Tíminn - 30.06.1981, Side 14
Í4
Þriðjudagur 30. júni 1981.
heimilis-tíminn
í Heimilisiðnaðarskólanum:
„Hér er leitast við
að varðveita gömulT
þjóðleg vinnubrögð”
segir Sigríður Halldórsdóttir skólastjóri
Kyrrð og friður rikti
i húsakynnum
Heimilisiðnaðarskói-
ans, þegar ég leit þar
inn fyrir helgina til
þess að ræða stuttlega
við Sigriði Halldórs-
dóttur skólastjóra.
Fátt benti til þess að i
vetur hefðu nemendur i
skólanum verið um 550
talsins, og námskeið
rúmlega sextiu, en svo
mun þó hafa verið.
Heimilisiðnaðarskólinn er
starfræktur á vegum Heimilis-
iðnaðarfélags Islands, og er til
húsa að Laufásvegi 2, þar sem
einnig er önnur af tveimur
verslunum félagsins. Skólinn
hof starfsemi sína áriö 1979, og
fyrsti skólastjóri var Kristin
Jónsdóttir. Sigriöur Halldórs-
ddttir skólastjóri tók við af
Kristínu um áramótin 1980.
— llcimilisiðnaöarfelag hefur
efnt til namskeiða af og til allt
frá upphafi. en einhver breyting
hefur þó oröið á, þegar skólinn
tók til starfa?
— Aðalbreytingin var i þvi
fólgin, segir Sigriður, — að
skólast jóri var ráðinn. Fram til
þess tíma hafði allt starf i sam-
bandi við skipulagningu nám-
skeiðanna verið unnin i sjálf-
boðavinnu. 1 byrjun var skóla-
stjórastarfið hálft starf, en
hefur verið heilt starf frá
siðustu áramótum. Heimil is-
iðnaðarfélagiö hefur alltaf hald-
ið einhver námskeiö, og fyrir
fimmtán árum var tekin á leigu
ibiið til þess að halda námskeið i
myndvefnaði, jurtalitun, spuna
og teikningu. Þar kenndu þær
Vigdis Kristjánsdóttir, Ingi-
björg Eyfells og Valgerður Bri-
em. Þegar Heimilisiðnaðarfél-
agið fékk húsnæðið i Hafnar-
strætinu var h'ka farið að halda
þar námskeið og loks fluttust
námskeiðin að mestu hingað á
Laufásveginn.
— Hvaö geturöu sagt um
starfið sfðast iiðinn vetur?
— Vetrarstarfið var skipulagt
fyrirfram fyrir allt skólaáriö.
Tafla yfir námskeiðin var fjöl-
rituö og lá hún frammi I versl-
unum félagsins og viöar. Við
augiystum starfsemina I blöð-
um og innritun hófst um
mánaðamótin ágúst- septem-
ber.
Kennslan hófst 8. september
og henni lauk 26. mai. Sam-
kvæmt námskeiðatöflunni voru
fyrirhuguö 69 námskeið, en 7
námskeið þurfti aö fella niður
vegna ónógrar þátttöku.
Námskeiðin voru frá 13.5 til 99
kennslustunda löng, og
nemendafjöldinn varö um 550
manns. A dagskrá voru 28
Heimilisiðnaðar-
skólinn er til húsa að
Laufásvegi 2 i
Reykjavik. Þegar
hausta tekur má
aftur leita upp-
lýsinga um starf-
semi skólans i skrif-
stofu hans.
Sigrföur Halldorsdóttir við vefstólinn.
námsgreinar en kennarar voru
samtals 18.
Liður i fullorðins-
fræðslunni
— Fellur Heiinilisiðnaðar-
skólinn inn I skólakerfi lands-
ins?
— Nei, en við vonumst til þess
aö hann geti i framtiðinni falliö
undir fullorðinsfræösluna.
Skólanefndin sótti um styrk
fyrir skólann til menntamála-
ráðuneytisins og skólanum voru
veittar 2 milljónir gamalla
króna á fjárlögum fyrir 1981.
Þess má geta, að f járveitingin,
sem nú fékkst til skólans er sú
fyrsta, sem hann hefur hlotiö
frá menntamálaráðuneytinu.
— Hvaö eru að jafnaöi margir
nemendur á hverju námskciði?
— Nemendurnir eru 8-10 tals-
ins. HUsnæðið leyfir ekki fleiri,
og ekki er heldur hægt að bjóöa
einum kennara upp á að kenna
fleiri nemendum samtimis. Ef
færri en sex sækja um eitthvert
námskeið höfum við orðið að
fella þaö niður.
