Tíminn - 08.10.1981, Qupperneq 3

Tíminn - 08.10.1981, Qupperneq 3
Fimmtudagur 8. október 1981 3 SiilS'il „Stangast greinilega á við ú tvarpslögi n ’r — segir Hörður Vilhjálmsson, settur útvarpsstjóri, um samtengingu hverfa inn á vfdeókerfi fyrirgreiðslur á videókerfum hér á landi. „Við höfum beðið eftir umfjöll- un videónefndar, sem mennta- málaráðuneytið skipaöi nýlega, en hún mun fjalla um allar hliðar þessa myndbandamáls”, sagöi Hörður, ,,en mér sýnist að þarna komi fram nýr flötur á þessu máli, því fram að þessu hefur það heitið svo að húseigendur hafa rekið þessi kerfi, án hagnaðar- vonar, á kostnaðarverði.” Hörður sagöi jafnframt: ,,Mér sýnist að samtenging íbúöar- blokka og heilla hverfa, inn á eitt videókerfi, stangist greinilega á við útvarpslög, og hugsanlega fjarskiptalög llka, a.m.k. að þvi leyti sem sent er um loftnet þráö- laust.” Taldi Hörður það vera nokkuö augljóst að ef fjármagna ætti videóreksturinn með auglýsing- um eöa selja sýningartima fyrir þæri gróðaskyrii, þá væri það enn nýtt brot. Höröur sagöi að enn hefðu eng- ar aðgerðir verið ákveðnar, en beðið yrði niöurstaöna videó- nefndarinnar. —AB ■ Það var vel þegiö hjá kuldaloppnum viöskiptavinum BúnaOar- bankans i gær þegar þeim var boöiö upp á heitan molasopa, Timamynd: GE ■ „Mér sýnist nú að þarna sé komið nýtt stig i myndbanda- málinu, ef fariö verður að selja auglýsingar inn á þessi videó- kerfi”, sagði Hörður Vilhjálms- son, settur útvarpsstjóri i viðtaii viö Timaiin í gær, þegar hann var að þvi spurður hvað þeim hjá Út- varpinu fyndist um það, ef aug- lýsingar fyrirtækja yrðu sýndar fHeilsuverndarstöð Reykjavíkur Lausarstöður Staða aðstoðardeildarstjóra við heima- hjúkrun — hjúkrunarfræðings við heilsugæzlu i skólum — hjúkrunarfræðings til að starfa með trúnaðarlækni Reykjavikurborgar Heilsuverndar/félagshjúkrunarnám æskilegt Staða aðstoðarmanns við skólatannlækn- ingar — ritara i nokkra mánuði Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 22400. Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 14. október n.k. Heilbrigðisráð Reykjavikur Innilegt þakklæti til alls frændfólks og vina sem glöddu okkur með heimsóknum gjöfum og skeytum á 60 ára afmæli okkar. Guð blessi ykkur öll Ólafur og Ingibjörg Grjóti Þverárhlíð. J Heimilisfaðir í Hamraborg í Kópavogi um vfdeóið: „Stödugar truflanir á íslenska sjónvarpinu” ■ „Mér finnst timi til kominn að hinn almenni borgari fái að koma sjónarmiðum sinum, varðandi þessi videomál, á framfæri. Videosón kom upp kerfi í húsinu sem ég bý í snemma i sumar og slðan hafa stöðugar truflanir ver- ið á útsendingum fslenska sjón- varpsins”, sagði Ragnar Böðv- arsson, heimilisfaðir f Hamra- borginni i Kópavogi i samtali við Timann i gær. „Ekki nóg með að þeir hafi næstum stöðugt truflað Utsend- ingar sjónvarpsins, heldur er sú dagskrá sem þeir bjóða upp á fyr- ,ir neðan allar hellur. Þetta eru næstum eintómar hasarmyndir og ég tel að þaö hafi verið nóg af þeim fyrir i sjónvarpinu. Mér er fuiikunnugt um að það verður að vera meirihluti ibúa hvers stiga- gangs sem vill fá þessikerfi, til að þau séu sett upp. Ég bara spyr, hver er réttur okkar sem ekkert kærum okkur um þetta? Börnin okkar hafa aö þessu jafn greiðan aðgang og böm hinna. Ennfremur vil ég taka fram að. mér finnst það með öllu ófært að menn sem ekki eru skrifandi á is- lensku, svo mannsæmandi sé, teljist hæfir til að velja sjón- varpsefni fyrir íslendinga. Ég hef ifórum minum dagskrá sem þeir frá Videosón hengdu upp á vegg. Stafsetningin ersvoléleg aðég tel hana hættulega börnum sem eru að keppast við að læra réttritun i skólum”,sagöi Ragnarað lokum. — Sjó. Þorskafjördur: ÞRÍR MENN BRENNDUST ILLA í SPRENGINGU ■ Þrir menn brenndust alvar- lega íandliti þegar mikil spreng- ing varð i vinnuskúr Vegageröar- innar í Þorskafirði, um áttaleytið i gærmorgun. Að sögn Hjalta Vigfússonar, vörubílstjóra hjá Vegagerðinni, vildi spraigingin til með þeim hætti að verið var að vinna með gaskút inni i skúrnum. Krani á kútnum fór að leka mjög mikið og gerðu mennirnir sér hættuna ljósa þegar I stað og tóku til fóÞ anna i átt að dyrunum. En rétt áður en þeir komu að þeim varö mikil sprenging og mennirnir brenndust allir illa i andliti, og einn fótbrotnaði að auki við að detta út úr skúrnum. Mennirnir fengu þegar f stað kalda bakstra i andlitið, en var siöan ekiö með bil að Reykhólum ogþaðan fóru þeir með flugvél til Búöardals þar sem þeir komust undir læknishendur. AÐSTAÐA BÚN AÐARBANKINN Austurstræti BÚNAÐARBANKINN Hlemmi —Sjó.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.