Tíminn - 26.07.1981, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.07.1981, Blaðsíða 17
16 Sunnudagur 26. júll 1981 Húsið — sem er ekki nema rúmlega hálfkarað innan ennþá — heitir Herset- ur, segir Ásdís Kvaran umleið og hún vísar mér inní stof una. Svona eftir á að hyggja er húsið líkastil ekki óáþekkt Ásdisi sjálfri — svolítið gróflegt en f jarskalega hlýtt. Það stendur í Mos- fellssveit, raðhús, og í stofunni eru gamlir og virðulegir stássmunir, mikið af myndum á veggjunum og bækur í skáp. Ásdís fer frammi eldhús að ná í pilsner. Það kemur Ijóshærð , snaggaraleg og brosleit telpa og kynnir sig — fyrir áeggjan móður sinnar úr eldhúsinu: Hjördís. Hvað heitir þú? Ert þú að koma og taka viðtal? Þegar Ásdís kemur aftur inní stofu með pilsnerinn sópar hún dóttur sinni út að leika sér. Hún hlammar sér niður í miðaldra hægindastól skellir fótunum uppá borð og stynur þungan. Jæja þá? Af hverju ég? Af hverju ekki? Hún hlær, dálítið hásum hlátri. Ja, þú segir nokkuð. Svo bíður hún. Reglulega fallegar köflóttar buxur — Þú vaktir athygli fyrir aö ganga óvenjulega til fara, var það ekki? ,,Það þætti ekki mikið nútil- dags. Ég átti köflóttar buxur sem ég gekk i, þær voru reglulega fall- egar. Það var annar heimur þá, engin barnafatatiska og engin unglingatiska, og kannski hef ég veriö frammúrstefnumanneskja á þessu sviöi. Þaö er annað en núna. — Ég hef ekki keypt mér flik i fimm ár eða siðan ég byrjaöi á þessari húsbyggingu. Ovist fékk ég að heyra það fyrir klæðaburö- inn, þetta þótti ógurlega skrýtin tiska, en mikil ósköp, ég átti kjól lika. Allar litlar stúlkur gengu á þessum tima i pliseruðum pils- • — Asdis Kvaran, hvaðan skaut henni upp i tilveruna? ,,Ja, það ætti ég að vita," hlær hún aftur, ,,þvi ég er rétt feðruö. Faðir minn var Þorvaldur Olafs- son sem átti bú, konu og fimm börn. móöir min var Hjördis Kvaran sem átti mig og Þuriði systur mina. Hún ól okkur ein upp og það var töluvert töffaralegt i þá daga get ég sagt þér. Mamma vann hjá Brynjólfsson og Kvaran, var þar bókhaldari og bjó i sinu erfðagóssi að Sólvallagötu þrjú — þar ólst ég upp. Ég átti mjög ánægjulega bernsku og æsku, en það var vist á kostnað skólakerf- isins. Sumir sögðu að ég væri dek- urbarn. En mér þótti ágætt i skól- anum i sjálfu sér, ég lifði bara svo hratt: tuttugu ár á tveimur ár- um...” ■ : Það veröur þögn og Asdis horfir úti bláinn. Svo byrjar hún aftur: ,,A Ellefu voru virðulegir lög- fræðingar og á Ellefu voru skóla- krakkar. Allskonar listamenn voru mjög áberandi, málarar, rithöfundar, ijóðskáld, leikarar, og finar frúr — einsog ég er núna — sem komu i könnunarleiðangra til að lita á öll ósköpin. Þegar ég byrjaöi að stunda þennan stað var ég i þvi sem þá hét annar bekkur gagnfræðaskóla en er nú áttundi bekkur grunnskóla, en ég mátti ekkert vera að þvi að vera i skól- anum, þvi þaö var svo miklu meira gaman á Ellefu. Menn einsog Haraldur Björnsson og Ólafur Friöriksson, þeir sátu þarna og fræddu okkur unga fólk ið. Stundum voru borðin vinstra megin færð saman og búið til eitt allsherjar langborð. Ekkert kyn- slóöabil einsog ég sagði. Dagur orti ljóð sem hann kallaði