Tíminn - 06.08.1981, Side 9

Tíminn - 06.08.1981, Side 9
Fimmtudagur 6. ágúst 1981 eina skiftið sem við nutum gleði- stunda fyrir forustu Magnúsar Kjartanssonar. Ég minnist t.d. þegar Eysteinn Jónsson, sem for- seti sameinaðs þings kynnti Magnús fyrir Danadrottningu austur á Þingvöllum með þessum orðum „Eins og yðar hátign veit, er vinstri stjórn hér á landi og þetta er maðurinn, sem er lengst til vinstri af ráðherrunum Drottningin svaraði um hæl og sagði: „Til vinstri það segir ekki mikið um það hvert maðurinn stefnir”. Magnús svaraði með ljúfu brosi. Ég minnist þess einn- ig úr samstarfi okkar hvað Magn- ús fylgdi mér fast eftir, þegar ég gerði tilraunir til að afla rikis- sjóði tekna utan fjárlaga vegna þess að til aukinna útgjalda hafði af nauðsyn verið stofnað einnig utan f járlaga. Magnús hikaði ekki við að meta nauðsyn tekna og gjalda rikisjóðs að jöfnu. Lif Magnúsar Kjartanssonar var að mestu tengt islenskum stjórnmálum, eins og fram hefur komið i þessari grein minni. Hann gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir flokk sinn en hér hafa verið talin. Hann átti sæti i Mennta- málaráði á árunum 1946-’53 og 1956-’63. Þingkjörinn fulltrúi Is- lands á þingum Norðurlandaráðs 1967':-’71 og siðan 1974.1 orkuráð - var hann kosinn 1975. Eftir að . Magnús hætti afskiftum að stjórnmálum, vann hann mjög að málum lamaðra og fatlaðra. Hlifði hann sér þar hvergi i þvi að ná þar árangri þó hans eigin heilsa væri þá á þann veg komin, að sjálfur mundi hann einskis njóta af þeim störfum, en aðstoð við þá er verst voru settir i lifinu fylgdi honum til siðustu stundar. Stjórnmálabarátta er til orðin i landi frjáisrar skoðunarmyndun- ar. Hún er barátta um sókn og vörn, fyrir lifsskoðunum hvers og eins, meö þeirri orku sem ein- staklingurinn hefur yfir að ráöa. Ef hún er sótt og varin af dreng- skap, og einstaklingurinn getur metið og litið andstæðinginn sem hann deilir við, sem tvo aðila, verður stjórnmálabaráttan ekki óheiöarleg, heldur nauðsyn og einnig barátta þar sem einstakl- ingar og flokkarnir ná fram mál- um fyrir þjóð sina og fósturjörð. Þessu hefur tekist að ná fram i samstarfi við samherjana og i á- tökum við andstæðinga. Að leikn- um loknum sitja stjórnmála- mennirnir oftar eftir með virð- ingu og þakklæti til andstæðinga. Vegna þeirra skýringar sem ég gat fyrr i þessari grein er ég sannfærður um að með viröingu kveður þjóðin stjórnmálamann- inn og einstaklinginn Magnús Kjartansson, þrátt fyrir það þó mikill meirihluti hennar hafi aör- ar lifsskoöanir en hann hafði. Eins og fram er tekið i upphafi þessarar greinar var Magnús kvæntur Kristrúnu Agústsdóttur mikilii ágætis konu, sem reyndist manni sinum mikilhæfur og traustur lifsförunautur ekki sist þegar sjúkdómurinn sótti hann. 1 slikum tilfellum reynir mest á manndóm og manngæöi. Kristrún sýndi það i veikindum manns sins, að af þessum hæfileikum átti hún mikinn auð. Eina dóttur áttu þau Magnús og Kristrún, Ólöfu, sem gift er Kjartani Thors. Við Margrét færum Kristrúnu og venslafólki hennar innilegar samúðarkveðjur. Halldór E. Sigurðsson. LINBLAD EXPLORER er fremur litið farþegaskip, sem siglir I norður-og suðurhöfum, eða til Suðurskautslandsins núna um „hávet- ■ urinn”. ■ SS NORWAY, mokar nú inn peningum með vikulegum siglingum með skemmtiferðamenn um Karabtska hafið. Frakkar höfðu áður lagt skipinu, eftir að flugið hafði hirt af þeim farþegana á Atlantshafsleið- ínni. gerðartiminn frá Islandi gæti að skaðlausu verið mun lengri, eða a.m.k. 5 mánuðir. Ef ætlaður er einn mánuður til viðgerða og hlutverkaskipta, þá fæ ég ekki betur séð, en slikt skip, — af réttri gerð — ætti að hafa verkefni allt árið. Norðmenn stórhuga Allar Norðurlandaþjóðirnar, nema Islendingar, gera út stór farþegaskip, og mörg þessara skipa eru gerð út i öðrum heims- álfum, og gefa miklar tekjur. Stærst og frægast er liklega Norway.sem áður hét Franceog er liklega stærsta farþegaskip heims, allavega það lengsta, þvi það er hvorki meira né minna en 320 metrar, eða meira en þrisvar sinnum lengra en knattspyrnu- völlurinn i Laugardalnum, og það er um 70.000 rúmlestir. 