Tíminn - 22.05.1981, Side 16
Föstudagur 22. maí 1981
16
cru grunnvara
^ Kaupfélagið
íbúð óskast
Starfandi þroskaþjálfi og læknanemi óska
eftir ibúð á leigu.
Upplýsingar i sima 77714
Verktakar —
Vinnuvélaeigendur
Seljum nýja og notaða varahluti i flestar
gerðir vinnuvéla og vörubifreiðar.
Einnig nýjar og notaðar vinnuvélar.
Seljum t.d. þessa viku
Cat D4 ps 1974
i toppstandi á mjög hagstæðu verði. Hafið
samband. Við erum ekki lengra frá yður
en næsta simatæki.
Tækjasalan h.f. Skemmuvegi 22 Kóp.
Simi 78210
HESTHÚS AÐ HÓLUM
í HJALTADAL
Tilboð óskast i byggingu hesthúss á
steyptum kjallara að Hólum í Hjaltadal.
Húsið er 321 ferm.
Verkinu skal lokið 15. október 1981.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 200.-
kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 9. júni 1981, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
íþróttir
Enn
tapar
karla-
liðið
Eins og kunnugt er þá
skoraði karlalandsliðið i golfi
á unglingalandsliðið i holu-
keppni og fór keppnin fram á
golfvellinum á Hvaleyrarholti
i fyrrakvöld.
Unglingalandsliðið sigraði
5-4 og fóru leikar þannig,
unglingaliðið talið upp á
undan:
Sveinn Sigurbergsson —
ÓskarSæmundsson 1-2
Sigurður Pétursson —
Július Júliusson 2-0
Magnús Jónsson —
Siguröur Hafsteinss. 0-1
Hilmar Björgvinsson —
Raenar Olafsson 2-1
Ásgeir Þórðarson —
Þorbjörn Kjærbú 1-0
Gylfi Kristinsson —
GeirSvansson 1-0
Sigurður Sigurðsson —
Jón H.Guðlaugsson 4-2
Héðinn Sigurðsson —
HannesEyvindsson 2-4
Magnús Stefánsson —
Eirikur Jónsson 0-1
röp-.
Námskeið
fyrir
unglinga-
leiðtoga
Iþróttasamband Færeyja
hefur boðið l.S.l. að senda átta
fulltrúa á námskeið fyrir ung-
lingaleiðtoga, sem haldið
verður i Thorshavn 26. júli til
2. ágúst n.k. Þátttakendur
munu verða frá öllum Norður-
löndunum.
Dagskrá námskeiðsins
verður mjög fjölbreytt, m.a.
þátttaka i Ólafsvökunni, en
hún fer fram þessa sömu
daga.
Færeyingar munu greiða
uppihaldskostnað en þátttak-
endur greiða kostnað við ferð-
ir til og frá Færeyjum.
Nánari upplýsingar um
námskeiðið, eru veittar á
skrifstofu I.S.Í., Iþróttamið-
stöðinni Laugardal, simi
83377.
Arni Þ. Arnason forstjóri Austurbakka afhendir Kjartani L. Páls-
syni „einvaldi” goiflandsliðsins gjöfina til landsliösmannanna.
Góð gjöf til
golflandsliðsins
Dunlop umboðið á íslandi,
Austurbakki h/f, sem er stærsti
innflytjandi á golfvörum á land-
inu, afhenti á dögunum landslið-
inu i golfi, sem tók þátt i siðasta
Evrópumóti, golfbolta til æfinga
og keppni. Fengu allir
keDDendurnir, sex að tölu svo og
fyrirliði liðsins þrjú dúsin af golf-
boltum hver (36 bolta) og er hver
bolti áritaður með nafni viðkom-
andi. Gjöf þessi kemur sér vel
fyrir landsliðskappana, þvi golf-
boltar eru stór útgjaldaliður hjá
þeim á hverju ári, og ekki var
verra að fá þá núna, þvi allir æfa
þeir af kappi til að komast i is-
lenska landsliðið á Evrópumótið
sem fram fer i næsta mánuði.
