Tíminn - 12.08.1981, Page 7

Tíminn - 12.08.1981, Page 7
Miövikudagur 12. ágúst 19S1 erlent yfirlíi ■ Sharon og Porush. leiötogi Agudat Israei, takast i hendur, en Begin horfir á. Sharon er her- skárri en Begin Hanra er ordinn hermálaráðherra ísraels ■ BEGIN hefur loks tekizt aö mynda nýja stjórn i tsrael. Hann kynnti hana i þinginu i vikunni sem leið. bingfylgi hennar má ekki minna vera, þvi að hún styðst við 61 þingmann, en þing- menn eru alls 120. Begin segir, að þetta nægi hon- um. bvi til sönnunar vitnar hann til þess, að hann hafi ekki heldur haft nema stuðning 61 þing- manns, þegar hann myndaði fyrri rikisstjórn sina 1977. betta hafi nægt honum i fjögur ár, enda bættist meira þingfylgi við siðar. Yfirleitterþótalið, að þingfylgi það, sem Begin hefur nú sé mun veikara en það sem hann hafði 1977. Begin nýtur nú stuðnings fjög- urra flokka. Fyrst er að nefna hans eigin flokk, Likud-flokkinn, sem hefur 48 þingmenn. Næst kemur bjóðlegi trúarflokkurinn að þingfylgi, en hann hefur 6 þingmenn. bá kemur enn aftur- haldssamari flokkur strangtrúar- manna, Agudat Israel, sem hefur fjögur þingsæti. Loks er svo nýr flokkur, Tam i-flokkurinn, sem hefur þrjú þingsæti. Tami-flokkurinn er klofnings- brot úr bjóðlega trúarflokknum. Formaður hans, Ahron Abuhat- zeira, var i bjóðlega trúarflokkn- um sem forustumaður þeirra Gyðinga, sem komnir voru frá Arabalöndum og aðhylltust flokk- inn. Hann fékk sem slikur sæti i fyrri rikisstjórn Begins. Seinna flæktist hann i fjárbrallsmál og varð að fara Ur rikisstjórninni. bétta leiddi til þess, að Abukat- zeira gekk úr bjóðlega trúar- flokknum og stofnaði nýjan flokk, Tami-flokkinn, sem fékk aðallega fylgi Gyðinga frá Arabalöndum. bjóðlegi trúarflokkurinn, sem átt hefur fulltrUa i öllum rikis- stjórnum frá stofnun Israels, var mjög andvigur stjórnarþátttöku Tami-flokksins, en féllst á hana að bkum. Abuhatzeira fékk sæti i rikisstjórninni sem ráðherra þeirrar stjórnardeildar, sem fer með verkalýðsmál og málefni innflytjenda. Övi'ster hins vegar, að Abuhat- zeira eigi lengi sæti i stjórninni. Hann var vegna skorts á sönnun- um sýknaður af þeirri ákæru, sem hafði verið borin á hann, þegar hann varð að fara Ur fyrri stjórn Begins. Lögreglan hefur samt haldið áfram rannsókn á málinu og þyk- ist nú hafa fengið frekari sannan- ir fyrir sekt hans. Nýtt mál var þvi höfðað gegn honum sama daginn og hann settist aftur i ráð- herrasæti. ERFIÐAST var fyrir Begin að ■ Ariel Sharon ná samkomulagi við Agudat Israel. betta er flokkur strang- trúarmanna, sem vilja fylgja siðareglum Gyðinga Ut i yztu æs- ar. Agudat Israel setti það að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku sinni og stuðningi við stjórnina, að tekið yrði upp miklu strangara eftirlit með þvi, að siðir Gyðinga yrðu haldnir, m.a. i sambandi við helgi hvildardagsins. Meðal annars fékk fiokkurinn það tekið upp i stjórnarsáttmál- ann, að ftugfélag Israelsmanna, E1 Al, felldi niður allt flug á laugardögum. bessu hefur þegar verið mót- mælt af stjórn flugfélagsins, sem segir, að það muni valda félaginu 50 millj. dollara tekjumissi á ári. Flugmenn