Tíminn - 18.07.1981, Síða 6

Tíminn - 18.07.1981, Síða 6
6 Laugardagur 18. júll 1981 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvsmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Af- greióslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarins- son. Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir). útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausa- sölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 80.00 — Prentun: Blaðaprent h.f. Orkustefna ungmenna- félaganna eftir Ingvar Gíslason menntamálaráðherra „Alíslenskur sem allra fyrst” ■ í tilefni af þeim umræðum, sem fara fram um samskiptin við svissneska álhringinn, þykir rétt að rifja hér upp ályktun þá, sem var gerð á sið- asta flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hald- ið var 12.—15. marz 1978, um afstöðu hans til stór- iðjumála og þátttöku útlendinga i þvi sambandi. Ályktunin var á þessa leið: „Nýting orkulinda landsins verði miðuð við þarfir landsmanna sjálfra. Stefnt verði að þvi að innlend orka leysi erlenda orkugjafa af hólmi, hvar sem þvi verður við komið. Framsóknarflokkurinn telur að smærri og fjöl- breyttari rekstur henti betur islenzkum aðstæð- um en stóriðja. Samstarf við erlenda aðila um orkufrekan iðn- að kemur aðeins til greina i einstökum tilfellum, enda skal þess ætið gætt að meirihluti eignar- aðildar sé i höndum íslendinga. Starfsemi slikra félaga skal háð islenzkum lögum og dómsvaldi, enda njóti þau ekki betri lögkjara en sambærileg islenzk fyrirtæki.” Þessi ályktun flokksþingsins 1978 er i fullu samræmi við ályktun, sem miðstjórn Framsókn- arflokksins gerði vorið 1965, eða rúmu ári áður en samningurinn við svissneska álhringinn var lagður fyrir Alþingi. 1 þessari ályktun miðstjórn- arinnar- sagði á þessa leið: ,,Rétt er, að kannaðir séu möguleikar á upp- byggingu einstakra stærri iðngreina með beinni þátttöku erlends fjármagns samkvæmt sérstök- um lögum og samningi hverju sinni, enda sé nægilegt vinnuafl fyrir hendi og slik atvinnufyrir- tæki liður i skipulegri uppbyggingu atvinnuveg- anna, en megi aldrei verða til þess, að slakað sé á eða dregið úr eflingu islenzkra atvinnuvega. Slik atvinnufyrirtæki yrðu að öllu leyti að lúta islenzk- um lögum. Megináherzlu ber að leggja á, að stað- setningu slikra fyrirtækja sé, ef til kemur, þannig hagað, að hún stuðli að jafnvægi i byggð landsins. Þess sé og jafnan gætt að tryggja efnahagslegan og tæknilegan grundvöll þess, að Islendingar geti sem fyrst tileinkað sér þá þekkingu og verkkunn- áttu, sem flytjast kann inn i landið á þennan hátt, svo að slikur iðnaður geti orðið alislenzkur sem allra fyrst. Þess sé og jafnan gætt, að erlend fjár- festing verði aldrei nema litill hluti af heildar- fjárfestingu þjóðarinnar.” Það er augljóst af þessum tveimur ályktunum að ekki mun standa á Framsóknarflokknum að vinna að þvi, að eignaraðild og yfirráð yfir álbræðslunni i Straumsvík færist á islenzkar hendur á eðlilegum tima og með nægum undir- búningi. Þetta er eitt af þeim atriðum, sem eðli- legt er að komi til athugunar i viðræðum þeim við svissneska álhringinn, sem eru framundan. Fyrir smáþjóð eins og Islendinga skiptir fátt meira máli en að hafa full yfirráð yfir atvinnu- fyrirtækjum sinum. Þegar Framsóknarflokkurinn tók við stjórn 1927, var sildariðnaðurinn að langmestu leyti i höndum útlendinga. Þetta gerbreyttist á stjórn- arárúm flokksins. Þá komst sildariðnaðurinn all- ur á islenzkar hendur til ómetanlegs hags fyrir þjóðina. Þ.