Tíminn - 26.07.1981, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.07.1981, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 26. jilli 1981 ■ McCullin: Daubinn og ótt- inn eru ætið nálægir. McCullin, besti stríðsljós myndari heims: •t-' . £ v ' ■}' \.' ; '. \ iiililillii mrnMÉmmmm , mm ■ n Mynd tekin á Kýpur. Þaft er kannskiekkisist fjarlægðin sem gerir þessa mynd óhugnanlega. A NÆSTA ANDARTAKI ER MAÐURINN DAUÐUR ■ Donald McCullin er sennilega besti striðsljdsmyndari heims. Hann talarstöðugt um myndimar sinar, eins og þær séu martröð sem endurtekur sig á hverri nóttu. 1 fyrirlestri sem fluttur var afsegulbandi ér sýning á mynd- um hans var opnuð i International Center of Photography i New York nýlega sagöi hann frá þvi er hann hljóp einn og óvarinn inn I þorp i Vietnam. Foringi suður- vi'etnömsku herdeildarinnar sem hann var i slagtogi við sagði við hann: ,,ÞU ert kannski mjög hugrakkur en þU ert lika mjög heimskur.” McCullin svaraöi: „Ég er kannski heimskur en ég verö heppinn i dag.” „Já,” svar- aði liðsforinginn, ,,en kannski ekki á morgun”. Liösforinginn hafði rétt fyrir sér. Fifldirfska — og dauði — einkenna ávallt ljósmyndir McCullins sem allar eru teknar á svar-hvítar filmur. 1 mörg ár hafa kvalin andlit, rotnandi lik og skelkaðir hermenn horfst i augu viö blaðalesendur um allan heim. baö er erfitt að nefna ljósmynd- ara sem hefur tekiö jafnmikið af jafnhrærandi myndum. NU hefur McCullin sem orðinn er 46 ára gamall, tilkynnt að hann muni liklega aldrei f ramar snUa aftur á vigvöllinn. Ekki er kyn þótt hann hafi fengiö nóg: hann var á Kýp- ur, I Biafra, i Bangladesh og i Vietnam er þar geisuðu striös- átök. Margir aödáenda McCullins vorna að nýjasta bók hans, „Hearts of Darkness”, sem kem- ur Ut á næstunni muni vinna hon- um sess sem listamanni en ekki einungis sem ljósmyndara. Sjálf- ur segir hann hins vegar að ljós- myndun sé ekki list. „Ljósmynd- un er visindagrein sem maður hefur tileiknaö sér,” segir hann. I þessari nýju bók eru engir textar undir myndunum, liklega til þess að leggja áherslu á að þær séu i rauninni „timalausar” handan við dagblaðamennsku. Á sýning- unni i International Center of Photography er aftur á mótifarið öðruvisi aö: þar eru blaöaUr- klippur notaöar sem umgerðir um myndirnar. Báöar aðferðim- ar viröast jafnsterkar. McCullin er Englendingur, hef- ur tekið flestar mynda sinna fyrir hið heimsfræga blað The Sunday Times. Hann ólst upp i mikilli fá- tækt, faðir hans var sffellt veikur og hræðslan við dauðann settist að f brjósti drengsins. Hann var sendur i heimavistarskóla þar sem lifsbaráttan var erfið og hann varð að læra að bita frá sér. Hann slapp frá þessu ömurlega h’fi er hann fékk styrk til skóla- göngu i' listaskóla og sköm mu sið- ar, þegar hann var I Konunglega flughernum, uppgötvaði hann ljósmyndun. Árið 1964 tók hann I fyrsta sinn myndir af striði: þá fór hann til Kýpur fyrir The Ob- server. „Næstu fjórtán árunum eyddi ég i' það að hendast Ur Ur flugvélum og ljósmynda bardaga annarra.” Þótt hann virðist gera fremur Utiö Ur starfi sínu í ofangreindri setningu er það ljóst að ljósmynd- unin — og stríðin — gripu hann heljartökum. „Ég lifði eins og dýr. Ég þvoði mér ekki. Ég át það sem ég kom höndum yfir. Ég svaf þar sem ég sat. Og ég fór að likj- ast hermönnunum æ meira.” Honum var ekkert um það gef:* og i miðju Vietnam striðinu ton. hann sér langt fri og dvaldi i friöi og ró I ensku sveitarþorpi. Ariö 1970þoldi hann ekki viðlengur, þá hélt hann af stað á ný. I Kambó- diu var hann nærri dauður þegar sprengja sprakk skammt frá hon- um. Er verið var að bera hann upp í sjUkrabufreið settist hann upp, dró fram myndavél sina og tók myndir í grið og erg. Hann er annálaður fyrir hugrekki en ef til vill býr annað að baki. Það er ein- hver geggjun I honum, eins og i öllum frábærum stríðsljósmynd- urum. Það sem hann sér og tekur af vekur ógeð hans en samtimis dregst hann að þvi. í upphafi starfsferils hans, þegar hann tók myndir af skærum Grikkja og Tyrkja á Kýpur 1964 var hann varkár. Þær myndir eru aö öllu leyti eins konar inngangur að þvi sem hann sfðar gerði. McCullin er óravegu frá þeim sem hann tekur myndir af, bæöi likamlega — hann