Tíminn - 14.03.1981, Page 9

Tíminn - 14.03.1981, Page 9
Laugardagur 14. mars 1981 13 Kennaranemar frá Noregi í íslandsferð BSt — Kennaranemar frá Kenn- araháskólanum i Notodden á Þelamörk i Noregi ætla aö heim- sækja Island. Hópur 120 kennara- nema og kennara er væntanlegur til Reykjavikur laugardaginn 14. mars. Norömennirnir munu dvelja hér á landi i vikutima. 1 Kennaraháskólanum i Not- odden er þaö venja, að nemendur fari árlega i stuttar kynnisferðir til ýmissa landa, en þetta er i fyrsta sinn sem Island verður fýrir valinu. Þessir norsku gestir hafa m.a. óskað eftir þvi að fá að heimsækja grunnskóla, menntaskóla, iðn- skóla, fjölbrautaskóla, og kenn- arahaskóiann. Einnig hafa þeir áhuga á að heimsækja ýmis fyrir- tæki og stofnanir, t.d. fyrir aldraða. í nemendahópnum eru ágætur söngkór, 40 manna þjóðdansa- flokkur og lUðrasveit. Auk þess er i förinni þekktur einsöngvari og tveir orgelleikarar. Áætlað er að hópurinn haldi hér þrenna tónleika. Þeir fyrstu verða i Menntaskólanum við Hamrahlið mánudagskvöldið 16. mars. Siðan verða kirkjutónleik- ar i BUstaðakirkju miðvikudags- kvöldið 18. mars, og tónleikar og þjóðdansasýning i Norræna hús- inu fimmtudaginn 19. mars. ,,Ef tadcifæri gefst eru gestirnir fUsir til að vera með stutt dag- skráratriði á þeim stöðum, sem þeir heimsækja”, sagði Þórir Sigurðsson námsstjóri er hann sagði blaðamanni Timans frá hinni fyrirhuguðu heimsókn norsku kennaranemanna. Hann sagði einnig að Norðmennirnir vonuðust til að geta nýtt þessa vikudvöl si'na hér á landi sem best, séð sem flest og kynnst mörgum. Ásmundur Ásgeirsson 75 ára í dag 1 dag, 14. mars, verður Asmundur Asgeirsson skák- meistari 75 ára. Asmundur var um langt árabil einn af öflugustu skákmeisturum tslendinga og vann marga glæsta sigra við taflborðið. Stór- veldistimi Asmundar i skákinni var á 4. og 5. áratug þessarar aldar. Þá vann hann hvert mótið á fætur öðru. Ekki kann sá sem þetta ritar að rekja skákferil Asmundar i smáat- riðum og verður þvi heldur fátækleg upptalning að nægja, áhugasömum lesendum skal bent á bókina Taflfélag Reykja- vikur 50. ára. Ásmundur Asgeirsson varð skákmeistari tslands, sex sinnum, 1931, 1933, 1934, 1944 1945, 1946. Hann varð skák- meistari Reykjavikur árin 1930, 1932, og 1940 og auk þess tefldi hann fyrir Islands hönd á ólympýuskákmótunum i Hamborg 1930, Folkestone 1933, Miinchen 1936, Stokkhólmi 1937 og var í hinni frægu sigursveit, sem vann forsetabikarinn á ól- ympiumótinu i Buenos Aires 1939. Ásmundur tefldi oftar en einu sinni á skákþingum Norðurlanda og i Yanofsky mót- inu, sem haldið var i Reykjavik árið 1947 varð hann i 2. sæti á eftir Yanofsky. Þegar kom fram yfir 1950 mun Asmundur að mestu hafa hætt þátttiku i kappmótum og nú siðustu árin hefur hann ekkert teflt opinberlega. Ég hef aldrei kynnst Asmundi Ásgeirs- syni, en eftir að ég fór að tefla hér syðra heyrði ég hans oft getið og jafnan sem hörkuskák- manns. Bestu eiginleikar hans við skákborðið munu hafa verið seigla i vörn og ágæt endatafls- tækni. Menn af hans kynslóð lögðu minni rækt við byrjana- rannsóknir en nú tiðkast, en engu að siður virðist mér af þeim skákum, sem ég hef séð eftir Asmund, að hann hafi verið dável að sér i þeim fræöum og ekki verður annað séö en aö hann hafi verið skæður i sókn þegar svo bar undir. Skákin, sem hér fer á eftir er sýnishorn af taflmennsku Asmundar. Hún var tefld i 3. umferð Yanofskymótsins 1947 og eru athugasemdimar tdinar úr timaritinu Skák. Þær eru eftir R.G. Wade. Aö lokum óskar þátturinn Asmundi Asgeirssyni allra heilla á 75 ára afmælinu og færir honum bestu þakkir fyrir giftudrjúgt framlag til islenskrar skákmenntar. Hvitt: Ásmundur Asgeirsson Svart: Robert G. Wade Slavnesk vörn 1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rf3 - Rf6 4. cxd5 - cxd5 5. Rc3 - Rc6 6. e3 (Venjulegt er 6. Bf4 - Bf5, 7. e3). 