Tíminn - 30.06.1981, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 30. júni 1981.
15
nútíminn
minning
Fjörkippur í
hljómplötu-
Sigurður Þ. Söebech
útgáfu
Mikill fjörkippur er komin i is-
lenska plötuiítgáfu. Meö endur-
reisn smáskifunar eru hljóm-
sveitimar ófeimnari viö aö senda
efni sittá markaöinn. Smáskifan
gerir þeim einnig mögulegt aö
kanna hvort grundvöllur sé fyrir
frekari plötudtgáfu. NU á næstu
vikum mun rigna yfir dckur frón-
bUa hljómplötum og er ekki Utlit
fyrir nipstytta fyrr en eftir miöj-
an jUli.
„Þeyr” eru nU aö vinna aö sinni
annarri stóru plötu. Hljómsveitin
er í stööugri þróun og er ekki ólik-
legtað þessi plata veröi f rábrugö-
in öllu því sem þeir hafa gert
hingaö til.
„Fræbblarnir” hyggjast senda
frá sér á næstu vikum stóra plötu.
Gaman verður aö heyra i þeim
aftur eftir nokkurt hlé.
„Brimkló” er um þessar mund-
ir aö leggja sföustu hönd á
fimmtu plötu sina. Sem fyrr
koma þeir viöa viö og lagaval er
mjög fjölbreytt.
„Bubbi Morthens” gat ekki
sent frá sér sólóplötu sina 17. jUni
s.l. eins og hann haföi hugsað sér
vegna þess aö hann var óánægöur
með skuröiinn á henni.HUn mun
eiga að koma Ut 17. jUli.
„Taugadeildin” ung og n)p-
rennandi sendir frá sér sina
fyrstu smáskifu á næstu dögum.
„Bara-flokkurinn” frá Akur-
eyri ætlar bara að senda frá sér
sexlaga smáskifu. —M.G.
1 dag 30. júni verður til moldar
borinn vinur minn, Sigurður Þ.
Söebech, kaupmaður. Hann lést á
Borgarspitalanum 22. júni s.l.
eftir stutta sjúkdómslegu af sjúk-
dómi, er enginn mannlegur mátt-
ur, fær ráðið við. Siggi Söebech,
einsog hann var jafnan kallaður,
fæddist 26. ágúst 1936 og var þvi
aðeins fjörutiu og fimm ára er
hann lést.
Allan sinn tima var Siggi við
hina ágætustu heilsu og kenndi
sér afar sjaldan nokkurs meins.
Það kom okkur öllum, er hann
þekktu þvi mjög á óvart, er hann
skyndilega var lagður inn á
sjúkrahús, þar sem heilsu hans
hrakaði ört, og á skömmum tima
var hann allur, langt fyrir aldur
fram.
Siggi var borinn og barnfæddur
Reykvikingur. Hann ólst upp i
vesturbænum i foreldrahúsum,
ásamt Friðriki bróður sinum, við
heldur þröngan kost, en mikla
umhyggju móður sinnar, er lést
fyrir nokkrum árum, en til henn-
ar bar hann mikla ást og traust.
Að loknu skyldunámi hóf hann
nám i búfræðum við Bændaskól-
ann að Hólum i Hialtadal og lauk
þaðan burtfararprófi 1954.
Kann þessi áætlan hans að segja
nokkuð um hvert hugur hans
stefndi á þessum tima, enda átti
hann síðar á lifsleiðinni eftir að
standa fyrir myndarlegum bú-
skap i Reykjafirði i Strandasýslu,
og byggði þar gott hibýli handa
ábúendum, sem enn stunda þar
búskap.
Arið 1958 kvæntist Siggi eftirlif-
andikonu sinni, Ólöfu Guðmunds-
dóttur, hinni mestu ágætiskonu og
áttu þau hið myndarlegasta
heimili i Garðabæ þar sem þau
höfðu byggt sér fallegt einbýlis-
hús en þar nutu sin öll einkenni
snyrtimennsku hinnar dugmiklu
eiginkonu hans. Var oft gest-
kvæmt hjá þeim hjónum, enda
kunningjahópurinn stór og vel
tekið á móti vinum, er þá bar að
garði.
Þau eignuðust sex dætur, Emi-
liu 22 ára, Kristjönu 21 árs, Sigur-
björgu 19 ára, Karólinu 17 ára,
Sigriði 15 ára, Þórarinnu 8 ára.
Fyrir átti Siggi eina dóttur, Helgu
Margréti er ólst upp hjá móður-
systur sinni.
Kynni okkar Sigga hófust fyrir
um það bil 20 árum, er við störf-
uðum báðir hjá Silla og Valda,
hann sem verslunarstjóri að
Laugavegi 82, og ég sem sendill
með skólanum. Varð mér fljótt
ljóst að þar fór maður, sem ekki
alltaf fylgdi þeim hegðunarregl-
um, er oft eru svo hvimleiðar
þeim, sem eftir þeim fara og
stundum litt skiljanlegar hinum.
