Tíminn - 06.08.1981, Page 8

Tíminn - 06.08.1981, Page 8
n 8 utgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Af- greiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarins- son. Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heímilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiöur Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. —Verð i lausa- sölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 80.00 — Prentun: Blaöaprent h.f. Oftrúiri á stóridjuna ■ Málgögn Sjálí'stæöisflokksins og fylgismanna hans kappkosta mjög þann áróður, að mannfjöldi hér á landi muni aukast um nokkra tugi þúsunda fram til aldamóta. Þetta hljóti að leiða til at- vinnuleysis, ef ekki verði hafizt handa um að reisa hér mörg stóriðjufyrirtæki á þessum tima. Reynsla þjóðarinnar rökstyður ekki þennan ótta. Frá 31. desember 1960 til 31. desember 1980 fjölgaði ibúum íslands um 52 þús. Aðeins eitt fyrirtæki, sem talizt getur raunverulegt stóriðju- fyrirtæki, álbræðslan i Straumsvik, kom til sögu á þessum tima. Aöeins brot af þvi fólki, sem hefur bætzt við á vinnumarkaðinum á þessum árum, hefur fengið atvinnu þar. Samt hefur verið nóg atvinna i landinu allan þennan tima og raunar oft úr hófi fram, svo að það heíur ýtt undir verðbólgu. Undan eru þó skilin siðustu valdaár viðreisnarstjórnarinnar, þegar hún fylgdi þeirri stefnu, sem nú er farið að kenna við Margaret Thatcher. Með þvi að benda á þessa staðreynd er ekki verið að taka undir þann málflutning, að hér eigi ekki að reisa nein stóriðjufyrirtæki á komandi árum. Það er hins vegar ekki þjóðinni slik lifs- nauðsyn og máigögn Sjálfstæðisflokksins vilja vera láta. Það, sem er þjoðinni hins vegar lifsnauðsyn, er að styrkja og treysta þann framtaksanda, sem hefur tryggt þá aukningu á atvinnurekstri, að hér heíur ekki oröiö neitt atvinnuleysi, þótt þjóðinni hafi fjölgaö um 52 þúsund siðustu tvo áratugina. Þar hefur jafnt framtak einstaklinga og félags- samtaka veriö aö verki. Það er athyglisvert að fylgjast með kosninga - baráttunni i Noregi með hliðsjón af afstöðunni til stóriðjufyrirtækja annars vegar og minni at- vinnufyrirtækja hins vegar. Þar eflist nú sá flokkur sem hefur svipaða stöðu og Sjálfstæðis- ílokkurinn hér, hægri flokkurinn. Það stafar ekki af þvi, að hann boöi stóriðju. Þvert á móti boðar hann fjölgun og eflingu minni fyrirtækja. Flokkurinn telur að það muni gefa bezta raun. Litlu fyrirtækin og meðalstóru fyrirtækin hafi tvo kosti. Þau skapi möguleika fyrir framtak margra. Þau skapi fleiri atvinnu- fyrirtæki en stóriðjan. Hægri flokkurinn norski er engan veginn fyrstur með þessa kenningu. í allmörgum löndum hefur verið gripið til sérstakra aðgerða til að koma fótum undir ný minni fyrirtæki og efla þau sem fyrir voru. Það þykir eitt farsælasta úr- ræðið gegn atvinnuleysinu. Á áratugnum 1960-1980 hefur verið nóg atvinna á íslandi, þótt fólkinu hafi fjölgað. Það má ekki sizt þakka þvi, aö hér hafi bætzt i hópinn mörg ný fyrirtæki, sem einstaklingar eða félög þeirra hafa stofnað. Slikan t'ramtaksanda þarf að efla og styrkja. Þ.Þ. Magnús Kjartansson fyrrverandi ráðherra A siðastliðnum hálfum öörum til tveim áratugum hefur orðið mikið mannfall i forustu liði i is- lenskum stjórnmálum og það langt um aldur fram. Nú siðast Magnús Kjartansson fyrrverandi ráðherra. Með Magnúsi Kjartanssyni ráðherra er fallinn i valinn stór- brotinn stjórnmálamaður, ritfær i besta lagi og ræðumaður ágætur, ötull til starfa hvort sem hann sótti mál sitt eða varði. Hann réð yfir slikum hæfileikum i stjórn- málabaráttu, að um hann mátti segja, að það sannaöist á honum að viðhorf andstæðinga Magnús- ar mótuðust verulega af spádóms orðum ‘skáldsins Einars Bene- diktssonar, þar sem hann segir: „Ótti er virðingar faðir og móð- ir”. Þessa naut Magnús Kjart- ansson óbeint á vigvelli stjórn- málanna. Magnús var fæddur á Stokks- eyri 25. febr. 1919. Foreldrar voru Kjartan f. 16.5. 1894 verkamaður og lögregluþjónn i Hafnarfirði til 1920, átti siðar sæti i ýmsum nefndum og ráðum. Fluttist til Reykjavikur 1950. ólafssonar ferjumanns á Sandhólaferju Guð- mundssonar og konu hans Sigrún- ar f. 8. ágúst 1894 Guðmundsdóttir bónda i Seljatungu. Kona 22.1. 