Tíminn - 26.07.1981, Blaðsíða 8
8
Sunnudagur 26. júll 1981
ÍÍMflit®
utgefandi Framsbknarf lokkurinn
Framkvæmdastjbri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Af-
greiðslustjori: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarins-
son, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson.
Frettastjori: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Timans: lllugi
Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild-
ur Stefánsdottir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Bjbrnsdóttir
(Heimilis-Timinn),_Halldór Valdimarsson, Heiður Helgadóttir, Jónas
Guðmundsson, Jónás Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin
Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir). utlitsteiknun: Gunnar
Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert
Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf-
arkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumula 15, Reykjavik. Simi:
86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausa-
sölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 80.00— Prentun: Blaðaprent h.f.
Aðskilnaðar stef na
i framboðsmálum
■ Svo virðist sem hópur kvenna á Akureyri telji
það jaínréttisbaráttunni helst til framdráttar um
þessar mundir að bjóða fram sérstakan kvenna-
lista, þ.e.a.s. lista sem eingöngu er skipaður kon-
um, við næstu bæjarstjórnarkosningar þar. Ein-
hverjar umræður hafa orðið um slikt framboð i
höfuðborginni lika.
Helstu rökin sem fram eru borin fyrir slíkum
kvennalista eru þau, að konur hafi ekki áhrif i
stjórnmálum i samræmi við fjölda sinn m.a.
vegna þess að þær fái ekki sæti nógu ofarlega á
framboðslistum stjórnmálaflokkanna. Þess
vegna verði þær að fara þessa aðskilnaðarleið til
aukins jafnréttis á stjórnmálasviðinu.
Sú skoðun, að konur eigi að skera sig úr að
þessu leyti og standa sér að framboðsmálum, er
andstæð þeim grundvallarsjónarmiðum, sem
forystumenn jafnréttisbaráttu hafa jafnan haft
að leiðarsjósi. Þeir hafa alltaf lagt áherslu á að
einungis sé hægt aö ná árangri i jafnréttisbarátt-
unni með samstarfi allra hópa — en ekki með
aðskilnaðarstefnu.
Það getur hver sem er gert sér i hugarlund,
hvernig t.d. jafnréttisbarátta blökkumanna i
Bandarikjunum hefði gengið ef forystumenn
þeirra hefðu ákveðið að standa sér að fram-
boðum. Árangurinn i baráttu þeirra hefur einmitt
náðst vegna þeirrar stefnu að fólk af ólikum
kynþáttum verði að starfa saman jafnt i stjórn-
málastarfi sem á öðrum sviðum þjóðfélagsins.
Það dettur engum í hug að neita þvi að þáttur
kvenna i islenskum stjórnmálum hefur verið allt-
of litill. Það þarf að auka hlut þeirra jafnt i
sveitarstjórnum sem á alþingi verulega. En þetta
ástand er ekki fyrst og fremst til komið vegna
þess að karlmennirnir ýti konum til hliðar i
stjórnmálaflokkunum, þótt vafalaust séu dæmi
um það. Ástæðan er miklu fremur, hversu tregar
margar konur eru til þess að gefa sig að virku
stjórnmálastarfi. Þegar konur hafa vilja og að-
stæður til að helga sig stjórnmálastarfi hafa þær
komist til áhrifa á þvi sviði ekki siður en karlar.
Það er einnig grundvallarmisskilningur að
hægt sé að fylkja konum saman til þverpólitiskra
samtaka um stjórnmál til lengdar. Konur hafa
jafn ólikar stjórnmálaskoðanir og karlar.
Kvennalisti kemst ekki hjá þvi að taka afstöðu til
pólitiskra mála frekar en stjórnmálaflokkarnir —
það er einfaldlega afleiðing þess að taka þátt i
stjórnmálastarfi. Og aðstandendur kvennalista
munu þá komast að raun um, að afstaða til
þjóðfélagsmála ræðstekki af kynferði, og að mis-
munandi stjórnmálaskoðanir kvenna munu
verða viljanum til samstarfs á kyngrundelli yfir-
sterkari.
Það er hins vegar full ástæða til þess að hvetja
konur til að taka meiri þátt i stjórnmálastarfi og
hafa þannig aukin áhrif á stjórn þjóðmála, hvort
sem það er i sveitarstjórnum eða á þingi. Og
hugsanlega hefur þessi umræða einmitt slik
áhrif. Það yrði jafnréttisbaráttunni og stjórn-
málastarfinu til gagns. En aðskilnaðarstefna
kynjanna i framboðsmálum er spor afturábak i
jafnréttisbará ttunni.
— ESJ.
á vettvangi dagsins • „Heyr =
mildingur „Þótt kirkjan sé 126 ára gömul og trúlega meðal elstu timbur- kirkna landsins, er hún öllu merkari
allra alda” vegna þeirra kirkju- gripa sem hún geymir”.
eftir Jóhann Hjaltason
■ Predikunarstóllinn i Staðarkirkju i Steingrlmsfiröi.
