Tíminn - 22.05.1981, Page 17

Tíminn - 22.05.1981, Page 17
17 Föstudagur 22. maí 1981 íþróttirf Sanngjarn sigur KA gegn KR — Hinrik Þórhallsson skoraði sigurmark KA rétt fyrir leikslok Hinrik Þórhallson. ■ KA sigraði KR 1-0 er félögin léku i Islandsmótinu i 1. deild á Melavellinum i gærkvöldi. Sigur KA i leiknum var sann- gjarn og ef ekki hefði komið til góðrar markvörslu Stefáns Jó- hannssonar i marki KR hefði sig- urinn getað orðiö enn steerri. Eina mark leiksins skoraði Hin- rik bórhallsson er aðeins fimm min. voru til leiksloka. Langur bolti var sendur fram á völlinn til Hinriks sem hljóp varn- armenn KR af sér, Stefán mark- vörður hljóp út á móti Hinriki en hann vippaði yfir Stefán og i markið. Svo mikið óðagát var á Stefáni að hann hljóp Hinrik niður með þeim afleiðingum að bera varð hann af velli. Fyrri hálfleikur var frekar við- burðarsnauður og oft og tiðum komust KR-ingar vart fram yfir miðjan völl. KA menn spiluðu lengst af sæmilega á vellinum en þó án þess að skapa sér nein verulega hættuleg tækifæri. Eins og áður i leikjum KR, þá reyna þeir að spila stutt mann frá manni alveg frá markinu en þeir virðast ekki ráða við það og and- stæðingurinn oft fljótur að ná boltanum af þeim. Eina verulega hættulegu tæki- færi KA manna fengu Gunnar Gislason á 21. min. er skot hans fór rétt yfir markið, og þegar As- björn Björnsson átti hættulegan skalla á markið en Stefán varði. Hættulegasta tækifæri KR-inga i fyrri hálfleik var er Óskar Ingi- mundarson fékk stungusendingu inn fyrir vörn KA, lék á einn varnarmanninn en skaut yfir markið, og þar með voru talin marktækifæri KR i fyrri hálfleik. Eins og i fyrri hálfleik réöu KA-menn lögum og lofum i leikn- um og það hefði verið ósann- gjarnt ef þeim hefði ekki tekist að fara með sigur af hólmi i leikn- um. KR-ingar fengu aöeins eitt verulega hættulegt tækifæri i seinni hálfleik er Sæbjörn fékk boltann frá Atla Þór Héðinssyni úr innkasti og var hann á auöum sjó en Aðalsteinn varði og var það eiginlega i eina skiptið sem hann þurfti að taka á honum stóra sin- um i markinu. Asbjörn Björnsson fékk gullið tækifæri til að skora fyrir KA er hann komst i gegn um vörn KR en Stefán varði vel eins og svo oft áð- ur i leiknum. Siðan kom að marki Hinriks og var það sigurmark leiksins. röp-. Einn nýliði í landsliðshópnum — sem leikur gegn Tékkum í undankeppni HM Þorgrimur Þráinsson • Landsliðsnefnd KSt hefur nú valið 16 manna hópinn sem leika mun gegn Tékkum i undankeppni HM I Bratislava á miðvikudaginn i næstu viku. Aðeins einn nýliði er i hópnum, en það er Þorgrimur Þráinsson Val. Landsliðið heldur utan nú á sunnudaginn og mun aðeins geta haft tvær samæfingar i Bratis- lava fyrir leikinn, þar sem leik- mennirnir sem leika með erlendu félögunum koma til móts við hópinn i' Vln. Landsliðið er þannig skipaö: Markverðir: Þorsteinn Bjarnason tBK Bjarni Sigurðsson tA Aðrir leikmenn: .Asgeir Sigurvinsson Standard Liege Atli Eðvaldsson Borussia Dortmund Janus Guðlaugsson Fortuna Köl Magnús Bergs Borussia Dortmund Amór Guðjohnsen Lokeren Marteinn Geirsson Fram Trausti Haraldsson Fram Ami Sveinsson IA Sigurður Haldddórsson tA Sigurlás Þorleifsson IBV Þorgrfmur Þráinsson Val Dýri Guðmundsson Val Viðar Halldórsson FH Pétur Pétursson Feyenoord röp- ® Patrick Sercu belgiski hjólreiðamaöurinn sem kemur hingað til lands hefur orðið heimsmeistari þrisvar sinnum, Ol-heimstari einu sinni og 15 sinnum hefur hann orðið Belgíumeistari. Þá hefur Sercu tekið þátt i tveimur stórmótum á þessu ári og sigraö i þeim báðum. Allir út að hjóla — hjólreiöa- dagurinn mikli á sunnudaginn ■ A sunnudaginn verður hjól- reiðadagur i Reykjavik og er bú- ist við þvi, að allir sem vettlingi geta valdið og sérstaklega