hætti sér ekki of nálægt átökunum sjálfum — andlega — þaö er ekkert samband milli ljós- myndarans og myndefnisins. Hin besta af þessum fyrstu myndum hans sýnir tyrkneska leyniskyttu sem hleypur Ut um opnar dyr og ■ Þessikona er 24ra ára. Barniðer að deyja. skugginn eltirá hvitum veggnum. Þaö er róleiki i þessari mynd þráttfyrirallt, hUn er einsog mál- verk. Það hversu góð þessi mynd er stafar eingöngu af formalisk- um ástæðum. Áugnablikið hæfir vel á mynd. Nokkru siðar sá hann dauöan mann f fyrsta sinn. Það hafði óskapleg áhrif á hann. Hon- um bauð við þvf sem hann sá, rétt eins og þegar honum bauð við yf- irvofandi dauöa föður sins, en hann var á einhvern hátt heillað- ur. Þegar Norður-VIetnamar og Vfet Cong sveitirnar hófu Tet- sóknina árið 1968 var Donald McCullin kominn i fremstu vig- linu. Hann var næstum óbærilega nálægt myndefnum sínum. Myndirnar sem hann tók þá eru svo nálægt striðinu aö þær eru aöeins spölkorn frá þvi að vera striöiö sjálft. Ahorfendum mynda hans finnst þeir vera staddir við hlið þess dauöa hermanns sem myndin er af, þeir geta lesið uppkastið að bréfi sem hann hef- ur skrifað unnustu sinni og fallið hefur Ur vasa hans, þeir sjá ■ Landgönguliði I Vfetnam. Hið rétta andlit striðsins. myndina af stUlkunni sem stend- ur Ut Ur veski hans. Og stundum eru á myndunum ólöguleg hrUgöld og áhorfendur vita ekki hvað þeir eru að horfa á fyrr en þeir taka eftir nokkrum limlest- um fingrum einhvers staðar á myndinni. „Mér er ekki sama,” segir McCullin, ,,og þess vegna tek ég myndir af þessu.” McCullin hefur átt einna stærstan þátt i þvi að við — vellif- endur á Vesturlöndum — erum neydd til að horfast I augu við hrylling striðsins. Ef það er rétt að sjónvarpið og fallegu mynda- blöðin færa okkur frá sannleikan- um — eins og Susan Sontag heldur fram i' bók sinni um ljósmyndun — þá heldur McCullin sinu striki. Þetta er þvi merkilegra af þvi að tæknilega er McCullin ákaflega frumstæður ljósmyndari. Hann notar engin bellibrögð eða tækni- brellur til aö auka á áhrifamátt mynda sinna, tekur myndir sinar eins og hver annar amatör. Það er i sambandi viö val mynda sem McCullin er öðrum ljósmyndur- um fremri. Hann veit hvert hann á að beina myndavél sinni, hvenær og hvers vegna. Menn geta haldið ræður gegn striði, far- ið i mótmælagöngur og skrifað þykka do&’anta, en þaö er óþarfi — mynd McCullins af landgöngu- liða i Vietnam sem er stifur af ótta og magnþrota af hræðslu, hún segir allt sem segja þarf. Sama gildir um myndir hans frá Biafra-striðinu. McCullin hryllti viö hungrinu sem hann sá, við grindhoruðum likunum sem lágu eins og hráviði tvist og bast, við börnunum sem voru að deyja. Einmittþess vegna varð hann að taka af þeim myndir. Einu sinni fann hann barn sem var að reyna að sjága mjólkurdropa Ur móður sinni. Móðirin 24ja ára en leit Ut fyrirað vera a.m.k. fertug. Brjóst hennar voru ekkert annað en samanfallið skinn. Daginn eftir að McCullin sá 800 börn deyja Ur hungri flUði hann heim til Eng- lands. Hann gat þetta ekki leng- ur. En meira að segja myndir hans Ur sveitum Englands — sem hann birti i bókinni „Homecom- ing” — bera með sér einhvern hrylling, ótta. Þær eru dökkar, það eru ringningarský i fjarska, legsteinarnir I kirkjugarði breyt- ast i þokunni I raðir hermanna, spörfugl liggur dauður i ájónum. John lé Carré, sem skrifar inn- gang að bókinni „Hearts of Dark- ness”, segir aö myndir hans séu „striðsmyndir teknar á friðar- tima. Hann rekst á vigvöll hvar sem hann fer.” Það er aldrei að vita nema McCullin fari aftur Ut á hinn eig- inlega vigvöll. Hann er nefni- legalega svo einfaldur að hann álftur — eða altént vonar — að myndirhans geti orðið til þess að koma í veg fyrir strið. Og viö megum ekki dást alltof mikið að myndum hans á hinum fagur- fræðilega grunni — hversu snilld- arlega sem þær eru uppbyggðar. Við verðum að muna aö á næsta ándartaki er maðurinn sem myndin er af dauöur, sundurtætt- ur af byssukUlum eða fallinn af hungri, og hvergi til nema á pappi'r. Gjörið svo vel aö haf a það i huga þegar þið skoöið myndim- ar sem fylgja þessari grein, góöir lesarar. —ij, þýddi, stytti og endursagði Ur N ewsweek.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.