Tíminn - 22.05.1981, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.05.1981, Blaðsíða 15
Föstudagur 22. mai 1981 15 fréttir Lést af völdum umferðarslyss ■ Enn eitt dauðsfall af völd- um umferðarslyss varð er Trausti Arnason, Kóngs- bakka 1 i Reykjavik, lést að- faranótt þriðjudags af völd- um áverka sem hann hlaut þann 6. þ.m. Þá varð Trausti heitinn fyrir bifreið á Brúna- vegi og hlaut mikil meiðsl. Trausti var 67 ára að aldri. Hann var ekkjumaður, en á sjö börn á lifi. AM 48 slösuðust til aprílloka í umferðinni ■ Samkvæmt bráðabirgða- skráningu umferöarslysa hafa 48 manns slasast i um- ferðinni i aprilmánuði, en ekkert dauðaslys er„ þar á meðal. Teljast 27 hafa hlotið meiri háttar meiðsli. Hafa þá 182 slasast i umferðinni fyrstu fjóra mánuði ársins, en 198 höfðu slasast á sama timabili i fyrra. Dauðaslys i umferðinni höfðu orðið 3 til loka aprilmánaðar, en voru orðin 8 i fyrra. Frysting nær fjórðungi minni en í fyrra ■ Góö eftirspurn er nú eftir frystum fiski i Bandarikjun- um, þannig að heita má að það sem er fryst fyrir þann mark- að sé nú afskipað jafn óðum, að þvi er fram kemur i Sam- bandsfréttum. Sagt er að afskipanir til Sov- étrikjanna hafi einnig gengið greiðlega. Birgðir af frystum fiskiihúsum Sambandsins séu þvi með allra minnsta móti. 1 frystihúsum Sambandsins nam frysting á bolfiski sam- tals 8.450 lestum frá áramót- um til 18. april s.l. sem er nær fjórðungi minna en á s.l. ári á sama tima. Bæði er þetta sagt stafa af minni afla, en einnig vegna þess að aukið hlutfall af bolfiski fari nú til saltfisks- og skreiðarverkunar. HEI mmning F. 9. nóvember 1966 D. 16. mai 1981. Það er stundum svo óskiljan- lega stutt á milli gleði og sorgar, lifs og dauða, að menn standa orðvana frammi fyrir þessari tor- ráðnu lifsgátu. Menn spyrja hvers vegna og til hvers, og þeim gengur oft erfiö- lega að finna viðunandi svör. Svona var okkur mörgum farið, kennurum og nemendum i Viði- staðaskóla, þegar við heyrðum þá hörmulegu fregn að einn úr hópi okkar, Guðráður Davið Braga- son, hefði lent i slysi og væri ekki lengur i tölu lifenda. Hann, þessi ljúfi og jákvæði félagi og vinur Kveðja frá kennurum og skólasystkinum í Víðistaðaskóla Guðráður Davíð Bragason væri horfinn á burt yfir móðuna miklu aðeins 14 ára að aldri. Þetta var svo ótrúlegt, — en þó samt sem áður bitur og misk- unnarlaus sannleikur. Guðráður eða Guffi eins og félagar hans kölluðu hann var horfinn úr þessum heimi. En eftir sat minningin um hugþekkan og glaðan félaga. Og það er hún sem eftir lifir i hugskoti okkar, þegar lengra liöur og sárasta sorgin sef- ast. Guðráður Davið Bragason var fæddur 9. nóvember 1966, sonur hjónanna Ernu Þorleifsdóttur og Braga Guðráðssonar. Hann ólst upp á góðu heimili foreldra sinna o"g naut ástúðar þeirra og um- hyggju. Þar undi hann sér vel með foreldrum sinum og systrum. Guðráður Davið hóf skólagöngu sina i Grindavik en flutti til Hafnarfjarðar með foreldrum sinum árið 1976 og hefur verið nemandi i Viðistaðaskóla siðan. Ekki kom Guðráður i Viði- istaðaskóla feginn og fagnandi, frjáls og léttur i spori, þegar hann lagði þangað leiö sina fyrst. Nei, þá var hann bæði kviðinn og vansæll, þvi að vini og kunningja hafði hann skilið eftir i Grindavik og þar var hugur hans allur. Hann vildi helst alls ekki koma i Viðistaðaskóla. En Guðráður vissi, að oft verö- ur maður að gera fleira en gott þykir. Og i skólann kom hann. Hann kynntist brátt skólasystkin- um og kennurum og ekki leið á löngu þar til hann var orðinn einn ihópnumgóðurog gegn skólaþegn i Viðistaðaskóla, hress og glaður drengur og góður félagi. Guðráður reyndist dagfars- prúður