Fréttablaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 30
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR FERÐALÖG 4 [ MALLORCA ] Þegar jól og áramót eru yfi rstaðin á Íslandi eru Spánver- jarnir enn í stuði og í janúar er mikið um hátíðarhöld á eyjunni Mallorca. Veðurfar er milt og ljúft um vetrarmánuðina og upplagt að skella sér á hátið vitringanna þriggja en það er eins konar skrúðganga í Palma þar sem vitringar sitja í skrautlegum vögnum og dreifa sælgæti til barna. Síðar í mánuðinum eru svo dagur heilags Antóníusar, þegar fólk kemur með gæludýrin sín í kirkjurnar til að láta blessa þau, og dagur heilags Sebastíans en þá eru veisluhöld á götum úti. Skemmtilegustu gistinguna er að fi nna í fjallþorpinu Fornalutx (prufaðu til dæmis Ca‘an Reus, canreushotel.com) og það eru frábærir veitingastaðir í Palma. Stjörnurnar fara á La Boveda sem býður upp á ýmiss konar skelfi sk. Kauptu þér svo vín og mat í gourmet-búðinni Fosh Food (foshfood.com) - amb ... HANDBÓK HIPP OG KÚL FERÐALANGSINS Tímaritið Wallpaper gefur út úrval sniðugra ferðabóka í samstarfi við Phaidonþar sem bestu hótelin, veitingastaðirnir og verslanir í hverri borg eru útlistuð. Í ferðinni ætlum við að næla okkur í... ... BEAUTÉ Initial þessi hrukkubani er mest selda snyrtivaran á Flugstöð Leifs Eiríkssonar og bráðnauðsynlegt í fyrir þurrkandi flugferðir. ... HÁTÍSKUTASKA Alexander McQueen hannaði þessar flottu og praktísku ferðatöskur með beinagrindarmótífi fyrir Samsonite. Fást í flestum stórverslun- um erlendis. M arokkó er dásamlegur draumaáfangastaður fyrir þá sem vilja komast á hlýjar slóðir í janúar. Marrakech er heldur ekki of langt í burtu, og hægt að fljúga þangað frá París, London eða Köben. Borgin er einstaklega heillandi og býður upp á seiðandi andrúmsloft, frábærar exótískar verslanir og glæsileg hótel. Það er ekki skrýtið að Parísarhótelið Murano hafi ákveðið að setja útibú á fót í þessari svölu norðurafrísku paradís. The Murano Oriental er eins og miðausturlensk höll með fjórum „riad“ byggingum sem HEIMAMAÐURINN BERGÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, BÚN- INGAHÖNNUÐUR OG LISTNEMI BARCELONA BÚÐIN: Le Swing búðin í Raval er í miklu uppáhaldi hjá mér, þar er hægt að finna skemmtilega blöndu af notuðum og nýjum fötum. Markaðurinn Glorias getur líka lumað á nokkrum gullmolun- um ef heppnin er með í för en markaðurinn er opinn alla laugardaga, miðvikudaga og föstu- daga frá kl 7-14. Best er að vera þar í fyrra fallinu. VEITINGASTAÐURINN: Sushibarinn Kyoto í gotneska hverfinu býður upp á það allra besta sushi sem ég hef smakkað og notalega stemningu á sann- gjörnu verði. BESTA HEFÐBUNDNA VEITINGAHÚSIÐ: Arg- entínski veitingastaður- inn Goucho´s. KOKTEILLINN EFTIR INNKAUPALEIÐANGUR: Ég mæli með Boadas kokteilbarnum í Raval. Einn af elstu börunum í borginni, þar sem drykkirnir eru framreidd- ir af herramönnum í smókingfötum. EKKI MISSA AF: Það fer enginn frá Barcelona án þess að heimsækja byggingar arkitektsins Gaudí, ævintýraheimur sem er svo sannarlega vert að sjá en kostar oft langar biðraðir og tilheyrandi pirring. SÚRAST VIÐ BORGINA: Túristastraumurinn á vorin sem teygir sig langt inn í veturinn getur oft verið ansi þreytandi sem og léleg þjónusta á veitingahúsum. ÞÚSUND OG EIN NÓTT Nýja Murano-hótelið í Marrakech er draumur úr Þúsund og einni umkringja sundlaug í miðjunni. Arkitektúr- inn sjálfur er mjög hefðbundinn en innrétt- ingarnar eru mjög nútímalegar og smart. Þú getur eytt öllum tímanum á hótelinu en þar er hægt að slappa af í glæsilegri heilsu- lind, sötra myntute á svölunum eða slappa af við sundlaugina. Plötusnúðar spila við sundlaugina flestar helgar og einnig er að finna fransk/marokkóskan veitingastað á hótelinu. Svo er um að gera að kíkja á skemmtilegt andrúmsloftið í Jemaa El Fnaa sem er opið markaðssvæði í miðborginni en þar er að finna alls kyns „souk“ markaði þar sem hægt er að gramsa í ýmiss konar vefn- aðarvöru, teppum og silfurmunum. - amb www.muranoresort.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.