Tíminn - 26.07.1981, Blaðsíða 11
Sunnudagur 26. júli 1981
11
■ Það er kannski ekki timabært
nú þegar virðist óratimi i vetrar-
fjörkipp bókaútgáfunnar að
spyrja frétta hjá stærstu forlög-
unum uin hvaða nýjar islenskar
bækur getum við átt von á að lesa
i vetur. En það er óneitanlega for-
vitnilegt. Flestir útgefendur tóku
vel i þessa málaleitan okkar —
forlögin eru að visu komin mis-
langt i undirbúningi sinum undir
jólakapphlaupið. hjá sumum var
allt á huldu, hjá öðrum virtist allt
vera komið i fastar skorður.
Okkur sýnist á þessu yfirliti að
mikil gróska ríki i islenskri skáld-
sagnagerð — einkum i samningu
samtimasagna með Reykjavik að
sögusviði. Þjóðlegur fróðleikur
skipar drjúgan sess að venju og
allt virðist við hið sama i þýddum
bókum, hvort sem þær teljast
reyfarar eða meginbókmenntir.
Nokkrar skáldsögur munu
koma Ut hjá Erni og örlygi nU
fyrir jólin og verða þær bæði eftir
nýja og „gamla” höfunda.
Treysti Steinar sér ekki til að
nefna nema eina þeirra á þessu
stigimálsins en það er þriðja bók
Hafliða Vilhelmssonar, þess er
reit Leið 12 Hlemmur Fell og
Helgarlok. Þessi bók heitir Sagan
um Þráin og er samtfmasaga Ur
Reykjavi'k. Söguhetjan heitir
Þráinn eins og liggur væntanlega
i augum uppi og rekur höfundur
erfiðleika þá sem hann á við að
gli'ma á li'fsleiðinni og það hvernig
hann bregst við, bæði i starfi sinu
og einkalffi.
Ekki m unu kom a Ut nema örfá-
ar þýddar bækur hjá Emi og ör-
lygi að þessu sinni og vildi Steinar
ekki nefna neina þeirra nema
Víkingana sem fyrr er getið.
Helgafell:
Ritgerðasafn
eftir Halldór
Laxness
Helgafell skartar nýrri bók
eftir Halldór Laxness en það er
safn greina og ritgerða eins og
lesendur Helgar-Timans ættu að
muna siðan rætt var við Halldór
um bókina fyrir skemmstu hér i
blaðinu. Sumar þessara greina
hafa hvergi birst áður, aðrar i
timaritum sem flestum eru
gVéynd. Nafn hefur ekki verið
ákveðið á bókina ennþá.
Þá kemur út hjá forlaginu ný
ljóðabók eftir Kristján frá
Djúpalæk og önnur er endur-
prentuð en hún er eftir
bandariska skáldið, rithöfundinn
og teiknarann James Thurber i
þýðingu Magnúsar Asgeirssonar.
Verður hún skreytt fjölmörgum
og skemmtilegum myndum eftir
höfundinn. Þessi bók kom áður
fyrir fjöldamörgum árum og hét
þá Siðsta blómið og heitir enn.
Helgafell hefur fleiri bækur i
takinu en ekki er fullfrágengið
hverum tekst að koma út á þessu
ári og verður þetta þvi látið duga
frá Helgafelli.
Bókaforlag Odds
Björnssonar:
„Líkaböng
hringir”
Geir S. Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Bókaforlags Odds
Björnssonar á Akureyri, tjáði
okkur að að vanda gæfu þeir út
milli 10 og 15 titla i haust. Fyrsta
vildi hann telja ævisögu Lárusar
Bjirnssonar frá Grimstungu i
Vatnsdal, en fyrir nokkrum árum
kom einmitt út hjá forlaginu ævi-
saga föður Lárusar, Björns Ey-
steinssonar. Margir kannast án
efa við Lárus, sem nú hefur setið
að stórbúi i Grimstungu i um 70
ár, hann var lengi fjallkóngur i
Vatnsdal, þekkir heiðarlöndin þar
manna best og hefur frá ýmsu
fróðlegu og skemmtilegu að segja
að sögn Geirs — Lárus enda mik-
ill og ógleymanlegur karakter.
