Tíminn - 08.10.1981, Side 8
8
aiimi
utgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig-
urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns-
son. Ritstjórnarfulltrúí: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon.
Umsjónarmaður Helqar-Timans: llluqi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes
Bragadóttir. Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason,
Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helga-
dótlir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson,
Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlits-
teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guö-
jón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavlk. Simi:
86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu
5.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 85.00-Prentun: Blaðaprent h.f.
Er þetta verkefni
rfkisstjórnar?
Fróðlegt var að lesa hugleiðingar höfundar ;
Reykjavikurbréfs Mbl. á sunnudaginn var um
atvinnuástandið á Raufarhöfn. Það skýrði svo l
glöggt hina raunverulegu afstöðu útgefanda Mbl. !
til atvinnumála i dreifbýlinu. Rétt þykir þvi að
birta hér kafla úr þessum hugleiðingum blaðsins: j
„Það hefur ekkifarið fram hjá neinum, að
frystihúsið á Raufarhöfn á við rekstrarerfiðleika
að etja, togarinn liggur bundinn við bryggju og
sjómenn og starfsfólk i frystihúsi fá ekki borguð |
laun. Jafnframt hafa þau gleðitiðindi borizt með
fjölmiðlum, bæði til ibúa á Raufarhöfn og ann-
arra, að rikisstjórnin hafi hvað eftir annað setið á
fundum og rætt málið, lausn hafi fundist og hjólin
fari að snúast bráðlega.
En dokum aðeins við. Hvað er hér að gerast?
Rikisstjórn íslands situr aftur og aftur á fundum
út af rekstrarvanda eins fyrirtækis i fiskiðnaði og
útgerð. Er þetta verkefni rikisstjórnar og ráð-
herra? Er rikisstjórn til þess kjörin að fjalla um
rekstrarvanda einstakra fyrirtækja i landinu?Er
þetta hið rétta verksvið ráðherra?”
Svo mörg eru orð Mbl. um timaeyðslu ráð-
herranna vegna afskipta þeirra af atvinnumálum
Raufarhafnar.
1 framhaldi af þessu, er ekki óeðlilegt að rifja
upp hvernig atvinnumálum Raufarhafnar var
háttað um þessar mundir. Helztu atvinnufyrir-
tæki þar voru stöðvuð og lánastofnanir treystu
sér ekki til að leysa mál þeirra. Ekki blasti annað
við en að hundruð manna yrði að flytja burtu og
hverfa frá lifsskilyrðum, sem geta verið mjög
sæmileg. Fyrir þjóðfélagið hefði það getað orðið
drjúgur baggi að skapa þessu fólki heimili og
afkomuskilyrði annars staðar.
Samkvæmt markaðslögmáli þeirra Árvakurs-
manna,sem stjórna Morgunblaðinu, átti rikis-
stjórnin að láta þetta mál afskiptalaust.
Markaðskenningarnar segja, að afskekkt
byggðalög megi leggjast i rúst, ef þau bjargist
ekki án rikisafskipta, og þjóðfélagið eigi ekki að
hafa ihlutun um búsetu manna i landinu.
Frá sjónarmiði þeirra, sem eru andvigir
Árvakursstefnunni, á það að vera eitt aðalverk-
efni rikisstjórna að vinna að þvi, að atvinna sé
næg um land allt og að landið sé byggt þannig, að
gæði þess nýtist sem bezt. Rikisstjórnin á að vaka
yfir þvi, að mikilvægir útgerðarstaðir, eins og;
Raufarhöfn, nýtist sem bezt, þótt þeir séu af-
skekktir. Það á ekki að sinna siður atvinnu-
málum þar en i fjölbýlinu.
Markaðsstefnan, sem Árvakur boðar, getur
verið góð að vissu marki, en hún er komin út i
öfgar, þegar það er fordæmt, að rikisstjóm hafi
afskipti af málum, þegar atvinnulif stórs byggða-
lags hefur stöðvazt og hún er eini aðilinn, sem
getur rétt örvandi hönd.
