Tíminn - 08.10.1981, Page 7
Fimmtudagur 8. október 1981
erlent yfirlit
Þeir munu halda þvi fram, að
launþegasjóðirnir verði ekki til að
efla atvinnulifið. Þeir muni taka
■ Veröur Palme sigursælli en Gro? Þessi mynd var tekin af þeim á
kosningaskemmtun i Osló.
skapnum, mikill halli á viðskipta-
jöfnuðinum við útlönd og of litil
fjárfesting i iðnáðinum.
Til að ráða bót á þessu, er m.a.
lagt til að rikið auki ekki framlög
til félagslegra umbóta eða verk-
legra framfara að sinni, nema þá
að dregið verði úr útgjöldum á
öðrum sviðum.
Takmörk verði sett á leyfilega
aukningu útgjalda hjá sveitar-
félögum og lénum.
Beitt verði strangari verðlags-
höftum til að sporna gegn verð-
bólgunni.
Skattalögunum verði breytt
þannig, að þau hvetji til meiri
sparnaðar.
Stefnt verði að eflingu iðnaðar-
ins þannig, að dregið verði úr út-
flutningi hráefna eða hálf-
unninnar vöru.
Launakröfum verði stillt i hóf
næstu árin.
Margt fleira mætti nefna, sem
stefnir i þessa átt. Langsamlega
róttækasta tillagan er stofnun
launþegasjóðanna, enda er senni-
legastað kosningabaráttan snúist
fyrst og fremst um hana.
AUGLJÓST er, að
andstöðu-
flokkar sósial-
demókrata,
einkum
þó Ihalds-
flokkurinn,
muni beita
sér harðlega
gegn henni.
Falme ætlar að
stof na 24 sjóði
Þad verður aðalmál sænsku kosninganna
■ ÞAÐ virðist orðið augljóst,
hvert verður helzta kosningamál-
ið i Sviþjóð i þingkosningunum,
sem fara fram i september næst-
komandi.
Það verður tillaga um stofnun
tuttugu og fjögurra sjóða, sem
landsfundur sósialdemókrata á-
kvað að gera að höfuðmáli sinu.
Aðurhafðiþing Alþýðusambands
Sviþjóðar samþykkt svipaða til-
lögu einróma.
Sjóðir þessir hafa hlotið nafnið
launþegasjóðir (löntagarfonder).
Atvinnurekendur eiga að leggjai
sjóðina sem svarar 1% af launum
starfsfólksins og vissan hluta af
arði fyrirtækjanna.
Reiknað er með þvi, að árlegar
tekjur sjóðanna verði um þrir
milljarðar sænskra króna.
Sjóðirnir verða jafnmargir og
lénin i Sviþjóð.
Tilgangur sjóðanna er að kaupa
hlutabréf i arðvænlegum atvinnu-
fyrirtækjum eða að gerast
eignaraðiliað þeim á annan hátt.
Fyrst um sinn verður sjóðunum
stjórnað af verkalýðsfélögunum,
en siðar er hugsanlegt að starfs-
fólk viðkomandi fyrirtækis fái
hlutdeild i stjórn þess.
Annars er það ekki endanlega
útkljáð enn, hvernig stjórn sjóð-
anna skuli háttað til frambúðar.
Um þetta atriði er verulegur á-
greiningur meðal sósiáldemó-
krata.
Landsfundurinn skar ekki úr
þessum ágreiningi, en fól flokks-
stjórninni að fjalla um þetta mál
svo að það lægi ljósara fyrir áður
en til þingkosninganna væri geng-
ið.
AF HÁLFU leiðtoga sósial-
demókrata verður einkum lögð á-
herzla á tvennt i kosningabar-
áttunni i sambandi við launþega-
sjóðina.
Annað er það að þeir muni efla
atvinnulifið, sem sé staðnað, þótt
markaðslögmál gildi i Sviþjóð.
Hitter það.aðþeirmunikoma i
veg fyrir, að yfirráð yfir atvinnu-
fyrirtækjum safnist úr hófi fram
á fáar hendur.
Jafnhliða þvi, sem sósialdemó-
kratar munu leggja mikla á-
■ Ulf Adelsohn, hinn nýi leiðtogi
ihaidsmanna, mun beita sér
harðlega gegn launþegasjóðun-
um.
herzlu á þátt launþegasjóðanna i
eflingu atvinnulifsins, samþykktu
þeir á landsfundinum ályktanir
um fleiri aðgerðir, sem eiga að
ganga i þessa átt.
Þingið samþykkti eins konar
kreppuáætlun. Samkvæmt henni
er efnahagsvandinn i Sviþjóð nú
þriþættur: Mikill halli á rikisbú-
fé frá fyrirtækjunum, sem þau
myndu ella nota til að auka og
treysta rekstur sinn.
Takmarkið sé ekki heldur það
að efla atvinnureksturinn, heldur
að koma á sósialisma og koma
einkarekstrinum á kné.
Þá mun nokkuð bera á þeim á-
róðri, að launþegum kæmi betur
að fá laun sin hækkuð um 1% en
að látá þetta fé renna i launþega-
sjóðina.
Meðal ýmissa leiðtoga sósial-
demókratavirðistrikjaefium, að
hér sé á ferð gott kosningamál.
Einn þeirra er Hans Gustafson,
formaður þingflokks sósialdemó-
krata.