„Li'kaböng hringir” heita
minningar Gunnars Bjarnasonar
ráðunauts frá Hólaævintýri sinu.
Gunnar var eins og margir muna
skólastjori á Hólum i eitt allsögu-
legt ár. Hé rekur hann söguna
eins og hún kom honum fyrir
sjónir. Geir sagði að Gunnar væri
ritfær vel og hefði kimnigáfuna i
lagi.
Gunnar hrossaræktarráðunaut-
ur er einnig höfundur þriðja og
siðasta bindis Ættbókar og sögu
islenska hestsins á 20tu öld.
Guðjón Sveinsson sendir frá sér
nýja barnabók sem heitir
„Glaumbæingar” og er framhald
af „Glatt er i'Glaumbæ” sem for-
lagið gaf út fyrir nokkrum árum.
Að vanda gefur Bókaforlag
Odds Björnssonar svo út
skemmtisögur og reyfara — þar
er Ken Follett fremstur og þekkt-
astur höfunda.
Setberg:
Aasögur Gud-
mundar Dan-
íelssonar og
Bashevis Singer
Setberg gefur út ókjör af bók-
um að vanda. Forlagið vildi i
samtali við Helgar-Timann
leggja se'rstaka áherslu á nýja
bók eftir Guðmund Danielsson.
Þaðer heimildaskáldsaga um afa
Guðmundar, „Bókin um Daniel”
heitirhúnoger i svipuðu formi og
„Dómsdagur” sem fjallaði um
langafa Guðmundar.
Gylfi Gröndal tekur enn saman
viðtalsbók. Nú eru það þekktir og
minna þekktir Islendingar sem
eru i sviðsljósinu. Bókin mun
heita „1 manna minnum” og
verður með svipuðu yfirbragði og
bók Gylfa „Ógleymanlegir
menn”.
Setberg gefur út þriðju þýddu
bókina eftir nóbelshafann Isaac
Bashevis Singer. Áður eru út-
komnar „Töframaðurinn frá
Lublin” og „1 föðurgarði”. Þetta
er smásagnasafn sem heitir ein-
faldlega „Sögur” — úrval úr
þremur smásagnasöfnum Sing-
ers i þýðingu Hjartar Pálssonar.
1942 kom út bók sem hét „Bláa
eyjan — reynsla min handan við
tjaldið”, frásagnir eftir W.T.
Steed i þýðingu Hallgrims Jóns-
sonar fyrrv. skólastjóra. Steed
þessi var blaðamaður, rómaður
fyrir miðilsgáfu sina, sem fórst
1912 meb Titanic.
„í herteknu landi” er heimilda-
frásögn Norðmanns, Asbjörns
Hildremyr, lrá dvöl sinni á unga
aldri i Reykjavik og á Akureyri á
hernámsárunum. Guðmundur
Danielsson þýðir.
Setberg tekur upp þráðinn þar
sem frá var horfið i fyrra viö út-
gáfu visna- og ljóðasaínsins „I
fjórum linum”. Auðunn Bragi
Sveinsson tekur þar saman ljóð
og kveðlinga eftir 150 höfunda
sem öll eru fjórar linur.
Ennfremur mun vera i vinnslu
hjá Setbergi stór bók um-ljós-
myndun, kennslu og fræðslubók. I
henni verða býsn af myndum,
sumar hverjar i lit. Forlagið tjáði
okkur að ekki væri ljóst hvort
þessi bók kæmi út nú i haust eða
að ári.
