Tíminn - 30.06.1981, Qupperneq 12

Tíminn - 30.06.1981, Qupperneq 12
Þriðjudagur 30. júni 1981. Þriðjudagur 30. júní 1981. 13 Vigdís Finnboga* dóttir í Stranda- sýslu: ■ Ileimsókn forseta ís- lands til Dala- og Strandamanna er nú á enda en minningin er enn fersk um þessa góðu daga. Við ræddum i gær við Karl Loftsson, bankagjaldkera á Hólmavik, sem var i för með forseta meðan á heimsókn hennar i Strandasýslu stóð, og báðum hann að rifja upp með okkur viðburði heimsóknarinnar. „Það var um kl. 14.30 á sunnu- dagað forseti kom að sýslumörk- unum á Laxárdalsheiöi”, segir Karl Loftsson, ,,og þar tók sýslu- maöurinn okkar, Hjördis Hákon- ardóttirá móti henni, ásamt fleiri aðilum héðan úr sýslunni. Var þá ekið sem leiö lá norður Stranda- sýslu til Hólmavikur og ekið all greitt, amk. á stærri og betri bil- unum, en vegur var lika ágætur og má þakka forráðamönnum Vegageröarinnar fyrir það. Þegar komið var til Hólmavik- ur mátti sjá að eftirvænting manna var mikil, þvi um 250—260 manns höfðu þegar safnast saman við barnaskólann, en þar byrjaði forseti á þvi að opna menningarvöku okkar Stranda- manna. Þá voru bornar fram kaffiveitingar og var léttur brag- ur yfir þessu samkvæmi og hafði forsetinn mestu ánægju af að tala við fólk sem þarna var komið. Fannst það þá þegar sem siðar kom i ljós i allri ferðinni hve for- seta veittist létt að blanda geði viö fólk og hve framkoma hennar var frjálsleg. Að þessu loknu var farið i sýslu- mannsbústaðinn og var þar. snæddur kvöldverður hjá sýslu- manni með sýslunefndarmönn- um, sem þar voru komnir. Næsti liður á menningarvökunni var sýning á leikriti Jökuls Jakobs- sonar „1 öruggri borg” að Laug- arhóli i Bjarnarfirði og var nú haldið þangaö og var þar húsfyll- ir. Árla dags á þriðjudag var hald- ■ Vigdis Finnbogadóttir, forseti Islands, gróðursetti tré við ýmis tækitæri á ferð sinni um Dali og Strandir. Dreif jafnan aö f jölda barna við þau tækifæri, eins og sjá má á þessari mynd. tsland á sér marga yndisbletti og hér var stansað á einum þeirra I Kaldbaksvik og snætt nesti.. Mikil bilalest var jafnan I fylgd forseta. Hér sést forseti og hluti bilalestarinnar f Bitrufirði. Ljósm. G.T.K. „Jafnvel forsetabfllinn. ■ Hér útskýrir Vigdis fyrir ungu kynsióðinni á Hóimavik merkingu trjáplantnanna þriggja, sem hún gróðursetti þar, — ein fyrir stúlkur, önnur fyrir pilta og hin þriðja fyrir öll ófæddu börnin. MÁTTl TEUfl ÞÁ Á FINGRUM ANNARRAR HANDAR SEM EKKI KOMU TIL AD FAGNA FORSETANUM! ið til Grimseyjar á Steingrims- firöi á vélbátnum Sigurbjörgu, sem Jóhann Guðmundsson, skip- stjóri, stýrði. Var þetta um klukkustundarsigling. Þar biðu þeir Bjarni Guðmundsson i Bæ og Guðjón Guðmundsson i Bakka- gerði ásamt fleirum, til þess að taka á móti forsetanum. Var þessi stund, sem dvalið var i Grimsey, hin dásamlegasta, gengið var um alla eyjuna og far- iðupp i vitann þar, en skyggni var mjög gott. Þá var farið að Drangsnesi og þar tóku Drangs- nesingar, með oddvita sinn, Þórir Hauk Einarsson, i fararbroddi á móti forsetanum. Var þá farið út að Kerlingu, sem er stór drangur, sem Drangsnes dregur nafn af og flutti Ingólfur Andrésson, hrepps- nefndarmaður þar sögu Kerling- arinnar. Þarna voru gróöursettar þrjár hrislurog þá haldið norður i Laugarhól, þar sem sest var að afar fögru hátiðarborði. Flutti þar ávarp Þórir Haukur Einars- son, Jörundur Gestsson á Hellu las írumort ljóð, Ingimundur Ingimundarson á Svanshóli sagði frá landnámsmönnum i Kald- rananeshreppi og Jensia Jens- dóttir flutti sögu Drangsness. Var mikill hátiðabragur yfir þessu borðhaldi. Að þessu loknu var haldið til Hólmavikur, litið við i frystihúsinu og saumastofan Borgir skoðuð. Hlaut forseti þar aö gjöf peysu og fagran jakka.. Þá var kirkjan i Hólmavik skoðuð. Tók séra Andrés Ólafsson þar á móti forsetanum, ásamt konu sinni, Arndisi Benedikts- dóttur. Rakti hann þar bygging- arsögu kirkjunnar og um leið sögu Hólmavikurkauptúns. A þriðjudagsmorgun var lagt af stað áleiðis norður i Árneshrepp rneð viðkomu i Staöarkirkju. Þar tók Andrés Ólafsson, sem þjónar Staöarprestakalli, enn á móti forsetanum, ásamt sóknarnefnd- armönnum þar. Var kirkjan skoðuð undir leiðsögn séra And- résar.en þá ekið sem leið lá norð- ir, með viökomu i Kaldbaksvik. Var