■ Frá þvi hefur verið sagt i frétt-
um útvarps og blaða sem mjög
mun verða til ánægju og menn-
ingarauka öldnum og óbornum
Staðdæiingum og vonandi einnig
öllum ibúum Hrófbergshrepps
hins forna, að forseti tslands frú
Vigdis Finnbogadóttir og sýslu-
maður Strandasýslu frú Hjördis
Hákonardóttir hafi á skilnaðar-
stund stofnað fésjóð til endurbóta
og viðhalds á Staðarkirkju i
Steingrimsfiröi. Nú er það svo, að
þótt kirkjan sé 126 ára gömul og
trúlega meðal elztu timburkirkna
landsins er hún öllu merkari
vegna þeirra kirkjugripa sem hún
geymir, þó að einhverjir gripa
hennar muni nú varðveittir i
þjóðminjasafninu. Ætla má að
landsmönnum yfirleitt séu
kirkjugripir þessir litt eða ekki
kunnir, skal þvi farið hér um þá
nokkrum orðum og presta þá er
þar koma helzt við sögu.
Arið 1855 var á Stað torfkirkja,
sem þá var jöfnuð við jörðu og nú-
verandi timburkirkja byggð á
rústunum. t moldinni undir fjala-
gólfi torfkirkjunnar kom i ljós
svonefnt paxspjald úr hvalbeini.
A spjaldið var grafið krossmark
og starfirnar INRI. Þáverandi
Staðarprestur séra Sigurður
Gislason sendi spjald þetta fáum
árum siðar (1863) Þjóðminja-
safninu i Reykjavik, sem þá var i
umsjá og vörzlu Sigurðar málara
er áleit spjaldið vera frá 14. öld og
mun sú aldursákvörðun ekki hafa
verið dregin i efa siðan. Paxblöö
(bókfell) og spjöld voru oftast
með áletruninni „pax vobiscum”
þ.e. friður sé meö yður. Gerð i ka-
þólskum sið hér á landi fyrir
kirkjugesti að kyssa á við guðs-
þjónustur. Upphafsstafirnir á
paxspjaldinu frá Stað (INRI) eru
að likindum skammstöfun fyrir
orðin sem Pilatus lét skrifa á
þremur tungumálum á kross
Krists þ.e. Jesús frá Nasaret kon-
ungur Gyöinga. Saga Staöar-
presta á 14. öld má heita ókunn
með öllu nema hvað vitað er um
nöfn á tveimur þeirra undir ald-
arlokin, hét annar Andrés hvers
föðurnafn er óþekkt en hinn hét
Bjarni og var Þórðarson. A hinn
bóginn er dálitið vitað um siðasta
kaþólska prestinn á Stað, skáldið
Hall ögmundsson, enda er þá
komiö fram á 16. öld. Skömmu
eftir aldamótin 1500 er Hallur
þingaprestur hjá Birni Guönasyni
sýslumanni I ögri við ísafjarðar-
djúp, yrkir hann þá fyrir Björn og
tileinkar honum geysilangt helgi-
kvæði (III erindi) um Mariu mey
og móður hennar heilaga önnu,
sem var verndardýrlingur Björns
Guðnasonar. Hefst drápan á
þessum visuorðum:
„Heyr mildingur allra alda
Almáttugur sem ritning vottar”
o.s.frv.
Séra Hallur lét af embætti sum-
arið 1539, eitthvað kominn á sjöt-
ugsaldur aö þvi helzt má ætla. Þó
að hin nýja kirkjuskipun Krist-
jáns konungs III. væri eigi leidd i
lög á alþingi fyrir Skálholts-
biskupsdæmi fyrr en tveimur ár-
um siðar (1541), þá verður að
telja séra Hall ögmundsson sið-
asta fulltrúa kaþólsks siðar á Stað
Vegna þeirrar sérstöðu auk
skáldgáfunnar er réttmætt að
minnast hans, þótt ekki sé hægt
að tengja hann við paxspjald 14.
aldar. Séra Siguröur Gislason,
sem hélt til haga fyrrnefndum ka-
þólskum minjagrip unz hann
sendi hann nafna sinum Sigurði
málara, var prestur á Stað i 30 ár
(1838-1868). Hann var búhöldur
góður og mikilvirkur fram-
kvæmdamaður. Byggði upp allan
staðinn stórmannlega að bæjar-
og útihúsum, af rekatrjám norð-
anfrá Ströndum. Varhann jafnan
sjálfur i þeim flutningum með
viöardrögurnar suður yfir Tré-
kyllisheiði.
Sumir fornir munir Staðar-
kirkju verða ekki timasettir eins
og t.d. altaristaflan, sem vissu-
lega er allgömul og mjög farin að
láta á sjá undir tfmans tönn.