Það má vel gera sér grein fyrir, hvernig
byggðaskipan væri háttað i landinu, ef Árvakurs-
stefnan hefði fengið að ráða undanfama áratugi.
Þ.Þ.
Fimmtudagur 8. október 1981
Suðurnesin
bjóða uppá
fjölbreytta at-
vinnumöguleika
■ Erfiöleikar 1 útgerö og fisk-
vinnslu á Suöurnesjum hafa veriö
talsveröir og eru enn og atvinnu-
ástand þar allt oröiö ótryggara en
áöur var. Uppbygging hefur samt
veriö mikil á Jmsum sviöum en
ekki haldist nægilega vel i hendur
viö atvinnuuppbygginguna. Er
þvi úrbóta þörf og er þegar farið
aö vinna aö þeim. 1 eftirfarandi
viötali gerir Jóhann Einvarösson
alþingismaöur grein fyrir vanda-
málum Suöurnesjamanna og
hugmyndum um lausn hinna
erfiðari mála.
Jóhann var fyrst spurður
hvernig ástandiö væri núna.
Atvinnuástand á Suöurnesjum
er ekki slæmt i sjálfu sér eins og
er. Haustiö er ávallt erfiöasti tim-
inn i þessu tilliti vegna hinna
hefðbundnu vertiöaskipta.
Frystihúsareksturinn hefur veriö
mjög erfiöur, og er þaö ekkert
einsdæmium Suöumesin. Þaö er
svipaö um allt landiö. Tvö stór
frystihús i Keflavik hafa tekið
upp eingöngu saltfisk- og
skreiöarvinnslu og veröur aö
segja eins og er, aö ef menn vilja
vera sjálfir ábyrgir fyrir sinum
rekstri, er erfitt aö stööva slíka
þróun, heldur veröa menn aö
fylgja þeim markaði sem býöst á
hverjum tima.
Hins vegar má segja, aö frysti-
hús hafa fengið mikla fyrir-
greiöshi úr opinberum sjóöum
þannig aö þaö eru vissar skyldur
sem hvfla á þeim. Núna er mjög
erfiöur rekstur á Hraöfrystihúsi
Keflavikur, sem er eign kaup-
félagsins og er annað tveggja
frystihUsa sem eru í gangi i
Keflavík nUna og er meö yfir 150
manns f vinnu. Þar veröur aö
taka á hlutunum og má ekki drag-
ast. Þaö er eins og ekkert fáist aö
gert fyrr en allt er komið i
greiösluþrot og óefni. Þaö þarf aö
endurskoöa þennan rekstur
þannig aö hann geti staöiö undir
sér. Athuga þarf vel hvaö er aö,
hvort um rangt gengi er aö ræöa,
hvort þarf aö endurskipuleggja
einstök hUs eöa kannski öll. Þessi
mál veröur aö taka traustu taki
og af fullri alvöru.
Sama er náttúrlega meö
togaraútgeröina. Þau skip sem
keypt hafa veriö á allra siöustu
árum hlaöa á sig skuldum vegna
gifurlegs fjármagnskostnaðar og
er ekki viö aö búast að meöaltog-
ari standi undir honum, hvaö sem
sagt veröur um þá sem hafa
mestan afla. Oli'ukostnaöur á
Suöurnesjaflotanum er talsvert
hærri en landsmeðaltalið. Þetta
eru atriöi sem menn veröa aö
taka til endurskoöunar og reyna
aö leysa.
Bátafloti Suöurnesjamanna er
samkvæmt landsmeöaltali lang-
. elsti floti á landinu. Um nokkurn
tima voru Suöurnesin lokuð fyrir
alls kyns lánsfjárútvegun sem
aðrir landshlutar nutu. Þetta
varö til þess aö kaupa varö not-
aöa báta annars staðar aö og
fengustþeirekkifyrren fyrri eig-
endur töldu timabært aö endur-
nýja sin skip.
