Tíminn - 30.06.1981, Page 9

Tíminn - 30.06.1981, Page 9
Þriöjudágur 30. júní 1981. „Hvert þessara þriggja ára, 1978—1980, hefur verið varið allt að 40 milljónum lítra af fitustaðlaðri mjólk til osta- gerðar, en mysumagnið, þ.e. sá hluti hráefnisins sem ekki skilar sér í afurðinni hefur ekki verið minna en 35-36 milljónir lítra á ári að jafnaði". litrar af prýðisgóðum drykkjar- vinanda á klukkustund. Þróunarkostnaður vinanda- vinnslunnar, að meðtöldum stofn- kostnaði við tilraunaverksmiðju, er sagður hafa numið um 12 milljónum nýkróna, miðað við gjaldeyrisgengið nú um miðjan mai. Fjárfesting i sjálfri vinandaverksmiðjunni, að með- taldri byggingunni og búnaði til að hreinsa frárennslisvatn og til að þurrka gerið, nam yfir 20 milljónum króna. Þrýstisiunar- tækin eru þá ekki með i dæminu. Kjarninn i verksmiðjunni, gerj- unarbúnaðurinn og eimingar- tækin kostaði um 7 milljónir króna. Vinandavinnslan Þótt vinandavinnslan sé snar þáttur i starfsemi verksmiðj- unnar i Cork er ostagerðin auð- vitaðaðalatriðið. Þar er eingöngu framleiddur cheddarostur i 40 punda einingum. Osturinn er seldur til Englands eftir 3ja mán- aða gerjunartima. Mysan er skil- in og mysurjóminn strokkaður. Þá er komið að sjálfri mysu- * vinnslunni, en hún er með tvennu móti. Ýmist felst hún i fram- leiðslu mysudufts, eða mysupró- teins og vinanda. 1 fyrra tilfellinu er mysan þykkt á hefðbundinn hátt með suðu i lágþrýstibúnaði, þannig að magn þykknisins er helmingur upphaflegs mysu- magns. Þykknið er siðan þurrkað við úðun.Með hinni aðferðinni er mysan siuð i ósmósutækjum og próteinið þannig aðskilið frá öðrum mysuefnum. Próteinhlut- inn er siðan þykktur á sama hátt og úðaþurrkaður. Próteinsnauða mysan, sem siast frá i tækjunum, er hráefni vinandavinnslunnar. Hún er látin gerja i þar til ætluðum geymum. Notaðir eru sérstakir mjólkur- sykurgerjandi sveppir. Fyrst þurfa þeir að fjölga sér i mysunni og er þvi flytt með loftblæstri inn i vökann, en eftir sólarhrings gerj- un við 25 gráðu hita er gerið skilið frá með skilvindu og vinandinn eimaður úr vökvanum i 6-þrepa eimingarbúnaði. Vinandanum er komið fyrir i geymum sem full- trúar tollyfirvalda gæta. Gerið má nota oftar en einu sinni, en þvi hættir til að úrkynjast og smitast af óæskilegum sveppum og þvi er það endurnýjað reglulega. 1 þessari irsku verksmiðju er unnið á þremur vöktum i vinandavinnslunni. Þrátt fyrir mikil afköst er starfsmannafjöld- inn ekki mikill. A hverri vakt eru aðeins 4 starfsmenn, einn við eiminguna, tveir i gerjuninni og einn við rannsóknir og gæðaeftir- lit. Vélakerfið er hreinsað einu sinni i viku með ClP-meðferð. Hreinsunin tekur 4-6 tima og fer þannig fram að einn hluti sam- stæðunnar er hreinsaður hverju sinni. Yfirleitt ^jarf þvi ekki að stöðva vinnsluna. Gerjunar- geymarnir eru hreinsaðir til skiptis eftir hverja tæmingu. Eins og titt er i iðnaði viðast er- lendis var það eitt helsta vanda- málið við endanlega hönnun verksmiðjunnar hvernig losna skyldi við úrgangsvökvann, sem eftir er þegar gerið hefur verið skilið frá. Hann inniheldur u.þ.b. 0.9% þurrefni, að mestu sölt. Að kröfuyfirvalda þurfti þvi að reisa sérstaka vatnshreinsunarstöð i tengslum við vinandaverksmiðj- una, en hún hreinsar vökvamagn sem svarar til eðlilegrar vatns- neyzlu 70.000 ibúa. Reksturinn írska verksmiðjan skiiar dag- lega 22.000 litrum af vinanda úr um 600.000 litrum . af mysu, og eins og áður segir er unnið á vökt- um allan sólarhringinn. Þar sem mjólkurmagnið sem berst osta- gerðinni felldur mikið yfir vetrar- mánuðina er þá notaður innflutt- ur sykurúrgangur (melassi) til gerjunarinnar svo að afkastageta búnaðarins nýtist til fulls. Vinandinn, eins og hann kemur úr eiminum, er frábær að gæðum. Hann bragðast ekki siður en kornvinandi og er notaður við gerð gins, vodka og likjörs. Reikningslega kemur fram