félagsins hafa hótað verkfalli, ef laugardagsflug E1 A1 verður fellt niður. bá fékk Agudat Israel það tekið upp i samkomulag flokkanna, að öll hafnarvinna yrði látin falla niður á laugardögum. Talið er að þetta geti valdið miklum truflun- um og erfiðleikum. Agudat Israel hefur lýst yfir þvi, að verði ekki búið að koma fram fyrir næsta vor þessum ákvæðum stjórnarsáttmálans og öðrum þeim, sem varða siði Gyð- inga, muni flokkurinn hætta stuðningi við stjórnina. Stefnuskrá nýju stjórnarinnar er sögð mun þjóðernissinnaðri og andstæðari sáttum við Araba en stefnuskrá fyríi stjórnar Begins. bannig er lögð áherzla á, að land- nám Gyðinga á vesturbakkanum verði aukið og að Israel haldi áfram yfirráðum yfir vestur- bakkanum og Ghazasvæðinu, enda þótt ibúarnir þar fái tak- markaða heimastjórn. Engar likur virðast þvi benda til þess, að Begin og Sadat takist að ná samkomulagi um þessi mál, nema Reagan gripi mun fastara i taumana en hann hefur gert hingað til. bAÐ ER þó ekki stefnuskrá nýju rikisstjómarinnar, sem sætt hefur mestri gagnrýni, heldur skipan Ariels Sharon hers- höfðingja i embætti Varnarmála- ráðherra. Ariel Sharon, sem er 53 ára, vann sér mikla frægð i' styrjöld- unum 1967 og 1973, m.a. vegna þess.að hann framkvæmdi djarf- ar hernaðarlegar aðgerðir, sem þóttu gefast vel, án þess að hafa til þess fullt samþykki her- stjórnarinnar. Hann er þvi' ein mesta striðshetja Israelsmanna um þessar mundir. Samt óttast margir Israels- menn mikil yfirráð hans. Hann þykir herskár um of, fljótfær og ógætinn. bess vegna gerði Begin hann ekki að varnarmálaráö- herra í fýrri stjórn sinni, heldur fól honum landbúnaðarmálin. bá stöðu notaði Sharon sér til að auka landnám Gyðinga á vestur- bakkanum. begar Weizman lét af embætti varnarmálaráðherra á siðastl. ári, vildi Sharon fá embættið, en Begin neitaði þvf, og hefur siðan farið með það sjálfur. Sagter að Begin hafi viljað fara sjálfur með varnarmálin áfram, enSharon þá hótað þvi, að snúast gegn stjórninni, ef honum yrði einu sinni enn neitað um embætti varnarmálaráðherra. Helzt er nú treyst á að gætni Sharons vaxi við aukna ábyrgö. Miklar efasemdir eru þó um það. Þórarirm Þórarinsson, ritstjóri skrifar erlendar fréttirl Auka þróunarað- stoð í orkumálum ■ Fulltrúar Breta og Kanada- manna á Orkumálaráðstefnu Sameinuðu bjóöanna i Nairóbi, lýstu þvi igæryfir, að riki þeirra myndu auka veru- lega aðstoð sina við þróunar- lönd i orkumálum. Kanadiski forsætisráðherrann, sem tók tilmáls á ráðstefnunni i gær, skýrði frá þvi, aö rikisstjórn hans hygðist auka framlög Kanadamanna til alþjóðlegra orkurannsókna, um meir en þrjátiu milljónir Bandarikja- dollara. Sagði forsætisráðherrann, að af þessari upphæð yrði tuttugu milljónum dollara varið i þágu Afrikurikja. bá var frá þvi skýrt á ráð- stefnunni igær, afhálfu Breta, aö breska rikisstjórnin myndi leggja til á fjárlögum sinum tvær milljónir sterlingspunda, til þess að aðstoða þróunar- lönd við úrlausn samvinnu- verkefna i orkumálum. Orkumálaráðstefna Sameinuðu bjoðanna hófst { Nairobi á mánudag. Búist er við að á ráðstefnunni snúist umræður að miklu leyti um