Þ. ■ Viröulegi forseti Islands. Fulltrií- ar bæjarstjórnar Akureyrar. Agætu áheyrendur. Ég óska Ungmennafélagi Is- lands velfarnaðar i lengd og bráð og bið þvi sér- stakrar blessunar á þessum degi og óska félaginu til hamingjumeð þá hátið sem nú er að hefjast. Ég vil minnastþess sérstaklega að ungmennafélagshreyfingin — sem skipulögð samtök — átti vöggu si'na í Akureyrarbæ. Héðan barst hreyfingin út um landið og festirætur hvarvetna um byggðir Islands. Jöhannes Jósefsson, fyrsti for- maður Ungmennafélags Oddeyr- ar, — eins og stofnendur nefndu fyrsta ungmennafélagið — tekur svo til orða í ævisögu sinni, sem Stefán Jónsson alþm. skráði eftir honum: „Við ætluðum ungmennafélög- unum stórt hlutverk i þjóðfélag- inu. bau áttu að endurvekja reisn þjóöveldisti'mabilsins, verða afl- vaki allra dáða og skóli þjóðlegra mennta, andlegra og verald- legra.” Mér gefst ekki timi til þess nú að meta i' smáatriðum hversu ungmennafélögunum hefur tekist að standa við þessi fyrirheit. En hitt er vist að ungmennafélögin fóru með stórt hlutverk i sjálf- stæðisbaráttu og menningarsókn þjóðarinnar á fyrri hluta þessar- ar aldar og skiluöu hlut sinum vel isamstarfi við önnur framfaraöfl i þjóðfélaginu. Og enn i dag gegnir ungmenna- félagshreyfingin mikilsverðu hlutverki i félags- og menningar- lifi þjóðarinnar. bótt timarnir séu breyttir á ytra borði frá þvi sem var fyrir 75árum, þá fullyrði ég að á þessari stundu er engu siður þörf fyrir menningaráhuga og þjóðræknishugarfar ungmenna- félaganna en þá var. Jóhannes Jósefsson sagði að ungm ennafélagshreyfingunni hefði verið ætlað það hlutverk að vera aflvaki allra dáða,— hvorki meira né minna. Ég skil orð Jó- hannesar þannig að þeir félagar hafi ætlað hreyfingunni að manna og mennta tslendinga svo vel að þeir væru færir um að stjórna sjálfir riki sínu, reka sjálfir at- vinnuvegi sina, ávaxta menning- ararf þjóðarinnar með skapandi list og skáldskap, lærdómi og iþróttum, og standa i hvivetna á)rum þjóðum jafnfætis. betta merkir að ungmennafélagshreyf- ingunni var ætlað að leysa úr læð- ingi þá orku, sem innra býr með hverjum einstaklingi og veita henni i sameiginlegt forðabúr andlegrar orku islensku þjóðar- innar. Slfk var orkustefna ung- mennafélaganna. betta er ærið -háleitt markmið og liklega ekki raunsætt, ef kraf- ist er skýrra svara um það, hvernig þessu markmiði skuli náð. brátt fyrir allt eru íslending- ar, þar méð taldir ungmennafé- lagar, breyskir menn i breyskum heimi. En einmitt þess vegna er nauðsynlegt að hafa slikt háleitt markmið til viðmiðunar, ef þjóðin ætlar að lifa af næstu 75 ár sem frjáls og atorkusöm menning- arþjóð. Hin andlega orkustefna ungmennafélaganna getur forðaö þjóðinni frá miklum voða. Hún er það afl sem þjóðin þarfnast. Af þeim sökum bið ég þess að ung- mainafélögin minnist ávallt upp- runa si'ns og starfi ætíð i anda frumherjanna, haldi uppi reisn lýðveldisins og verði ævinlega aflvaki allra dáða og skóli þjóð- legra mennta, andlegra og veraldlegra, eins og Jóhannes Jósefsson orðaði það. Til hamingju með daginn, ung- mennafélagar! Gleðilega hátið! Þolraunin þyngsta Halldór Kristjánsson skrifar Marta Tikkanen. Astarsaga aldarinnar. Kristin Bjarnadóttir þýddi. Iðunn. ,,Um þig og mig væri allt