Fréttablaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 62
38 30. desember 2007 SUNNUDAGURHVAÐ SEGIR MAMMA?
Hvað er að frétta? Platan mín, Við og
við, kom nýlega út í Evrópu en ég er
komin í pásu frá utanferðum og spileríi
í bili. Ég á nefnilega von á barni í byrjun
janúar.
Augnlitur: Blár.
Starf: Tónlistarkona.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með barn
á leiðinni.
Hvaðan ertu? Úr Reykjavík.
Ertu hjátrúarfull? Þegar það hentar
mér. Ég tengi stundum saman tilviljanir
og trúi á hluti sem boða gæfu. Ég hef
minni áhuga á vondum teiknum.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Danski
sakamálaþátturinn Forbrydelsen.
Uppáhaldsmatur: Blóðug nautasteik.
Fallegasti staðurinn: Porto í Portúgal.
iPod eða geislaspilari: Alveg sama, ef
það er tengt við hátalara.
Hvað er skemmtilegast? Að hlusta á
góðan sögumann.
Hvað er leiðinlegast? Skriffinnska.
Helsti veikleiki: Viðkvæmni og stjórn-
semi.
Helsti kostur: Næmi og áræðni.
Helsta afrek: Að ganga síðustu 200
kílómetrana af leiðinni til Santiago de
Compostela á Spáni.
Mestu vonbrigðin: Afþreyingar-
horn fyrir karla í Hagkaupum.
Hver er draumurinn? Að dvelja
á ensku sveitahóteli í mánuð að
hausti.
Hver er fyndnastur/fyndnust?
Bragi Kristjónsson bóksali.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér? Núgildandi reglur um fæð-
ingarorlof.
Hvað er mikilvægast? Kærleikur-
inn.
HIN HLIÐIN ÓLÖF ARNALDS TÓNLISTARKONA
Ósátt við karlahornið í Hagkaupum
„Þetta er ákaflega skemmtilegt og
spennandi verkefni enda hafði ég
ekki einu sinni hugmynd um að
svona hlutir væru til,“ segir flug-
virkinn Jón S. Bragason sem und-
anfarna 6-8 mánuði hefur unnið að
því að innrétta flugvél sem „fljúg-
andi spilavíti“ fyrir bandaríska
spilavíta- og hóteleigandann
Sheldon Adelson, sjötta ríkasta
mann heims. „Ég er með fyrirtæki
í Dubai, JB Aviation, sem sérhæf-
ir sig í ýmsum verkefnum fyrir
flugfélög og einkaaðila. Ég kynnt-
ist Adelson fyrir einu og hálfu ári
síðan þegar hann var að leita að
flugvélum. Hann keypti tvær not-
aðar af konungsfjölskyldunni í
Sádi-Arabíu og bað mig svo um að
innrétta þær, aðra sem nokkurs
konar VIP-vél og hina sem spila-
víti. Við sjáum um tæknilegu hlið-
ina en fáum innanhússhönnuði til
liðs við okkur til að sjá um
útlitið.“
Jón segir að þrátt fyrir auðæfin
séu Adelson og hans menn þægi-
legir í samskiptum. „Það var mjög
gott að vinna fyrir þá. Þeir sáu
bara um sín viðskipti og létu okkur
alveg um þetta. Það liggur gríðar-
lega mikil vinna að baki verkinu
enda er vélunum bókstaflega
slátrað og þær nánast hannaðar
upp á nýtt. Við settum inn í þessar
vélar nuddstofu, spilaborð og stóla
sem hægt er að sofa í svo fátt eitt
sé nefnt. Svo verður að vera full-
komið eftirlitskerfi eins og reglan
er í spilavítum.“ Hver vél um sig
kostar fullbúin litlar 200-300 millj-
ónir íslenskra króna.
