Tíminn - 26.07.1981, Blaðsíða 22

Tíminn - 26.07.1981, Blaðsíða 22
Sunnudagur 26. júli 1981 Kilgore Trout er merkispersóna ■ Kilgore Trout er merkisper- sóna, sem stöku sinnum skýtur upp kollinum i skáldsögum Kurt Vonnegut. Hann er að visu and- stæða alls þess er við að jafnaði teljum mannlegum verum til prýði, svo og er hann algerlega misheppnaöur sem þjöðfélags- þegn. En, hann er engu að siður merkilegur, þvi hann sknfar vis- indaskáldsögur. Enn unSarlegri er sú staöreynd, að hann hefur i raun og veru hitt persónulega annan mann, sem eittsinn las bók eftir hann. Og að auki hafði les- andanum h'kað verkið svo vel, að upp frá lestrinum steig hann nýr og betri maður og lifði eftir þaö samkvæmt lifsspeki ritsins. Grænir marsbúar eru merki- legir. Hvort heldur þeir eru með fálmara á höfði, augu á stilkum, sjö fætur, eöa i fljótandi formi. Þá eru fljúgandi diskar einnig merkilegir, risavaxnir geim- sveppir, vitsmunaverur úr ein- tömu köfnunarefni, svartar holur, geimskip er geta farið um á margföldum ljóshraða og tölvur með sál og þroskaðan persónu- leika. Allt er þetta stórmerkilegt. En merkilegastur alls er þó Kilgore Trout, þar sem allir þessir stór- merkilegu hlutir, eða flestir, urðu fyrst til í heilabúi hans og annarra þeirra sem við svipaða iðju fást. Það er þeirra sem dunda við að rita visindaskáld- skap. Þeim sem vilja telja lesendur vfsindaskáldrita i flokki með merkilegum fyrirbrigðum, skal bent á, að rannsóknir benda til þessað þeirséu allsendisómerki- legir, þott þeir séu liklega flestir ofurlitið klikkaðir. óðaverðbólgan Vfsindaskáldsagan er ekki nýtt bókmenntaform. Að minnsta kostier allnokkuð um liðið frá þvi eiginkona skálds nokkurs tók sig til og skráði á blað söguna af ófreskjunni Frankenstein, sem talin er sú fyrsta þessarar teg- undar. Hins vegar er ekki ýkja langt siðan verulegs áhuga tók að gæta á þessari sagnagerð. Á siðustu öld er óhætt að full- yrða aðtelja hafimáttþá höfunda visindaskáldsagna, sem fengu rit sin útgefin, á fingum annarrar handar. Og aðeins tveir þeirra náðu að safna um sig nægilegum lesendahóp, til þess að nöfn þeirra forðuðust frá gleymsku og rit þeirra varðveittust. Þegar fram á tuttugustu öldina kom, varð þó einskonar iðnbylt- ing i þessum efnum. Þeim rithöf- undum, sem gerðu sér spádóma um framtið mannkynsins að yrk- isefni, fjölgaði ört á fyrstutugum aldarinnar. Bókmenntaneytend- ur fóru jafnframt að taka betur á móti verkum þeirra sem aftur leiddi til þess að bókaútgefendur tóku að bjóða höfundum kaffi og vindil, þegar þeir komu með handrit sin til umsagnar. Siðustu áratugi hefur svo þessi bylting tekið upp háttu óðaverð- bólgunnar, ummyndast i spreng- ingu, og nú er f jöldi rithöfunda á þessu sviði slikur, ritverkaflóðið svo óskaplegt, að ekki er nokkur leið að fylgjast með svo að sæmi- leg yfirsýn náist. Hvað veldur er ekki gott að segja um. 1 það minnsta er félagslegur grunnur þessa aukna áhuga á óorðinni þróun ugglaust svo flókinn og margþættur, aðvið hann verður ekki glimt hér. Vafa- litið á þó sú bylting sem raun- verulega hefur orðið i visindum og tækni og greiðari aögangur al- múga manna (aöminnsta kosti i auðugari rikjum veraldar) að upplýsingum og þekkingu stóran þátt i þessu.. Vafalitið einnig þörf mannsins til að flýja streitusam- félag sittstund og stund, þvi hver geturlátið vixla og vaxtaaukalán hrella sig, þegar hann er kominn til fjarlægra stjarna, aö kljást viö framandi aöstæður? En, það er örugglega ótal margt fleira, sem félagsfræðingar, bókmennta- fræðingar og sálfræðingar gætu tint til, sem orsakir. Gagnkvæm einkenning Ekki er ólildegt, að þegar fram sækir verði visindaskáldsagan talin einkennisbókmenntir þess- arar aldar, umfram aðrar grein- ar ritlistarinnar. Það skyldi eng- an undra þótt hún skákaði bæði róttækum þjóðfélagsholskurðum og frjálslyndum kynlifsbók- menntum í hugum bókmennta- fræðinga næstu aldar og þeirrar þarnæstu. Þótt margir hafi óttast (sumir vonað) að arftakar Fanny Hill og Sappho of Lesbos yrðu lagðir til grundvallar, þegar framtiðin rýnir i þjóðfélagsgerð okkar. En, þessi einkenning er gagn- kvæm. Þvi einkenni visinda- skáldsagan bókmenntalif nú- timaþjóðfélagsins (þá er átt við þjóðfélag iðnvæddra rikja), ein- kennir nútimaþjóðfélagið ekki siður visindaskáldsöguna. 