Tíminn - 03.05.1981, Blaðsíða 19
Sunnudagur 3. mai 1981
27
Esra S. Pétursson: __Sálarlífið
Hugrenningar Söru
Viö skildum siöast við Söru þar
sem hún sjö ára gömul var komin
til vondu frænkunnar sem baröi
hana, á meðan móðir hennar lá
þungt haldin á spitala.
Þegar hér var komið lifnaöi
smástund yfir föður hennar i frá-
sögninni en til þessa haföi henni
vist varla fundist taka þvi aö
minnast á hann. Hún mundi þetta
atvik mjög skýrt.
„Þá kom faðir minn og sótti
mig á hjólhesti. Hann haföi hjólaö
fimmtán kilómetra leið frá
Bergen. Ég stóö fyrir utan hús
frænku minnar bara I baöfötum
þegar ég sá hann. Ég æpti upp
yfir mig: Pabbi, pabbi! Ég held
ég hafi grátiö og hlegið i einu.
Mér létti svo viö aö sjá hann.
Hann steig af hjólinu og var voöa
reiöur. En ekki reiöur viö mig. Ég
minnist þess ekki aö hann hafi
nokkru sinni veriö reiöur viö mig.
Ég reiddist honum stundum,
þegar ég varö eldri, en...
Hvernig sem þaö nú var þá tók
hann mig upp og setti mig á hjólið
sitt, án þess aö segja orö. Og þó ég
væri bara á sundbol hjólaöi hann
af stað. Ég man ennþá eftir til-
finningunni að vera i fanginu á
honum þegar hann tók mig upp.
Ef viö heföuum veriö i bil heföi ég
sennilega hjúfraö mig upp að
honum. En ég var á hjólinu hans
og ég varö aö gæta min og halda i
stýriö”.
Hún sagöi aö faöir sinn hlyti aö
hafa vitað hvernig fariö hefði
veriö meö hana og hversu vansæl
hún var, og það var sennilega þaö
sem olli reiöi hans.
„En hann gat ekki haft mig
lengi hjá sér”, hélt hún áfram,
„hann varö aö vinna. Svo hann
sendi mig til betri ættingja. En þá
var ég oröin hrædd. Ég meina
innst inni. Þaö virtist veröa eins
og varanlegt. Eitthvaö sem vildi
ekki fara aftur. Aö minnsta kosti
ekki fljótt, þó ég væri send til
góðra ættingja”.
Frumkvíöi. Mér virtist þetta
vera annaö sigilt dæmi hans.
Aöur en hún var send til vondu
frænkunar haföi hún ekki fundið
nógu vel til kviöans til aö geta
munaö eftir honum, en nú, eftir
dvölina hiá frænkunni og eftir
annan og þriöja aöskilnaöinn frá
fjölskyldunni, varö frumkviöinn
svo stóraukinn aö hann kom upp á
ýfirborö meðvitundar hennar og
hélst þar áfram, þrátt fyrir bætt-
ar aöstæður.
„Ég var alltaf aö biöa eftir þvi
aö móðir min kæmi heim. Hún
haföi fengiö taugaáfall þegar ég
var sjö eöa átta. Ég held aö þá
hafi systir min verið hjá fööur-
ömmu minni, en ég er ekki viss”.
Hún byrjaöi 1 gagnfræöaskóla
ellefu áragömul tveimur árum á
undan hinum börnunum. Hún var
óvenju vel andlega þroskuö eftir
aldri. 1. Bara andlega en ekki
likamlega. Henni likaöi vel sú
breyting þvi aö þetta var ágætur
skóli. Inntökuprófiö var mjög
erfitt, sagði hún mér. Systur
hennar tókst lika aö standast
prófiö og hún var I sama bekk.
Skólinn var einvöröungu fyrir
stúlkur.
„Ég lenti aldrei i neinum erfiö-
leikum þar. Ég var efst i bekkn-
um og mér llkaði vel viö kennara
mína. Og samt, eftir aö ég byrjaði
I þessum skóla, fór ég aö kunna
mjög illa viö mig. Ég veit ekki...”