Jón segist ekki vita annað en að
þetta séu fyrstu fljúgandi spilavíti
heims. „Þessi maður fær góðar
hugmyndir og virðist vita hvað
hann er að gera. Hann á miklar
eignir í Las Vegas og opnaði nýver-
ið spilavíti í Macau í Kína sem er
næststærsta bygging heims og sú
stærsta í Asíu. Nú ætlar hann að
byggja annað eins í Singapúr enda
eru fjárhættuspil vinsælli í Asíu
en í Las Vegas. Þessi fljúgandi
JÓN S. BRAGASON: INNRÉTTAR FLUGVÉLAR FYRIR HUNDRUÐ MILLJÓNA
Fljúgandi spilavíti fyrir
einn ríkasta mann heims
Fyrstu eintökin af nýja Land Cruiser 200 jeppanum
frá Toyota eru komnir til landsins og var fyrsta
eintakið afhent í gær. Fjölmargir hafa beðið
óþreyjufullir eftir nýja lúxusjeppanum í fleiri
mánuði, en pantanir á honum hófu að berast
Toyota á Íslandi í byrjun ársins. „Fyrstu
bílarnir verða afhentir um helgina og
að sjálfsögðu munu þeir fyrstu sem
keyptu fá fyrstu bílana,“ segir Bjarni
Freyr, vörumerkjastjóri Toyota á
Íslandi, en 170 manns hafa þegar fest
kaup á jeppanum, sem kostar frá 10,7
milljónum króna. Alls er því um að
ræða tæplega 1,9 milljarða fyrirfram
sölu hjá Toyota.
Fáheyrt er að jafn mikill fjöldi fólks panti
lúxusbifreið með slíkum fyrirvara, jafnvel áður en
að upplýsingar um tæknibúnað og útlit liggja fyrir,
en auk þess hafa tæplega 200 manns pantað bílinn.
„Við gerum ráð fyrir að þessi áhugi stafi af því að
fólk þekkir bílinn af góðu einu,“ segir Bjarni.
Starfsmenn Toyota og umboðsaðila hafa fengið að
prófa LC 200 við ýmsar aðstæður að undanförnu
sem hluta af söluþjálfun og segir Bjarni að bílllinn
standist allar væntingar – og vel það. „Það er
eiginlega bara fáránlegt hvað hann er góður. Einstök
upplifun,“ segir hann. - vig
Jeppar fyrir 1,9 milljarða afhentir
LÚXUSTORFÆRU-
TÆKI Nýi Land
Cruiser 200 jeppinn
eyðir og mengar
minna en fyrri teg-
undir og er meðal
annars í boði með
4,7 lítra dísilvél sem
skilar allt að 235
hestöflum. Jeppinn
er stærri og þyngri
en fyrri tegundir en
samt mun liprari í
akstri.
SJÖTTI RÍKASTI
MAÐUR HEIMS
Sheldon Adelson var
útnefndur sjötti ríkasti
maður heims af Forbes
tímaritinu á þessu ári
og þriðji ríkasti maður
Bandaríkjanna á eftir
þeim Bill Gates og fjár-
festinum Warren Buffett.
Adelson er 73 ára gamall
og eignir hans eru
metnar á 26,5 milljarða
Bandaríkjadala. Það jafngildir tæplega 1.700 milljörðum íslenskra króna.
Adelson er ekki fæddur með silfurskeið í munni því faðir hans var
leigubílstjóri í Boston. Adelson var þó gæddur viðskiptaviti og aðeins 12
ára gamall fékk hann lánaða 200 dollara hjá frænda sínum til þess að geta
selt dagblöð. Hann er ómenntaður en náði með kænsku sinni að auðgast
nægilega til þess að geta keypt gamalt spilavíti í Las Vegas sem hann reif
niður og byggði á grunninum gríðarstórt hótel, ráðstefnusali og nýtt spilavíti.
Síðar byggði hann annað spilavíti fyrir tæpa tvo milljarða Bandaríkjadala við
hlið samkeppnisaðilans og hefur nú veðjað á Asíu sem næsta stóra mark-
aðssvæði sitt. Opnaði spilavíti í Kína árið 2004 og ætlar að opna þar sjö til
viðbótar auk spilavíta í Singapúr og víðar í álfunni.
REKUR FYRIR-
TÆKI Í DUBAI
Jón S. Bragason á
og rekur JB Aviation í
Dubai, fyrirtæki sem
sérhæfir sig í ýmsum
verkefnum tengd-
um flugi. Sheldon
Adelson, sjötti ríkasti
maður heims, fékk
fyrirtækið til þess að
breyta flugvél í fljúg-
andi spilavíti.