1 það minnsta i flestum tilvikum. Til eru þeir rithöfundar, sem býggja verk sin á imyndunarafl- inu svo til einu saman. Þeir skapa i verkum sinum algerlega nýja heima, jafnvel byggða á öðrum náttúrulögmálum en okkar til- vera hér, fylla þá fyrirbærum og forynjum ,sem ekki eiga sér lika i jarðlifi og spinna söguþráð sinn upp i heiðan himininn. Slik verk eru þó dcki visindaskáldsögur, heldur ýmist visindafantasiur (science fantasy), eða einfald- lega fantasiur. List rithöfundarins, sem vill skrifa visindaskáldskap, felst nefnilega einmitt i þvi, að rýna i þær aðstæður sem rikja á þeim tim a sem hann sjálfur upplifir, og spá siðan um þróun framtiðarinn- ar frá þeim punkti. Afleiðingin verður sú, að þótt framtiðin eigi að vera viöfangsefnið, reynist hún oft yfirskin eitt og verkið fjallar i raun um þennan nútima, sem um ræðir. Það hefur enda einkennt marga af vinsælli höf- undum bókmennta af þessu tagi, að þeirhafa i verkum sinum verið ekki siður gagnrýnir á samfélag sitt en sjálfskipaðir postular niðurrifsbókmennta (hér er að- eins átt við þá sem prédika niður- rif núb'maskipulags, án þess að hafa nokkrar tillögur um það sem koma skal i staðinn). Ragnarök Þannig er til dæmis um flest verk eins vinsælasta visinda- skáldsagnahöfundar þessarar aldar, John Wyndhams. Flestar bóka hans eru þvi marki brennd- ar, að þótt þærá yfirborðinu fjalli um glimu mannsins við einhverj- ar ógnir, er inntak þeirra ætið óhjákvæmileiki þess, að þvi er virðist að mati höfundar, að nútimasamfélagið brotni saman, maðurinn hverfi aftur til frum- stæðari tilveru um sinn og byggi lifsstil sinn aftur upp frá grunni. Wyndham virðist hafa haft þá trú, að maðurinn og samfélag hans vegi salt á einskonar hnifs- egg og séu svo viðkvæm gagnvart jafnvægi náttúrunnar, svo dæmi sé nefnt, að ekki þurfi nema til- tölulega litinn utanaðkomandi þrýsting, til þess að hrun sé yfir- vofandi. Ef til vill má og greina i verkum hans þá skoðun, að við- kvæmnin stafi mest af þvi að svo stutt sé i dýrseðli mannsins, að hann ráði i' raun alls ekki við framfarir þær sem hann hefur getið af sér sjálfur. Erþvi ekki að neita, að atburðir á alþjóðavettvangi undanfarið renna nokkrum stoðum undir það viðhorf. Það skal þó tekið fram, að Wyndham, sem raunar hét mörg- um öðrum nöfnum og skrifaði bækur undir fleirum þeirra en þessu einu, er i raun bjartsýnn á getu mannsins til að rétta úr kútnum. Ragnarök tekst undán- tekningalaust að forðast og svo hefst hægfara. en öllu öruggara klifur upp á við að nýju. Ekki i takt Margir höfundar visindaskáld- sagna byggja raunar verk sin á þeirri skoðun, að félagslegur þroski mannsins hafiekki gengið i takt við tæknilegar framfarir. Leiða þeir að þvi rök, að fyrr eða siðar hljóti illa að fara, þvi her- foringjar, stjórnmálamenn, ráða- menn risavaxinna auðhringa og aðrir slikir, hafi fengiö i hendur vopn og völd, sem krefjist mun meiri siðferðilegs þroska en vald- hafar tuttugustu aldarinnar hafa til að bera. Mest ógnun hlýtur að stafa af þvi, i þessu tilliti, hversu mikiö af spádómum þessara rithöfunda- hefur þegar ræst, eöa virðist vera að rætast. Staða alþjóðamala, sem fyrir þrjátiu eöa fjörutiu ár- um var aðeins imyndun, hripuð niður á blað af sérvitringi, er nú staðreynd, eða blasir við sem lik- leg i náinni framtið. Afjórða áratug þessarar aldar var skrifuð skáldsaga, þar sem sett var fram sú,,fáránlega” kenning, að stöðumunur auðugra rikja og fátækra, myndi að lokum sameina fátæku rikin i eitt sterkt hervald, sem ráðast myndi gegn velmegunarþjóðum. Þá var þessi kenning nefnd fjarstæða og imyndun ein, þótt einhver kynni að freistast til að nefna hana framsýni f dag. Skömmu siðar var rituð önnur bók, sem byggðist á þvf að innan fárra áratuga yrði Brasilía orðin að heimsveldi, sem jafnvel gæti skákað öðrum slikum. t dag telja margir hagfræðingar þá kenn- ingu liklegri til að rætast en margar aðrar. Um nitján hundruð og fimmtlu kom svo enn ein bókin út, þar sem lýst var framtiðarþjóðfélagi I Bandaríkjunum. Sett var upp sú staða, að þeir sem betur væru settir f þvi þjóðfélagi, hinir auð- ugu og hinir frægu, myndu þurfa að vigbúa heimili sin og ferðast um I fylgd lifvarða. t þá tið hafa skrif þessi efalaust þótt and- amerlskt atferli, en i dag myndu þau þykja næsta raunsæ lýsing. Svo mætti lengi telja. t visinda-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.