Tíminn - 25.04.1981, Síða 8
8
Laugardagur 25, apríl 1981
Stofnun landssambands Framsóknarkvenna i undirbúningi:
„VIÐ KONUR VERÐUM
AÐ STTÐJA HVER AÐRA”
sagði Dagbjört Höskuldsdóttir á undirbúningsfundinum
Hluti fundarmanna. Margar þessara kvenna hafa starfaö lengi og veliFramsóknarflokknum.
Timamyndir Róbert.
Sigrún Sturludóttir, form. Félags Framsóknarkvenna I Reykjavik i ræöustól. Viö boröiö situr undirbún-
ingsnefndin: Geröur Steinþórsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Ásiaug Brynjólfsdóttir.
HEI — ,,Viö konur verðum aö
styöja hver aöra, annars gerir
þaö enginn”, sagöi Dagbjört
Höskuldsdóttir, frá Stykkis-
hólmi á fundi meö fjöida fram-
sóknarkvenna viðsvcgar aö af
landinu, er haldinn var nýlega.
Framsóknarkonur héldu
þennan fund til aö ræöa
umundirbiíning og stofnun
væntanlegs Landssambands
Framsóknarkvenna. Var þaö
samþykkt á fundinum aö sifk
landssamtök skuli stofnuö og
þær Aslaug Brynjólfsdóttir,
kennari, Gerður Steinþórsdótt-
ir, varaborgarf ulltrúi og
Sigrún Magnúsdóttir, varaþing-
maöur kosnar i undirbúnings-
nefnd.
1 framhaldi af fyrri oröum
Dagbjartar, sagðist hún að visu
hingað til hafa verið á móti
kvenfélögum almennt. En hún
yrði nú að viðurkenna, að hafa
skipt um skoöun að nokkru leyti.
En þetta yröi þó eina kvenfélag-
iö sem hún gæti hugsað sér að
ganga I.
Eingöngu karlar búandi á
Norðurlandi?
Almennt má segja, að mikill
áhugi hafi komið i ljós á fund-
inum fyrir stofnun Landssam-
taka framsóknarkvenna. Sumar
konur viöurkenndu aö hafa haft
áþekk sjdnarmið um kvenfélög
og komu fram hjá Dagbjörtu.
Aörar.em margar hverjar hafa
um áraraðir veriö i almennum
kvenfélögum, höfðu lengi verið
hlynntar hugmyndinni.Margar
þeirra gátu um þá reynslu, að
hafa setið einar kvenna á ýms-
um kjördæmis- og fjóröungs-
þingum. „Af fjórðungsþingi
Norölendinga mætti ætla að ein-
göngu karlmenn byggju á Norð-
urlandi”, sagöi t.d. Helga á
Silfrastöðum.
1 mörgum ræöum var komið
inn á þá sérstöðu — og vissu
erfiðleika — sem mæta konum
sem huga hafa á að taka þátt i
pólitiskri baráttu og starfi af
fullum krafti. Dagbjört taldi
t.d. sigur Vigdísar i forseta-
kosningunum dæmigerðan ,þar
sem hún hafi ekki þurft að
dragnast með karl i eftirdragi,
til að draga úr sér kjarkinn.
Fundarkonur hlógu aö þessum
oröum, þótt auöheyrt væri á
þeim, að Dagbjört hefði barna
nokkuð til sins máls. I
framhaldi af þvi benti Ragn-
heiður Sveinbjörnsdóttir úr
Hafnarfirði lika á, að nokkuö
væri til i þessu. Þaö væri tæpast
tilviljun ein, að stór hluti þeirra
kvenna er komist hefðu lengt I
starfi eða á pólitiskum vett-
vangi, hafi annað hvort verið
ógiftar eða fráskildar. Ragn-
heiður benti einnig á þá sérstöðu
kvenna, að þær þyrftu helst að
vera laglegar og að klæöa-
buröur þeirra skipti jafnvel
töluverðu máli. Hún hafi hins-
vegar aldrei heyrt þess getið
sérstaklega i hvernig litum
buxum karlmenn hafi veriö við
hin og þessi tækifæri.
Aö hafa konu sem
einkaþjón.
Helga á Silfrastöðum vitnaði
m.a. til orða er Gerður Stein-
þórsdóttir hafi fyrr látiö falla,
að flestir þeirra karlmanna er
væru að seilast upp hinum póli-
tiska metoröastiga hafi konu
sem einkaþjón sér viö hlið. Slik-
an einkaþjón hafi fáar konur.
Sigrún Magnúsdóttir, sagðist
ekki telja þaö síður mikilvægt i
jafnréttisbaráttunni, að konur
keppi að og komist i aðrar
mikilvægar stöður en þing-
mennsku. En sagðist jafnframt
hafa velt þvi fyrir sér, hvort
þarna væru ekki bein tengsl. á
milli. Að konur i valdastööum
væru einmitt svo fáar sem raun
ber vitni, m.a. vegna þess hve
þær eru fáar á Alþingi.
Hafa konur nægan áhuga
og tima ?