1 skipinu er 1000 herbergi fyrir ferðamenn og svefnpláss eru fyrir 2000 manns, auk áhafnar, sem telur um 800 manns. Skipið siglir i Karabiska hafinu og eru farnar vikulegar ferðir, en farþegafjöldinn er á bilinu 250.000 — 300.000 á ári. Til að gefa mynd af þvi hversu stórt „hótel” þetta skip er, þá eru vikulega teknar vistir sem endast eiga i 10 daga, og þar á meðal eftirfarandi: 65.800 egg, 25 tonn af rjómais, 3 tonn af banönum, 1-2 tonn af tómötum og annað eins af öðru grænmeti, og 900 kg af humri. Já og að ógleymdum 700 kg. af kaffi. — auk annars. Þetta var nú útúrdúr, en sýnir að farþegaskip eru i fullu gildi, og maður trúir þvi ekki fyrr en mað- ur tekur á þvi, að Islendingar geti ekki fundið farþegaskipi verkefni allt árið. borgarmál '' \ y ■ f íÚf l /i W t •í I l V s Mjóstræti Grjótaþorps, eins og skipulagshöfundar hugsa sér það Skipulag Grjóta- þorps gert opnara Nú fer senn að liöa að þvi að tillaga að deiliskipulagi Grjótaþorps hljóti endanlega afgreiðslu i skipulagsnefnd Reykjavikurborgar. Oll efnis- atriði tillögunnar hafa nú verið rædd itarlega á mörgum fundum. Er búist við að loka- afgreiðslan geti átt sér stað á næsta fundi nefndarinnar, hinn 17. ágúst nk. Skipulagsnefnd og borgar- ráð samþykktu fyrir rúmum tveimur árum með samhljóða atkvæðum forsendur og mark- mið, sem leggja skyldi til grundvallar við gerð deili- skipulagstillögunnar. Þar er gengið út frá að lóöaskipting veröi óbreytt, sömu götustæð- um og nú eru nema hvað Mjó- stræti lengist i boga til norður og út á Vesturgötu. Siðast en ekki sist er gert ráð fyrir að skipulagsákvæðum veröi beitt til að stuðla að þvi að sem flest húsin i Grjótaþorpi standi á- fram og þeim komið i sóma- samlegt horf. Lítils háttar breytingar hafa verið gerðar á skipulagstillög- unni i meðförum skipulags- nefndar, frá þvi hún leit fyrst dagsins ljós. Aðalbreytingin er fólgin í þvi aðkomið verður á fót sérstakri bygginganefnd fyrirGrjótaþorp. í henni muni eiga sæti fulltrúar fram- kvæmdavaldsins i borginni, skipulagshöfunda, og húseig- enda og væntanlegra ibúa i hverfinu. Er þetta gert sam- kvæmt sérstakri heimild i skipulagslögum. Samkvæmt henni má stofna sérstaka nefnd tilaðhafa eftirlitog um- sjón með uppbyggingu eldri hverfa samkvæmt nýju skipu- lagi. Valdsvið þessarar nefndar mun veröa nokkuð mikið. Fyrir bragðið verður hægt að hafa skipulagsskilmálana al- menna og opna, þannig að ef góðar hugmyndir koma fram á siðari stigum málsins þá koma þær ekki til með að stranda á einstrengislegum skilmálum. Horfið verður þvi frá 19. aldaraðferðinni að fyrirskrifa gluggastærðir, þakskegg o.fl. i þeim dúr. Þessi sérstaka nefnd mun fjallaum öll byggingaráform, áður en þau fara til form- legrar samþykktar I Byggingamefnd Reykjavikur. Af öðrum atriöum sem breyting hefur orðið á i með- förum skipulagsnefndar má nefna að horfið hefur verið frá þvi aö byggja litið hús á löð- inni Aöalstræti 18, þar sem Uppsalahúsið stóð áður. Verð- ur sú lóð látin standa auð. Einnig eru uppi hugmyndir um að húsið við Aðalstræti 10, gamla innréttingahúsið, verði haft sérbyggt, en ekki sam- byggt húsinu númer 12. Að auki hafa skipulagshöf- undar, að gefnu tilefni, samþykkt rýmkun á skipu- lagsákvæðum viðAöalstræti 4, eign Tryggva Ófeigssonar, i þá átt að byggingareit lóöar- innar verði breytt. Meirihluti skipulagsnefndar mun örugglega samþykkja skipulagstillöguna á Grjóta- þorpi, enda telur hann hana i meginatriðum i samræmi við fyrrnefnda stefnumörkun, sem samþykkt var fyrir tveimur árum. Afstaða sjálfstæöismanna i skipulagsnefnd liggur enn ekki Ijós fyrir. Hins vegar munu þeir eiga erfitt með að standa gegn henni i heild, enda stóðu þeir að forsend- unum, sem er grundvtaiur hennar, á sinum tima. Einu ákvæðin sem gætu far- iö fyrir brjóstið á þeim eru um bilageymslukjallara á norð- vestur horni hverfisins og hins vegar nýtingarhlutfall á lóð- um I norðurhluta Aðalstrætis. Um fyrra atriðið gerðu þeir sérstakan fyrirvara á sinum tima, og vilja væntanlega auka umfang bilageymsl- unnar. Hvað seinna atriðið varðar er ljóst að þar eru þeir að gæta hagsmuna aðila sem virðast sterkir I þeirra flokk, og vilja byggja stórt, helst ekki minna en Morgunblaðs- hallir, sbr. bókun þeirra á fundi skipulagsnefndar hinn 29. júni sl. Ekki er þvi hægt að slá þvi fóstu að deiliskipulagstiliaga Grjótaþorps verði örugglega samþykkt, þar sem auk af- stöðu sjálfstæðismanna liggur ekki á ljósu hver afstaða Sjafnar Sigurbjörnsdóttur verður til hennar i borgar- stjórn. Kratar búast þó frekar við að hún hoppi inn á hana. Kristinn Hallgrímsson, blaðamaður, skrifar:

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.