þar snætt nesti i ljómandi fögru veðri. Leiðsögumaður i Kaldrananeshreppi var Ingi- mundur Ingimundarson. Þegar kom að hreppamörkum Arneshrepps og Kaldrananes- hrepps tók hreppsnefndin i Ár- neshreppi á móti forsetanum ásamt hreppstjóra. Var nú ekið noröur, staldraö við skamma stundí Djúpuvik og litast um þar. Þegar komið var norður að Ar- nesi i Trékyllisvik, félagsheimili þeirra Árneshreppsbúa, voru þar mættir nær allir ibúar Arnes- hrepps og sagði hreppstjóri að þá ibúa hreppsins mætti telja á fingrum annarrar handar, sem ekki hefðukomið að fagna forseta þarna. Var sest að kaffiborði og fluttu þeir ræður Guðmundur G. Jónsson, hreppstjóri, sem bauð forseta velkominn, Gunnsteinn Gislason rakti sögu Árneshrepps og Guðmundur Valgeirsson i Bæ hélt snjalla ræðu. Þá mæltu þau nokkur orð, Guðmundur Guð- mundsson frá Melum og Regina á Gjögri. Voru forseta þarna færðir að gjöf bráðfallegir selskinns- skór, sem húsfreyjan i Munaðar- nesihafði gert, og fagurlega mál- uð rekaviðarfjöl, sem Bjarni Jónsson, listamaður i Hafnar- firði, haföi málað. Var nú ekið um Árneshrepp, farið norður á Eyrarháls, þar sem Drangaskörðin blöstu við og norðurhluti Arneshrepps. Var það fögur sjón þvi veöur var hið feg- ursta og fjörðurinn og sjórinn spegilsléttur. Þá var ekið að Munaðarnesi, nyrsta byggða bænum i Stranda- sýslu, en þaðan haldið að sund- lauginni i Krossnesi. Loks var haldið i kvöldverðarboð til odd- vita Arneshrepps, Gunnsteins Gislasonar, og staðið þar við nokkurn tima. Þá var ákveðið að fara i félagsheimilið að Árnesi, þvi þar átti nú að byrja dagskrá. Þar söng kirkjukór Hólmavikur, flutt leikritið „Ruddinn” eftir Tsjekov, af leikendum i leikfé- lagi Hómavikur. Enn söng söng- flokkurinn Hvitabandið i Bjarn- arfirði. Gerðu menn góðan róm að þessari skemmtun. Þótti heimsóknin i Árneshrepp hafa tekist velog hafa orðið ibúum þar til hins mesta sóma. Þrjár trjá- plöntur gróðursetti forseti við Ar- nes. A miövikudaginn hófst dagskrá með þvi að forsetinn gróðursetti þrjár trjáplöntur við kirkjuna i Hólmavik og var þar f jöldi manns samankominn i besta veðri. Þá var ekið i Broddanes, þar sem ibúarúr Fellshreppi, Kirkju- bólshreppi og Óspakseyrarhrepps, heilsuðu forseta. Þar voru gróð- ursettar þrjár trjáplöntur og að þvi búnu voru henni færðar gjafir, ljósmynd af Broddanesi, tekin frá Kollafjarðarnesi af Tryggva Samúelssyni, og askja, sem hag- leikskonan Signý Sigmundsdóttir á Óspakseyri hafði gert. Var þarna hin ánægjulegasta viödvöl og veitingar á borðum. tbúar Fellshrepps fylgdu for- seta nú að hreppamökum Fells- hrepps og Óspakseyrarhrepps. Þar voru ibúar Fellshrepps kvaddir, en ibúar óspakseyrar- hrepps fylgdu forseta að mörkum sins hrepps og Bæjahrepps. Þar tók hreppsnefnd Bæjahrepps, ásamt hreppstjóra, á móti for- seta. Var nú ekið aö Borðeyri, þar sem hreppsnefnd og ibúar Bæja- hrepps buðu forsetanum til veg- legs hádegisverðar. Pálmi Sæ- mundsson hélt þar ræðu og bauð forseta velkominn, Jón Jónsson á Melum flutti ræðu og rakti sögu hreppsins, og loks tilkynnti odd- viti að færa skyldi forseta sútað lambskinn að gjöf skyldi hún sjálf ráða lit þess. Þá færði sýslumað- ur forseta bókina Strandamenn eftir Jón Guðnason að gjöf. Að há- degisverðarboðinu loknu, var gengið i Vigdisarlund, en hann er svo til kominn að þar gróðursettu stuðningsmenn forseta trjáplönt- ur á kosningadaginn i fyrra. Að þvi loknu var ekið að sýslumörk- um Strandasýslu og Mýrasýslu og var forseti þar kvaddur að ánægjulegri heimsókn lokinni. A kveðjustundinni lýstu þær forseti og sýslumaður þvi yfir að ákveðið væri að stofna sjóð til endurbyggingar Staðarkirkju i Steingrimsfirði og lögðu þær fram fé til sjóðstofunarinnar, en Staðarkirkja á sér merka sögu og þessi ráðstöfun þvi hin fegursta.” Sagði Karl Loftsson að Strandamenn lifðu i endurminn- ingum um þessa ágætu heimsókn og kvaðst vona aö það gerði for- seti tslands einnig. —AM Dráttarvél Til sölu International Harvester 574 HYDRO árgerð 1978, ekin aðeins 400 stundir. Með á- moksturstækjum. Upplýsingar gefur Svinabúið Þórustöð- um ölfusi 801 Sel- fossi simi 99-1174 Til sölu sláttuþyrla MF70, 4ra ára i góðu ástandi. Upplýsingar i sima 99-6858. ||U^IFEROAR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.