orkuvanda þróunarlanda og áhrif orkukreppunnar á stöðu þeirra gagnvart iðnvæddum rikjum. A ráöstefnunni á að ræða flesta af þeim möguleikum, sem taldir eru raunhæfir til orkuvinnslu i heiminum idag, allt frá kjarnorku niður til kúamykju. Verða opin- ber mótmæli bönnuð? ■ Formaður pólska kommún- istaflokksins varaði i gær full- trúa á fyrsta fundi hinnar nýju miðstjórnar flokksins, sem kom saman i Varsjá i gær, við þviað óróleikinn i landinu gæti leitt til mesta harmleiks i sögu þess. Sagði Kania að landið stæði frammi fyrir nýjum vandamálum og að finna yrði leiðir til þess að stööva mót- mælaölduna, sem gengið hef- ur yfir landið undanfarið. Fréttaskýrendur segja, að af texta opinberrar yfirlýsing- ar, sem send var frá mið- stjórnarfundinum i gær, megi ráða að stjórnvöld gætu veriö reiðubúin til þess að leggja bann við opinberum mótmæl- um í landinu. Asama tima og miðstjórnin kom saman, sátu leiðtogar Einingar, samtaka óháðra verkalýðsfélaga i Póllandi, á f.indi i' Gdansk, þar sem þeir ræddu vandamálin frá sinum sjónarhóli. Flugumferð að nýju f eðlilegt horf ■ Svo viröist sem truflanir þær, sem orðið hafa á flugi yf- ir Atlantshafið undanfarna daga, i kjölfar verkfalls bandariskra flugumferðar- stjóra og samúðaraðgerða stéttarbræðra þeirra i öðrum löndum, fari nú minnkandi, þótt i gær hafi enn verið m ikl- ar tafir á flugi á þessum flug- leiðum. Kanadi'skir flugumferðar- stjórar tóku i gær aftur upp eðlilega afgreiðslu á flugi til og frá Bandarikjunum, eftir að hafa neitað allri afgreiðslu á þvi, nema i neyðartilvikum, i einn dag. Ekkert bendir til þess að saman dragi i deilu banda- riskra flugumferðarstjóra við stjórnvöld. Samgöngumála- ráðherra Bandarikjanna ræddi I gær við fulltrúa flug- félaga, i þeim tilgangi að fá félögin til þess að draga úr flugi næstu mánuði, meðan flugumferðarstjórnarkerfið væri að komast i samt lag. PÓLLANI): Tilraun var i gær gerð til þess að ræna flugvél i inn- anlandsflugi i Póllandi, og snúa henni til Vestur-Berlinar. Ahöfn vélarinnar tókst að yfirbuga flugræningjann. EGYPTALAND: Skýrt var frá þvi i Kairó i gær, að Bandarikja- menn hygðustflýta afhendingu á tuttugu F-16 orrustuþotum til Egypta. Verða vélarnar afher.tar i janúar á næsta ári, i stað mars. Samið var um sölu á þotunum til Egypta, svo og um sölu á skriðdrekum og öðrum vigbúnaði, i forsetatið Jimmy Carters. ISRAEL: I gær tilkynntu Bandarikjamenn að þeir ætluöu að fresta afhendingu á fjórum F-16 orrustuþotum til viðbótar til Israelsmanna. bar með eru F-16 þoturnar, sem frestað hefur verið afhendingu á frá þvi Israelar réðust á kjarnorkuverið i Irak i vor, orðnar sextán. SPANN: Saksóknari á Spáni hefur tilkynnt, aö hann muni krefj- ast þrjátiu ára fangelsisdóms, i málum þriggja hershöfðingja úr spænska hernum, sem voru leiðtogar þeirra, sem gerðu bylt- ingartilraun i landinu i febrúarmánuði siðastliðnum. PORTUGAL: Forsætisráðherra Portugal tilkynnti i gær form- lega afsögn sina og rikisstjórnar sinnar. Búister við að hann sitji i embætti, þar til tekist hefur að mynda nýja rikisstjórn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.