Langar mig til Ellefs, Gylfi Gröndal setti saman brag sem hét Arla kem ég á Ellefu, og ég söng i útvarpsþætti sem Jökull Jakobsson var með um staöinn. Innan hans og utan um, þær voru i bomsum og angórapeysum. Fæstar áttu nema skólapilsið sitt og svo sparikjól, það þótti gott að eiga til skiptanna.” — En þú hefur umyröalaust fengið að ganga i köflóttum sið- buxum? ,,Já, ég fékk það. Það var sagt aö Hjördis Kvaran æli dætur sin- ar upp i gegnum sima, neðan úr Brynjólfsson og Kvaran. Það er svipað og ég geri núna. ég er ein- stæö móöir og el dóttur mina mik- ið til upp gegnum síma.” — Þú fórst ung aö sækja Lauga- vel ellefu, það fræga kaffihús, er ekki svo? „Jú. Jón óskar segir i einni minningabókinni sinni að ég hafi veriðyngstistammgesturinn, það getur vel verið. Þetta hefur verið i kringum árið 1952, ég var þrettán fjórtán ára og það átti að visa mér úr skóla. Ég átti ákaf- lega erfitt með aö semja mig að siöum skólakerfisins um þetta leyti. En ég er sem sagt gamall Ellefu-isti og ég skil enn ekki- i þeim auömönnum, Silla og Valda, að þeir skyldu leggja staðinn nið- ur og set ja þar upp tau- og tölubúð einsog hafði verið þar áður. Siðan höfum við verið heimilislausir, Ellefu-istarnir. Með söknuð i hjartanu. Ég hef stundum verið að velta þvi fyrir mér hvað myndi gerast ef Ellefu opnaði aft- ur...Þetta var rómantiskur stað- ur, einsog hann var nú óaðlaðandi með sinum gulu básum og flenni- stóru speglum. En þarna var ekk- ert kynslóðabil og fastagestirnir voru svo fjölskrúðugir aö það var næstum einsog i stórborg. Og þarna sátu bæði ungir og gamlir, lon og don. Stundum var blandað. Annars bara talað.” — Um hvaö? ,,Um hvað? Um lifiö og tilver- una. Menningarsveiflur. Leikhús — þarna komu leikararnir úr Þjóðleikhúsinu og leikararnir úr Iönó reyndar lika. Ég var tiður leikhúsgestur á þessum árum — eiginlega leikhúsrotta.” Sunnudagur 26. júli 1981 17 „GEDPRUÐUR RÓHEM tJR VESTUR- RÆNUM ...” Ásdis Kvaran, lífskúnstner, í viðtali var þetta fastur púnktur i tilver- unni.” Dínga-línga- líng ... — Hvað skapaði þessa stemm n- ingu? ,,Ég veit það ekki. Jú, við unga fólkið tókum hlutverk okkar sem æsku landsins mjög alvarlega, við vorum fullviss um að ein- hvern tima yrði eitthvað úr okk- ur. Svo vorum við bóhemar. Já, ætli ég hafi ekki bara veriö bó- hem. Geðprúður bóhem úr Vesturbænum.” — Hvað var fleira gert en sitja á Ellefu? „Fleira? Já, það voru haldin vegleg heimasamkvæmi, þá rétt einsog nú. Það var lika mikið gengið. Við fórum stundum i Hljómskálann og sungum. Vorum oftar en ekki rekin út.” — Já, hvað heldurðu að yrði ef staðurinn yröi opnaður aftur? Færu gömlu stammgestirnir aft- ur á stúfana? „Það hlýtur að vera. Maöur hlýtur aö leita æskustöðvanna, er það ekki? Eltast við gömlu stemmninguna... Það er að segja þau okkar sem eru enn ofar moldu, flestir eru komnir að minnsta kosti hátt á fimmtugs- aldur. Þetta er stútungsfólk.” Ásdis brosir. „Maður sat þarna frá þvi snemma á morgnana, menntaskólanemar komu i fri- minútunum og gjarnan voru þær nú framlengdar, svo komu þeir eftir skólatima og já — þarna var setið frá morgni til kvölds. Yfir molakaffi og stundum