Hins vegar var háttvisi hans al-
gjör i alvöru lifsins.
Þessi ungi verslunarstjóri var
svo samviskusamur og einlægur i
starfi, að verslun hans bar af
öörum hjá Silla og Valda. Það
eitt, er ekki svo litið er haft er i
huga að á þeim tima voru það að-
eins miklir skörungar sem kom-
ust til verslunarstjórastarfa hjá
Silla og Valda, og þótti það mikil
upphefð.
Hann hafði óskipt traust vinnu-
veitenda sinna, og lýsti Silli hon-
um með þeim orðum, eftir að
hann hætti störfum hjá þeim, „að
verk hans segðu meira en nokkur
orð”.
Sigurður Söebech var stórbrot-
inn maður, maður, sem skar sig
úr hópnum hvar, sem hann fór
um, yfirleitt glaður og reifur.
Hann skar ekki atfylgi sitt við
nögl, þegar hann mátti og honum
þótti þurfa. Fáa þekki ég, er með
meiri krafti og áhuga hafa gengið
til starfsins með þvi hugarfari að
ljúka þvi á sem skemmstum
tima. Honum lá hátt rómur og
hann hafði gott lag á að stjórna
fólki og fékk ótrúlegustu menn til
að sýna sannan starfsvilja.
Þessir kostir hans komu glögg-
lega i ljós er hann stofnaði sitt
eigið fyrirtæki, Söebechsverslun
h.f. 1966, en það fyrirtæki rak
hann til dauðadags af hinum
mesta myndarskap. Hún var ein
fyrsta matvöruversiunin hér-
lendis með kjörbúðarsniði og
sýndi glöggt áræði hans og þrek
til að takast á við stórbrotin verk-
efni. Hann skilaði svo lengi sem
ég man, löngum vinnudegi, 12, 14
jafnvel 16 timar á dag skiptu ekki
máli aðeins það eitt að ljúka
verkefninu. Þetta átti jafnt við
meðan hann var i þjónustu ann-
arra og eftir að hann hóf sjálf-
stæðan atvinnurekstur. 1 starfi
gustaði af honum og honum unn-
ust verkin vel.
Ætla mætti að slikur garpur
hefði litlu haft að miðla til handa
fjölskyldu sinni. En þannig var
þessu ekki farið með Sigga.
Ahugamál hans voru starfið og
fjölskyldan. Fjölskyldu sinni
sýndi hann ást og umhyggju.
Siggivar sannur vinur vina sinna.
Til hans var gott að leita ef menn
þurftu hjálpar við og félögum sin-
um reyndist hann i hvivetna trúr.
Mér finnst að flestir af minni
kynslóð og eldri kannist við Sigga
Söebech. Hann var maður mikill
á velli, laglegur með skarplegt
yfirbragð og augun snör og lif-
andi. Mér þótti sem einhver
verndarhönd fleytti honum
furðanlega gegnum brim og boða.
Þvi er bágt að trúa þvi að hann sé
nú kominn yfir móðuna miklu
þangað sem alveg er vist, að allir
munu fara, fyrr eða siðar. En
jafnvel þó margir hafi kannast
við Sigga er ég ekki jafnviss um
að þeir hafi verið margir, sem
þekktu þann dreng er hann hafði
að geyma.
Um Sigurð Söebech mætti rita
heila bók. Það er af nógu að taka,
frá mörgu að segja. Hann er
dæmi um islenska afreksmann-
inn, sem með vinnu og aftur vinnu
tókst úr fátækt að komast til
þokkalegra efna, rifa sig út úr
meðalmennskunni og hefja sjálf-
stæðan atvinnurekstur, sæta á
stundum mótlæti og öfund en
standa sifellt jafnréttur eftir. Lif-
ið var honum gott og gjöfuit,
hann var gæfumaður i sinu einka-
lifi.
Konu hans, börnum og öðrum
ástvinum votta ég og fjölskylda
min innilegustu samúðarkveðju
og bið allar góðar vættir að
standa með og styrkja Lollý, konu
hans sem gengið hefur i gegnum
mikinn erfiðleikatima með ein-
skærum dugnaði og stillingu.
Ómar Kristjánsson
Barafiokkurinn
Stórtónleikar
í höllinni
Viö erum ekki að halda
tónleika i venjulegum skilningi
þess orðs, heldur ber fremur aö
litaa þetta sem „atburð”, eða við
stefnum allaveganna aö þvi að
gera þetta að einhverju meira
helduren venjulegum tónleikum.