Þýddu reyfarana, ástarsög-
urnar og skemmtibækurnar má
ekki vanta. Hjá Setberg ber þar
hæst bók sem er byggð á sjón-
varpsþáttunum um Dallas. Hún
nefnist „Konurnar i Dallas” og er
væntanleg strax i ágúst.
Auk þess mun Setberg gefa út
10 til 20 barnabækur, en hér er
ekki timabært að fara út i þá
sálma.
Iðunn:
Fleiri titlar en
í fyrra
Bókaútgáfan Iðunn er nú lang-
stærst islenskra forlaga. t fyrra
gaf hún út ríflega hundrað bækur
og Valdimar Jóhannsson hjá Ið-
unni tjáði okkur að bækurnar
yrðu fvið fleiri i ár. Sumsé, hvert
metárið á fætur öðru. Iðunn hefur
uppá siðkastið reynt^að dreifa út-
gáfudögum sfnum a allt árið i
stað þess að einblina einvörðungu
á jólamarkaðinn. Þannig 'sendi
hún nýverið frá sér smásagna-
safn eftir Steinunni Sigurðardótt-
ur, ljóðabók eftir Einar Má Guð-
mundssón, barnabók eftir Véstein
Lúðviksson o. fl.
Valdimar sagði að margt væri
enn ól jóst i útgáfumálum Iðunnar
i haust. Það væri mikið færi-
bandasnið á útgáfunni hjá þeim,
það færi eftir atvikum — höfund-
um og tæknilegum þáttum —
hvort sumar bækur kæmu út nú i
ár eða siðar. Hann varðist frétta
af Pétri Gunnarssyni, Magneu
Matthiasdóttur og Thor Vil-
hjálmssyni sem öll kváðu vinna
að ritverkum, sem á endanum
munu koma út hjá Iðunni.
Ljóst er að smásagnasafn eftir
Þórarin- Eldjárn kemur út á
næstunni. Ný ljóðabók eftir
Stefán Hörð Grimsson, sem hefur
verið heldur þöguil uppá
siðkastið. Annað skáld, Hannes
Sigfússon, skrifar minningar frá
uppvaxtararum sinum, fyrstu
þreifingum sinum i skáldskap og
kynslóð „atómskáldanna” sem
hann tilheyrði.
Iðunn gefur út siðara bindi
Aldarinnar sextándu sem Jón
Helgason ritstjóri lauk við að
skrifa áður en hann féll frá. 1
flokknum „Mánasilfur” sem er
safn íslenskra endurminninga
kemur út nýtt bindi. Og enn meiri
þjóðlegheit — Þorkell Björnsson
hefur tekið saman sagnaþætti og
munnmælasögur að austan — „Af
Jökuldalsm önnum ”. Ingólfur
Margeirsson blaðamaður er höf-
undur viðtalsbókar við Guð-
mundu Elfasdóttur söngkonu,
sem að sögn Valdimars hefur frá
mörgu kátlegu að segja.
Fastir liðir eins og venjulega
hjá Iðunni eru reyfararnir si-
vinsælu — Alistair MacLean,
Hammond Innes og Brian Call-
ison. Af bitastæðari þýöingum er
þaö að segja að von er á nýrri bók
eftir Deu Trier Mörch, höfund
„Vetrarbarna”. A dönsku heitir
þessi nýja bók „Den indre by”.
„Anna og Kristján” heitir
sænsk bók eftir Ake Lejonhuvud
sem Jóhanna Krist jánsdóttir hef-
ur þýtt. Og ekki má gleyma
Marylin French höfundi
„Kvennaklósettsins” sem kom út
i fyrra hjá Iðunni. Metsölubókin
„The Bleeding Heart” eftir
hana mun væntanleg á Islensku i
haust.
Iðunn hugsar lika um börnin,
gefur út nýjar barnabækur eftir
Sigrúnu Eldjárn, Magneu frá
Kleifum og — Guörúnu Helga-
dóttur. Auk þess sagði Valdimar
að þeir hefðu margar vandaðar
þýddar barnabækur á snærum
sinum.