Þetta er svonefnd vængjatafla, en
vængirnir brotnir af fyrir löngu
siðan og týndir, hef ég heyrt sagt
að annar þeirra hafi þó verið við
lýði fram um siðustu aldamót
(1900) i einhverju lausu rusli. A
miðhluta töflunnar er myndflet-
inum skipt i þrennt. 1 miðju er
mynd af kvöldmáltiöinni, til
vinstri handar mynd af skirn Jesú
i ánni Jórdan og til hægri handar
mynd af himnaför hans eða upp-
stigningu til himins.
Tveggja stórmerkra gripa
Staðarkirkju er enn ógetið, þeir
eru altarisklæöi og predikunar-
stóll. Svo vel vill til að um aldur
þeirra og uppruna er ekki þörf
ágizkana, hvort tveggja bera þeir
svo augljóslega meö sér að eigi
veröur á móti mælt. Altarisklæðið
er purpurarautt flos- eða flauels-
klæöi. Stendur þar gullnu letri hið
alkunna nafnmerki Krists I H S ,
þ.e. Jesus hominum salvator
(Jesús frelsari mannanna). Siðan
ártalið 1722 og loks stafirnir
IASGED er vera munu upphafs-
stafir i nöfnum gefendanna, sem
ugglaust eru Jón Arnason Skál-
holtsbiskup og kona hans Guðrún
Einarsdóttir biskups á Hólum
Þorsteinssonar. Um jafn kunnan
mann i sögu stéttar sinnar og
þjóðar og Jón biskup Arnason (F.
1665, D. 1741) er óþarfi aö fara
möreum oröum. Han var kennari
og rektor við latinuskólann á Hól-
um i 15 ár, prestur á Stað i Stein-
grimsfiröi i önnur 15 ár
(1707-1722) og biskup i Skálholti
til dauðadags i 21 ár (1722-43).
Hann var iðjumaður mikill og
stjórnsamur, stundum kannski
um of einarður og hreinlyndur.
Skoðanir manna um Jón biskup
Arnason hafa löngum verið tölu-
vert skiptar, og skal ekki farið út i
þá sálma hér. 1 erfiljóðum sem
Eggert lögmaður Ólafsson orti
um biskup látinn segir svo:
„Eftir lifir mannorð mætt
þó maðurinn deyi.
Veröld gjarnan vill þó bægja
vinum guðs og hrósiö lægja”.
Um predikunarstóiinn er þaö að
segja, að hann er sjöstrendur með
einni málaðri mynd á hverjum
fleti. Myndirnar eru af guð-
spjallamönnunum fjórum og
postulunum Pétri og Páli og
Frelsaranum (Salvator). A breið-
um dökkbrúnum ramma neðan
við myndirnar standa fullum
stöfum nöfn gefendanna prests-
hjónanna á Stað, séra Halldórs
Einarssonar og Sigriðar Jóns-
dóttur ásamt ártalinu 1731. Tvær
myndanna, Jóhannesar og Lúk-
asar, eru að mestu orönar eyði-
lagðar af skini sólarinnar úr of
nálægum suðurglugga kirkj-
unnar. Séra Halldór var vigður til
Selvogsþinga árið 1717, en fæð-
ingarár hans er óvist þó að gizkað
hafi verið á ártalið 1695.
Hann er merkisklerkur, vel aö
sér og kenndi mörgum piltum
undir skóla. Hann var heilsutæp-
ur og sagður þunglyndur. Séra
Halldór andaðist á Stað úr lands-
farsótt haustiö 1738. A meðal tiu
barna þeirra hjóna (7 dætra og
3ja sona) var hinn þjóðkunni
prestur séra Björn i Sauðlauks-
dal, sem einkum hefur veriö
minnzt sökum jarðræktaráhuga
hansog búnaðarrita en hitt liggur
meir i la'ginni að hann var gott
skáld þegar hann vildi það við
hafa, mjög vel að sér i izlenzkri
tungu og hefur ritað mjög fróð-
lega orðabók yfir islenzkt mál
með latneskum þýöingum. Munn-
mæli herma að séra Halldór sé
grafinn fram undan kirkjudyrum
á Stað.Kvað vera á gröfhans fer-
köntuð blágrýtishella, sem sagt
er að hann hafi sjálfur ekið heim
ofan af Staðarfjalli og mælt svo
fyrir að leggja skyldi á leiði sitt.
Rannveig ein sjö dætra séra
Halldórs og konu hans, giftist
séra Guöbrandi Sigurössyni
presti á Brjánslæk og áttu þau
ekki börn sem lifðu, en sonur séra
Guðbrands og Sigriðar Jónsdótt-
ur seinni konu hans var Gunn-
laugur sýslumaður, sem fyrstur
manna kallaöi sig Briem og er þvi
Briemsætt frá honum runnin.