1 landsliðinu á siðasta EM og
fengu boltana frá Dunlop voru
þeir Geir Svansson GR, Hannes
Eyvindsson GR, Sveinn Sigur-
bergsson GK, Björgvin Þor-
steinsson GA, Sigurður Haf-
steinsson GR og Jón Haukur Guð-
laugsson GN.
Þór - Breiðablik
Einn leikur fer fram i 1. deild
Islandsmótsins i knattspyrnu i
kvöld og er það leikur Þórs og
Breiðabliks á Sanavellinum á
Akureyri og hefst hann kl. 20.
Bæði þessi félög hafa leikið einn
leik, Þór tapaði fyrir Eyjamönn-
um og Breiðablik gerði jafntefli
við Fram.
Hvenær er leik-
maður réttstæður?
I þessum fyrsta þætti minum,
ætla ég að ræða litillega um eitt
atriði, sem veldur oft ágreiningi i
leikjum, en þaö er rangstaða.
Leikmaður getur aldrei verió
rangstæður við markspyrnu,
hornspyrnu, innvarp, eða á eigin
vallarhelming. Til þess að leik-
maður sé réttstæður, þarf hann
að hafa tvo varnarleikmenn milli
sin og marksins (varnarmann og
markmann, eða tvo útispilara).
Ef sóknarmaður er samsiða
aftasta varnarmanni þegar
knettinum er spyrnt er hann
rangstæður.
Sé rangstæðum sóknarmanni
ætlaöur knötturinn, en mótherji
snertir knöttinn áður en sóknar-
leikmaðurinn fær knöttinn, skal
dæma rangstöðu, þvi mótherji
getur ekki i sliku tilfelli gert
sóknarleikmann réttstæðan með
snertingu sinni. En ef varnarleik-
maður leikur knettinum til rang-
stæðs mótherja skal ekki dæma
rangstöðu.
Mjög oft verður maöur var við
misskilning hjá leikmönnum
jafnt sem áhorfendum, á rang-
stöðureglunni. Það fyrsta sem
verður að athuga þegar knettin-
um er spyrnt, hvar sóknarleik-
maðurinn er staösettur. Það er
það augnablik sem ræður, en ekki
þegar sóknarleikmaðurinn fær
knöttinn. Það er mjög algengt, að
varnarleikmenn vilji fá dæmda
rangstöðu, vegna þess að dómar-
inn telur að viðkomandi leikmað-
ur hafi ekki áhrif á leikinn. Besta
dæmið höfum viö úr úrslitaleik
enska deildarbikarsins milli
Liverpool og West Ham. Liver-
pool skoraði mark i fyrri hálfleik,
en það var dæmt af, vegna þess
aö annar leikmaður, en sá er
skoraði var rangstæður fyrir
framan markteigshornið, og að
mati dómarans hafi hann áhrif á
gang leiksins með staðsetningu
sinni. I seinni hálf-leik skoraði
Liverpool mark, sem dómarinn
dæmdi gilt, þó svo að einn fram-
herji Liverpool liðsins, væri rang-
stæður fyrir framan markið
(liggjandi), en að mati dómar-
ans, haföi hann ekki áhrif á leik-
inn. Á þessu sést að upp geta
komið óiíkústu atvik' sem dómari
og linuvörður verða að glima við.
Ég hef farið örlitið út i rangstöu-
regluna.en um hana væri hægt að
segja margt fleira. En vonandi
gefst tilefni til þess seinna. Og i
lokin langar mig til þess að koma
með eina spurningu.
Innvarp er tekið ca. 15 m frá
horníána, innvarparinn hendir
langt inn i vitateig andstæðing-
anna, og fer knötturinn rakleitt i
mark, án þess að nokkur hafi
snert knöttinn.
Hvað dæmir þú? A) mark B)
markspyrnu C) endurtaka inn-
varpið.
Svar: markspyrna.