1 viðtali við Hans Gustafson,
sem nýlega birtist i Dagens Indu-
stri, telur hann, að 90% af kjós-
endum sósialdemókrata séu ein-
dregið fylgjandi hugmyndum um
launþegasjóðina. Um 10% af
kjósendum þeirra séu i vafa og
hafi ekki enn tekið endanlega af-
stöðu. Það geti orðið þessir kjós-
endur, sem ráði úrslitum
kosninganna.
Tillaga Gustafsons er þvi sú, að
sósialdemókratar leggi öllu meiri
áherzlu á önnur mál.
Þvi mun Gustafson þó ekki fá
ráðið. Andstæðingarnir munu
gera þetta að aðalmáli kosning-
anna, eins og áður segir.
Sú mun lika ætlun Olofs Palme,
leiðtoga sósialdemókrata. Hann
mun álita að kosningarnar þurfi
að snúast um mál, sem hafi aug-
ljóslega einhverja kerfis-
breytingu i för með sér. Kjós-
endur séu búnir að missa trú á ó-
breytt kerfi og vilji þvi fá fram
einhverja róttæka breytingu.
Pórarinn Þórarinsson, PJ
ritstjóri skrifar
erlendar fréttir
Mordið á Sadat:
Öfgafullum
múhameðs-
trúarmönnum
kennt um
■ öfgafullir múhameðstrú-
armenn voru i gær sakaðir af
yfirvöldum i Egyptalandi um
morðið á Sadat, Egyptalands-
forseta. Utanrikisráðherra
Bandarikjanna sagði á blaða-
mannafundi i Washington i
gærað ekkert benti til þess að
erlendir aðilar hefðu áttþátti
morðinu á Sadat. Egypska
þingið útnefndi i gær Hoshni
Mubarak, varaforseta. lands-
ins, sem arftaka forsetans.
Varnarmálaráðherra
Egypta, Gasara hershöfðingi,
sagöi á skyndifundi egypska
þingsins i gær að Sadat hefði
verið myrtur af fjórum her-
mönnum egypska hersins, og
að leiðtogi þeirra hefði verið
öfgafullur múhameðstrúar-
maður.
Haig sagði á áðurnefndum
blaðamannafundi að allt benti
til þess að morðið hefði verið
framið af trúarlegum ofstæk-
ismönnum. t máli utanríkis-
ráðherrans kom jafnframt
fram að morðið á Sadat hefur i
engu breytt vilja bandariskra
stjórnvalda hvað snertirsölu á
AWAC ratsjárflugvélunum til
Saudi-Arabiu. Sagði Haig að ef
horfið yrðifrá slikri ákvörðun,
þá væri ekki verið að gera
annað en hæða allt það sem
Sadat hefði staðið fyrir. Sagði
Haig að ef Bandaríkjaþing
hætti við söluna á flugvélunum
til Saudi-Arabiu, þá benti það
til þess að hringlandaháttur og
óræðni væru orðnir einkenn-
andi þættir i utanrikismála-
pólitik Bandarikjanna.
Alexander Haig verður við-
staddur útför Sadats nú á
laugardaginn, en Reagan
Bandarikjaforseti fer ekki til
útfararinnar af öryggisástæð-
um. Þrir fyrrverandi Banda-
rikjaforsetar verða viðstaddir
útförina: þeir Nixon, Ford og
Carter.
Israelsmenn hyggjast
halda friðarsamninginn
"ísraelsk stjórnvöld sögðu
eftir fund sinn i gær, að þau
hygðust i öllu halda friðar-
samninginn við Egyptaland.
Forsætisráðherra landsins.
Begin, sagði i gær að hann
vildi gjarnan vera viðstaddur
útfór Anwars Sadats og hitta
þá um leið egypska stjórn-
málamenn að máli.
Viðbrögð Rússa
og Kínverja
■ í gær bárust viðbrögð frá
Sovétrikjunum og Kina við
morðinu á Sadat, Egypta-
landsforseta. I boðunum frá
Sovétrikjunum sagði að Sovét-
menn vottuðu ættingjum Sad-
ats og annarra sem drepnir
voru, samUð sina. A sama
tima og þessi boð bárust frá
Sovétrikjunum, ásakaði Tass-
fréttastofan Bandarikin i Ut-
sendingum sinum ab vera með
áframhaldandi afskipti af
málefnum Mið-Austurlanda,
með þvi að hafa heri sina i ná-
grenninu i viðbragðsstöðu.
Utanrikisráðuneytið i Pek-
ing lýsti i gær dauða Sadats,
sem geysilegu áfal'J fyrir
Egyptaland og iarabaþjóðirn-
ar.
Pólland
BPólsku verkalýðssamtökin Eining lýstu þvi yfir i gær að þau
vildu koma á alþýðudómstól, sem ætti að rannsaka og rétta I þvi
sem pólitisk yfirvöld nefna „Eyðilegging Póllands”. Yfirlýsing
varöandi þetta efni kom frá þingi Einingar i Gdansk i gær og þar
sagði jafnframt aö dómstólnum yrði komið á laggirnar, ef pólsk
stjórnvöld hefðu ekkert að gert áður en árið væri á enda. Þar
kom fram að þarna yrði frekar um siðferðilegan en lagalegan
dómstól að ræða.