að vinandi fæst úr um 80% mjólkur- sykursins i mysunni. úr mysu með 4.5% sykurmagni verður vinningurinnaf vinanda þvi 3,6%. Úr hverjum 1.000 litrum af mysu fást þannig 36 litrar af hreinum vinanda. Með gildandi vinanda- verði, og með hliðsjón af sölu- verði mysuproteinsins, er veru- legur hagnaður af vinnslunni, jafnvelþótt einhver hluti afurðar- innar nái ekki gæðum neyzluvin- anda og sé seldur sem iðnaðar- alkóhól, við 15% lægra verði. Á köflum er vinnsla vinanda úr mysu eitthvað dýrari en þegar notaður er venjulegur sykurúr- gangur. Vegna jafnra eiginleika mjólkursykursins er þó alltaf auðveldara að hafa fulla stjórn á vinnslunni og gæðunum með notkun mysu. Það hefur auk þess þýðingu fyrir fjárhagslega út- komu rekstursins að verðlag á mjólkurafurðum, einnig mjólkur- sykri, er sveiflukennt, en vinandaverðið fylgir oliuverðinu eftir og hækkar stöðugt. Til lengri tima séð er mysugerjun þvi álitlegri en vinandavinnsla úr sykurúrgangi. Horfur Þótt vel horfi um vinnslu drykkjarvinanda úr mysu gæti framleiðsla iðnaðaralkóhóls orðið ekki siður áhugaverð i framtið- inni þar sem það hefur re'ynzt á- gætt eldsneyti fyrir hreyfla, i hæfilegri böndu. I Brasiliu, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt, er ben- zin nú almennt blandað alkóhóli i magni sem nemur 10-15%. Brennslugildi alkóhóls er að visu lægra en benzins, sem skýrist með þvi að i alkóhólsam- eindinni er óhjákvæmilega minnst eitt súrefnisatóm. Hún er þvi á hærra oxunarstigi en ben- zinsameindin. Rannsóknir hafa þó leitt i ljós að með óverulegum breytingum á blöndungi hreyflaer óblandað alkóhól nothæft sem eldsneyti, jafnvel fyrir flugvéla- hreyfla.en ókostir alkóhólsins eru taldir óverulegir þegar hlutur þess i benzininu er ekki meiri en 20%. Eins og vinandavinnslu úr mysu hefur verið lýst hér virðist hún einföld. Þó er ekki svo i reynd. Hvert þrep i framleiðsl- unnikrefstnákvæmrar stýringar, og ýmsar tæknibrellur, sem auð- vitað eru iðnaðarleyndarmál að mestu, ráða úrslitum um árang- urinn. Tæmandi upplýsingar um vinnsluaðferðir liggja ekki á lausu, sem er skiljanlegt þegar tillit er tekiö til gifurlegs kostn- aðar sem brautryðjendur þess- arar vinnslu hafa orðið fyrir við tilrauna- og þróunarstarfsemina. Ein mikilvægasta upplýsingin i þessu efni, frá okkar bæjardyrum séð, er þó e.t.v. sú að fyrirtækið er fyrst ábótasamt þegar vinnslu- magnið nær 500.000 litrum af mysu i dag. 9 fjölmidlun Fyrsta íslenska tfmaritið var Iskrifaðádönsku Timaritaútgáfa, sem var eins konar upphaf blaðamennsku nútimans, hófst hér á landi fyrir rúmum tveimur öldum. Eftir að fyrsta prentsmiðjan var flutt til landsins um 1530 var fjölmiðlun með prenttækninni hérlendis einungis í formi smárita og bóka. i tæplega tvær og háifa öld varð þar engin breyting á. Bókmiðlunin, sem við getum kallað svo, gegndí þýðingarmiklu hlutverki varðandi viðhald islenskrar menningar og varð til þess aðmiöla skáldverkum, kristnum boðskap og fræösluefni af ýmsu tagi til fjöldans. Timi fréttablaðanna kom löngu slðar. Það var ekki fyrr en árið 1773 sem fyrsta eiginlega fréttatimaritið leit dagsins ljós hér á landi.Brautryðjandi á þvi sviði var Magnús Ketils- son, sýslumaður i Dalasýslu sem gaf út Islandske Maaneds Tidender, lslensk mánaðar- tiðindi. Þau komu fyrst út i október 1773, en árið áður, 1772, hafði með konunglegu leyfisbréfi verið stofnuð prentsmiðja i Hrappsey á Breiðafirði. 