Tíminn - 22.05.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.05.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. mai 1981 11 Dagskrá hljóðvarps og sjónvarps VATK A MYLLU HINNA FJOL- MÖRGU KARLREMBUSVÍNA. ’ ■ Alltaf er ég hrifin af leik Jo- anne Woodward, og hún brást mér svo sannarlega ekki i kvik- mynd sjönvarpsins sl. föstu- dagskvöld, og Martin Balsam i hlutverki eiginmanns hennar stóö henni alveg jafnfætis i leik sinum. Myndin þótti mér fjalla á trú- verðugan hátt um raunir þess að verða miðaldra og horfa á lif- ið liða hjá, án þess að vita i raun, hverju maður hefur áork- að eða afkastað. Þá er eins og rik tilhneiging sé i fólki að rig- halda i liðna tið, upplifa æsku sina aftur og aftur, þar til slik upplifun verður að þráhyggju, án þess að maður fái við nokkuö ráðið. Það var hreint ekki svo óraunveruleg lausn á vanda Ritu i myndinni að komast aö þvi að maður hennar átti einnig við sina fortiðardrauga ramma glimu, og þegar hann komst i nána snertingu við þá i Frakk- landi, þar sem hann endurlifði striðshörmungarnar og þau ódæði sem hann hafði drýgt þar i nafni striðsins, þá kemst hún að þvi að hún er lika aflögufær, og getur miðlað og deilt með ástvini sinum, án þess aö þurfa stöðugt að velta sér upp úr loft- kastaladraumum fortiðarinnar. íhaldssamt, breskt þema i mánudagsleik- ritinu Breska sjónvarpsleikritið á mánudagskvöldið ,,Nú er það of seint” var ekki beinlinis frum- legt, þvi hið ihaldssama og að minu mati úrelta þema, að hin eina sanna lifsfylling konunnar sé að ala, og ala upp, börn, var rauði þráðurinn i leikritinu. Þaö var rækilega undirstrikað i efnismeðferðinni, að hugmynd sú, sem kom upp um það að hin iðjulausa, auðuga, unga frú færi út að vinna, til þess að leita sér fjölmörgu karlrembusvina, sem þrifast jú hvar sem er. Tviburaþátturinn góður Kanadamenn gera oft ■ „Myndin þótti mér fjalla á trúveröugan hátt um raunir þess að verða miðaldra og horfa á lifið líða hjá...” lifsfyllingar i annars innihalds- lausu lifi, var aðeins næstbesta hugmyndin. Þetta leikrit hefur sjálfsagt verkað sem vatn á myllu hinna skemmtilega fræðsluþætti, og finnst mér ,,The Nature of Things” falla undir þá skil- greiningu. Það er alltaf forvitni- legt efni að læra um eðli manns- ins, erfðir og áhrif uppeldis. Það kom vel i ljós i þessum seinni hluta um tvibura, og þá sérstak- lega um eineggja tvibura, að þeir geta komið visindamönn- um sem rannsaka erfðir, erfða- áhrif, litninga, ytri og innri gerð likamans að mjög svo góðum notum, og auðveldað þeim að komast að niðurstöðum i rann- sóknum sinum. Sérlega góður þáttur ,,Á hljóðbergi” Mér fannst það hreinasta skemmtun að hlýöa á Skotann Charles Brooks lesa skosku fornkvæðin i þættinum ,,A hljóð- bergi” á þriöjudagskvöldið. Þessi þáttur bar nafniö ,,Hvi löðrar svo blóðugur brandur þinn” sem er upphafssetning eins ljóðanna i frábærri þýðingu Jóns Helgasonar. Tek ég undir þau ummæli Björns Th. Björns- sonar, sem hann viðhafði i þættinum, að þaö er hörmulegt að hljóðupptökur með upplestri Jóns Helgasonar á eigin þýðing- um séu útvarpinu meö öllu glataðar. Upplestur Brooks var alveg dæmalaust góður, hrynj- andin falleg, fornt og fallega kveðið að orðum, þannig að skoska málið fékk nýtt lif i min- um augum. Þessi framburður og þetta mál, var að minu mati ólikt hljómfegurra en nútima- mál Skotanna. Páll Heiðar fái sér hóstamixtúru Mikinn greiöa myndi hann Páll Heiðar gera sér og þeim landsmönnum, sem hlusta á Morgunpóstinn, ef hann fengi sér nú krassandi hóstamixtúru. Það er öldungis óþolandi að hlusta á hann ræskja sig og hósta hástöfum beint i hljóð- nemann á hverjum morgni. Annað atriöi, sem mér finnst aöfinnsluvert hjá þeim Morgun- póstsmönnum, er framsögn og lestur. Það er eins og blessaðir mennirnir hafi nú siðustu daga, fengið þá hugmynd um fram- sögn, að þeim mun hraðari og þvoglumæltari sem hún væri, þeim mun betri væri hún. Mér hefur siðustu morgna dottið i hug gamla barnaskólamartröö- in, þegar lestrarpróf nálguðust. Þá var ekki spurt um hversu skirmæltur og vel máli farinn nemandinn var, heldur gilti þaö að komast yfir ákveðinn orða- fjölda á minútu. En þeim er kannski vorkunn þarna i Morgunpóstinum. Komin er þreyta i þáttinn, enda verður brátt sá 500. fluttur, og svo fá þeir fri. — A.B. Agnes Bragadóttir, bladamadur, skrifar um dagskrá rikisfjöl- midlanna i liðinni viku Dagskrá sjónvarps vikuna 24. til 30. maí 1981 sjonvarp Sunnudagur 24. mai 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Halldór Gröndal, sókn- arprestur I Grensáspresta- kalli, flytur hugvekjuna. 18.10 Barbapabbi. Tveir þætt- ir, annar endursýndur og hinn frumsýndur. Þýöandi Ragna Ragnars. Sögumaö- ur Guðni Kolbeinsson. 