vöfflu með rjóma ef maður átti fyrir þvi. Og margir voru með pelana sina, sérstaklega var oft æði mikil stemmning þarna á föstudags- kvöldum. Gengilbeinurnar voru vinir okkar og þær kipptu sér ekk- ert upp við það ef gleöskapurinn keyrði úr hófi fram. Það var ekki nema einstaka sinnum sem sauð uppúr og okkur fannst við órétti beitt. Einu sinni man ég eftir að lögreglan var kölluð á staðinn og fjarlægði nokkra ólátabelgi. Þá fór öll strollan á eftir og elti niður i gamla pósthús, þar sem lögregl- an var aö yfirheyra sökudólgana. Sá fyrsti kvaðst heita Ólafur Thors. Þá fóru aö renna tvær grimur á lögreglumennina og þeir tóku þann næsta fyrir. Hann sagðist heita Jakob Möller. Og sá þriðji, hann hét Hannes Hafstein. Það er alveg steinstolið úr mér hvað sá fjórði hét en þaö var svip- að nafn, þetta var allt saman satt og þeir hétu eftir öfum sinum og ættfeðrum. Lögreglunni var nóg boðiö og henti okkur öllum út. Þetta er i eina skiptið sem ég man til þess að til nokkurs konar átaka hafi komiö á Ellefu en stundum var stammgestum hent út ef þeir voru orðnir ansi teitir. En svo fór staðnum að hnigna, smátt og smátt. Það var allt i einu komið djúk-box einsog á Adlon, Langabar, og þó djúk-boxinu hafi að visu verið fyrirkomið fljótlega — það eyöilagöist á einhvern skuggalegan hátt sem engin skýr- ing fékkst á — en sjarminn fór minnkandi. Og svo var kaffihúsiö allt i einu lagt niður.” — Hvenær var það? Hún hugsar máliö lengi. „Bið- um nú við. Ég man eftir þvi að veturinn ’58 þegar ég var i menntaskólanum á Akureyri og hafði ekki einungis verið rekin úr skólanum heldur úr bænum, ég var persona non grata fyrir að hafa messað á Möðruvöllum, að þá kom ég inn á Ellefu og Erling- ur Gislason stóð upp og sagði hátt og snjallt: Dinga-linga-ling... Kannski hefur það verið um 1960 sem Ellefu var lagt niður, veistu ég man þetta ekki, þessi ár eru mikið til I þoku...” ég gat ekki lært stærðfræði. Jú, ég skilaöi alltaf auðu á stærðfræði- prófum. Ég átti i mikilli baráttu — ég vildi njóta þess að vera bó- hem en missti samt aldrei sjónar á skólanum, það var alla tið fast i mér að klára skólann og ef ég hefði ekki lifaö svona hratt hefði ég gert það á kristilegan og borg- aralegan máta. En ég var að tala um messuna okkar. Við vorum nokkur saman þarna i MA — ég, Ari heitinn Jósefsson sem var utanskóla, Þorvaldur Bollason Thoroddsen, Agúst sem nú er prestur á Mælifelli og fleiri. Þor- valdur var óskiröur og það leidd- ist honum afskaplega mikið og talaði oft um það. Nú, og svo þeg- ar séra Siguröur á Möðruvöllum fór á eitthvert uppeldisþing á Bretlandi þá varð aö ráði að bæta úr þessu. Við skröltum þessa ellefu kilómetra sem voru inn að Möðruvöllum i Hörgárdal og ég mann alltaf eftir stálinu, fimm metra snjóstáli. Við komumst inn i húsið en presthjónin höfðu skrúfaö öll öryggi úr, við fundum engan mat og áttum litið áfengi. Samt sem áður áttum við nóg til að halda okkur i góöu skapi. Þeg- ar liöiö er á nóttina förum við i kirkju til að skira Þorvald og vor- um staðráðin i að gera messuna sem best úr garði. Gústi varpaði yfir mig hempunni og ég skrýddi hann höklinum, en það