Vefnaður alltaf vinsæll
— hnýtingá undanhaldi
Sé litiðá námskeiðsskrána frá
siðasta vetri er augljóst, að
vefnaöur er þar ofarlega á
blaði. Hér erum að ræða vefnaö
bæði fyrir byrjendur og börn og
lengra komna. Vattteppagerð er
einnig kennd á mörgum nám-
skeiðum og sömuieiðis tusku-
bnlöugerö, en Sigriður segir
okkur, að vattteppin og tusku-
brúöurnar séu með þvi vinsæl-
asta um þessar mundir. Vefnaö-
urinn hefur alltaf verið vinsæll
og htil breyting orðið þar á.
Tiskufyrirbrigöi eins og hnýting
er aftur á móti á undanhaldi.
Námskeið eru i leðursmiði,
útskuröi, tauþrykki, hekli og
prjóni og jólaföndri.
1 grein, sem Sigriður Hall-
dórsdóttir ritaði nýlega i blaðið
Hugur og hönd sagði hún m.a.
„Um val á námsefni i Heimilis-
iönaðarskólanum má segja, aö
leitast er við að varðveita göm-
ul, þjóðleg vinnubrögð og finna
þeim staö i' nútima þjóðfélagi.
Oft gengur þetta átakalitiö og
eins og af sjálfu sér, þ.e.a.s.
eftir spurn og þátttaka er næg.
Að sjáifsögðu er ekki eingöngu
efnt til námskeiða i eftirsóttustu
greinunum. Það eru jafnan boö-
in námskeið í greinum, sem
fremur takmörkuð aðsókn er
aö, greinum sem við teljum
hafa ótvirætt menningargildi og
beri þvi skylda til að viðhalda
sem heimihs- og handiðnaði.”
Sem dæmi um þessa tegund
námskeiða má sjá á skránni tó-
vinnu, baldiringu, knipl, þjóð-
búningasaum, skógerð, þar sem
kennt er að gera sauðskinnsskó
og jurtalitun.
Krosssaumsrósir I kíló-
metra vis
Námskeið hafa verið haldin i
útsaumi, en um þau segir
Sigriöur: —Sannleikurinn er sá,
aö ótrúlega erfiðlega gengur aö
komaá námskeiði i útsaumi, þó
að manni sýnist þar almennt
vera óplægður akur, ef dæma
má af þeim einhæfa útsaumi,
sem íslenskar konur hafa mest
handa milli og framleiða i kilö-
metravis, sem sé innfluttar
plastpoka-pakkaðar kross-
saumsrósir. Við eigum margar
gamlar útsaumsgerðir, sem
hafa varöveitst hér lengur en
annars staöar, eöa hafa fengið
einhver séreinkenni vegna ein-
angrunar landsins, svo sem
refilsaum, glitsaum tvenns
konar augnsaum, blómstur-
saum, sprang, gamla kross-
sauminn o.fl. Þessar útsaums-
aöferöirber okkur aö varðveita.
1 Hémilisiðnaðarskólanum er
leitast við aö vekja á þeim á-
huga, en þaö hefur þvi miöur
ekki enn boriö árangur sem
erfiði.
— Hvernig hefur verið staðið
undir rekstri skólans til þessa?
— Námskeiðsgjaldið hefur
verið látið standa undir greiðslu
til kennaranna, en laun skóla-
stjórans greiöir Heimilis-
iðnaðarfélagið sjálft. Kenn-
ararnir hafa fengið greiðslur i
samræmi viö kjarasamninga,
en þess má geta, aö nemendurn-
ir fá efni i þær prufur, sem þeir
gera á námskeiðunum ókeypis.
Siðan kaupa þeir sjálfir efni i
stærri verkefni, sem þeir kunna
aö gera á námskeiðinu, eöa i
framhaldi af þvi. Viö höfum
leitast við aö hafa útlærða kenn-
ara i öllum þeim greinum, þar
sem slikt er fyrir hendi.
— Eru einungis konur á nám-
skeiðunum ykkar?
— Konur haf a alla tið verið i
miklum meirihluta. En karl-
Tfmamynd EUa.
mennirnir eru nú farnir aö Iáta
sjá sig meira að segja á nám-
skeiöum,sem margir hugsa sér
kannski að helstséu fyrir konur.
Má t.d. nefna bótasauminn,
myndvefnaðinn og almennan
vef nað.
tJtskurðurinn var hér áður
öllu frekar karlavinna, en nú
eru konurnar að ná þar yfir-
höndinni lika.
