Fréttablaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 56
32 30. desember 2007 SUNNUDAGUR N1-deildarbikar karla: Haukar-Fram 28-29 (14-17) Mörk Hauka: Kári Kristján Kristjánsson 9 (12), Sigurbergur Sveinsson 7 (11), Andri Stefan 4 (10), Halldór Ingólfsson 2/2 (2/2), Gísli Jón Þórisson 2 (3), Freyr Brynjarsson 2 (5), Gunnar Berg Viktors- son 1 (2), Pétur Pálsson 1 (3). Varin skot: Magnús Sigmundsson 2 (11/2) 18,2%, Gísli Guðmundsson 11(31/1) 35,5% Hraðaupphlaup: 4 (Andri 1, Kári, Gunnar Berg) Fiskuð víti: 2 (Sigurbergur, Gísli) Utan vallar: 6 mínútur Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 7 (11), Andri Berg Haraldsson 6/3 (10/3), Einar Ingi Hrafnsson 4 (8), Stefán Stefánsson 3 (4), Hjörtur Hinriksson 3 (6), Haraldur Þorvarðarson 3 (9), Guðjón Finnur Drengsson 1 (2), Rúnar Kárason 1 (3), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3). Varin skot: Björgvin Gústavsson 13 (38/1) 34,2%, Magnús Gunnar Erlendsson 5 (8/1) 62,5% Hraðaupphlaup: 2 (Stefán, Jóhann Gunnar) Fiskuð víti: 3 (Halldór Jóhann 2, Guðjón) Utan vallar: 10 mínútur N1-deildarbikar kvenna: Fram-Valur 21-26 (8-14) Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 8/5 (14/6), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4 (6), Pavla Nevarilova 4 (7), Marthe Sördal 3 (5), Sara Sigurðardóttir 2 5(), Karen Einarsdóttir (1), Ásta Birna Gunnars- dóttir (4/1), Þórey Rósa Stefánsdóttir (6) Varin skot: Karen Einarsdóttir 15 (41/2) 36,6% Hraðaupphlaup: 5 (Nevarilova 2, Sara, Sördal, Sigurbjörg) Fiskuð víti: 7 (Nevarilova 4, Þórey, Sara, Stella) Utan vallar: 14 mínútur Mörk Vals: Kristín Guðmundsdóttir 10 (15), Íris Ásta Pétursdóttir 4 (4), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (9), Hafrún Kristjánsdóttir 3/2 (4/3), Katrín Andrésdóttir 2 (7), Dagný Skúladóttir 2 (7), Hildigunnur Einarsdóttir 1 (2) Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 17/1 (37/5) 45,9%, Jolanta Slapikiene (1/1) 0% Hraðaupphlaup: 6 (Dagný 2, Íris 2, Kristín, Ágústa) Fiskuð víti: 3 (Anna María, Dagný, Ágústa) Utan vallar: 10 mínútur Þýski handboltinn: Wilhelmshavener - Flensburg 27-40 Gylfi Gylfason skoraði átta mörk fyrir Wilhelms- havener, Einar Hólmgeirsson og Alexander Petersson skoruðu báðir tvö mörk fyrir Flensburg. Füchse Berlin - Göppingen 27-23 Jaliesky Garcia Padron skoraði fimm mörk fyrir Göppingen. Balingen - Rhein-Neckar Löwe 35-33 Lemgo - Wetzlar 27-19 Logi Geirsson var ekki í leikmannahópi Lemgo. Gummersbach - GWD Minden 32-25 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Gummersbach, Róbert Gunnarsson skoraði þrjú en Sverre Jakobsson komst ekki á blað. Einar Örn Jónsson var markahæsti leikmaður Minden með sex mörk. TuS N-Lübbecke - Nordhorn 31-30 Birkir Ívar Guðmundsson varði eitt skot í marki Lübbecke en Þórir Ólafsson lék ekki með liðinu. Tussem Essen - Magdeburg 35-30 Kiel - Grosswallstadt 33-21 Hamburg - Melsungen 38-25 ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Valur varð í gær N1- deildarbikarmeistari kvenna þegar liðið lagði Fram, 21-26. Valur hafði yfirhöndina allan leikinn og vann öruggan sigur á baráttuglöðu liði Fram sem gafst aldrei upp þó að munurinn hafi farið í átta mörk snemma í síðari hálfleik. Valsstelpur mættu mjög ákveðn- ar til leiks og spiluðu frábæra vörn allan fyrri hálfleikinn. Liðið komst fljótt yfir og jók forskot sitt jafnt og þétt er leið á hálfleikinn og þegar hálfleiksflautið gall mun- aði sex mörkum á liðunum, 8-14. Fram skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks en svo komu þrjú mörk Vals og munurinn því orðinn átta mörk, 9-17. Þá slökuðu Valsstelpur á klónni. Öflugur varnarleikur liðsins hvarf eins og dögg fyrir sólu og Framstelpur gengu á lagið og minnkuðu muninn í tvö mörk, 18-20. Kristín Guðmundsdóttir skoraði þá þrjú af fjórum næstu mörkum leiksins og Valur náði aftur öruggri forystu sem liðið lét ekki af hendi. Sanngjarn fimm marka sigur Vals, 21-26, því staðreynd. Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn í liði Vals og skoraði 10 mörk, þar af 6 síðustu 15 mínútur leiksins. Kristín hefur ekki náð sér á strik með Val í vetur og vildi ólm bæta úr því nú þegar mikið var í húfi. „Það vantaði að koma mér í gang. Ég hef ekki spilað mjög vel og sjálfstraustið hefur vantað. Ég ákvað að reyna að gera mitt allra besta í dag,“ sagði Kristín sem ásamt Berglindi Hans- dóttur, markverði Vals, var besti leikmaður vallarins. Kristín sagði að þreyta umfram annað hefði valdið því að Valur missti örugga forystuna í seinni hálfleik. „Þær eru mjög sterkar. Gefast aldrei upp og maður þarf á öllu sínu að halda gegn þeim. Þegar við slökuðum á í vörninni þá tók Berglind við í markinu. Hún varði það sem slapp í gegn. Það small allt í dag,“ sagði Kristín sem vildi að lokum hrósa umgjörðinni hjá HSÍ og N1 í deildarbikarnum. „Það var frábær umgjörð hér í dag hjá HSÍ. Stemning í húsinu og dúkurinn á gólfinu. Þetta var rosa- lega gaman. Vonandi verður þetta hefð og fólk fjölmennir á völlinn.“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, sagði lið sitt hafa eyðilagt fyrir sér sjálft með slökum fyrri hálf- leik. „Við vorum of langt frá Vals- liðinu. Þetta er of gott lið til að elta. Ég hélt að við myndum ná þeim og jafna í síðari hálfleik, þá hefði allt getað gerst en við náðum því ekki. Við fórum með alltof mörg dauðafæri, víti og dauðafæri í hornunum. Berglind varði alltof mikið af dauðafærum. Hún er auð- vitað frábær markvörður en við hefðum átt að gera betur,“ sagði Einar. - gmi Kristín og Berglind fóru á kostum þegar kvennalið Vals lagði Fram og tryggði sér deildarbikarmeistaratitilinn: Valsvörnin alltof sterk fyrir Framstúlkur SIGRINUM FAGNAÐ Valsstúlkur fóru með sigur af hólmi í úrslitaleik N1-deild- arbikarsins gegn Fram. Hér sjást þær fagna sigrinum um leið og lokaflautan gall. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BIKAR Á LOFT Hafrún Kristjánsdóttir hampar deildarbikarmeistaratitlinum í Laugar- dalshöll í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Dramatíkin var allsráð- andi í Laugardalshöll í gær. Fram varð deildabikarmeistari eftir 30- 28 sigur á Haukum en þær tölur eru rangar þar sem eitt marka Framara var tvískráð í fyrri hálf- leiknum. Lesa má nánar um það annarsstaðar á síðunni. Haukar byrjuðu betur og kom- ust í 3-1 en Framarar svöruðu því með þremur mörkum. Liðin skipt- ust á að skora en í stöðunni 9-10 skoruðu Framarar fjögur mörk í röð og náðu fimm marka forystu. Haukar skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og var staðan 14-17 í hálfleiknum. Fram skoraði fyrsta mark síð- ari hálfleiks en Haukar hófu hægt og rólega að minnka muninn og þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum komust Haukar yfir 23- 22. Þá skiptust liðin á að skora þar til Fram komst aftur yfir, 25-26, er átta mínútur voru eftir af leiknum. Magnús Erlendsson kom í mark Fram á lokasprettinum og gerði gæfumuninn. Hann varði fimm af átta skotum sem komu á markið á sama tíma og sóknarmenn Fram áttu sífellt erfiðara með að koma boltanum framhjá Gísla Guð- mundssyni í marki Hauka. Lokamínúta leiksins var æsi- spennandi. Halldór Ingólfsson jafnaði metin úr vítakasti þegar nákvæmlega mínúta var eftir af leiknum. Fram fór í sókn en missti boltann klaufalega. Haukar brun- uðu upp völlinn í leit að jöfnunar- markinu. Haukar misstu boltann í óðagoti og Fram brunaði upp völl- inn þar sem Rúnar skoraði síðasta mark leiksins. Jóhann Gunnar Einarsson átti mjög góðan leik fyrir Fram og mætti einkar glaðlyndur í viðtal eftir leik „Þetta var mjög sætt. Við lögðum mikið á okkur í þessari keppni. Þetta var mjög erfið keppni að spila svona tvo daga í röð í pásunni strax eftir jólin en vel þess virði. Það er frábær umgjörð á þessu móti og ég bjóst ekki við þessu svona flottu. Þetta var frábært,“ sagði Jóhann. Aron Kristjánsson var að vonum svekktur með tapið en hafði engu að síður gaman að skemmtilegum leiknum. „Þetta var