Hún virtist gefa hugrenningum
sinum lausan tauminn og hug-
leiddi um stund hversvegna hún
haföi fariö aö kunna svona illa viö
sig i skólanum sem henni haföi
falliö svo vel viö um tima. Hún
hugsaöi sig um smá stund, svo
sagöi hún mér: „Ég man aö
móöir min fór aö segja okkur
skömmu eftir aö viö vorum byri-
aöar i skólanum hversu mjög
henni mislfkaöi viö fööur okkar
Hún sagöi aö ef viö heföum ekki
veriö haföi hún skiliö viö hann. Ég
held þaö hljóti aö hafa veriö eitt-
hvaöisambandi viö kynlif þeirra.
Og svo var hann léleg fyrirvinna
og haföi alltaf litiö af peningum...
allt aö einu vissi ég að þeim kom
illa saman, og ég hugsa aö vit-
neskja min um hvernig ástatt var
meö foreldra okkar hafi valdiö
mér öryggisleysi”.
Ég hugfesti aö þetta myndi
hafa verið önnur tilfinning sem
jók enn meira á frumkvföann sem
þegar var oröinn fram úr hófi
mikill.
Þar eö timi okkar var á þrotum
i fyrsta viötalinu ræddum viö til-
högun samstarfsins og greiöslu-
fyrirkomulag. Hún óskaði aö
koma þrisvar i viku og innan
fárra daga hafði mér tekist aö
koma henni fyrir á þeim timum
sem ég haföi til ráöstöfunar.
Einkenni hins mikla frumkviöa
og öryggisleysis hennar voru
áberandi. En ég veitti einnig
athygli styrkleika lundarfars
hennar og góöri getu til aö taka
virkan þátt i samstarfi sem gæti
bætt sálarstriöiö og til aö geta
haldiö uppi opinskarri frásögn og
litt þvinguöum hugrenningum.
Hún haföi þó ekki áöur notið
sállækninga og haföi ekki heldur
haft áhuga á þvi aö lesa neitt eöa
fræöast um þær. Þaö var þvi
óvenju fersk upplifun fyrir mig aö
vinna þannig meö henni. Mér
fannst hún vera alúöleg, greind
og skemmtileg, og ég bjóst viö þvi
aö henni myndi vegna vel I sál-
könnun.
Um þaö fáum viö væntanlega
aö heyra betur á næstunni.
1. Carol Kaufman, Henry Brune-
baum, Betram Cohler og Enid
Gamer.
Flugnæm börn: Greind börn, geö-
veikra mæöra.
The American Journal of
Psychiatry. Nóvember 1979. 1398.
Amerísk
baggafæribönd
★ Létt, sterk ★ Létt, en sterk bagga-
færibönd ★ Grunneiningar
5 — 12 m ★ Viðbótar-
einingar: 1, 2 og
2,4 m
★ Hagstætt verð
y ÁRMOLA11
Sænsk hjó/ eru annáluð fyrir gæði
60
AR
1920-1980
SKEPPSHULT CYKLAR
Einu
sænsku
hjólin
hér á
markaðnum
Sannleikurinn er sa aö öll hjól eru lik að útliti: tvö hjól, söðull, stýri,
bögglaberi og pedalar.
Fljótt á litið virðist það einungis vera liturinn sem gerir greinarmuninn.
Það er þvi skiljanlegt að hjól sé valið eftir litnum og nafn framleiðandans
gleymist.
Það er miður, þvi meira býr á bak við nafnið en menn grunar.SKEPPS-
HULT hjólin frá SAMUELSSON eru sænsk gæðahjól, sköpuð fyrir
islenskar aðstæður, þvi þau eru sterk og byggð á áratuga reynslu.
Karlmannshjól og kvenmannshjól, tvær stærðir,
gíralaus og með gírum
Vönduð hjói fyrir vandláta kaupendur
Hagvís
Box 85, Garöabæ
j-— __ ___
Vinsamlega sendiö mér litmyndabækling
meö upplýsingum um SKEPPSHULT hjólin.
| Nafn
simi 41068
kl. 9-12 og 5-7
Heimili
Sendum i póstkröfu hvert á iand sem er
Egebjerg - BAGGAVAG NINN
★ Belgvíð dekk
★ Tvær stærðir, 140 og 90 bagga
★ Ýmsir fylgihlutir fáanlegir
★ Stórkostleg verð/ækkun
★ A annað hundrað Egebjerg-bagga-
vagnar eru nú þegar seldir
AÐALUMBOÐ:
Röskva h.f.
Ólafsvöllum
Skeiðum
S 99-6541
91-84020
Söluumboð:
Dragi s.f.
Fjölnisgötu 2A
Akureyri
S 96-22466