Atvinnulffið
fremur einhæft
Fiskvinnsla og Utgerð er lang-
stærsti atvinnuvegurinn um öll
Suöurnes, en þar fyrir utan er at-
vinnulifiö fremur einhæft. Miöaö
viö aöra landshluta er hlutfalls-
tala þeirra sem starfa viö iönaö á
Suöurnesjum lægri miöaö viö
aöra landshluta, ef undanskilinn
er sá iönaöur er fylgir þjónustu
viö sjávarútveginn og byggingar-
iönaö, sem stendur ágætlega.
Þegar núverandi stjórn var
mynduö var sett inn i stjórnar-
sáttmálann aö gera ætti öflugt
átak til atvinnuuppbyggingar á
Suöurnesjum. Siöari hluta sum-
ars var loks skipuð nefnd þriggja
manna sem á aö hafa forgöngu
um þetta verk. Auk min eru I
nefndinni Geir Gunnarsson al-
þingismaöur og formaöur hennar
erFinnbogi Björnsson i Gerðum.
Nefndin er byrjuð aö starfa og
hefur veriö aö ræöa viö atvinnu-
málanefndir sveitarfélaganna og
forsvarsmenn ýmissa rikisstofn-_
ana sem starfa á þessum vett-
vangi. Hver verður árangur
nefndarinnar skal ég ekki segja
um, en minn skilningur er sá, aö
meö þessu ákvæöi i stjórnarsátt-
málanum og nefndarskipuninni
sé vissulega viöurkennd þörfin á
aö gera þarna átak umfram aöra
staöi á landinu. 1 raun og veru
þýöir þetta sérréttindi fyrir land-
svæöiö aö minnsta kosti tima- ,■
bundiö.
Ýmis fyrirtæki hjá okkur
standa höllum fæti samanboriö
viö önnur vegna þess aö þau hafa
kannski komist seinna inn 1
Byggðasjóö og þurft að fara
meira iaörar fjármagnsstofnanir
og þvi þurft aö fá aö sumu leyti
dýrara fjármagn til uppbygging-
ar, miðað við þaö sem önnur
byggöarlög fengu meöan láns-
skilyröi voru hagkvæmari hjá
Byggðasjóöi en nú eru.
Viö í nefndinni höfum sett okk-
ur þaö mark aö vera ekki i þvi aö
eða bjarga fóllnum vixlum vegna
þess aö þaö leysir ekki mál til
frambúöar. Viö ætlum aö reyna
aö ná fram i dagsljósið hugmynd-
um um nýatvinnutækifæri, styðja
menn sem hafa slikar hug-
myndir, og aðstoða þá með fyrir-
greiöslu til aö koma sinum mál-
um i framkvæmd. Þetta gildir
lika fyrir fyrirtæki sem til eru I
dag, og vilja gera endurskipu-
lagningu á sinum rekstri meö
hagræðingu og aukinni fram-
leiöni. Þauviljum viögjarnan aö-
stoða.
1 sumum tilfellum veröur
kannski aö bjarga rekstrarvanda
meðan endurskipulagning fer
fram. Ljóst er aö stórátak þarf aö
gera til að koma fiskveiöunum og
fiskvinnslu i nútimalegt horf og
verður lögö áhersla.á það.
Mikil ónýtt
hitaorka
Annaö sem býöur upp á mikla
möguleika á Suöurnesjum er nýt
ing hitaorkunnar. A Reykjanes-
skaganum er næg hitaorka, og er
þegar farið að nýta hana til upp-
hitunar og orkuframleiðslu. Salt-
vinnsla er á byrjunarstigi og gef-
ur margháttaöa möguleika á
efnaiönaði.
Nú liggur fyrir aö rannsaka vel
þessi hitasvæöi svo aö ljóst veröi
hve mikla orku þau geta gefiö.
Mörg af hugsanlegum iönaöar-
fvrirtækium burfa á hafnaraö-