Tíminn - 22.05.1981, Qupperneq 8

Tíminn - 22.05.1981, Qupperneq 8
8 Föstudagur 22. maí 1981 Ífcflfl® utgefandj: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiflslustjóri: Sig- urflur Brýnjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ölafsson. Frettastjóri: Páll Magnússon. Umsónarmaflur Helgar-Timans: lllugi Jökuls- son. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Tim- inn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (þingfréttir), Jónas Guð- mundsson, Kjartan Jónasson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (íþróttir). Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson. Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 4.00 . Áskriftargjaldá mánuði: kr. 70.00—Prentun: Blaðaprent h.f. Davíð og Albert ■ Sá atburður gerðist i borgarráði Reykjavikur siðastl. þriðjudag, að Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði i tvennt, þegar valinn var forstjóri fyrir Bæjarútgerð Reykjavikur. Borgarráð og borgar- stjórn Reykjavikur hafa verið þær stofnanir, þar sem samheldni Sjálfstæðismanna hefur reynzt mest frá upphafi. Nú er augljós klofningur flokksins einnig orðinn staðreynd þar. Deilan um Gunnar og Geir er þessu alveg óvið- komandi. Þetta er aðeins eitt dæmið um það, að Sjálfstæðisflokkurinn getur hvergi verið óklofinn, ekki einu sinni i hinu gamla vigi sinu, borgarráði og borgarstjórn Reykjavikur. Sjálfstæðisflokkurinn valdi sér nýjan forustu- mann i borgarstjórninni á siðastliðnu sumri. Birgir ísleifur Gunnarsson afsalaði sér forust- unni þar, enda mun hann hafa fundið, að hann hefði ekki nægilegt traust flokksbræðra sinna þar. Jafnframt lýsti ólafur B. Thors yfir þvi, að hann ætlaði að hætta i borgarstjórninni. Þannig gengu i einu lagi úr leik þeir forustu- menn Sjálfstæðisflokksins, sem mest höfðu verið á oddinum i borgarstjórn Reykjavikur. Enginn þeirra, sem eftir var i borgarstjórnarliðinu, þótti vænlegur til forustu. Það dugði þó ekki, að flokk- urinn væri forustulaus. Eftir nokkurt þóf, féll val- ið á Davið Oddsson. Valið mun hafa fallið á Davið ekki sizt vegna þess, að hann hafði á siðasta landsfundi boðið sig fram i varaformannsstöðuna gegn Gunnari Thor- oddsen, en gert það i óþökk Geirs Hallgrims- sonar, sem hafði ætlað Matthiasi Bjarnasyni hnossið. Það verður að segja um forustu Daviðs, að hún hefur ekki vakið hrifningu. Réttasta lýsingin mun sú, að hann hafi hvorki staðið sig vel eða illa, enda reynslutimi ekki langur. Sú skoðun mun þó hafa myndazt innan Sjálf- stæðisflokksins, að hann sé ekki sigurværdegt borgarstjóraefni. Þetta hefur ekki fallið illa áköfustu fylgismönn- um Gunnars og Geirs, sem enn muna Davið óþægðina á landsfundinum. Þrátt fyrir allt sundurlyndi þeirra, fóru þeir að ræða um, hvort þeir gætu ekki komið sér saman um nýtt borgar- stjóraefni. Báðir fengu fljótt augastað á Albert Guðmundssyni. Geirsmenn sáu þann kost við framboð Alberts i borgarstjórastöðuna, að hann myndi hverfa af þingi, ef hann yrði borgarstjóri. Albert reyndist nokkuð tregur i fyrstu, enda stefnir hugur hans hærra. Nokkurt lát mun þó hafa orðið á honum i seinni tið. Á fundi borgarráðs nú i vikunni lét hann til skarar skriða. Davið Oddsson bar sem forustu- maður flokksins fram tillögu um ákveðinn mann i forstjórastarfið. Albert Guðmundsson hafði það að engu og kaus annan mann. Borgarbúar munu næstu mánuði verða áhorf- endur og áheyrendur að auknum átökum milli þeirra Daviðs og Alberts. A.m.k. eins og staðan er nú, ætlar Davið ekki að gefast upp, heldur telja sér til gildis, að hann hafi bæði Geir og Gunnar á móti sér. Þ.Þ. ______j'ímimn:________ á vettvangi dagsins NÁTTFARINAM LAND Á LÖG- LEGAN HATT eftir Karl Sæmundarson, Ölfusborgum ■ 1 Byggða-Timanum þann 18. mars sl. er grein um Húsavik. Umsjónarmaður þessa blaðs er Halldór Valdimarsson og verð ég að álita hann höfund greinarinnar þar sem annar er ekki nefndur. þetta er liðlega skrifuð grein að minu viti og lýsir mannlifi og menningu Húsvikinga á skemmtilegan hátt. Má ætla að lesendur verði nokkurs visari um framvindu mála á vetursetustað Garðars Svavarssonar og hans fólks. Ein er þó sú málsgrein i skrifi þessu sem ég er ekki ánægður með. Þar stendur meðal annars, eftir að sagt er frá skála Garöars og vetursetu: „Þræll hans (Garðars) Náttfari tengdist þó staðnum traustari böndum, þvi hann tók sér bólfestu þar i grennd eins og örnefnið Náttfaravik ber með sér”. Þetta er ósköp mein- leysisleg setning, en vekur þó i minum huga tvær spurningar. Náttfari ekki þræll Ég ætla að heimildir um Garðar og Náttfara, þær sem stuðst hefur verið við, séu Land- námabók. Einnig