Tíminn - 30.06.1981, Qupperneq 4

Tíminn - 30.06.1981, Qupperneq 4
fréttir Þriöjudagur 30. júní 1981. stuttar fréttir íi II ii ii H 1! li !i ii ií ii n n 11 lUL'.LH “ »« «» »K ■« »• II II II II II m ii 1» ■ Reykjaskóli á hálfrar aldar afmæli á þessu ári. Reykjaskóli 50 ára Hrútafjöröur: Reykjaskóla i Hrútafiröi var slitið i 46. sinn nýlega. Hann tók til starfa ár- iö 1931 og er þvi 50 ára á þessu ári, en kennsla féll niður i skólanum i 3 vetur á striðsár- unum og 1945-’55. 1 upphafi var Reykjaskóli, eins og aðrir héraðsskólar, tveggja vetra skóli, en hefur smám saman þróast i það, að nú geta nemendur stundað þar nám i 4 vetur og lokiö 8. og 9. bekk grunnskóla, svo og 1. og 2. bekk i samræmdu fram- haldsnámi. Námsbrautir eru nú 3, þ.e. almenn bóknáms- braut, viðskiptabraut og upp- eldisbraut, og i ráði er að hefja kennsluá iþróttabraut á næsta vetri. Auk þess hefur skólinn útskrifað skipstjórnarmenn með 30 tn. réttlndi. t vetur stunduðu rúml. 130 nemendur nám við skólann og var hann fullsetinn. 10 nem- endur útskrifuðust úr 2. bekk framhaldsnáms. Ólafur H. Kristjánsson, sem verið hefur skólastjóri sl. 25 ár, lætur nú af störfum og við tekur Bjarni Aðalsteinsson, en hann hefur kennt við skólann siðan 1963. kl Vantar alltaf leiguhúsnæði HOSAVÍK: ,,Við eigum marg- ar leiguibúöir hér. Bæði eru þaö ibdöir sem byggðar eru cftirhinu svokallaða leigu og söluibúðakcrfi sveitarfélaga. Einnig vai t.d. gamla Barna- skólanurn okkar breytt i 3 ibdðir þegar hann var aflagð- ur sem skóli. En þrátt fyrir það er mikill húsnæöisskortur hér eins og er, sérstaklega hvaö varðar leiguhúsnæði”, sagði Bjarni Aöalgeirsson, bæjarstjóri á HUsavik, spurð- ur um ástand þeirra mála á staönum. Hann sagöi mikla hreyfingu á fólki og talsverða eftir spurn um að flytja i bæinn. En þar strandaði verulega á húsnæði. Fólk vildi koma og prófa, áð- ur en það ákvæði að set jast aö og kaupa eða byggja. Auk þess yrði bærinn alltaf aö hafa tölu- vert af íbUðum fyrir kennara. __________________—HEl Mikið kal í Axarfirði og Kelduhverfi KELDUNESHREPPUR: ,,Kal hér um slóðir er sum- staöar mjög mikið en annars- staöar nánast ekki neitt”, sagöi Stefán H. Þórarinsson i Laufási í Kelduneshreppi er hann var spuröur kalfrétta af Norö-austurlandinu. I Axarfiröinum og austan til 1 Kelduhverfinu væri kal t.d. mjög mikiö á mörgum bæjum. Um miðja sveitina hins vegar — ma. hjá Stefáni sjálfum — sagði hann ekkert kal. Það þakkaði hann þvi, að snjór lagöist snemma yfir á þíöa jörð hlánaöi nánast aldrei i vetur, þannig að jörð heföi komiö aö heita má þiö undan snjó í vor. Þetta sagöi Stefán nokkuö óvenjulegt. Annars- staðar hafi hins vegar svella- lög lagst yfir tUnin og þar hafi kaliö. Ekki sagöist Stefán vera vel kunnugur ástandinu austar. Nema hvað hann hafi fariö tfl Raufarhafnar fyrir skömmu. A Melrakkasléttunni hafi þetta veriö sama sagan. Þar sem svell hafi legið lengi á túnum væru þau m jög illa