Tíminn - 22.05.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.05.1981, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. maf 1981 9 „Sagan virðist hafa verið skrifuð af svokölluðum höfð- ingjum, þeim sem með völdin fóru, og útlistun hennar borið aðsama brunni fram á þennan dag. Það hefur alltaf verið munur á Jóni og séra Jóni á íslandi. gert honum annan kost en dauð- ann. Þarna segir lika aö Náttfari nam land á löglegan hátt. Þetta eru minar heimildir um þennan kjarkmikla mann. Aldrei hefur það flögrað að mér að bát- inn hafi slitið frá skipinu i vor- logninu á Húsavik, heldur hitt að þau skötuhjúin hafi laumað i hann vistum og róið á vit hins nýja lands þegar aðrir sváfu. Af þess- um heimildum má sjá að Náttfari var hrakinn úr landnámi sinu með ofbeldi og þvi tók hann sér ekki bólfestu i Náttfaravik, heldur var settur þar niður nauð- ugur. Hraksmánarleg með- ferð Oft er talað og ritað um það furðulega fyrirbæri að við fslendingar kunnum betri skil á sögu okkar frá upphafi skipulegr- ar byggðar i landinu en aðrar þjóðir. Þó er það svo að ærið margt mun missagt i þeim fræð- um. Sagan virðist hafa verið skrifuð af svokölluðum höfðingj- um, þeim sem með völdin fóru, og útlistun hennar borið að sama brunni fram á þennan dag. Það hefur alltaf verið munur á Jóni og séra Jóni á Islandi. Gott dæmi um það er sú hraksmánarlega með- ferð sem Náttfari hefur mátt þola. Ekki hefi ég setið það lengi á skólabekk að hætta hafi verið á að i þeim kviknaði. Þó hefir mér all- oft verið gert að nefna fyrsta landnámsmanninn og segja deili á honum. Aldrei hefur flögrað að mér að nefna Ingólf i Reykjavik i það sæti. Það hefi ég ekki gert af fordild heldur réttlætiskennd, enda gengið þverrt á það sem mér var innrætt i uppeldinu. Mér hefur alltaf fundist Nátt- fari eiga þennan heiðurssess. Það þykir mér og athygli vert að þótt ég nefndi Náttfara var svar mitt alltaf talið rétt. Mætti ætla að þeir kennarar sem spurðu hafi ekki verið að hygla umkomulitlum unglingi með þessari einkunnagjöf, heldur hitt að þeir hafi ekki verið trúaðir á söguskýringuna þegar hjörtun og nýrun höfðu verið rannsökuð. Misvitrir sagnaritarar Ég er fæddur og alinn upp i landnámi Flóka Vilgerðarsonar, Flókadal i Fljótum. Hann hefur svo sem Náttfari orðiö fyrir barð- inu á misvitrum sagnariturum. Festi hann slika ást á þessu landi, sem hafði þó kostað hann bú- slóðarmissi i fyrstunni, að ekki kom annað til greina en að gera aðra tilraun til búsetu. Það tókst honum. Hver gæti nú Imyndað ser nverju hann þurfti til að kosta og hvað hann varð á sig að leggja til þess að geta komið aftur. Hann var aldrei orðaður við mannvig eða illindi eftir að hann kom i Flókadalinn. Það er liklega þess- vegna sem hans er ekki framar getið i sögunni. Þingeyingar mættu vel taka svari fyrsta landnámsmanns sins og allrar þjóðarinnar. Þeir eru kunnir að harðfylgi. Þeir hafa jafnvel beitt hörðu til að verjast ranglæti. Náttfari hefur að likindum orö- ið kynsæll, og þvi liklegt að hans blóð renni ennþá i æðum Þingey- inga. ÁRNESINGAR í ÁSMUNDARSAL ASMUNDARSALUR