hörkuleikur. Við misstum þá of mikið fram úr okkur í fyrri hálfleik. Spiluðum ekki nægjanlega góða vörn og markvarslan var eftir því. Það gerir það að verkum að við eltum þá of mikið og höfðum ekki marga leikmenn að skipta inn. Við komum okkur inn í leikinn aftur með mikl- um baráttuvilja. Við neituðum að gefast upp og ætluðum að vinna þennan leik. Við jöfnum leikinn og svo er óðagot í restina sem gerir það að verkum að við náum ekki að jafna aftur,“ sagði Aron sem vildi að lokum óska Fram til ham- ingju með sigurinn. - gmi Framarar sigldu til sigurs með herkjum Fram tryggði sér N1-deildarbikarinn með sigri á Haukum í dramatískum leik. Eftir æsispennandi lokamín- útur tryggðu Framarar sér sigur eftir kaflaskiptan og stórskemmtilegan úrslitaleik í Laugardalshöll. ÖLL SUND LOKUÐ Guðjón Finnur Drengsson reynir að finna leið framhjá vörn Hauka sem tekur fast á horna- manninum knáa. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SIGRI HAMPAÐ Framarar stilltu sér upp í myndatöku eftir sigurinn á Haukum í gær og fögnuðu titlinum með stæl. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HANDBOLTI Íslenska u-18 ára landslið karla í handbolta tapaði fyrir Frökkum í úrslitaleik Hela cup í Þýskalandi í gærkvöld, 40- 36. Liðið gerði mjög vel með því að komast í úrslitin en það vann Þjóðverja í undanúrslitum 34-33 í gær. Í fyrradag spilaði íslenska landsliðið þrjá leiki, það vann Pólverja og lið frá Saar héraði en tapaði illa fyrir Frökkum sem vann riðilinn. Frakkar urðu aftur banamenn Íslands í úrslitunum en liðið bætti sig mikið í þeim leik frá tapinu í riðlinum. Liðið getur því vel unað árangurinn á hinu sterka og glæsilega móti í Þýskalandi. - hþh U-18 ára landslið Íslands: Tapaði í úrslit- um á Hela cup HANDBOLTI Sú nýbreytni að spila deildarbikarinn á milli fjögurra efstu liða N1- deildarinnar heppnaðist frá- bærlega eða allt þar til tímaverðir gáfu Fram aukamark um miðbik úrslita- leiks liðs- ins og Hauka í karlaflokki í gær. Um miðbik fyrri hálfleiks ráku blaðamenn í blaðamannastúkunni upp stór augu. Fram hafði skorað marki meira en bókhald allra blaðamanna í stúkunni sýndi. Eftir miklar vangaveltur og yfirferð komust blaðamenn að því mistök hefðu átt sér stað á tímavarða- borði en ekki í blaðamannastúk- unni. Aðstoðarmaður þjálfara Fram, Einar Björnsson, spurði undirritaðan í hálfleik hvort hann hefði misst af marki. Undirritaður benti öðrum dóm- ara leiksins, Antoni Pálssyni, á mistökin í hálfleik og eins var ritara og eftirlitsdómara bent á mistökin. Engu að síður var ekkert aðhafst. Ritari skráði einu marki fleira á Andra Berg Haraldsson. Þulur leiksins sem einnig hélt skor bar saman með blaðamönnum fjölda marka Andra, sem voru sex, en ekki með ritara. Ríkissjónvarpið sýndi beint frá leiknum. Hálfleikstölur þeirra sýndu 14-17, en ekki 14-18, líkt og skorklukkan í höllinni. Tölfræð- ingar Ríkissjónvarpsins voru með réttan markafjölda hjá Andra en voru með einu marki ofaukið á Jóhanni Gunnari Einarssyni því tölfræðingur sjónvarpsins rang- lega skráði eitt marka Einars Inga Hrafnssonar á Jóhann. Það var leiðrétt á þann máta að marki var bætt við skor Einars Inga en ekki dregið af Jóhanni. Leikurinn hefði vafalaust spil- ast öðruvísi hefði ritari haldið rétt um stöðu leiksins og þá sérstak- lega spennandi lokamínútur hans. Bæði lið og HSÍ munu vafalaust fara vel yfir sjónvarpsupptökur af leiknum en Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, kallaði eftir því að annar leikur yrði leikinn ef skor blaðamanna reynast rétt. Jóhann Gunnar vildi ekki láta þetta skyggja á sigurgleði sína og sagði einfaldlega. „Ég nenni ekki að spila annan leik í bráð, ég er frek- ar þreyttur, það er klárt.“ - gmi Mistök voru gerð á ritaraborðinu í úrslitaleik Fram og Hauka í gær þegar eitt markanna var tvískráð: Aron vill láta spila úrslitaleikinn aftur ÓSÁTTUR Aron Kristjánsson vill láta endurtaka úrslitaleikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.