Tíminn - 22.05.1981, Page 23

Tíminn - 22.05.1981, Page 23
Föstudagur 22. mai 1981 23 flokksstarfid° skrifað og skrafað Bingó aö Hótei Heklu Rauðarárstig 18, sunnudaginn 24. mai n.k. kl. 15. Húsiö opnað kl. 14. FUF I Reykjavik. Viðtalstimar verða að Rauðarárstig 18 laugardaginn 23. mai kl. 10—12. Til viðtals verða Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra og Gerður Steinþórsdóttir formaður Félagsmálaráðs. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna. fréttir Telja túlkun rád- herra samningsrof Stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bæja hefur sent Alþingi bréf, þar sem mót- mælt er túlkun fjármálaráðherra á ákvæðum bráðabirgðalaga um samningsrétt starfsmanna við sjálfseignarstofnanir og sam- eignastofnanir rikis og sveitarfé- laga. 1 bréfi sinu til Alþingis segir stjórn BSRB túlkun ráðherrans vera samningsrof, enda hafi lögin verið samin af fulltrúum bæði fjármálaráðherra og samninga- nefndar BSRB og hafi þau verið hluti af undirrituðu samkomu- lagi, sem lagt var fyrir ásamt aöalkjarasamningi frá 20. ágúst á siðasta ári. BSRB segir mál þetta snúast um rétt um 1.200 félagsmanna i aðildarfélögum BSRB, sem starfa hjá sjálfseignarstofnunum. Með lagabreytingunni hefði verið að gera samningsrétt þess fólks fullan með þvi að heimila þvi að greiða atkvæði um sáttatillögu i kjaradeilu og yrði þá framkvæmd sú sama og hjá mörgum öðrum stéttarfélögum. 1 bréfinu segir BSRB ennfrem- ur aö fjármálaráöherra hefði lýst þvi yfir i mars 1980 að hann vildi rýmka samningsrétt BSRB fyrir þetta fólk, en eftir á reyni hann að taka réttinn af þvi meö túlkun sinni. Fjármálaráöherra segi i bréfi sinu til fjárhagsnefndar aö lagaákvæðinu sé einungis ætlað að gilda fyrir sjálfseignarstofn- anir, ef þær samþykkja að af- henda fjármálaráðherra fullt umboð til aö semja fyrir þeirra hönd við BSRB. Sé þvi um þrengingu á samningsréttí að ræöa, en ekki rýmkun. BSRB mótmæli þessari túlkun, enda hafi hún aldrei komið fram i viðræðum um málið. Afurðabirgdir í lágmarki hjá Sambandsfrystihúsunum: Útlit er fyrir skort á freðfiski Afurðabirgðir eru nú i algeru lágmarki hjá Sambandsfrysti- húsunum og útlit fyrir að skortur verði á ýmsum tegundum frystra afurða ef framleiðslan eykst ekki, Umboðsmenn Tímans Norðuriand Staður: Nafn og heimili: Sfmi: Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson .95-1384 Bjönduós: Olga óla Bjarnadóttir, Arbraut 10 95-4178 Skagaströnd: Arnar Arnarson Sunnuvegi 8 95-4646 Sauðárkrókur: Guttormur Óskarsson, 95-5200 Skagfirðingabr. 25 95-5144 Siglufjörður: Friðfinna Simonardóttir, Aðalgötu 21 95-71208 Ólafsfjöröur: Skúli Friðfinnsson, Aöalgötu 48 96-62251 Dalvik: Brynjar Friðleifsson, Asvegi 9 96-61214 Akureyri: Viöar Garðarsson, Kambagerði 2 96-24393 Húsavik: Hafliði Jósteinsson, Garöarsbraut 53 96-41444 Raufarhöfn: Arni Heiðar Gylfason, ^SólvölIum 96-51258 Þórshöfn: Kristinn Jóhannsson. Austurveei 1 96-81157 að þvi er kom fram á aðaifundi Félags Sambandsfiskframleið- enda 19. og 20. mai. Mikill sam- dráttur hefur verið i framleiðslu frystra afurða um heils árs skeiö, en framleiðsla á saltfiski og skreið hefur aftur á móti aukist. Arni Benediktsson var spurður hvort skortur á freðfiski leiddi ekki til verðhækkunar. Hann sagði svo eiga að vera undir öll- um venjulegum kringumstæðum, en málið sé hinsvegar óvenjulega flókið nú i sambandi viö tilfærslur á fiski vegna útfærslu efnahags- lögsögu ýmissa þjóöa. Breytingar á framleiðsluhátt- um og breytingar á markaðssetn- ingu fylgi i kjölfar breyttra yfir- ráða yfir hafinu. Þetta ástand geti tekiö býsna langan tima að jafna sig. Verðþróunin á þessu ári hefur verið þannig, aö verð frystra urða hefur lækkað að jafnaði um 0,5% á meðan aðrar afurðir salt- fiskur og skreið — hafa hækkað. Það hefur aftur valdið þvi að frysting á fiski minnkar. Fram kom á fundinum að af- koma frystingar var mjög slæm á árinu 1980 og það sem af er þessu ári en afkoma annara greina var betri. Otlitið er sagt iskyggilegt miðaö við þá launahækkun og hugsanlega fiskverðshækkun sem verður 1. júni n.k. Rekstur Sjávarafurðadeildar Sambands- ins gekk hinsvegar vel á árinu 1980. — HEI iStrangir fundir eru þessa dagana á þingi, enda stefnt aö þing- lausnum á laugardaginn. Timamynd: Róbert Aðhaldsaðgerdir