far- in. Stefán sagöi vorið hafa verið óvenju kalt. Menn væru fyrst nú fyrir nokkrum dögum bUnir að sleppa fé af tUnum. Veröi sumarið sæmUegt megi þvi búast víð aö sláttur geti hafist eftir um 6 vikur, sem er þá ekki fyrr en í ágUst. Til marks um kuldann nefndi Stefán aö Axarfjarðarheiöi er ennþá ófær. Að visu sé búið að ryöja hana, en ófært sé vegna aur- bleytu. —HEI Norrænt vinabæjamót SAUÐARKRÓKUR: A sl. ári tók Sauðárkrókur þátt I norrænu vinabæjarmótii Esbo I Finnlandi, en Sauðárkrókur hafði ekki áður tekið þátt i slfku samstarfi. Vinabæir Sauðárkróks eru auk Esbo, Kongsberg í Nffl-egi, Kristian- stad i Sviþjóö og Köge i Dan- mörku. Á mótinu i Esbo var ákveöið að Sauðarkrókur byði til næsta móts dagana 24-28. jUli næst- komandi. Til þessa móts mæta fulltrU- ar allra vinabæja Sauöár- króks. Hinum erlendu gestum verða kvnnt helstu atvinnu- fyrirtæki i' bænum, starfsemi bæjarins og stofnanir hans og boðiö f kynnisferðir um Skagafjörö, m.a. til Drangeyj- ar, i Glaumbæjarsafn, að Viði- mýrarkirkju og heim aö Hól- um. Aö lokinni dvöl i Skagafirði munu gestirnir fara til Reykjavfkur, þar sem þeim veröursýnd borgin og merkis- staðir i nágrenni hennar, svo sem Þingvellir og Hitaveita Suðurnesja að Svartsengi, áöur en þeir halda. af landi brott.” Ullarþvotta- stöðin lögð niður AKUREYRI: Akveðið hefur verið aö loka ullarþvottastöö Sambandsins á Akureyri nU i sumar, að því fram kemur i nýjustu Sambandsfréttum. Komið hefur i ljós að mun ódýrara er að flytja alla ull aö noröan til þvotta i þvottastöð Sambandsins i Hveragerði heldur en að kosta til nýrrar vélasamstæöu i þvottastöðina á Akureyri, i stað þeirrar gömlu sem orðin er Ur sér gengin. Þá kemur og miklu lægri orkukostnaður inn i dæmiö, þar sem þvottastööiná Akureyri fær sina orku fra oliukyndingu. Tekið er fram, að þvotta- stöðin i H veragerði anna • auð- veldlega öllum ullarþvotti fyrir Sambandið. —HEI Ofgreiddir skattar: ALUR FA UPPHÆÐ- INA ENOURGREIDDA með vöxtum ■ Hve langt nær sérsköttun hjóna? Fær fólk endurgreidda of- greidda skatta, eöa verða þeir peningar látnir ganga upp i skatta makans? Þegar Timinn leitaði svara við þessum spurn- ingum hjá Kristjáni ö. Jónassyni, settum rikisskattstjóra, vitnaði hann fyrst í 112. grein skattalag- anna: ,,Nú verður ljóst þegar viö álagningu skatta lýkur að við endurákvörðun skatta, að gjald- andi hefur greitt meira en end- anlega álögðum sköttum nemur. Skal þá endurgreiða þaö sem of- greitt var ásamt vöxtum fyrir það timabil er féð var i vörslu rikis- sjóös”. Vextir skulu vera al- mennir innlánsvestir á hverjum tima. Þetta sagði Kristinn að gilti jafnt um hjón sem einstaklinga. Þeir sem t.d. greitt hafa hærri fyrirframgreiöslu en álagningu nemur þegar hún verður endan- lega ákveðin — væntanlega fyrir júlilok — mega þvi upp Ur þvi bU- ast við ávisun frá rikissjóöi upp á þá upphæð ásamt vöxtum i einu lagi. —En hvað gerist hafi annaö hjóna hætt að vinna