Tíminn - 30.06.1981, Side 8

Tíminn - 30.06.1981, Side 8
8 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elías Snæland Jóns- son. Jón Helgason. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Atli Magnússon. Bjarghildur Stefánsdóttir. Egill Helga- son. Friðrik Indriðason. Fríða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn). Halldór Valdi- marsson. Jónas Guömundsson. Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson. Kristín Leifsdóttir. Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). utlítsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson. Guðjón Róbert Agústsson. Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir. Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15. Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr.80.00.—Prentun: Blaðaprent h.f. Efling innlendrar lyfjaframleiðslu í umræðum um málefni islensks iðnaðar um þessar mundir ber mest á tvennu: hugmyndum um nýja stóriðju i tengslum við nýtingu islenskra orkulinda og kröfugerð vegna erfiðrar sam- keppnisaðstöðu sumra iðngreina við innfluttar iðnaðarvörur. 1 forvitnilegu erindi, sem birt var i Timanum i siðustu viku, kvað við annan tón. Þar benti Guð- mundur Steinsson, deildarstjóri, á þá möguleika, sem væru á eflingu lyfjaframleiðslu hér á landi, en hlutur innlendra lyfja á heildarverðmæti seldra lyfja hefur farið minnkandi með hverju ári. Guðmundur benti á, að innlendur lyfjaiðnaður væri nauðsynlegur þáttur i heilbrigðisþjónustu hverrar þjóðar, og sagði m.a.: „Lyfjaiðnaður er i eðli sinu þannig, að hann gæti hentað mjög vel við islenskar aðstæður ef rétt er á málum haldið. Hráefni til lyfjaiðnaðar verður að flytja til landsins, en þau eru oftast til- tölulega ódýr miðað við fullunna vöru, eða aðeins um 30% af heildarkostnaði. Það er einmitt þessi mikla verðmætaaukning, sem gerir innlenda framleiðslu lyfja svo sjálfsagða að furðulegt er, að hún skuli ekki nú þegar vera orðin álitleg at- vinnugrein hér á landi”. Að sögn Guðmundar fylgja þvi margir kostir að efla innlenda lyfjaframleiðslu aðrir en þeir að veita landsmönnum aukið öryggi i lyfjamálum. Þannig veiti innlendur lyfjaiðnaður erlendum lyfjaframleiðendum samkeppni og stuðli að þvi að halda lyfjaverði innan sanngjarnra verðlags- marka og spari auk þess þjóðinni verulegan gjaldeyri án þess að rikissjóður tapi tolltekjum vegna aukinnar innlendrar framleiðslu. Guðmundur segir ennfremur i grein sinni: „Á islenskum lyfjamarkaði er fjöldi erlendra lyfja, sem á tiltölulega stuttum tima er hægt að staðla og hefja framleiðslu á hér á landi með tækjakosti, sem að mestu leyti er til staðar nú þegar. Hér er um nægilega stóran markað að ræða til þess að hægt sé að leggja i nauðsynlegan kostnað og verðlag þessara erlendu lyfja er þann- ig að innlendur lyfjaiðnaður hefur góða sam- keppnismöguleika. Hvernig til tekst með þessi verkefni er að veru- legu leyti háð þvi, hvort á skynsamlegan hátt tak- ist að samræma átak innlendra lyfjaframleið- enda til eflingar innlendum lyfjaiðnaði. Þörf er frekari stefnumörkunarrikisvaldsum hvern hlut það ætlar sér á þessu sviði og hver afskipti það hyggst hafa af lyfjaiðnaði með lánum eða fjár- framlögum”. Á siðasta þingi fluttu fimm af þingmönnum Framsóknarflokksins tillögu