Fréttablaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 30.12.2007, Blaðsíða 49
SUNNUDAGUR 30. desember 2007 25 Efl ing-stéttarfélag vinnur fyrir þig Nú lækka félagsgjöldin í frá og með 1. janúar 2008 Á undanförnum dögum hefur söngur ómað úr hverju útvarpi, hverri kirkju, hverjum tónleikasal drottni til dýrðar. Við höfum samþykkt að þetta sé gott og notið þess og í anda mannssonarins höfum við fært hvort öðru gjafir, að vísu misdýrar og miskristi- legar, en einhvern veginn hefur hann feng- ið að vera með í þessu öllu hjá okkur, kannski vegna þess að boðskapur hans er góður og við aðhyllumst hann. Nú er ný kynslóð búin að opna nótnahefti Andrew Lloyd Webber og gott tækifæri að rifja upp söngleikinn sem varð til upp úr hugmyndum hippamenningarinnar þar sem friður á jörð var eitt aðalinntakið. Menn trúðu því í einlægni að heimurinn yrði betri staður ef í honum ríkti friður og þá var leitað dyrum og dyngjum að aðal- boðbera friðar í henni veröld og duttu menn þá niður á margumræddan Jesú. Það var enginn betri boðberi friðar til heldur en hann. Með þetta tvennt var lagt í hann og varð úr því ótrúlegt tónlistarferðalag um víða veröld þar sem boðskapurinn naut sín ekki síður en hin fantagóða músík. Nú er söngleikurinn um Jesú Krist súper- stjörnu settur upp hjá Leikfélagi Reykja- víkur í þriðja sinn og markmið leikstjórans ef marka má texta í prógrammi var að losa sig við hippastemninguna og er það í sjálfu sér góð og gild aðferð við að koma verkinu á framfæri í nútímanum en boðskapurinn og frásögnin lenti líka í ruslafötunni. Kannski var það meðvitað gert til þess að stuða ekki múslíma núna þegar við erum að springa úr tillitssemi við aðra trúar- hópa. Textaræma í rauðum ramma líkum Vodafone-auglýsingu: Nýr tími, Jesú er kúl, birtist ásamt jólalegri auglýsinga- mynd af frelsaranum fyrir ofan leikhópinn þar sem Jesú í netabol og svörtum leður- brókum vafraði um heldur pasturslítill með hárið niðri í augum fitlandi við hljóð- nemann. María söng um að hann væri ósnertan- legur en engu að síður var hún síkáfandi á honum og lá við að hann sofnaði á milli brjóstanna á henni þar sem hún glennti sig glyðruleg í rokkmúnderingu með bobbing- ana upp úr. Sýningin var öll eins og sundurklippt myndskeið úr mörgum myndböndum þar sem gleymst hefur að tengja söguna saman. Enn þekkjum við þessa sögu en ungur leik- listarnemi hafði á orði í hléi að hann vissi nákvæmlega ekkert hvað væri að gerast á sviðinu, en hafði nú samt gaman af þessu, svo sem. Samkvæmt fréttum nýverið eru 400 íslensk ungmenni í alvöru söngnámi. Það getur ekki verið annað en að innan þess hóps leynist að minnsta kosti einn sem hefði passað í hlutverk Júdasar og getað skilað því tónlistarlega og textalega þannig að einhver í salnum hefði skilið það sem úr hans barka ómaði. Hópatriðin voru ótrúleg. Það glitti í peysufatakerlingar og alls kyns fólk enda var víst meiningin að færa verkið nær okkur og það má segja að það hafi aldrei færst nær okkur en í senunni úr Kántrýbæ þar sem grillmeistari í Hallbjarnarlíki mundaði grilltangirnar á meðan lærisvein- arnir, sem líktust frekar lærisneiðum, vöfruðu um og hífðu sig upp úr heita pott- inum. Það var engin skýring á nokkurn hátt af hverju þessir menn væru í þessu liði frekar en aðrar skýringar í þessari uppsetningu. Hvað textann varðar þá var hann á köfl- um flatur og það sem átti að vera fyndið fór fyrir ofan garð og neðan hjá fólki. Ein af meginástæðum þess að menn fylgdu Jesú og hafa gert í gegnum aldirnar er sú útgeislun sem frá persónu hans og boðskap hefur stafað, hér var Jesú sjálfur eins og skólastrákur sem kemur of seint í tólf ára bekk og hann hafði ekkert fram að færa sem skýrt gæti að hálfur heimur gengi til liðs við hann. Leikmynd Axels Hallkels Jóhannessonar myndaði ekki aðeins góðan ramma um verkið heldur lyfti hann sýningunni nær þeirri tónlistarsnilld sem söngleikurinn er. Hljómsveitin var mjög góð og byrjunar- atriðið alger klassi. Lára Sveinsdóttir sem fór með hlutverk Maríu söng vel. Ingvar E. Sigurðsson í hlut- verki Pílatusar birtist eins og sjentilmaður úr annarri veröld og fór að vanda undurvel með texta sinn og söng, eins kom Heródes á óvart, það var Bergur Þór Ingólfsson sem ljáði þeim spéfugli líf. Hann var eins og svo oft áður senuþjófur þó svo að þessi múnd- ering hafi verið stílbrot. Tónlistin er og verður frábær og sú hljómsveit sem hér sté á stokk bauð upp á þétt og kraftmikið rokk. Elísabet Brekkan Fylg þú mér! Af hverju? LEIKLIST Jesus Christ Superstar Tónlist: Andrew Lloyd Webber Texti: Tim Rice Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson Hljóð: Sigurvald Ívar Helgason Söngstjórn: Hera Björk Þórhallsdóttir Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir Búningar: Dýrleif Ýr Örlygsdóttir og Margrét Einarsdóttir Ljós: Halldór Örn Óskarsson Video: Frank Hall Hljómsveit: Unnur Birna Björnsdóttir, Daði Birg- isson, Bjarni Sigurðsson, Björn Stefánsson, Karl Daði Lúðvíksson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Tónlistarstjórn: Daði Birgisson Leikstjóri: Björn Hlynur Haraldsson ★★ Blanda úr mörgum myndböndum en sagan týnd. LEIKLIST Ingvar E. Sigurðsson gefur Krumma Björgvinssyni orðið í frægu einsöngslagi Pílatusar – Ingvar fór að vanda vel með texta sinn og söng. MYND/LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.