6. - - a6 (Þessum leik er oft leikið ásamt b7 - b5 i þeim tilgangi að leika riddara til c4. Drottn- ingarbiskupinn verður ekki virkur, fyrr en vörnin á drottn- ingararminum er orðin örugg). 7. Re5 - Bf5 8 . Da4 - Bd7! (Svart óttast ekki 9. Rxd7 þar sem svart ætlar sér að leika peðunum á hvita reiti, sem hefur i för með sér að svigrúm drottningarbiskupsins þrengist). 9. Db3 - e6 10. f4 Asmundur Asgeirsson. ( Ef 10. Dxb7 þá Ra5 og vinnur drottninguna). 10. - - Ra5 11. Ddl - b5 12. Bd3 - Rc4 13. 0-0 - b4! 14. Re2 - Bb5 (Þar með hefur svart opnað drottningarbiskupnum meira svigrúm. Svart undirbýr Rxe5 og síðan Bxd3 og þar næst Re4). 15. Rg3-h5 (Hótar h5 - h4, og hvitt verður að forða riddaranum en þá getur svart leikið Re4 með ágætri stöðu. önnur leið kom einnig til greina, sem var 15. - Rd6 ásamt Re4). 16. f5!? - Rxe5 17. Bxb5+ - axb5 18. dxe5 - Rg4 19. fxe6 - fxe6 20. h3 (Svart hótaði Dh4). 20. - - Rxe5 21. De2 - D66 22. Rxh5 - b3 23. Bd2 - Rc4! 24. Rf4 Svart hótaði að vinna mann með Rxd2). 24. - - Rxd2 25. Dxd2 - Bc5 26. Dd3 Jón P. Pór: SKÁK (Ekki 26. Hfel vegna Hxa2, 27. Hxa2 - bxa2, 28. b4 - alD og vinnur). 26. - - Bxe3+, 27. Khl - O-O-O? (Slæmur leikur. Svart hefur hugsað sér að nota h - linuna til sóknar en athugar ekki, að kóngsstaða sin er of opin. Hefði svart leikið 27. - 0-0 var staða hans unnin, vegna hinna tveggja samstæða peða á mið- borðinu. Varkárni er þó nauö- synleg, vegna 28. Rh5, sem leiðir af sér að svart verður að forðast margar leiðir, sem leitt gætu til jafnteflis. ( 1 athuga- grein i skákarlok benti Asmundur á að i stað 28. Rh5 gat hvitur leikið Rg6 og þá þarf svartur ekki að verjast jafntefli heldur að berjast fyrir þvi)). 28. Rg6 - Hh6 (Eins og framhaldið sýnir, hefði orðiö betra að leika 28. - Hhe8 en svart hrókaði ekki drottningarmegin, til þess aö byggja upp varnartafl). 29. axb3 - Kb8 30. b 4! (Hvi'tt hótar Ha5 og vinnur). 30. - - d4 31. De4 - Db7 32. De5+ - Kc8 33. De5+ (Hvi'tt þráskákar af þvi að hann er i timaþröng). 33. - Kb8 34. Ðe5- Kc8 35. Dxe6+- Kb8 36. De5+ - Kc8 37. Hfl+! (Skemmtilegur endir. Svart getur ekki lengi varist máti). 37. - - Kd7 38. De7+ mát. Jon Þ. Þór. Asmundur tekur á móti gestum i húsnæði Húsmæðra- félagsins á milli kl. 15 og 18 i dag. Útskornir trékappar i mörgum viðartegundum 1barrock stíl Þið hringið við mælum og setjum upp • Reynið okkar þjónustu hún er trygg Simi 77900 Simi 77900 AUGLÝSING um lán og styrki til kvikmyndagerðar Kvikmyndasjóður auglýsir eftir um- sóknum um lán og styrki til kvikmynda- gerðar. Umsóknum fylgi kvikmynda- handrit og/ eða greinargerð um verkefnið og lýsing á þvi áætlun um kostnað og fjár- mögnun, svo og timaáætlun. Umsóknir sendist: Kvikmyndasjóði, Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4, Reykjavik. Umsóknarfrestur er til 15. april 1981. Reykjavik 12. mars 1981 Stjórn Kvikmyndasjóðs. Til sölu 3ja ára Datsun diesel bíll ekinn um 100. þús km. Upplýsingar i sima 36185 eftir kl. 7 á kvöldin. 1 barrock stíl Munið orginal zbrautir frá okkur Æ^fjölnotavagninn ER MEIRI EN HANN SÝNIST! Með aukabúnaði má nota hann sem almennan flutningavagn, sem votheysvagn, sem baggavagn og sem mykjudreifara. JF fjölnotavagninn er búinn að sanna ágæti sitt hér á landi, enda búinn að þjóna íslenskum bændum á annan áratug. EINFALDUR - STERKUR - AFKASTAMIKILL GÓÐ KAUP - GREIÐSLUSKILMÁLAR Þeir sem hafa hug á að kaupa JF sláttutætara fyrir sumarið, hafi samband við okkur sem fyrst. Vinnslubreiddir: 1.13 m. 1.33 m. 1.45 m. Fáanlegur aukabúnaður: Kapalstýring, rafmagns, -eða vökvastýring á blásturs- túðu. G/obus/ LÁGMÚLI 5, SlMI 81555

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.