Samsýning 16. -24. mai 1981 Páll S. Pálsson Elfar G. Þórðarson Páll isaksson ÁRNESINGAR OG MYNDLISTIN ■ Myndlistin nýtur vaxandi vin- sælda, en allt fram á seinustu ár, hefur höfuðborgarsvæðið verið svo til eitt um hituna, þótt staðar- málarar séu viða i bæjum og þorpum og séu enn. Þó er þetta liklega eitthvað að breytast, þvi einhver sagði mér að um 60% af myndlistarnemumá Myndlista- og handiðaskólanum væru utanbæjarmenn, komnir þangað úr öllum landshornum til að læra list, eða nýlist. En við það eitt situr ekki, all- viða úti á landi sinna menn mynd- list, þannig að umtalsvert má teljast og viða eru, nú orðið, þokkaleg listasöfn i bæjum og þorpum, og allt vekur þetta og örvar til dáða. Það er þó ekki mjög oft að menn utan af landi komi til Reykjavikur til að halda samsýn- ingar, en nú hafa þrir ungir menn, tveir frá Stokkseyri og einn frá Selfossi, lagt yfir Hellis- heiði og sýna nú myndir i Ás- mundarsal, en alls eru þeir með 45 myndir i fórum sinum. Þetta er áhugavert framtak, og rétt að minna á, að frá þeirra heimaslóðum hafa alist upp og slitið barnsskónum margir af okkar þekktustu myndlistar- mönnum, eða rekja þangað ættir sinar, þótt lifsstarfið væri unnið á öðrum stað. Myndiistarféiag Suður- lands Þeir þrir, sem nú sýna i As- mundarsal eru félagar i Mynd- listarfélagi Suðurlands, sem mun tiltölulega ný samtök, en i félag- inu munu nú vera um 30 manns, og þegar þess er gætt að ekki eru allir sem fást við mynðlist fyrir austan fjall i þvi félagi, verður ekki annað sagt en að þetta sé álitlegur hópur. Hélt félagið samsýningu á Listasafninu á Selfossi um pásk- ana og var hún ágætlega sótt. Þeir félagar beita margvislegri tækni i myndum sinum. Páll S. Pálsson er með klippimyndir, tússmyndir og myndir úr grjóti og oliu. Elfar G. Þórðarson málar með oliu og vatnslitum, en er auk þess með pastelmyndir, og Páll Isaks- son heldur sig nær einvörðungu við kritina, eða pastel, en er þó með eina tússmynd. Nú,um myndirnar er það að segja, að þær eru æði misjafnar að gæðum og sem heild falla þær ekki vel hver að annarri. En þó má sjá ágætar myndir hjá öllum þessum þrem mönnum, oger ekki minnsti vafi á að þeim er nokkur sómi af suðurgöngunni. Sýningunni lýkur á sunnudags- kvöld og er opin á venjulegum sýningartima. Jónas Guð- mundsson rit- höfundur skrifar um myndlist. ® Páll S. Pálsson, Elfar G. Þórðarson og Páll tsaksson á sýningunni I Ásmundarsal. á þingpalli Saltframleiðsla á Reykjanesi Rasað um ráð fram f verk- smiðjumálum? „Við viljum þó með lög- formlegum hætti, eins og bráðabirgðaákvæðið tekur til, fryggja það að ekki verði ráð- ist i þetta tiltæki nema að af- urðum verksmiðjunnar verði komið i viðunandi verð. Við viljum tryggja að svo verði staðið að málum að það verði ekki anað út i einhverja óvissu.” Þannig fórust Davið Aðal- steinssyni orð i byrjun vikunn- ar þegar hann mælti fyrir sameiginlegu nefndaráliti iðn- aðarnefndar efri deildar: Málefnið var frumvarp rikis- stjórnarinnar um sjóefna- vinnslu. Fram kom hjá Davið, og fleiri þingmönnum, að óvist er um rekstrargrundvöll og sölumöguleika