Námskeið fyrir fólk ut-
an af landi
— Eréitthvað nýtt á döfinni hjá
ykkur á næstunni?
— Viö erum að velta fyrir
okkur, hvort ekki sé hægt aö
efna til námskeiða, sem standa
skamman tima, en eru lengur
dag hvern. Helst höfum við þá
hugsaö okkur að þessi námskeið
gætu verið fyrir fólk utan af
landi, sem siðan gæti tekið að
sér kennslu þegar heim kæmi.
Lika hefur verið rætt um aö
skipuleggja sérstök námskeiö
fyrir nemendur i framhalds-
skólum. Nemandi, sem sótt
hefur námskeiö með að minnsta
kosti 80% mætingu getur fengið
vottorð um þátttöku i iok nám-
skeiös. Margir hafa getaö nýtt
sér þessi vottorð. Nemendur i
framhaldsskólum hafa fengið
námið viðurkennt, sem þátt i
vali og kennarar, sem sótt hafa
námskeiö i' Heimilisiðnaðar-
skólanum hafa fengiö þau
viðurkennd til stiga.
— Að lokum, Sigriður, hvernig
er andinn í skólanum?
— Það hefur verið mjög á-
nægjulegt aö vinna við skólann.
Kennarar og nemendur eru allir
mjög jákvæðir og áhugasamir
um það sem verið er aö gera, og
nemendurnir sækja námiö vel.
Húsnæðið er ef til vill nokkuð
þröngt, en ég hef aldrei heyrt
kvartað undan þvi. Hér rikir
mjög góöur andi.
fb
Meiri
eggjahvíta
í avókadó
en öðrum
ávöxtum
■ Við sögðum litillega
frá avókadó-ávextinum
hér á siðunni fyrir
nokkru. Nú höfum við
fengið meiri og betri
upplýsingar um þennan
ávöxt. Vitið þið til
dæmis, að hann inni-
heldur meira af eggja-
hvítuefnum en nokkur
annar ávöxtur? Auk
þess er hann auðugur af
A og B vitaminum, C,D
og E vitaminum og fjöl-
mörgum málmum.
Avókadó er saðsamur ávöxtur .
Þess vegna er hann sérlega
heppilegur til matar fyrir fólk,
sem vill leggja af og er i megrun.
Þar sem nota má avókadó á
margvislegan hátt erekki hættaá
að fólk i megrun fái leið á honum,
eöa fái svokallaða „megrunar-
kúrþreytu” en það er þreyta, sem
fljótlega segir til sin, þegar fólk
hefur lengi reynt að halda i við sig
matinn. I Avókadó er litill sykur,
og þaðkemur sér vel fyrir sykur-
sjúka, sem vilja borða ávöxtinn.
Oröið avókadó er dregið af ind-
verska orðinu akukati, sem er hið
sama og endirinn á chokolati i
súkkulaði. Avöxturinn er peru-
laga og er þvi oft kallaður
avókatópera.
Og nú skulum við bæta við upp-
skriftum f avókatósafnið.
Smurbrauð
Blandið saman smástjiikjum
af afhýddum avókadó-ávexti,
steiktum beikonbitum, hænsna-
kjöti, túnfiski eða mildum osti.
Beriö þetta fram meö rúgbrauði
og kryddið með salti og papriku.
Þetta er mikið góðgæti.
Smáavókadóbitar bornir fram
með sterkum osti og brauöi eru
lika mikiö ágæti.
Avókadóálegg
Hræriö sundur avókadó, bætið
saman við þremur msk. af
majónesi, 2 msk. af tómatsósu, 1
msk. sftrónusafa, svolitlum
pipar, salti og finsöxuöum lauk.
Þetta er gott með ristuðu brauði
eða hreinlega með kjöti eða fiski,
sem nokkurs konar sósa.
Grænmetissalat
Blandið saman agúrkubitum,
tómötum eða ööru grænmeti, sem
til er á heimilinu. Set jið út i svo-
litiö majónes eða einhvers konar
grænmetissósu. Takið hýöið utan
af avókadó, skerið i smábita og
setjið saman við grænmetis-
salatiö. Berið salatiö fram kælt.
Ávaxtasalat
Blandið saman appelsinubit-
um, ananas og niðurskornum vin-
berjum. Stráið ofurlitlu áf sykri
yfir, og setjið hakkaðar hnetur út
i. Siðast er bættsaman viö niður-
skornum avókadóávexti. Berist
fram kalt.