Lífeðlisfræðibók eftir Ornólf
Thorlacius og kennslubók i þjóð-
hagfræði eftir Gylfa Þ, Gislason
eru einnig væntanlegar frá Iðunni
i haust.
Mál og menning:
SAM, Jakobíha
og Bulgakov
Trompin á hendi Máls og
menningar i haust eru tvær bæk-
ur eftir viðurkennda islenska höf-
unda. Það er fyrst að telja fram-
hald „Undir kalstjörnu” eftir Sig-
urð A. Magnússon, en alls er ráð-
gert að bækurnar verði þrjár —
trilógia. Þarna er þroskasögu
barnungans úr fyrri bókinni hald-
ið áfram, allt fram að fermingu.
Þorleifur Hauksson, útgáfustjóri
Máls og menningar taldi að þessi
siðari bók gæfi hinni fyrri ekki
mikið eftir.
Hinn „bókmenntaviðburður-
inn” er svo útkoma nýrrar skáld-
sögu eftir Jakobinu Sigurðardótt-
ir. Hún heitir „1 sama klefa”. Það
er orðið æði langt siðan Jakobina
sendi siðast frá sér skáldsögu og
ekki að efa að margir biða i of-
væni eftir nýjum afurðum þessa
sérstæða höfundar.
Þorleifur Hauksson tjáði okkur
að ennfremur gæfu þeir út ljóða-
safn Vilborgar Dagbjartsdóttur.
Þar er að finna ljóðin úr gömlu
bókunum hennar i einu bindi, svo
og ljóö sem hafa birst i blöðum og
timaritum og aldrei verið safnað
saman á einn stað.
Ungir höfundar eru einnig á
ferðinni hjá Máli og menningu.
Einar Kárason, sem áöur
hefur gefið út ljóðabók, kveður
sér hljóðs með Reykjavikur-
skáldsögu — kynslóðarlýsingu
sagði Þorleifur. Bókin snýst um
raunir og hugraunir tvitugs pilts
sem er nýútskrifaður úr mennta-
skóla. Þorleifur sagðist binda
miklar vonir við hana.
Kristján Jóhann Jónsson er
annar ungur höfundur sem nú
sendir frá sér sina fyrstu bók.
Húngeristútá landi í smáþorpi. t
rás sögunnar gerast þar atburðir,
öfl i þjóðfélaginu þar togast á.
Þorpið er ekki samt á eftir.
Af þýddum bókum hjá Máli og
menningu er helst að segja að
Þorgeir Þorgeirsson heldur
áfram að þýða vin sinn William
Heinesen af miklum galdri. Nú er
það smásagnasafn sem heitir
„Kvennagullið i grútarbæ”. Þetta
er fimmta þýðing Þorgeirs á
Heinesen sem forlagið gefur út,
Þorleifur sagði að alls yrðu þær
átta — þ.e.a.s. ef Heinesen verður
ekki þeim mun iðnari við kolann.
Þýðing Ingibjargar Haralds-
dóttur á „Meistaranum og Mar-
gréti” eftir Bulgakov hlýtur aö
teljast timaviðburður i þýðingar-
bókmenntum okkar Islendinga.
Það er alltof sjaldan að hér sjást
bækur sem eru þýddar úr fram-
andlegum frummálum, en Ingi-
björg þýðir bókina úr rússnesku. I
flokki klassiskra nútimaskáld-
sagna endurútgefur Mál og
menning „Hve grænn varstu dal-
ur” eftir Richard Llewellyn i þýð-
ingu Olafs Jóhanns Sigurðssonar.
Ennfremur mun væntanleg ný
heimspekibók eftir Brynjólf
Bjarnason. Það er orðiö æði langt
siðan heyrst hefur í honum á þeim
vettvangi. Þorleifur Hauksson
treysti sér ekki til aö fara nánar
úti efni bókarinnar.