1944 Kristrún f. 9. april 1922 Ágústsdóttir sjómanns i Reykja- samgöngur vik Guðjónssonar og k.h. Sigriðar Jónsdóttur. Magnús varð stúdent frá M.R. 1938. Fór til Kaupmannahafnar til náms i háskólum strax 1938. Verkfræðinám hóf hann við Hafn- arháskóla þá strax. Við Norrænu nám i Hafnarháskóla var hann árin 1940-1943. Siðar var hann við nám við háskólana að Lundi og i Stokkhólmi. Próf tók hann i for- spjallavisindum frá háskólanum i Kaupmannahöfn 1941. Magnús Kjartansson gerðist ritstjóri Þjóðviljans 1947. Þaö var andstæðingum hans i stjórnmál- um ekki siður en samherjum hans ljóst að þar fór enginn meðal- maöur þar sem hann fór. Rit- hæfni hans, gáfur og orka sáu fyrir þvi, að andstæðingum hans var i engu hlift. Hann gat i blaða- deilum sinum verið hvorttveggja i senn harður og óvæginn. Ég minnist greina hans i Þjóðviljan- um undir dulnefninu „Austri”. Þau skot er þær smágreinar fluttu, náðu að þvi er ég hygg oft- ast i mark, það svo að sviða hefur valdið. Siðar kynntist ég þvi, sem Magnús sagði sjálfur við mig. Austri og Magnús Kjartansson ráðherra eru tveir ólikir menn. 1 stjórnmálabaráttunni gerði Magnús sér grein fyrir þvi aö hún er barátta um lifsskoðanir og á vigvellinum verður að sækja og verja, svo sem hver hefur orku til. Utan vigvallar kynnast menn persónulega svo sem ég átti eftir að kynnast Magnúsi Kjartanssyni en ekki „Austra” hann þekki ég frá vigvelli stjórnmálanna. Ég var svo lánsamur að kynnast manninum Magnúsi Kjartanssyni utan vigvallar þó að stjórnmálum væri þá unnið. 1 þakkar skyni vegna þeirra kynna eru þessi kveðjuorð min skrifuð. Atvikin höguðu þvi svo til að við Magnús Kjartansson uröum samráðherrar i rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar. Ekki orkar það tvimælis, að sú rikisstjórn verður fyrir margra hluta sakir talin með mikilhæfustu rikisstjórna Islands vegna verka sinna, sem þjóðin hefur notið og mun njóta um langa framtið enda þótt þeirra verði ekki getið hér. Á þess um árum og i þessu samstarfi kynntist ég hinum glaðsinna og skemmtilega Magnúsi Kjartans- syni. Ég minnist þegar viö sátum matarboð hjá íorseta íslands að Bessastöðum ásamt dr. Luns framkvæmdastjóra Nato. 1 sam- tali þeirra Magnúsar Kjartans- sonar hló dr. Luns svo mikið að ekkert annað heyrðist i borðstof- unni, nema hlátur þeirra sem var svo smitandi að við hinir urðum undir að taka. Ekki var þetta i Geta Islendingar gert út farþega- skip allt árið? B Nú hefur vcrið frá þvi skýrt, að Éimskipafélag íslands hf. og Haf- skip hf. hafi i hyggju að rcyna út- gerð farþegaskips og bilferju til og frá íslandi yfir sumarmánuð- ina. þvi island er að heita má eina landið, eða eyjan, sem ekki hefur slika þjónustu. ef frá eru taldar ferðir Smyrils hingað til lands á sumrin. Talið er að rekstrargrundvöllur sé f yrir skeinm tiskip. er tekur um 600 farþega og um 200 bila. Hvað sem rekstrarlegum grundvelli við keinur, eru þetta áhugaverðar fregnir fyrir islend- inga, sem liafa verið án milli- landaskips, sem flytur farþega og bila, siðan Gullfoss hætti sigling- um, eftir rúmlega tveggja áratuga siglingu, en skipið var smiðað árið 1950, og seit úr landi árið 1972. Útgerð farþegaskips allt árið möguleg? Það vakti sérstaka athygli, að áðurnefnd skipafélög töldu aðeins unnt að halda úti sliku skipi yfir sumarmánuðina, þrjá mánuði að mig minnir. Það kann að vera, að tiirauna- sigling i þrjá mánuöi sé heppileg, en á það má benda, að ekkert virðist þvi til fyrirstöðu, að slik skip séu rekin allt árið. Upphaflega voru það framfarir i flugi, sem gerðu útaf viö regiu- bundnar siglingar með feröa- menn. Flugið tók styttri tima, þægindi i flugi fóru ört vaxandi, og einnig öryggi flugferða. Talið er að farþega og bilferja muni koma nokkuð niður á far- þegafjölda flugfélaganna, en þá gleymist einn liður, sumsé sá, að fyrir löngu er hafin samvinna milli skipafélaga og flugfélaga þannig að yfir svartasta skamm- degið, gæti svona skip tekiö á móti islenskum og erlendum ferðamönnum á Miöjarðarhafi, eða i Karabiska hafinu. Þetta var reynt með Gullfoss á sinum tima, en skipið var alls ekki i stakk búið fyrir slikar ferðir. Sem dæmi má nefna, að Sam- einaða gufuskipafélagið, sem lengi sigldi til Islands, notar bil- ferjur og farþegaferjur sinar á suðlægari slóðum vfir vetrar- mánuðina. T.d. i feröum frá botni Adriahafs, en þaðan er siglt til Grikklands og landa fyrir botni Miðjarðarhafsins. Mjög vel hefur gengið að selja i þessar feröir — og menn taka bilinn með, biða milli ferða og aka um suörænar slóðir. Svo virðist sem nær endalaus eftirspurn sé eftir siglingum með skemmtiferðaskipum allt árið, og þá verður að nota flugvélar að og frá borði að vetrarlagi, en út- |

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.