stefni ekki at- vinnuöryggi í voða Hægt er aö reikna út meö mismunandi hætti þróun kaupmáttar launa. Niðurstaðan fer eftir þvi viö hvaö er miöað, og forsendur þær, sem hinir ýmsu reiknimeistarar gefa sér, eru oft mismun- andi. Þá verður útkoman að sjálfsögðu i samræmi við það. Kristjánsson, ritstjóri blaös- ins, nýlega forystugrein, þar sem fjallað er um efnahags- málin og nauðsyn frekari efnahagsaðgerða á þessu ári. Jón segir m.a. i grein sinni: „Vinnuveitendasamband tsiands hélt aðalfund sinn nú nýverið. Þar var ástand og horfur i efnahagsmálum málað dökkum litum að vanda, og engin glæta sjáan- leg né heil brú i neinum at- höfnum rikisstjórnarinnar. Kkki skal þvi neitað að at- vinnureksturinn i landinu eigi við vanda aö etja. Hitt er undarlcgt að sú viðleitni að ná niöur verðbólgunni og haida visitöluhækkunum i skefjum skuli einskis vera metin af at- vinnurekendum. Það er þó vitaö að launagreiöslur eru mjög stór liöúr i útgjöldum at- vinnuveganna og varla kemur bullandi verðbólga þeim til góða frekar en öðrum aðilum i þjóöfélaginu, né gerir þeim auðveldara fyrir um rekstur fyrirtækja sinna. Sú leið hefur veriö valin aö reyna að telja verðbólguna niður i áföngum og er það and- stæö stefna við þá leiftur- sóknarieið sem sjálfstæðis- menn boðuðu við síðustu kosn- ingar, þótt „leiftursókn” sé þeim ekki eins töm i munni um þessar mundir. Það er enn haft að leiöarljósi sem betur fer að aðhaldsaðgerðir komi ekki hart niöur þannig að at- vinnuöryggi sé stefnt i voða eða þær skapi glundroða i þjóðfélaginu. Þetta cr nauö- synlegt að hafa að leiöarljósi áfram”. ■ l „Félagstiðindum”, sem Starfsmannafélag rikisstofn- ana — en það er fjölmennasta aðildarfélag Bandalags starfsmanna ríkis og bæja — gefur út mánaðarlega, var nýlega fjallað um einn þátt launaþróunarinnar. Björn Arnþórsson, hagfræðingur' BSRB, reiknar þaö út hversu mikið opinberir starfsmenn heföu getaö keypt sér af ýsu og heilhveitibrauði á tilteknum timum siðastliðin ár. Miöað er við 1. janúar 1973, 1. desember 1977 og 1. april 1981. Minna launabil Um niðurstööu þessa út- reiknings segir Björn m.a.: „1973 gat opinber starfs- maöur i lægsta launaflokki og efsta þrepi keypt tæplega 464 kíló af ýsu eða rúmiega 760 heilhveitibrauð. Sá i efsta launaflokknum gat hins vegar valið á milli þess að kaupa 1783.54 kiló af ýsu eöa 2925 heilhveitibrauð. Launabiliö var þá 1 á móti 3.85. i desember 1977 gat sá lág- launaöi keypt tæp 762 kiló af ýsu eða 1485.32 heilhveiti- brauð, en sá betur setti 2105.38 kiló af ýsu eða 4104.15 heil- hveitibrauö. Hlutföllin eru nú 1 á móti 2.76, sem þýðir að kaupmáttur þess hæst launaöa hefur aukist um ca. 40%, en þess lægst launaða um liölega 95% samkvæmt þessari mæli- stiku. í dag getur sá verr setti keypt rúmlega 530 kiló af ýsu eða tæplega 1015 brauð, en sá hæstlaunaði 1445.29 kiló af ýsu eða 2765.68 brauð. Kaup- mátturinn hefur semsagt minnkað verulega, en launa- biliö enn minnkað eða niður i 1 á móti 2.73. Aö sjálfsögöu veröur aö taka talnaieikjum sem þessum með öllum fyrirvörum, þvi dag- setningarnar, sem valdar eru, geta skipt öllu máli hvað varðar niðurstöður”. Þessi samanburður sýnir glögglega aö launabiliö á milli lægstlaunuöu og hæstlaunuðu rikisstarfsmannanna hefur minnkaö verulega á þessu timabili, og er þaö i samræmi við þá launajöfnunarstefnu sem ýmsir hafa haldiö fram en oft hefur reynst erfitt að framkvæma þegar til kast- anna hefur komið. Einskis metið í „Austra”, sem gefinn er út á Austurlandi, skrifar Jón Frekari aðgerðir Jafnframt er i greininni lögö áhersia á nauösyn þess að gripa til frekari aðgerða ef takast eigi að ná veröbólgunni niöur i 40% á árinu. Þar nefnir hann sem dæmi: „A næstunni þarf að mæta ýmsum erfiðleikum, og kemur þáfyrsti hugann hin gifurlega áburðarhækkun sem boðuð liefur verið og á eftir að valda bæði bændum og neytendum erfiðieikum. Það er nauðsynlegt aö finna leiöir til þess að draga úr þess- ari holskeflu, létta þar með bændum róðurinn og koma i veg fyrir að þessi hækkun fari öll út í verðlagiö.” Þetta er eitt af þeim vanda- málum, sem nú þarf að glima við, en sem kunnugt er hefur rikisstjórnin samþykkt 74% hækkun á verði áburðar. —ESJ. Elfas Snæland Jóns- son, ritstjóri skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.