er þeirra getið i Reykdælasögu og ef til vill viðar. Hvergi hefi ég lesið að Náttfari hafi verið talinn þræll. Ekki heldur að hann hafi „tekið sér bólfestu i Náttfaravik”. Gaman þætti mér að fá að sjá svart á hvitu hvaðan heimildir um hið gagnstæða eru fengnar. í Landnámabók. bls. 25 (min bók) þar sem sagt er frá vetur- setu Garðars Svavarssonar: „Hann var um vetur einn norður i Húsavik á Skjálfanda og gerði sér þar hús. En um vorið er hann var búinn til hafs sleit frá honum mann á báti er hét Náttfari og þræll og ambátt. Hann byggði þar siðan er heitir Náttfaravik”. Þarna segir nú berum orðum aö Náttfari var ekki talinn þræll eins og orðalagið ber vitni. Það er tekið fram að með honum á bátn- um hafi verið þræll og ambátt. Ef Náttfari hefði verið ófrjáls maður er liklegt að skrifað hafi verið um tvo þræla og ambátt, allavega hefði þá veriö öðruvisi frá sagt. I Landnámabók bls. 168-169 er sagt frá landnámi Eyvindar Þor- steinssonar. Þar stendur: „Ey- vindur kom i Húsavik skipi sinu og nam Reykjadal uppfrá Vest- mannsvatni. Hann bjó að Helga- stöðum og er þar heygður. Nátt- fari er með Garðari hafði farið eignaði sér áður Reykjadal og hafði merkt sér viðum, en Ey- vindur rak hann á braut og lét hann hafa Náttfaravik”. Hvergi stendur þarna að Náttfari hafi verið þræll. Afturámóti segir að hann hafi „merkt á viðum”, með öðrum orðum numið land á lög- legan hátt. Nauðugur i Náttfaravik í Reykdælasögu og Viga-Skútu bls. 179 segir frá Eyvindi og land- námi hans, siðan orðrétt: „Nátt- fari sá er Garðari hafði út fylgt, hafði eignað sér Reykjadal áður og markað til að viði, hversu vitt skyldi eiga. En er Eyvindur fann hann, gerði hann honum tvo kosti, að hann skyldi eiga Náttfaravik, ella alls ekki. Þangað fór Nátt- fari”. Enn má lesa að Náttfari var ekki þræll. Hefði svo verið er liklegt að Eyvindur hefði ekki menningarmál KJARVALSSTAÐIR STEINUNN MARTEINSDÓTTIR Myndskreytingar og keramik 16.-31. mai 1981 Leirkerasmiði ■ Einn öruggasti vegvisir forn- fræöinnar i vissum heimshlutum eru leirker, leirbrot úr búsáhöld- um eða skrautmunum, þvi af þeim er sagan lesin og menningarstigið mælt, með sama hættiog Flatartungufjalir, naglar og kuml rekja islenska sögu, aðra en þá sem varðveist hafði á bók- um. Þvi miður glopruðu norrænir menn niður leirkerasmiði, og höfðu gjört það áður en Island byggðist. Höfðu Islendingar þvi ekki neina hentisemi af leirnum, hvorki til skrauts, eða sem vatns- held ilát og engin fornsaga er sögðmeðleir, nema ef vera kynni i einhverjum leirburði kvæða- gerðarmanna. Leirkerasmiðir hér á landi hafa þvi við ekkert að styðjast og hafa orðið að búa til myndheim sinn sjálfir, öndvert við það sem er hjá þeim þjóðum, þar sem keramik, ■ Steinunn Marteinsdóttir ásamt nokkrum verka sinna á sýningunni. Keramik á Kjarvalsstöðum eða leirmunagerð hefur verið stunduð i árþúsundir. Hér var i upphafi gerður nokkur munur á búsáhöldum og skrautmunum unnum úr leir. Sú skipting er enn ifullu gildi og mun leirmunagerð hafa verið stunduð hér á landi i a.m.k. hálfa öld sem iðngrein. En þótt örðugt sé að setja hin svonefndu listrænu mörk, eru það eigi ófáir hér á landi, sem stunda leirmunagerö sem listiðnað og i þeirra hópi er Steinunn Marteins- dóttir i Hulduhólum. Steinunn Marteinsdóttir Steinunn Marteinsdóttir hefur verið ötull leirmunasmiður i mörg ár. Hún á til listrænna að telja, en foreldrar hennar voru þau Marteinn höggmyndasmiður Guðmundsson og Kristin Bjarna- dóttir, Sæmundssonar dr. phil fiskifræðings, en þau hjón eru nú bæði látin. Steinunn stundaði nám i Handiða- og myndlistarskólan- um, en fór að þvi loknu til Vestur- Berlinar, svona i þann mund er steinsmiðir Stalins voru að loka augunum á sinum parti af Berlin með Berlinarmúrnum. Þarna var Steinunn viðnám frá 1956-1960, er hún stofnaði keramikverkstæði i Reykjavik, en það rekur hún nú i Hulduhólum i Mosfellssveit. Segja má að Steinunn Mar- teinsdóttir hafi orðið fræg fyrir sýningu á keramik, sem hún hélt á Kjarvalsstöðum árið 1975, þvi hún gjörir undursamlega fagra muni, sem eru listrænir i formi og lit. Þessi sýning er ef til vill smærri i sniðum, en á henni eru rúmlega hundrað munir. Munaður einn verður sumt að teljast, en svo eru vasar, skálar og bakkar, ker, púnsglös og aðrir smámunir. Þetta er steinleir, leir og postu- lin efnislega, en i annan máta eru þetta kjörgripir, unnir af vand- virkni, dirfsku og hugrekki — Það er gott fyrir vorið að fá svolitið góöviðri, sagði gömul kona við mig á hlaðinu fyrir utan og það hygg ég að svona sýning sé einn- ig-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.