til þingsályktunar um eflingu innlends lyfjaiðnaðar. í þeirri tillögu var bent á ýmis bein framkvæmdaatriði, sem gætu orðið innlendri lyfjaframleiðslu mikil lyfti- stöng. Á siðustu dögum þingsins var samþykkt tillaga um skipun nefndar til að gera itarlegar til- lögur um eflingu innlendrar lyfjaframleiðslu. Þeir, sem til þekkja telja, að ef vel sé að málum staðið, gcti lyfjaiðnaður orðið mikilvæg atvinnu- grein hér á landi. Þess vegna er þess að vænta, að unnið verði fljótt og vel að þeirri tillögugerð, sem Alþingi óskaði eftir. — ESJ Vínandi úr ostamysu eftir Sævar Magnússon, mjólkurfræding Siðustu þrjú ár hefur ostafram- leiðslanhérlendis numið 3800-4000 tonnum árlega, eða allt að þre- faldri innanlandsþörfinni, og hefur aldrei fyrr verið svo mikil. Orsökin er auðvitað veruleg og vaxandi offramleiðsla mjólkur þessi ár og ráðstafanir sem gerðar hafa verið i þá átt að auka vinnslu osts til útflutnings á kostnað annarra útflutningsaf- urða, sem ekki hafa gefið eins mikið i aðra hönd á erlendum mörkuðum. Þótt málin hafi nú snúizt nokk- uð á aðra vegu varðandi mjólkur- framleiðsluna hefur þessi fram- vinda eflaust vakið marga til frekari umhugsunar um mögu- leika á nýtingu mysunnar sem til fellur i ostagerðinni. Hvert þessara þriggja ára 1978- 1980 hefur verið varið allt að 40 milljónum litra af fitustaðlaðri mjólk til ostagerðar, en mysu- magnið, þ.e. sá hluti hráefnis- ins sem ekki skilar sér i afurðinni hefur ekki verið minni en 35-36 milljónir litra á ári að jafnaði, þar af má slá föstu að „nýtan- leg”, óþynnt mysa hafi numið 10- 12 milljónum litra. Þótt i mysunni séu verðmæt næringarefni er hagkvæm nýting þeirra ýmsum annmörkum háð. Mjólkurfituna sem ekki tekst að binda i ostinum má endurvinna úr mysunni með litlum tilkostnaði. Eftir standa próteinin og mjólkursykurinn, auk salta, en magn þessara efna i ostamysunni er svo litið að ábatasöm úrvinnsla þeirra er háð stórvirkum tækjum og miklu mysumagni á staðnum. Þar hefur þrýstisiunartæknin komið að góðu gagni erlendis, og eins hafa hert viðurlög við meng- un náttúrunnar með úrgangsefn- um i frárennsli aukið mjög áhuga á mysunýtingu siðustu ár. Það hefur löngum þótt standa flestum hugmyndum um mysu- nýtingu hérlendis fyrir þrifum að mysan fellur til i átta ostagerð- um, sem dreifðar eru um allt land. Með nýrri tækni gæti þó. verið grundvöllur fyrir hagnýt- ingu mysuefnanna i stærstu mjólkursamlögunum, a.m.k. til dýrafóðurs. Hérlendis er osta- mysa eingöngu nýtt við vinnslu mysuosts, en með þvi móti nýtist aðeins litill hluti hennar. Afgang- heimshöfin. En nú er nýstárleg aðferð til hagkvæmrar nýtingar mjólkur- sykursins úr ostamysu orðin að veruleika, þótt hún hefði e.t.v. þótt fjarstæðukennd fyrir fáein- um árum, þ.e. framleiðsla vinanda úr mysu i stórum stii. Tvær meiriháttar verksmiðjur, önnur i Nýja-Sjálandi, hin i Ir- landi, byggja nú starfsemi sina alfarið á þessari vinnslu með góðum árangri, eins og frá grein- ir I erlendum fréttatilkynningum og i þýzka mjólkuriðnaðarritinu Deutsche Milchwirtschaft á sl. ári. I Bandarikjunum og viðar er þróunin sögð stefna i sömu átt. Forsagan Hugmyndin um vinnslu vin- anda úr mysu er i sjálfu sér ekki ný af nálinni. Erlendis munu árangursrikar tilraunir i þá átt hafa verið