Það má kannskisegja að þetta sé
okkar uppskeruhátið eftir vetur-
inn.” Þannig fórust Guðna RUn-
ari Agnarssyni orð þegar hann
var inntur frétta af fyrirhuguðum
tónleikum i Laugardalshöll n.k.
föstudag. Guðni er i forsvari fyrir
útgáfufyrirtækiö Ekvimó sem
ásamt hljómtækjaversluninni
Sterió stendur fyrir þessum tón-
leikum.
Eins og alkunna er þá hefur
hljómlistarlif hér á höfuðborgar-
svæðinu verið með blómlegasta
móti og má reyndar segja það
sama um landsbyggöina. Margar
nýjar hljómsveitir hafa sprottið
upp og ekki hafa þær nú beinlinis
fetaö i fótspor forvera sinna.
Nýjar stefnur og ný tónlist er
meir að segja farin að heyrast i
útvarpinu og þaö getur ekki ann-
að en boðaö gott. Gifurlegur
áhugi er meöal ungs fóks á lifandi
tónlist, það sanna hinir fjölda-
mörgu tónleikar sem haldnir hafa
veriðá Hótel Borg og viðar i vetur
og vor. 1 fyrsta sinn i mörg ár
finna ungar hljómsveitir það að
það er virkilegur áhugi fyrir þvi
sem þær eru að gera og þvi er
góður grundvöllur fyrir þvi að
halda tónleika þar sem ungar og
áður óþekktar hljómsveitir fá
tækifæri til að koma fram og
kynna tónlist sina.
A tónleikunum I Laugardals-
höllinni, sem haldnir verða undir
kjörorðinu „annað hljóð i strokk-
inn”, koma fram nokkrar alveg
nýjar hljómsveitir, aðrar aðeins
lengra komnar á þroskabrautinni
og loks þær sem hafa gefið frá sér
plötur. Þannig að Urvalið ætti að
vera nóg, þvi nU er öruggt að ell-
efu hljómsveitir a.mk. koma
fram, en þær eru: „Þeyr”,
„Fræbblarnir”, „Taugadeildin”,
„Bara-f 1 okkurinn”, „Englaryk’’,
„Clitoris”, „Fan Houtens Coco”,
„Tappi tikarrass”, „Exodus”,
„Nast” og „Box”. Aðstandendur
tónleikanna eru i sambandi við
fleiri hljómsveitir, en treystu sér
drici til að gefa þær upp þar sem
enn væri óvissa um það hvort þær
yrðu með eöa ekki. Það hlýtur að
taka sinn ti'ma fyrir allar þessar
hljómsveitir að renna i gegnum
programmið sitt og til aö koma i
veg fýrir að tónleikarnir standi til
morguns þá verða að öllum lik-
indum þrjU sviði gangi. Tvö inni i
sal og eitt Uti (ef veður leyfir).
Margt annað verður gert á
þessum tónleikum mönnum til
andlegrarupplyftingar. Aeinuaf
þessum þremur sviðum veröur
staðiö fyrir ýmiskonar uppákom-
um og stemmningsatriðum, en
hvað nákvæmlega verður á dag-
skrá erekki gefið upp. Eitter vist
að ekki ætti mönnum að leiðast
innan um allt þetta „aktivitet”.
Tónleikarnir veröa haldnir eins
og áður sagði I Laugardalshöll
n.k. föstudag 3. jUli og hefjast kl.
20.30. Miðaverð verður ca. 70.-
kr. —M.G.
Sumarferð
Breiðholtssafnaðar
Sumarferð Breiðholtssafnaðar verður far-
in sunnudaginn 5. júli.
Farið verður Borgarfjörður - Kaldidalur.
Brottför:
Sunnud. 05. júli kl.08:30 frá Breiðholts-
kjöri.
Verð:
Kr. 150.00 pr. mann innifalið hádegis- og
kvöldsnarl
Upplýsingar:
Sverrir Jónsson, Akrasel 25, simi 74844
Sigurður A. Jónsson, Fremristekk 8, simi
74395
Þátttaka skal tilkynnt til ofangreindra
fyrir 3. júli.
Safnarnefnd.
Auglýsið í
Tímanum
Akraneskaupstaður
Heilbrigöísf u lltrús
Auglýst er laust til umsóknar starf heil-
brigðisfulltrúa á Akranesi.
Ráðningartimi er til 1. ágúst 1982. Um er
að ræða hlutastarf. Umsóknum skal skilað
á bæjarskrifstofuna fyrir 5. júli 1981.
Bæjarritari.
ÚTBOÐ
Stjörn Verkamannabústaða i Reykjavik
óskar eftir tilboðum i jarðvegsskipti i hús-
grunna við Eiðsgranda.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B.
Suðurlandsbraut 30, þriðjudaginn 30. júni
gegn 500 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 7. júli
kl.14 á sama stað.
Stjórn Verkamannabústaða i Reykja-
vik.