á árinu, veröa skattar þess þá innheimtir af launum makans? „Þetta eru orðnir alveg sjálf- stæðir reikningar núna. Þetta yrði þvi ekki gert nema sam- kvæmt beiðni þess hjónanna er fær jreidd laun að þetta sé milli- fært”, sagöi einn innheimtu- manna Gjaldheimtunnar. Hins- vegar benti hann á aö hjón séu gerð ábyrg fyrir sköttum hvors annars. Komi til innheimtuaö- geröa gæti þvi hugsanlega verið framkvæmt lögtak fyrir sköttum annars hjónanna i eignum hins aðilans. —HEI ■ Steindór Steindórsson frá Hlöðum og Lúðvik Kristjánsson voru gerðir að heiðursdoktorum á hátiö- inni. Timamynd GE Háskóli íslands: Brautskráði 232 kandi- data á 70 ára afmælinu ■ Mikið fjölmenni var viðstatt er minnst var 70 ára afmælis- Há- skóia islands á laugardaginn, en ■ í tilefni af 70 ára afmæli Há- skóla tslands hefur Vestur Þýski visindasjóöurinn gefiö Háskóla- bókasafninu rUmlega 100 binda bókagjöf en ritin eru valin i sam- ráöi við safnið og eru flest um náttúrufræðileg efni. Hr. Heinz Pallasch sendiráöu- nautur, sem nU veitir . Vestur Þýska sendiráöinu forstööu afhenti gjöfina við athöfn i Há- skólanum s.l. föstudag og sagði skóia tsiands á laugardaginn en þá voru brautskráðir 232 kandi- datar. þám.a. aö það værihonum mikil ánægja aö geta veitt þetta litla framlag til bókasafnsins. Háskólarektor, prófessor Guð- mundur Magnússon, þakkaði gjöfina meö ávarpi, þar sem hann minntist góðs stuðnings Vest- ur-Þjóöverja viö Háskólabóka- safn, einkum vestur-þýska vis- indasjóðsins, sem oft áður hefur lagt safninu til mikilsverð og vönduð fræðirit. frj Það kom fram i ávarpi prófessors Guðmundar Magnús- sr-nar háskólarektors aö aldrei hafa fleiri stúdentar stundað nám við skólann en nú eða hátt á fjórða þúsund. Hann sagði ennfremur að mjög brýnt væri að skólinn fengi aukið húsnæði og að skipulagsmál háskólalóöarinnar þyrftu að kom- ast í höfn. Tveir menn voru gerðir aö heið- ursdoktorum, þeir LUÖvik Kristjánsson rithöfundur i heim- spekideild og Steindór Steindórs- son frá Hlöðum i verkfræði- og raunvisindadeild. Viö athöfnina lék blásara- kvintett úr Sinfóniuhljómsveit- inni og Háskólakórinn söng undir stjórn Hjálmars Ragnarssonar. Kandidatarnir skiptast þannig milli deilda: Embættispróf i guð- fræöi 8, embættispróf i læknis- fræði 6, BS próf i hjúkrunarfræði 16, embættispróf i lögfræði 20, Kandidatspróf i viöskiptafræðum 25, kandidatspróf i islenskum bókmenntum 1, kandidatspróf i islenskri málfræði 1, kandidats- próf i sagnfræöi 1, BA próf i heim- spekideild 30, próf i islensku fyrir erlenda stúdenta 4, lokapróf i byggingaverkfræði 11, lokapróf i vélaverkfræði 9, lokapróf i raf- magnsverkfræöi 8, BS próf i raungreinum 37, kandidatspróf i tannlækningum 6, BA próf i félagsvisindadeild 14. —FRI ■ Heinz Pallasch flytur ávarp sitt viö afhendingu bókagjafarinnar. Timamynd GE Vestur-Þýski vísindasjóduririn: ÍOO binda bókagjöf

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.