18.20. ,,Og þá var kátt I höll- inni Finnsk teiknisaga. A þjóðhátiðardaginn býður forsetinn vinum sinum til veislu, meðal annarra b jarnarf jölskyldunni i Bjarnarskógi. Þýðandi og sögumaður Guðni Kolbeins- son. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 18.40 Svona eru skór saumaö- ir.Mynd um skósmið i Aur- landi I Sogni, sem gerir skó með gamalli aðferö. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 18.55 Lærið aö syngja.Sjötti og siöasti þáttur. Efnisskráin. Þýðandi og þulur Bogi Arn- ar Finnbogason. 19.20 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Gömul verstöö undir Jökli. Jóhann Hjálmarsson les kvæði úr ljóðabók sinni, Dagbók borgaralegs skálds. 21.00 Karlotta Löwenskjöld og Anna Svard.Fimmti og sið- asti þáttur. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvisi- on — Sænska sjónvarpiö) 21.55 Tónlistarmenn. Gunnar Kvaran sellóleikari. Egill Friöleifsson kynnir Gunnar og ræðir við hann. Stjórn upptöku Viöar Vikingsson. 22.35. Dagskrárlok. Mánudagur 25. mai 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Múminálfarnir Þriðji þáttur endursýndur. Þýð- andi Hallveig Thorlacius. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. 20.45 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.20 Stina Leikrit frá Þýska alþýðulýðveldinu, byggt á skáldsögu eftir Theodor Fontane. Sagan gerist á sið- ari hluta nitjándu aldar og fjallar um ástir Stinu, stúlku af alþýðustétt, og Valdimars, pilts af góðum ættum. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 23.10 Dagskrárlok Þriðjudagur 26. mai 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sögur úr sirkus Tékk- nesk teiknimynd. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. Sögu- maður Július Brjánsson. 20.45 Litið á gamlar ljósmynd- irTólfti og næstsíðasti þátt- ur. Myndavélar og málara- penslar Þýðandi Guðni Kol- beinsson. Þulur Hallmar Sigurðsson. 21.20 Úr læöingi Tólfti og sið- asti þáttur. Efni ellefta þáttar: Bill Becky Royce er sprengdur i loft upp, en eng- an sakar. Jo Hathaway ját- ar fyrir Sam, að Becky hafi beðið sig að bjóða Scott hótunarbréf til sölu fyrir hönd einhvers ókunns vinar. Sam ákveður að hræða Scott til að leysa frá skjóðunni með þvi að segja honum, að Isabella Black hafi látist á spitaia af völdum áverka, sem Scott hafi veitt henni. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 21.50 Stefna Miltons Fried- mans og reynslan af henni Umræður i kjölfar þátta Friedmans, „Frelsi til að velja”. Ogmundur Jónasson fréttamaður stýrir viðræð- um tveggja hagfræðinga. 22.40 Dagskrárlok Miðvikudagur 27. mai 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Tommi og Jenni 20.45 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaður Sigurður H. Richter 21.25 Dallas Bandariskur myndaflokkur. Fjóröi þátt- ur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.20 Varúð á vinnustaöBresk fræðslumynd um verndun öndunarfæra. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.30 Dagskrárlok Föstudagur 29. mai 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni 20.50 Skonrok(k) Þorgeir Ast- valdsson kynnir vinsæl dægurlög. 21.20 Dagar í Póllandi Ný, sænsk heimildamynd um daglegt lif almennings i Pól- landi. Þýðandi Jón Gunnarsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.20 Auga fyrir auga (Banyon) Bandarisk sjón- varpsmynd frá árinu 1971. Leikstjóri Robert Day. Aöalhlutverk Robert Forst- er, José Ferrer, Darren Mc- Gavin og Herb Edelman. Sagan gerist árið 1937. Banyon einkalögreglumaö- ur kemst i bobba, þegar stúlka er skotin til bana á skrifstofu hans með skammbyssu hans. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.55 Dagskrárlok Laugardagur 30. mai 16.30 iþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 18.30 Einu sinni var Sjötti þáttur. Þýöandi Ólöf Pétursdóttir. Sögumaður Þórhallur Sigurösson. 18.55 Enska knattspyrnan 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Lööur Gamanmynda- flokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Alan Price Tónlistar- þáttur með Alan Price. Meðal annars er brugöið upp myndum frá tónleikum, sem hann hélt I Manchester. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 21.50 J.W. Coop Bandarisk biómynd frá árinu 1971. Höfundur handrits og leik- stjóri er Cliff Robertson, sem leikur jafnframt aðal- hlutverk ásamt Christina Ferrare og Geraldina Page. J.W. Coop er látinn laus eft- ir að hafa afplánaö tiu ára fangelsisdóm. Hann var at- vinnumaður i kúrekaiþrótt- um, áður en hann hlaut dóm, og nú tekur hann upp þráðinn að nýju. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.