Tíminn - 08.10.1981, Page 6

Tíminn - 08.10.1981, Page 6
Fimmtudagur 8. október 1981 6______________ stuttar fréttir ' m A Akureyri er mi snjdr og hálka. Erfitt ad fá vana menn AKUREYRI: „Þaö er og hef- ur veriö heldur slæmt veöur- far hjá okkur hér fyrir noröan i haust, eins og ykkur er lik- lega kunnugt. Fyrst voru miklar rigningar og siöan snjókoma sföustu tvo daga af og til, þannig aö þetta hlýtur aö vera heldur erfitt fyrir bændur”, sagöi Þórarinn Halldórsson, sláturhússtjóri á Akureyri isamtali við Timann s.l. mánudag. Sagöist hann hræddur um að með sama áframhaldi færi að veröa heldur lélegt fyrir fé á túnum i nágrenninu. Vonandi færu þau þó ekki aö rýrna strax nii i miöri sláturtiö. A Akureyri sagði hann ráö- gert aö slátra rúmlega 39 þús. fjár á þessu hausti, sem sé svipað og á siðasta ári. Fall- þunginn sé heldur minni en venjulega, eöa um 14,7 kg. síö- ast þegar þaö var athugaö, á móti tæpum 15 kg. i fyrra. Bjóst Þórarinn jafnvel við að meðal þunginn ætti enn eftir að lækka þegar liðurá haustið. Þyngd lamba er nokkuð svæðisbundin og giskaöi Þór- arinn á aö þyngstu lömbin séu á Ströidum og einnig bjóst hann við þungum dilkum á Norð-Austurlandi, t.d. Þórs- höfn. Spuröur um mannaráðning- ar sagöi hann alltaf erfitt að fá vana menn, sem alltaf sé sóst eftir. Enþetta hafi bjargastog slátrunin gangi frekar vel eða um 1.500—1.600 á dag. Aö visu sagöi hann mega merkilegt telja að hægt skuli aö grípa upp allan þennan mannskap á stuttum tima og istuttan tima. Mest af fólkinu komi úr sveit- unum, en einnig nokkuð Ur bænum. —HEI Vantar meiri snjö ad vetrinum HCSAVÍK: „Reksturinn á skiðatogbrautunum hefur ver- iö nánast óbreyttur frá ári til árs og ekki stefnt aö neinum breytingum ”, sagöi Bjarni Aöalgeirsson, bæjarstjóri á Húsavik i spjalli viö Timann. Hann sagöi skiöaaðstööuna á HUsavik — þar sem nánast er hægt að fara á skiöin viö hóteldyrnar — njóta vaxandi vinsælda bæði heimamanna og aökomufólks. „Hins vegar höfum viö veriö óheppin und- anfarin ár, þar sem þaö hefur vantað meiri snjó”, sagöi Bjarni. Þaö sem þvi' veldur einna helst er að þetta er svo lágt yfir sjó. í framtiöinni þurfum viö þvi aö koma okkur upp góöu skiöalandi ofar i fjöllunum, sem nóg er af i kringum okkur. Aöalvandinn i þvi sambandi er aftur á móti, að þaö er erfitt meö vegagerö þangaö”, sagöi Bjarni. - HEI allt, þó nokkur fjöldi er þar i stööugri vinnu allt áriö, en i sláturtiðinni þarf aö bæta viö á annað hundraö. Stóra máliö sé aö fá sem flest af vönu fólki, þvi nýliðana þurfi aö æfa upp ' til þessara sérstöku starfa. Hann sagöi þarna marga þættispila inn i, m.a. skólana. Unga fólkiö, 16 ára og eldra, sem sé ágætis starfskraftur, fari nU aöallega i Fjölbrautar- skólana, sem séu fyrr á ferð- inni en skólar voru áöur. Og svo sé atvinnulifiö — sem bet- ur fer — allsstaöar blómlegt, bæði til sjós og lands. — HEI Fleira fé slátrað en venjulega SELFOSS: „Viö gerum ráö fyriraö slátra itveim húsum á vegum Sláturfélags Suöur- lands, þ.e. Laugarási og