„Nýi kvennafræðarinn” heitir
bók sem Mál og menning gefur út
i samvinnu við Rauðsokkahreyf-
inguna. Það er dönsk bók,
„Kvinde kend din krop”, sem er
þýdd, staðfærð og endurnýjuð af
starfshópi Rauðsokka. Þar eru
tekin fyrir helstu vandamál við aö
vera kona i nútimaþjóðfélagi,
bæði andleg og likamleg.
Mál og menning hefur löngum
lagt rækt við útgáfu unglingabóka
af betra taginu. I haust koma út
þrjár slikar, tvær eru i þýðingu
Silju Aðalsteinsdóttur, önnur
þeirra er eftir K.M. Peyton, þann
hinn sama og skrifaði bækurnar
þrjár um Patrek pianóleikara.
Hér er það Jónatan sem kom fyrir
i „Sýndu að þú sért hetja” sem er
söguhetjan.
Andrés Indriðason höfundur
verðlaunabarnabókar Máls og
menningar frá því i fyrra sendir
frá sér nýja barnabók. Ennfrem-
ur gefur forlagið út nýja bók eftir
Astrid Lindgren „Ronju ræn-
ingjadóttur”. Hún kemur sam-
timis út á tslandi og i Sviþjóð,
sem og á tveimur öðrum tungu-
málum.
Vaka:
Einbjörn Hansson
og Bara Lennon
Vaka, nýstofnuð bókaútgáfa
Ólafs Ragnarssonar fyrrum rit-
stjóra, er yngsta systirin á bóka-
markaðnum. Ólafur tjáði okkur
að Vaka yrði með 8 til 10 bækur á
jólamarkaði, ekki væru þær allar
á umræðustigi, en þó væri ýmis-
legt að komast á hreint.
Jónas Jónasson útvarpsmaður
sendir frá sér sína fyrstu skáld-
sögu, „Einbjörn Hansson”.
Ólafur taldi ekki verjandi að
segja meira um bókina en að hún
fjallaði um Reykjavik nútimans.
„Bara Lennon” eftir Illuga
Jökulsson fjallar um æviferil
meistara Lennons, skoðanir hans
og tónlist. 1 bókarauka er rifjað
upp ýmislegt varðandi Bitlaæðið
hér á tslandi eins og það kom
fram í viðtölum og frásögnum á
þeim tima.
Fyrir börnin gefur Vaka út
danska barnabók „Hús handa
okkur öllum” eftir Thöger Birke-
land. Nýverið var hún lesin i út-
varp af Sigurði Helgasyni sem
einnig er þýðandi bókarinnar.
Ólafur hélt að mörgum myndi
þykja spennandi að glugga i
„Sakamál aldarinnar”, þar sem
eru tekin saman frægustu og
mögnuðustu sakamál frá fyrri
helmingi þessarar aldar. 011 eru
þau vitaskuld sannsöguleg.
„444 gátur ” er bók sem er ættuð
frá Politiken forlaginu danska og
inniheldur gátur og glettnar
þrautir fyrir unga og gamla,
sagði Ólafur. Sigurveig Jóns ióttir
blaðamaður þýddi hana og stað-
færði.
Axel Ammendrup blaðamaður
á Visi hefur staðið i þvi að kria
eftirlætismataruppskriftir út úr
50 þjóökunnum Islendingum —
stjórnmálamikinum, listamönn-
um, fjölm iðlafólki og fleirum.
Bókin mun heita „Eftirlætis-
rétturinn minn”.
■ Stefán Hörður Grimsson,
Ijdðabók
■ Jónas Jónasson, af Einbirni
Hanssyni
® Þórarinn Eldjárn, smásagna-
safn
■ Guðmundur Danielsson, skrif-
ar um afa sinn
■ Hafliði Vilhelmsson, Reykja-
vikurs ká ldsaga.