hjól- um, verði með og hjóli sjálfum sér til heilsubótar og styrki jafn- framt gott málefni. Allt söfnunar- féð vegna hjólreiðadagsins renn- ur óskipt til eflingar útivist og i- þróttum fatlaðra barna á þessu ári fatlaðra. Lögreglan hefur útbúið tiu leiö- ir i höfuöborginni frá jafnmörg- um skólum og sameinast hóparn- ir á Laugardalsvelli. Hver þáttakandi safnar áheit- um áöur en lagt er af stað og kemur með áheitakortin og pen- ingana meö sér i Laugardal, þar sem hann fær viðurkenningar fyrir vikið. Hjólreiðadagurinn hefur verið rækilega kynntur að undanförnu og fylgja félagar úr Hjólreíða- klúbbi Reykjavikur öllum hópum. Þá mun lögreglan sjá til þess að hjólreiðafólkið fái að hjóla óáreitt um götur borgarinnar og eru öku- menn beönir um aö sýna tillits- semi. Með fjölmennasta hópnum hjólar einn frægasti hjólreiða- maður heims, Belgiumaöurinn Patrick Sercu og á Laugardals- yelli ætla islenskir hjólreiðamenn að etja kappi við hann. A Laugardalsvelli veröur ymis- legt til skemmtunar, auk hjól- reiðakeppninnar, hljómsveitin Start leikur af miklu fjöri, Eirik- ur Fjalar ávarpar þátttakendur og Texas-trióið slær á létta strengi. Margir leggja hönd á plóginn til að gera hjólreiðadaginn að merk- um atburði. Fyrirtækið Hjól og vagnar lætur alla keppendur hafa sérstök keppnisnúmer, Svölurn- ar, félag flugfreyja aðstoða kon- ur úr styrktarfélagi lamaöra og fatlaðra við afhendingu á viður- kenningum, Coca Cola-fyrirtækið býður öllum þátttakendum upp á hressingu að leikslokum. Þá munu allir skemmtikraftar koma fram endurgjaldslaust. Það veröa vonandi ,,allir á hjólum” á sunnudaginn. Lagt er af stað frá eftirtöldum skólum á sunnudaginn kl. 14 en þátttakeuaur þurfa að vera mætt- ir kl. 13.: Hagaskóla Hvassaleitisskóla, Hliðaskóla. Langholtsskóla, Ar- bæjarskóla, Seljaskóla, Fella- skóla, Laugarnesskóla og Réttar- holtsskó! ff I Verðlaunagripir I Þotukeppn- inni Þotu- keppni hjá Keili ■ A morgun laugardag og sunnudag fer fram hjá Goif- klúbbnum KEILI á Hvaleyri fyrsta opna golfmótið er gefur stig til landsliðs. Er það Þotu- keppnin sem Flugleiðir standa að, en leiknar eru 36 holur með og án forgjafar. Ræsing hefst kl. 8.00 á laugar- dagsmorgun og eru menn beönir um að tilkynna þátttöku i skála félagsins, simi 53360 fyrir kl. 19.00 á föstudagskvöld en frá kl. 20.00 verður rástimi gefinn upp. Þar sem búist er við mjög mikilli þátttöku er hyggilegast að láta skrá sig með fyrirvara og væntanlegum keppendum bent á að framvisa verður félagsskir- teini ásamt staðfestri forgjöf. Flugleiðir veita vegleg verðlaun en aukaverðlaun fyrir þann er næst kemst holu á 5. flöt vallarins er flugfar til Glasgow eða Luxemborgar eftir vali. Völlurinn á Hvaleyrinni er nú kominn i sumarskrúða. Hléá 1. deild — en keppt á fullu í 2. og 3. deild ■ Eftir leik Þórs og Breiðabliks veröur gert hlé i 1. deildinni i viku og verður næsti leikur ekki fyrr en á föstudaginn og er þaö viður- eign KA og FH á Akureyri. Þetta hlé e ■ gert vegna lands- leiks Islands og Tékkóslóvakiu sem verður miðvikudaginn i næstu viku i -atislava i Tékkó- slóvakiu. 2. deildin n. i samt veröa i full- um gangi o.. im helgina veröa fjórir leikir iagskrá. Þrir þeirrt erða á morgun. A Húsavik, lei- Völsungur og Sel- foss og hefsi r.kurinn kl. 14 og á Isafjarðarv.. um leika heima- menn við Þ'~>:U Reykjavik og sá leikur hefsi > vúg kl. 14. Þriðji og : asti leikurinn á morgun verí . milli Fylkis og Skallagrirr's garnesi,. verður leikurinná f vellinum og hefst hann einniþ 4. Reynir f :röi og Þróttur Neskaupst u siðan keppa á Sandgerði ■ m á sunnudag- inn og he inn kl. 14. 3. deilda . mun hefjast á morgun i> i fimm riðlum viðsvega* iö röp—.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.