Sel- fossi um 57 þús. fjár,” sagði Helgi Jóhannsson, sláturhús- stjóri á Selfossi i samtali viö Timann. Hann sagöi þetta heldur meira en undanfarin haust. Menn setji sennilega minna af lömbum áihausten venjulega eftir afleiöingar kalsins i vor og rosans siöari hluta sumars. Helgi segir sláturtiöina hjá þeim í kringum hálfnaöa. Fallþungidilka i Arnessýslu sagöi Helgi á annað kiló lak- ara en á sföasta hausti, það sem af er. Meöalþungi siöast þegar það var kannaö 13,260 kg„ en hann var um 14,5 kg. á siöasta hausti. Reiknað er með að haustslátrun ljiiki um 20. október. Helgi sagði ráöningu starfs- fólks hafa gengið illa i haust, enda reyndist það erfBara ár frá ári aö fá fólk i svona tima- bundin stiH-f. I sláturhúsinu á Selfossi vinna yfir 200 manns i Mikil hálka á götum AKUREYRI: Lögreglan á Akureyri beinir þeim tilmæl- um til ökumanna að koma undirbila sina vetrarhjólbörð- um svo fljótt sem kostur er, vegna gi'furlegrar hálku sem var á götum bæjarins i gær. Á Akureyri voru fimm árekstrar og ein útafkeyrsla i gær og aö sögn lögreglunnar má rekja öll óhöppin til hálk- unnar. Skemmdir á ökutækjum vegna óhappanna urðu ekki miklar og engin meiðsl uröu á fólki. — Sjó. Borun holu 2 á Hveravöllum næsta sumar HUSAVtK: Húsavikurbær hefur óskað eftir þvi við Orku- stofnun aö undirbúin veröi borun holu 2 á Hveravöllum, sem áformað er aö bora á næsta ári. Undirbúningsrann- sóknir og mælingar sem vinna þarf i ár munu kosta um 70 þús. kr. Bjarni Aðalgeirsson, bæjar- stjóri var spuröur hvort farið sé aö vanta heitt vatn á Húsa- vik. „Þaö er fariö að siga á aö þaö vatn sem er sjálfrennandi og úr þeirri einu holu sem viö eigum á Hveravöllum fari að veröa fullnýtt”, sagöi Bjarni. Um þessar mundir séu notaöir rétt um 60 sekúndulitrar frá Hveravöllum, og hámarkið sé 70 sekúndulítrar sem hægt er aö ná við núverandi aöstæður. Nýjar holur þurfi því aö bæt- ast við til aö sinna framtföar- þörfum bæjarins. — HEI fréttir fbúðaverd rokið upp að undanförnu: „UM 20% HÆKKUN A RðMUM MANUÐI" — segir Jón Guðmundsson, fasteignasali ■ „Ég man vart eftir svona miklum hækkunum á fasteigna- verði á jafn skömmum tima og átt hafa sér stað svona undanfar- inn einn og hálfan mánuð,” sagði Jón Guðmundsson, fasteignasali i samtali við Timann. Nefndi hann sem dæmi ,,að 4ra herbergja biokkaribúðir I Breið- holti er gengu á um 560 þús. i á- gúst s.l. eru nú komnar i um 650- 680 þúsund krónur, sem þýðir þá jafnvel hátt i 20% hækkun.” Jón sagði þetta lika óvenjulegt að þvileyti, að venjulega hefur ekki gætt svona mikilla verð- hækkana yfir sumartimann. Astæður þessa sagði hann ekki liggja ljósar fyrir. Þó giskar hann m.a. á að þarna eigi öflugri lif- eyrissjóðir nú einhvern hluta að máli og siðan mikil vinna framan af ári og þar af leiðandi miklir peningar i umferð t.d. eftir ver- tiðina. Á móti kemur að eftir- spurn sé miklu meiri en framboð- ið, jafnvel að það séu 3-4 um hverja ibúð sem raunverulega er til sölu. Siðan nefndi hann mikla ös i septembermánuði vegna