voru mis- tök þvi hann var rikiseign. Siðan vigðum við vatn i skirnarfontin- um ég var skirnarvottur, Björn Thoroddsen lék á orgelið og Ari var meðhjálpari. Þetta fór allt fram eftir kúnstarinnar reglum og það lá við að við tárfelldum af hátiðleika stundarinnar. „Þor- valdur Hörgull Bollason Thorodd- sen skaltu heita” — Hörgull var til heiðurs Hörgárdal og hann hef- ur heitiö það siöan. Hins vegar gerðum viö þau mistök aö hringja kirkjuklukkunum, viö hringdum messuna út og inn, og sömuleiðis kveiktum við ljós i kirkjuskipinu. Þegar við vorum kominn inn i bæ aftur hljóp i okkur mikill galsi og alveg ósegjanlegur brennivins- þorsti og þaö fór allt á annan end- ann. Við heimtuðum meira aö segja bil frá Akureyri meö brennivin, þessa ellefu kilómetra. Núnú, en siðan var þetta svona mánuð að sirkúlera um Akureyri og komast upp en þá vorum við öll kölluð inn á beinið hjá Þórarni. Það var látið einsog við hefðum framið morð. Ég spurði Þórarin hvað þessi ógnarlæti ættu aö þýða, við hefðum að öllu leyti hagaö okkur hiö besta I kirkjunni, en hann svaraði: „Já, en ef þið fáið að komast upp með þetta verður aldrei úr ykkur siömennt- að fólk."Þá sagði ég takk og flaug heim á afmælisdaginn minn. Skömmu siöar fóru að birtast 1 blöðunum hér fyrir sunnan langar greinar með flennifyrirsögnum: „Bakarinn spýtir i bakarans brauð” og annað eftir þvi. Þetta sárnaði okkur. Ég efast um að séra Ágúst á Mælifelli hafi sungið betri messu á ævinni..” Og Asdis hlær mikið. „Komið þér þá, andskotinn á yður!” — En þér hefur tekist að klára menntaskóla á endanum? „Já, mér tókst aö klára menntaskóla á endanum. Ég sat meira að segja i þriðja bekk þótt ég tolldi illa. Ég mætti svo sem en hafði ekki úthald til að sitja allan daginn i kennslustundum, það var oft grátt gaman milli okkar Guöna Guömundssonar, sem nú er rektor — hann kenndi mér ensku. Endirinn varð sá aö Guðni rak mig fyrir fullt og allt úr ensku og ég sá strax að það yrði ekki mikið varið i að vera i MR ef ég fengi ekki að sitja i enskutimum hjá Guðna. Þvi braut ég odd af of- læti minu og hringdi I Guðna og útskýrði málið fyrir honum. Aldrei gleymi ég svarinu sem ég fékk: ..Komið þér þá, andskotinn yðar.” Ásdis dillar sér: „...and- skotinn á yður.” Guðni var alveg dýrlegur og ég gerði mitt besta, reyndi að stilla mig en það gekk ekki alltaf vel, svo ég tók fjórða, fimmta og sjötta bekk utanskóla — útskrifaðist 1961, þremur árum á eftir minum jafnöldrum.” — Manstu nokkuð...? „Mikil lifandis skelfing, það kom sannarlega margt fyrir en ég man bara ekki neitt af þvi. Er ennþá ekki kominn á þann aldur að ég safni endurminningum til að ylja mér við — ég geri það varla fyrr en i körinni — og er svo sem komin langleiðina i hana...” En þú hélst áfram i skóla? „Já, ég fór i háskóla, innritaðist i norrænu með vini minum Ara Jósefssyni og Þorsteini Gylfa- syni. Þar var ég i tvö ár og leiddist óskaplega. Mér fannst alltaf verið að segja okkur það sama og þaö sem við vissum þegar. En ég segi þetta ekki deildinni til lasts, lik- lega hef ég verið óhæfur stúdent, það kæmi mér ekki á óvart. Næst fór ég á heimshornaflakk, var talsvert i Þýskalandi