gerðar þegar fyrir hartnær öld. Stórvinnsla var þá ekki möguleg né hagkvæm. Ekki er ég heldur grunlaus um að hér- lendis hafi einnig verið gerðar til- raunir til að umbreyta mysu, einkum skyrmysu, i áfengan drykk, auövitað af hreinum visindaáhuga. Arangurinn hefur eflaust verið mismunandi, eftir þvi hvaða tegundir gersveppa hafa verið að verki. í báöum heimsstyrjöldunum var vinandi unninn úr mysu i nokkrum mæli, bæði i Evrópu og Bandarikjunum. Var hann ýmist notaður til drykkjar eða til að drýja eldsneyti á vélar. Sem dæmi má nefna að vestanhafs voruframleiddir alls um 1 milljón litrar af vinanda úr mysu árið 1945, en eftir strið lagðist þessi vinnsla sem næst niður vegna ó- hagkvæmni. Efnafræðin Vinnsla alkóhóls úr mysu byggist á þvi að mjólkursykurinn i mysunni getur gerjast i vinanda og kolsýru. Þetta verður fyrir á- hrif mjólkursykurgerjandi ger- sveppa. Alkóhól eru lifræn efnasam- böndsem innihalda eina eða fleiri OH-samstæður i sameindinni. Með heitinu alkóhól er venjulega átt við etýlalkóhól, með efnafor- múluna C2H50H. Það telja margir vel hæft til drykkjar, helst þó i verulegri þynningu. Drykkurinn þykir ekki sizt eftir- sóknarverður vegna hinna um- deildu áfengisáhrifa. Metýlalkóhól, aftur á móti, oft kaliað tréápiritus, hefur aðeins eitt kolefnisatóm i sameindinni (CH30H). Það var áður aðallega unnið úr tré með þurreimingu en er nú framleitt i efnaiðnaðinum i stórum stil með sameiningu vetn- is og koloxiðs. Tréspiritusinn hefur einnig áfengisáhrif, sm þó vara ekki lengi, þar sem hann er banvænt eitur. Efnið hefur mikla og vaxandi þýðingu i iðnaðar- notkun, ekki siður en venjulegur vinandi. I skugga orkukreppunnar njóta bæði þessi efni vaxandi vinsælda sem orkugjafar eða iblöndunar- efni i eldsneyti, en vinandi úr mysu þykir nú svo góður að hann má nota i framleiðslu úrvals á- fengistegunda. Carbery Milk Products Það var árið 1977 að fyrirtækið Carbery Milk Products i trlandi tók að leita nýrra leiða til nýt- ingarmjólkursykurs úr ostamysu i risastórri ostagerð sem reist hafði verið fyrir brezkt fjármagn i greifadæminu Cork. Carbery- ostagerðin, sem stendur syðst á hinni fögru mjólkurauðugu eyju, tók á móti um 220 milljón litrum af mjólk til vinnslu árið 1977, en það er næstum tvöfalt heildar- mjólkurmagnið hérlendis sama ár. Or mjólkinni voru framleidd meira en 10.000 tonn af Cheddar- osti, auk þess yfir 3.000 tonn af mysudufti, 10.000 tonn af undan- rennudufti, 500 tonn af smjöri úr mysurjóma og 500 tonn af mysu- próteini. Þegar árið áður hafði verk- smiðjan komið sér upp afkasta- miklum þrýstisiunartækjum til þess að aðskilja mysupróteinið frá mjólkursykrinum og söltun- um. En þegar hér var komið sögu var markaðurinn fyrir mjólkur- sykur orðinn mjög ótryggur og annarra úrræða var þörf. Þar sem mjókurbúið tilheyrir brezka Grand Metropolitan Products, sem m.a. rekur nokkrar áfengis- eimingarstöðvar, þótti eðlilegt að nýta þekkingu og reynslu þessara systurfyrirtækja I áfengisiðnað- inum. Árangur þeirrar samvinnu er eimingarstöðin sem nú er not- uð til.eimingar á gerjaðri mysu og er fyrsta verksmiðjan þess- arar tegundar i heiminum sem jafnframt framleiðir fyrsta flokks vöru. Afköstin eru 900

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.