ein- daga umsókna um G-lánin, 1. október. Töluvert hafi lygnt á markaðinum nú fyrstu dagana á eftir a.m.k. Einhverjum finnst sjálfsagt merkilegt að heyra um vöntun á húsnæði, þegar fasteignaaug- lýsingar uppá margar siður viku- lega eru hafðar i huga. Jón sagði þær ekki segja alla söguna, þvi þegar fólk fer að gera tilboð i þessar eignir komi á daginn að stór hluti þeirra sé raunverulega ekki til sölu fyrr en eigendur þeirra geti fundið það sem þeir vilja i staðinn. Sem dæmi nefndi hann að aðeins hjá honum séu sennilega um 15-20 manns sem eru að leita að 2ja, 3ja og 4ra her- bergja ibúðum og fái þær ekki við sitt hæfi. —HEI J.C. í Mosfellssveit gefur út nýstárlegan bækling um skyndihjálp: „Inn á flest heimili og helst i alla bíla” ■ „Við höfum hugsað okkur að koma þessum bæklingi inn á sem flest heimili i landinu og helst i alla bila,” sagði Hlynur Árnason, Junior Chamber maður úr Mos- fellssveit, en J.C. félagið i Mos- fellssveitinni hefur gefið út mjög nýstárlegan bækling um hjálp i viðlögum. „Bæklingurinn er i plasthulstri, á stærö við kasettu, sem inni- heldur 42 kort, með leiðbeining- um um hvernig bregðast skal við flestum þeim slysum og óhöppum sem henda i daglega lifinu.” „Við leggjum á það áherslu að rétt viðbrögð i upphafi geta fyrir- byggt að afleiðingar slysa verði jafnalvarlegar og ætla mætti þegar að slysi er komið. Þess- vegna teljum við handhægan bækling geta gert mikið gagn ef hann nær nægri útbreiðslu.” Leggjum öryrkjum lið „Fyrirhugað er að allur ágóði af sölu þessa bæklings, renni til fatlaðra. Ef vel tekst til með út- breiðslu, þá ætti ágóðinn að verða talsverður. Við höfum hugsað okkur að hafa samband við öll bifreiðaumboð á landinu og selja þeim bæklinginn, meö það fyrir augum að hann verði i hverjum einasta nýjum bil sem seldur verður á Islandi. Þessvegna höf- um við ekki sett forsiðu á bækl- inginn. Bifreiðaumboðin geta þvi hvert um sig látið prenta forsiðu meö auglýsingu frá sér, likt og flest umboðin láta lyklakippur fylgja hverjum bil. Einnig eru uppi hugmyndir um að selja bæklinginn i lyfjabúðum og jafn- velað koma honum fyrir i sjúkra- kössum sem ætlaðir eru til heim- ilisnota. Bæklingurinn kostar 35 krónur og eins og fyrr segir þá mun allur ágóði af útgáfunni renna til fatlaðra i tilefni árs fatlaðra. Enda er kjörorð lands- hreyfingar J.C. „Leggjum öryrkjum lið.” Námskeið fyrir unglinga „Það hafa komið fram hug- myndir innan J.C. um að halda námskeið fyrir unglinga i notkun þessa bæklings, nokkurskonar „barnapiunámskeið” ætlað drengjum og stúlkum sem taka að sér að gæta barna á kvöldin. Það kannast sennilega allir ungir ■ Hlynur Arnason með leiöbeiningabæklinginn I höndunum. Tima- mynd G.E. foreldrar við þá tilfinningu að geta ekki notið sin I samkvæmum og á mannfögnuðum, meðan ein- hver unglingur gætir barna þeirra. Ef unglingurinn hefur sótt námskeið i notkun þessa bækl- ings, þá ætti fólk aö geta veriö rórra,” sagði Hlynur. —Sjó.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.