eftir mikil veisluhöld hér heima - bara svona aö leika mér og valsa um, siöan fór ég til Frakklands og Spánar, eina þrjá mánuöi var ég stuepige og kökkenpige á Hótel Viktor i Kaupmannahöfn. Það fannst mér gaman. Og auðvitað var mér nauðsynlegt að fara til útlanda og sá mig um, einsog öðrum. Þegar ég kom heim innritaðist ég i laga- deildina i háskólanum, — Lagadeildina? Hvernig vildi það til? „Það veit ég ekki. Undirmeð- vitundin hefur sinn gang. Þarna I deildinni eyddi ég altént sex árum og skemmti mér konunglega all- an timann. Enda var annað ekki hægt: aö heyra Armann Snævarr fjalla þarna um sifjarétt og refsi- rétt eða þá Ólaf Jóhannesson segja frá eignarrétti og rikisrétti — þetta var á við besta þriller. Þaö hafði aldrei hvarflað að mér þegar ég skreið inni deildina að ég ætti eftir að skriða þaöan út aftur en það gerði ég nú samt og mætti i hvern einasta tima. A meðan á lögfræðináminu stóð flutti ég að visu til Isajarðar og var þar gift kona i tvö ár en svo missti ég manninn minn og kom þá aftur hingaö suður. Ég dreif mig i aö taka embættisprófið en hef aldrei praktiseraö sem lög- fræðingur. Frá þvi ég kom frá tsafirði hef ég kennt viö gagn- fræöaskólann hér i Mosfells- sveit.” „Miðlaðu þig í gegnum hurðina!” ,,— Er það ekki öfugsnúið að jafnlitil skólamanneskja og þú varst skuli allt i einu vera farin aö kenna? „Nei. Það var nauðsynlegt. Bæði þurfti ég að ná endum sam- an á sjálfri mér og borga skuldir sem höfðu safnast saman meðan ég naut minnar óvenju vel fram- lengdu æsku. Það er skemmtilegt að kenna, ég neita þvi ekki, en ég er búin að vera i þessu i átta ár og mesti vindurinn er úr mér skek- inn. Svo kenni ég islensku og undanfarin fimmtán tuttugu ár hefur verið unnið markvisst að þvi að eyðileggja islenska mál- fræði, rægja hana við öll hugsan- leg tækifæri.” — Þér er vel við málfræði? „Já, mér er vel við málfræði. Það kom mér á óvart þegar ég byrjaði að kenna hversu slæmt ástandið var. Sérstaklega varð ég hissa á þvi að það sem erfiðast þótti voru ópersónulegar sagnir og viðtengingarháttur. Skildaga- tiðin er orðin svo algeng að maður sperrir eyrun ef maður heyrir i ungmenni sem hefur vald a' við- tengingarhættinum. En ég er svo- sem ekkert að kvarta. Hvernig gæti maður kvartað þegar maður fær að kenna Gislasögu Súrsson- ar, Brekkukotsannál eða Galdra- Loft...?” Nú réttir Ásdis sig allt i einu við i stólnum. „Á ég að segja þér sögu um mig og Sálarrannsóknafélag- ið? Það er grinsaga. Þannig var mál með vexti að við bjuggum á Sólvallagötu þrjú einsog ég sagði áðan, þar byggðum við systurnar upp okkar veldi, en húsið höfðu Sigurður afi minn og Einar H. Kvaran byggt i sameiningu. Ein- ar var einsog allir vita á kafi i spiritisma og Sálarrannsóknafé- Messað 1 Möðrudal — Messa á Möðruvöllum? Nú er Asdisi skemmt: „Já. Það gerðist 15. mars 1958, þann merkilega dag. Er það ekki dánardagur Caesars? Það er einsog mig minni það. En ég hafði verið rekin úr öllum skólum hér syðra og og norður skyldi ég i menntaskóla. Ég hafði lent i ógurlegu basli með að komast gegnum landspróf vegna þess aö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.