1 henni voru Mánaðartiðindin prentuð, en ritstjórinn og útgefandinn sat i Búðardal. Landkynning Mánaðartiöindi Magnúsar sýslumanns eru allfjölbreyti- legt timarit i litlu broti, með ýmsum fréttum, fróðleik og hugleiðingum um sitt af hverju. Allt lesmál þess er á dönsku. Það kemur okkur nútima- fólki heldur spánskt fyrir sjón- ir að timaritið skuli hafa verið skrifað á dönsku. Fljótt á litið hefði maður talið að islenskan væri heppilegri til þess að flytja landsmönnum fréttir og fróðleik, bæði þeim sem bjuggu i nágrenni Magnúsar sýslumanns i Dölum og ann- ars staðar á landinu. En valið á dönskunni hafði sinar skýringar eins og flest annað. Mánaðartiðindunum var ekki sist ætlað að vera eins konar landkynningarrit um Island á erlendri grund, þótt undarlegt kunni að virðast. Þaðkemur glöggt fram hjá út- gefanda timaritsins að hann telur skort á góðri landkynn- ingu hafa skaðað Island mjög mikið á 17. og 18. öldinni og segir að af engri þjóð hafi farið verri fréttir erlendis en af lslendingum, — og það ómaklega. Hver sem árangurinn hefur orðiðafþessu starfi Magnúsar sýslumanns á landkynningar- sviðinu, er ljóst að hann hefur sýnt lofsverða viðleitni i þess- um efnum með útgáfustarfi sinu og aukið upplýsingu um tsland i nágrannalöndunum, þvi að vitað er að blað hans var sent til um 200 áskrifenda erlendis. Fréttaflokkun Það er forvitnilegt fyrir blaðalesendur nú á næst- siðasta tug 20. aldar að kynna sér fréttirnar i þessu fyrsta timariti á Islandi frá þeirri átjándu. Þær eru af margvis- legu tagi yfirleitt án mála- lenginga enda rýmið litið. Stundum eru þær flokkaðar eftirhéruðum, eða þá að þeim er skipt i góðar fréttir og slæmar fréttir, sem kallaðar eru „Artige Hændelser” ann- ars vegar og „Ulykkelige Til- fælde” hins vegar. Dæmi um óhappafrétt i tiðindunum er til dæmis það, að maður brennist illa i salt- vinnslu en eitt ljúfasta dæmið um það, sem Magnús sýslu- maður nefnir „Artige hændelser” er sérstæð frásögn um sel, sem svaf á steini er ist.A.vnsKT . ■ m.\.\ní:ds- T 1 i) \i N í) E R. í.. •, 17-3, t 'Jíu • ■■'• I- l>OK»ri Aaroano nov i.wmt. »'* pfivilmfmÞ Kagir'l. irif. N yheðcr. Indf'in inic UAcruwIl (ur vxttt rr.<*7rl 1,!..... !í: '. nrir nun i;rii!i.:gcr J>t,anjcn, f,ii. liliknnc Mjjccdv In.l-inc li.-.vcr ..nfccltgt SK*w 1 ».ns- óng-Súúr » <» t.Itu tr. s< Fif «iivb<U:tr ít n»f!i< .;r.! ;.cí i t -ncn mcl- Iv.1, jr.ic r ci; vin.lt: J.U-’.n .,v (.., Mánaðartiðindin hófu göngu sina haustið 1773, allfjölbreyti- legt timarit I litlu broti, prent að i Hrappsey. örn réðist á hann. Þessi frá- sögn hefði væntanlega flokk- ast undir slæmu fréttirnar ef hún hefði ekki verið lengri. En hún var það. Það kom nefnilega til sög- unnar köttur, sem réðist á örninn. Ránfuglinn greip kött- inn og flaug með hann á brott. Fljótlega sleppti örninn hon- um þó úr háalofti. Kötturinn lifði af fallið hefur að likindum lent mjúklega og allt fór vel. Þetta taldist fréttnæmt árið 1773 af þvi, eins og segir i Mánaðartiöindunum að „svo viðreistur og hugrakkur kött- ur er ekki á hverju strái”. En þetta myndi sennilega ekki siður teljast góð frétt árið 1981. Fjölbreytni Það vekur athygli nútima- manna, hve þetta fyrsta tima- ritokkar lslendinga var i raun góður fréttamiðill og einnig að hve miklu ieyti fréttaefni þess svipar til þess sem gerist i dagblöðum nútimans, þótt framsetning efnisins og gerð blaðsins sé skiljanlega ólik þvi sem nú gerist. I Mánaðartiðindunum voru margvislegar smáauglýsing- ar, en frásagnir og fréttapistl- ar af ýmsu tagi voru mun fyrirferðarmeiri en aug- lýsingarnar. Sagðar voru fréttir af hafis og heyleysi.há- kariaveiðum og hreindýrum, gestakomum, hjónaböndum, dauðsföllum, dómsmálum, veðráttu, verðlagi, þinghaldi og matarskorti. Einnig var fjallað um innflutning, bóka- útgáfu, landbúnað, verslun og iðnað i landinu i Mánaðar- tiðindum sýslumannsins. Þannig var i stuttu máli upphaf timaritaútgáfunnar hér á landi — frumraunin á sviði islenskrar blaða- mennsku fyrir 208 árum. Þetta er eitt þeirra brota úr forsögu nútima fjölmiðlunar, sem mér finnst ástæða til að rifja upp i þessum pistlum. Þótt við bein- um aðallega athygli að sam- tiðinni ætti aldrei að saka að hýggja ab fortiðinni. —ÓR Ólafur Ragnarsson skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.