Hjá Þóru Hjaltadóttur frá
Akureyri kom fram sú spurning
hvort konur hafi nægan áhuga
og tima til að geta gefið sig i
hina pólitisku baráttu af fullum
krafti. En þaö þýöir i mörgum
tilvikum, að láta pólitikina sitja
fyrir nánast öllu öðru, ef mið er
tekiö af sumum karlkyns keppi-
nautunum. Sigrún Sturludóttir
taldi þetta vissulega geta átt viö
um margar yngri konur, sem
sinna þyrftu heimili og ungum
börnum. Þegar siðan börnin
stækkuðu og timinn ykist heföu
þær helst úr lestinni og væru
jafnvel orðnar of gamlar. Vitn-
aði Sigrún þar m.a. til eigin
reynslu. „Ég var varla heima
eitt einasta kvöld i siöustu viku
og verö það tæplega þá næstu
heldur. Þetta hefði ég ekki getaö
meðan börnin voru ung”, sagði
Sigrún.
Færri konur á pólitískum
fundum nú en á árum
áður?
Þótt af nógu sé að taka, skal
hér aðeins vitnað til einnar
ræðukonu enn, Þórdisar
Bergdóttur frá Seyðisfirði.
Þegar hún var stelpa, sagði hún
hafa verið algengt að konurnar
hefðu sótt pólitiska fundi —
framboðsfundi og leiðarþing —
en núna sæjust aðeins örfáar
konur á slfióim fundum. Þetta
væri afturför, hver svo sem
ástæðan væri.
Er þetta ekki umhugsunar-
efni, konur?
,,í STAÐ TÓMLÆTIS
RIKIR EFTIRVÆNTING”
„Mikil breytíng á afstöðu tíl kirkjunnar” segir Bernharður Guðmundsson
HEI —„Að minu mati lifum viö
nú ákaflega spennandi tima,
varöandi trúmálin og kirkjuna”,
sagði séra Bernharður Guð-
mundsson, er var annar fundar-
stjóranna á borgarafundi LIFS
OG LANDS, e_r haldinn var fyrir
nokkru.
Sr. Bernharöur sagði ákaflega
spennandi og skemmtilega um-
ræöu hafa farið fram á fundinum.
I pallborösumræðum er fariö hafi
fram I lokin hafi komið fram
miklar væntingar, um að kirkjan
mæti þeim þörfum sem greini-
lega séu fyrir hendi I þjóöfélag-
inu. Aö vlsu hafi komiö fram tölu-
verö gagnrýni á kirkjuna, m.a.
fyrir ákveöna Ihaldssemi. En
þetta hafi verið jákvæð gagnrýni.
Þá hafi komiö skýrt fram, að
menn vilji aö kirkjan láti tií sin
taka I þjóömálahreyfingu, en án
aðildar stjórnmálaflokka. Sllkt
yrði gert meö frjálsum samtök-
um fólks innan safnaöanna.
Aukin kirkjusókn
Sr. Bernharöur sagði flestum
bera saman um, að mikil breyt-
ing hafi oröiö á afstöðu fólks til
kirkjunnar á t.d. slöustu 20 árum.
t stað þess kaldranalega tómlætis
sem mikiö hafi orðið vart á tlma-
bili, rlkti nú eftirvænting. Þetta
sagði hann t.d. mega sjá I aukinni
kirkjusókn, verulegri aukningu I
altarisgöngu fólks og ekki slst
varðandi fermingarundirbúning-
inn. Foreldrar séu nú oröið miklu
fúsari til samstarfs, komi mikiö I
kirkju og sitji jafnvel I spurninga-
tlmum. Hann tók þó fram að þessi
skoöun væri eingöngu byggð á til-
finningu I sambandi við starfiö,
þar sem engar rannsóknir hafi
farið fram í þess átt.
Einlægari samskipti
Þá sagðist hann einnig hafa á
tilfinningunni, að samskipti fólks
séu aö verða opnari og einlægari.
Það sé heldur ekki lengur endi-
lega taliö feimnismál aö játa trú
sina, eða að viðurkenna að maður
sé ekki alveg óttalaus i tilverunni.
„Enda mannllf nútlmans orðiö
flókiö og mörgum mjög erfitt”,
sagöi sr. Bernharöur. Þar á hann
m.a. við fólksflótta, stööuga fjölg-
un hjónaskilnaða og brotin heim-
ili I kjölfar þeirra. Ýmsir séu
einnig I vandræðum meö verð-
Sr. Bernharður Guömundsson.
mætaviömiðun, þ.e. hvað skipti I
raun og veru mestu máli I lífinu
og virðast óska eftir ákveðinni
leiösögn krikjunnar.
011 erindi ráöstefnunnar voru
gefin út I sérstakri bók er kom út
og seldist upp á ráðstefnunni, en
áætlað mun aö endurprenta hana
innan skamms. Sr. Bernharður
benti á, að taliö sé að slik erinda-
röð hafi ekki verið sett I bók slðan
á trúmálaviku Stúdentafélagsins
áriö 1923. Sá væri hinsvegar
munurinn, aö þá hafi veriö haröar
deilur, nú sé þetta aftur á móti
samtal, þar sem menn viröi for-
sendur hvers annars.