04.01.80
Kvikmynd Ólafs Jóhannessonar,
The Amazing Truth About Queen
Raquela, var fyrir skemmstu valin
til sýningar á kvikmyndahátíðinni í
Berlín sem fram fer dagana 7.-17.
febrúar næstkomandi. Á föstudag
var tilkynnt hvaða myndir verða
sýndar í sama flokki, Panorama
Main Programme. Athygli vekur að
frumraun Madonnu sem leikstjóra
er þeirra á meðal en alls eru þrettán
myndir í flokknum.
„Já, við erum að keppa við
Madonnu,“ segir Ólafur og hlær.
Mynd söngkonunnar heitir
Filth And Wisdom og er gam-
anmynd. Mynd Ólafs fjallar
hins vegar sem kunnugt
er um stelpustráka á
Filippseyjum. Hann seg-
ist ætla að gera sitt
besta til að fá aðalleik-
konu myndarinnar,
Raquelu Rios, til að
koma á hátíðina. „Já,
ég ætla að reyna að
ná drottningunni.
Hún var á götunni í
Cebu City á Filipp-
seyjum fyrir tveim-
ur árum og er núna
á leið á kvikmynda-
hátíð í Berlín. Þetta
er svona Ösku-
buskuævintýri,“
segir Ólafur og bætir því við að
þessi velgengni myndarinnar sé að
miklu leyti Kvikmyndamiðstöð
Íslands að þakka. „Þau styrktu
myndina og hafa staðið vel við bakið
á okkur.“
Myndin um drottninguna Raqu-
elu verður frumsýnd hér á landi í
lok febrúar en önnur mynd eftir
Ólaf, Stóra Planið, verður að líkind-
um frumsýnd í mars. Pétur Jóhann
Sigfússon fer þar með aðalhlutverk-
ið en myndin fjallar um mann sem
öðlast sáluhjálp í kínversku
sölumyndbandi eftir að hafa
ungur misst bróður sinn í
slysi. Hann er meðlimur í
handrukkaragengi en er
þess fullviss að hans bíði
stærra hlutverk í lífinu
með hjálp myndbands-
ins. „Ég held ég sé að
leggja lokahönd á Stóra
Planið. Annars er það allt-
af að breytast. Þegar
maður er að leika
Picasso hættir maður
aldrei að mála,“ segir
Ólafur. - sók
Ólafur með
Madonnu í Berlín
Á LEIÐ Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ Mynd Ólafs Jóhannessonar, The Amazing Truth About
Queen Raquela, var nýverið valin til sýningar á kvikmyndahátíðinni í Berlín.
Í SAMA FLOKKI Frumraun
Madonnu í leikstjórn, Filth
And Wisdom, verður sýnd
í sama flokki og mynd
Ólafs um stelpustráka á
Filippseyjum.
Krummi er mjög góður dreng-
ur, enda er hann að leika Jesú.
Hann er ljúfur, með gott hjarta
og vel upp alinn – fékk gott
veganesti frá foreldrum sínum.
Ragnheiður Björk Reynisdóttir er mamma
Hrafns Björgvinssonar, Krumma, sem
leikur aðalhlutverkið í söngleiknum Jesus
Christ Superstar sem var frumsýndur í
Borgarleikhúsinu á föstudag.
Gnoðarvogi 44, s. 588 8686.
spilavíti verða notuð til þess að
ferja spilara á milli Macau og Las
Vegas. Þau verða þó eingöngu
fyrir boðsgesti. Við vorum að klára
fyrstu vélina en það er hugmyndin
að breyta tveimur til að byrja með
og sjá hvernig þær koma út.“ Vél-
arnar rúma um 40-60 manns og
annan eins fjölda af starfsfólki.
„Það þurfa að vera öryggisverðir
og gjafarar í viðbót við hefð-
bundna áhöfn. Það er geysilega
mikið í þetta lagt.“ Jón fær sjálfur
að prófa að fljúga í vélinni því
hann kemur til með að fara með í
hennar fyrstu ferð til Kína í jan-
úar. „Svo erum við að leita að fleiri
vélum núna, þær verða líklega
fjórar á endanum.“
sigrunosk@frettabladid.is