I Tungnaá, en hann getur
verið snöggur.
Nú er það þvi miður svo, að lek-
inn hefur reynst meiri en áætlaö
var eða um 18 m3 /s, sem þýðir,
að orkutapið á timabilinu
október-april er um 54 GWst eða
27 GWst umfram áætlun. Þetta
ber að harma, en ekki verður á
það fallist að kalla þetta stórfelld
mistök, eina af meginorsökum
orkuskortsins og annað þvi um
likt. TD samanburðar má minna
á, að framleiðsla Landsvirkjunar
á forgangsorku var 2521 GWst
árið 1980.
Reiknað er með, að vissar að-
gerðir og náttúran sjálf muni
smám samanleysa þetta vanda-
mál að verulegu leyti, auk þess
sem unnið er að þvi að auka
rennsliö inn i Þórisvatn til bóta
fyrir allar þrjár virkjanirnar.
ísskolun við Búrfell.
Með þessari skolun var reiknað
i upphafi og þá einnig áhrifa
hennar á framleiðslugetu. Vitað
var að við hana yrði að búa, þar
til nægar stiflur hefðu verið
byggöar ofar i ánni. Einni þeirra
er lokið við Sigöldu, önnur er i
smiðum við Hrauneyjarfoss, og
sú þriðja verður nú reist við
Sultartanga. Ætti þá skolunin að
vera að mestu úr sögunni, auk
þess sem jafnframt fæst aukin
miðlun við Sultartanga.
Rekstraröryggið verður aö sjálf-
sögðu annað og meira og sand-
burður minni.
Þtítt komið hafi erfið áhlup og
skaði á stlflulokum stundum
aukið vandann, má segja, að
skolunin hafi náð tilgangi sinum.
Að byrja á nægum ráðstöfunum i
upphafi til þess að útiloka hana
hefði verið fjárhagslega ógjör-
legt. Skolunin er að sjálfsögðu
mismunandi eftir árum, sen sem
dæmi má nefna, að á árinu 1980
áætlast að I hana hafi farið 370
GL, sem er rúmlega einn þriðji af
nýtanlegu geymslurými. Þetta
samsvarar 97 GWst við Búrfell.
Lokaorð.
Af því, sem að framan segir,
má ljtíst vera, að meginorsakir
orkuskortsins eru hin erfiðu
vatnsár og að Krafla skilar enn
sem komið er mjög takmarkaðri
orkuframleiðslu, en ekki þau
atriði, sem rakin hafa verið að
framan, eins og sumir vilja vera
láta.