verksmiðju, sem framleiddi 40 þúsund tonn af fisksalti. Eins og fram kem- ur i tilvitnuðu orðunum hér að ofan, vildi iðnaðarnefnd slá varnagla i frumvarpið og fá inn bráðabirgðaákvæði um að þátttaka rikisins i sllkri verk- smiðju skyldi óheimil „fyrr en tilboða hefði verið aflaö I sölu afurða”. Er Alþingi á góðri leið með að leggja fjármuni almenn- ings i þrjár ævintýraverk- smiðjur? Til viðbótar við sjó- efnavinnslu er nú fjallað um þátttöku rikisins i Steinullar- verksmiðju og Stálbræðslu. Þessari eða svipuðum spurn- ingum hafa þingmenn varpað fram nú siðustu daga. Vil- mundi Gylfasyni varð tiðrætt um Kröflu og ævintýrið i kringum hana þegar hann ræddi sjóefnavinnsluna i neðri deild. Þingmenn standa i góðri trú um ágæti verksmiðjunnar sagði hann, en mörg atriði eru vægast sagt óljós. Er þvi áhættan með fjármuni al- mennings ekki of mikil? Svipaðar athugasemdir hafði Stefán Jónsson fram að færa um Steinullarverksmiðj- una, iefrideild. Hann kvað of litinn tima hafa gefist til að at- huga frumvarpiö, og mörg atriði þyrfti að upplýsa betur. Vissulega hafa þessi verk- smiðjumál ekki legið i langan tima fyrir Alþingi. Hins vegar ber þess að geta að forsaga t.d. sjóefnavinnslunnar nær allt aftur til ársins 1954. Stál- bræðslan hefur verið i undir- búningi siðan 1970, og Steinull- arverksmiðjan komst þegar alvarlega á dagskrá árið 1973. Hér er þvi ekkert flan á ferð- um. Samt efast þingmenn, og jafnvel ráðgjafastofnun eins og Þjóðhagsstofnun, enn um lifsgrundvelli þessara verk- smiðja. Nægi ekki aöfaratim- ar á borð viö þá sem þær hafa fengið til að komast að niður- stöðu, mættu hugmyndir um skyndibyggingu orkufrekra fyrirtækja skoðast i þvi ljósi. Við afgreiðslu verksmiðju- frumvarpanna reynir Alþingi að fara varfærnislega i ráð- stöfun rikisfjármuna. Þeim er þó varið beint til atvinnuupp- byggingar . Guðmundar G. Þórarinsson benti á það að bygging 8 þúsund tonna byrj- unaráfanga sjóefnavinnslu væri rökrétt framhald á til- rauna- og þróunarstarfsemi við saltframleiðslu á Reykja- nesi. Þessum áfanga væri ætl- að að afla markaða fyrir salt frá stærri verksmiðju. Þá væri sjóefnavinnslunni ætlað, sagði Guðmundur, að verða undir- staða fyrir mun umfangsmeiri efnaiðnað i landinu siðar. Lokatörnin Sú vika sem nú er að liða verður væntanlega siðasta þingvikan á þessu vori. Þing- lausnafundur er fyrirhugaður n.k. laugardag, kl. 11 f.h. Þessa siðustu daga hafa af- köst Alþingis veriö með ólik- indum. Listinn yfir afgreidd mál er alltof langur til að hann rúmist i þessum pistli. Hann verður birtur annars staðar i blaðinu. Þess skal aðeins getið að samþykkt frumvörp urðu alls 14 frá föstudegi til mánu- dags s.l., 14 þingsályktanir voru samþykktar á þriðjudag. Þá fór skattafrumvarpið i gegn. Til viðbótar urðu 6 frumvörp að lögum á mið- vikudag. Vegaáætlun hlaut þá staðfestingu. Verksmiðju og virkjana- málin verða vafalaust siðustu málin sem Alþingi afgreiöir á þessu þingi. Þ.e.a.s. ef þau ná svo langt að sinni. Jónas Guðmundsson blaðamaður skrifar i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.