og jákvæður nemandi og bæði kennurum hans og skóla- félögum féll hann vel i geð og þótti vænt um hann. Námshestur var hann enginn, en hann seig á bæði i námi og kynningu eftir þvi sem timinn leið. Guðráður var dulur og hlé- drægur þar sem hann þekkti sig ekki, en hreinskiptinn og hjarta- hlýr, þegar menn og umhverfi höfðu öðlast trúnaö hans og traust. Og áhugamálum sinum sinnti hann hverju sinni af ein- lægni og áhuga. Nú stöndum viö frammi fyrir þvi að þurfa óvænt og óundirbúin að kveðja góðan dreng, nemanda og skólabróður, félaga og vin. Okkur er orðs vant, en við kveðj- um með þökk. Við, nemendur, kennarar og annað starfsfólk Viðistaðaskóla, þökkum Guðráöi margar sam- verustundir og gööar minningar um hann sem eftir lifa. Við biðj- um honum allrar blessunar og felum hann i forsjá þess sem öllu ræður. Foreldrum hans, systrum og systrabörnum, ömmum hans og öfum, svo og öllum öðrum vanda- mönnum hans og vinum, sendum við samúðarkveðjur og biðjum góöan guð að styrkja þau og styðja á sorgarstundu. Vertu svo blessaður og sæll Guðráður Davið, nú og ævinlega, og hafðu þökk fyrir allt. H.Z. Auglýsing um áburðarverð 1981 Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftir- talinna áburðartegunda er ákveðið þannig fyrir árið 1981: Við skipshlið á Afgreitt á bila ýmsum höfnum i Gufunesi umhverfis land Ammonium nitrat 34,5%N KR. 2.000,00 Kr. 2.025.00 Kjarni 33% N ” 1 .900,00 1.940,00 Magni 1 26% n * » 1.560,00 ” 1.600,00 Magni 2 20% N 1.360,00 ” 1.400,00 Græðir 114-18-18 ” 2.300,00 ” 2.340,00 Græðir 1A 12-19-19 * * 2.260,00 ” 2.300,00 Græðir 2 23-11-11 * * 2.160,00 ” 2.200,00 Græðir 3 20-14-14 * * 2.180,00 ” 2.220,00 Græðir 4 23-14-9 * » 2.260,00 ” 2.300,00 Græðir4A 23-14-9 + 28 » * 2.300,00 ” 2.340,00 Græöir 5 17-17-17 • • 2.220,00 ” 2.260,00 Græðir 6 20-10-10 + 4+ ÍS » * 2.120,00 ” 2.160,00 Græðir 7 20-12-8 + 4 +1S ” 2.160,00 ” 2.200,00 Græðir 8 18-9-14 + 4+ÍS 2.080,00 ” 2.120,00 N.P. 26-14 2.220,00 ” 2.260,00 N.P. 23-23 • • 2.480,00 ” 2.520,00 Þrlfostfat 45% P2O5 * » 1.940,00 ” 1.980,00 Kalíklóríö 60% K20 » » 1.340,00 ” 1.380,00 Kalisúlfat 50% K2o * » 1.660,00 ” 1.700,00 Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið i ofangreindu verði fyrir áburð kominn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og afhendingargjald er hinsvegar innifalið i ofangreindu verði fyrir áburð sem af- greiddur er á bila i Gufunesi. Áburðarverksmiðja ríkisins Umboðsmenn Tímans Vesturland Staöur: Nafn og heimili: Simi: Akranes: Guðmundur Björnsson, Jaðarsbraut 9, 93-1771 Borgarnes: Unnur Bergsveinsdóttir, Þórólfsgötu 12 93-7211 Rif: Snædis Kristinsdóttir, Háarifi 49 93-6629 Ólafsvik: Stefán Jóhann Sigurðsson, Engihlið 8 93-6234 Grundarf jörður: Jóhanna Gústafsdóttir, Fagurhólstúni 15 Stykkishólmur: Esther Hansen, Silfurgötu 17 93-8115 : Kaupfélag Norður-Þingeyinga Kópaskeri Kjötiðnaðarmaður Kf. N.-Þingeyinga óskar að ráða kjöt- iðnaðarmann til starfa, sem veita á for- stöðu væntanlegri kjötvinnslu kaupfélags- ins. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Ólafi Frið- rikssyni, kaupfélagsstjóra eða Baldvin Einarssyni, starfsmannastjóra Sam- bandsins fyrir 3. júni n.k., er veita nánari upplýsingar. Bændur Óska eftir sveita- piássi fyrir 12 ára dreng. Upplýsingar i sima 91-37087 Sænsk hjó! eru annáluð fyrir gæði SKEPPSHULT hjólin frá SAMUELSSON eru sænsk gæðahjól, sköpuð fyrir islenskar aðstæður, þvi þau eru sterk og byggð á áratuga reynslu. Karlmannshjól og kvenmannshjól, tvær stærðir, Hagvís Box 85, Garðabæ kl. 9-12 og 5-7 Sendum i póstkröfu hvert á land sem er

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.