betur ósagt”. ■ betta mætti ef til vill velja að einkunnarorðum þegar fjalla ska! um þessa ástarsögu aldarinnar. Bókin er greinargerð konu sem gift er drykkjumanni en drekkur ekki sjálf. Slikt er til I samtfð okkar en heyrði þó f yrst og fremst tii fyrri hluta aldarinnar meðan flestum þótti sjálfsagt að konur neyttu ekki vins. baö er eðlilegt að slik kona álykti stundum að saga sin, eigin- mannsins og hjónabands þeirra, væri betur ósögð og ætti aö liggja i þagnargildi. Samt eru hér dreg- in fram mörg atriði þeirrar sögu, sum næsta átakanleg og miskunnarlaus svo sem efni standa til. baö er ekki út i bláinn að nefna þetta ástarsögu aldarinnar. Ekki mun meira reynt á styrkog þol ástarinnar við aðrar kringum- stæður. Hér er lika álagið svo mikið að stundum er talað um að vonbrigöi og sárindi hafi snúið ástinni i' hatur. Stundum virðist það vonlaust að vernda ástina en „við losnum aldrei hvort við annaö.” I ööru lagi heyrir þessi lifsreynsla til vissu skeiöi menn- ingarsögunnar þegar konur eru vaknaðar til vitundar um sjálf- stæði sitt og rétt enda þótt ærið vantiá aö jafnréttisé náðireynd. Efni þessarar bókar er kallað ljóð og er skipt i linur samkvæmt þvi. Samt þykir ekki taka þvi að fylgja þeirri uppsetningu alltaf hér þar sem vitnað er til bókar- innar. Inngangsljóð bókarinnar er á þessa leið: Fyrst er það stórkostlegt alveg óskiljanlegt og ótrúlega stórkostlegt að þrátt fyrir allt eru lika til þeir sem sjá undir yfirborðið vita og skilja. En á eftir verður allt aðeins ennþá erfiöara. A eftir kemur spurningin: Hvers vegna ferðu ekki? Ég hef margsinnis verið að þvi komin. ef þessi túr er ekki sá siðasti þá er ég farin ef illskan bitnar á börnunum Þá er ég farin ef hann auk þess byrjar að IjUga þá er ég farin og ef hann dirfist að leggja hendui á mig þá er ég farin þegar börnin þola ekki meir þá blátt áfram verö ég þetta gerðist allt. Samt fór ég ekki. Hvers vegna? bannig er grundvöllur ástar- sögu aldarinnar. bannig er það hjónaband sem hér er prófraun ástarinnar. Vissulega er sú raun stundum ofraun. Frá li'fsreynslu 10 ára sonar er m.a. sagt á þessa leið: „Hann teiknar alltaf ófreskjur, óhugnanlega illvætti með fimmö'u klær og vigtennur og risavaxinn munn. bær hasla sér völl í öllum myndunum og ráöast á allt og alla, andstyggilegan og ógnvekjandi, öskra i angist. Hann þorir ekki að sofna á kvöldin þvi' hann má til að gripa fram i ef þau fara að rifast. bá dregur hann athygli að öðru en þau rifast um svo reiðin beinist gegn honum, þvi meðan þau skamma hann bæði eru þau, aldrei þessu vant, sammála. Hann er sifellt hræddur, alltaf óttasleginn um ósköpin sem hann veitaðdynja yfir. Hann veit bara ekki hvenær.. Hann vogar sér ekki fram hjá opnum glugga og ekki yfir torgið. Hann þorir ekki að ganga i skóla lengur. Nú þorir hann varla aö lifa lengur.” Annars staöar er þessi lýsing: „Nú þarf ég ekkert að vera hræddur lengur segir eitt þeirra um að hann byrji að drekka, f yrst hann er byrjaður er bara aö biða eftir að hann hætti.” Kviðinn er verstur. bað er að vissu leyti bestu stundir fjöl- skyldunnar meðan heimilisfaðir- inn liggur I drykkjuroti. bað er þá sem þriðja barnið „kemur ekki heim fyrr en i myrkri, hvíslar á sófanum i hálf- an klukkutíma nú þegar við, aldrei þessu vant, getum talaö saman undirfjögur augu, — bara við tvö. —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.