Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 27. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Nefnd sem viðskiptaráðherra skipaði til að fara yfir lagaum- hverfi hér vegna væntanlegrar evruskráningar hlutabréfa skil- ar niðurstöðum sínum á morgun, fimmtudag. Jón Sigurðsson, hagfræð- ingur, fyrrum ráðherra, seðla- bankastjóri og aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, hefur stýrt nefndarstarfinu og segir það hafa gengið vel, en yf- irlýst markmið nefndarinnar var að skila niðurstöðum fyrir mán- aðamótin. „Starfinu er að ljúka og gott samkomulag um niður- stöðuna,“ segir hann. Evruskráning hlutabréfa frestaðist fyrir áramót þegar fram komu athugasemdir frá Seðlabanka Íslands við fyrirhug- aða framkvæmd hennar. Að því er stefnt að Seðlabanki Finnlands taki síðar á þessu ári að sér upp- gjör viðskipta með hlutabréf í evrum í OMX Kauphöll Íslands. - óká Evrunefnd skilar sínu G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka 0,4% -19,1% Bakkavör -4,3% -24,8% Exista -2,2% -37,7% FL Group -2,6% -31,6% Glitnir -2,7% -18,5% Eimskipafélagið -4,8% -16,6% Icelandair -4,7% -9,2% Kaupþing -2,1% -16,0% Landsbankinn -3,4% -20,6% Marel -1,8% -9,2% SPRON -2,0% -36,5% Straumur -2,5% -18,7% Teymi 0,2% -10,6% Össur 1,2% -5,5% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag JÓN SIGURÐSSON Jón er formaður nefndar sem farið hefur yfir lagaum- hverfi hér með tilliti til mögulegra breytinga vegna evruskráningar hlutabréfa. MARKAÐURINN/ANTON Óli Kristján Ármannsson skrifar Bankastjórn Seðlabanka Íslands kveðst ekki sjá til þess forsendur að fulltrúar greiningardeilda bank- anna sitji fréttamannafundi bankastjórnar né held- ur að bankastjórnin efni sérstaklega til funda með greiningardeildunum. Þetta kemur fram í svari bankastjórnar Seðlabankans til forstöðumanna greiningardeilda stóru viðskiptabankanna þriggja um miðjan mánuðinn. Greiningardeildir bankanna sendu Seðlabankan- um sameiginlega erindi nokkrum dögum fyrr þar sem þess er farið á leit að bankastjórn Seðlabankans rökstyðji ákvörðun sína um að neita fulltrúum grein- ingardeilda bankanna um að sitja fjölmiðlafundi þar sem bankastjórnin kynnir stýrivaxtaákvarðanir sínar og svarar fjölmiðlum. Undir bréfið rita Ásgeir Jónsson fyrir Kaupþing, Edda Rós Karlsdóttir fyrir Landsbankann og Ingólfur Bender fyrir Glitni. Greiningardeildirnar eru með töluverða útgáfu á netinu og fréttaflutning bæði af viðskiptum og efna- hagslífi. Veit Markaðurinn til þess að starfsmað- ur greiningardeildar að minnsta kosti eins bankans spurðist um það símleiðis fyrir áramót hvort hann mætti ekki sitja kynningarfund bankastjórnarinn- ar, en fékk þau svör að það mætti ekki. Hin eigin- lega vaxtaákvörðun er á hendi seðlabankastjóranna þriggja, en þeir hafa kosið að gefa greiningardeild- um bankanna ekki kost á að spyrja þá beinna spurn- inga. Í bréfi greiningardeildanna er sagt munu bæta gegnsæi og framgang peningastefnu Seðlabankans að fundargerðir af vaxtaákvörðunarfundum yrðu birtar opinberlega, líkt og þekkist hjá Seðlabanka Englands. „Að sama skapi myndi það auka gegnsæi verulega ef greiningardeildirnar fengju tækifæri til þess að spyrja bankastjórnina sjálfa spurninga í tengslum við vaxtaákvarðanir líkt og fjölmiðlar hafa nú á sérstökum blaðamannafundum,“ segir í bréfinu. Í svarbréfi Seðlabankans er hins vegar á það bent að því fari fjarri að allir seðlabankar með verð- bólgumarkmið birti fundargerðir af vaxtaákvörð- unarfundum. Þá segist bankastjórnin ekki þekkja þess dæmi að fulltrúar greiningardeilda sitji frétta- mannafundi bankastjórna seðlabanka um vaxta- ákvarðanir. „Þess má raunar geta að það er ekki al- gilt að fréttamannafundir séu haldnir um vaxta- ákvarðanir,“ segir bankastjórnin í svarbréfi sínu og bendir á að sérfræðingar Seðlabankans fundi þegar sérstaklega með greiningardeildum bankanna. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins gætir hins vegar nokkurrar óánægju með afsvar Seðlabankans hjá greiningardeildunum, því þótt þær séu ánægðar með aðgengi að sérfræðingum Seðlabankans vilji þær einnig fá að leggja spurningar fyrir bankastjórnina. Seðlabankinn neitar greiningardeildum Greiningardeildir bankanna fengu afsvar frá Seðlabankanum þegar þær fóru þess á leit að sitja fundi með bankastjórn og fjölmiðlum. Fordæmin vantar segir Seðlabankinn. Kaupþing Singer & Fried- lander hættir starfsemi á sviði eignafjármögnun- ar og hrávöruviðskipta- fjármögnunar auk þess sem gerðar hafa verið skipulagsbreytingar innan fyrirtækjasviðsins í Bretlandi. Í tilkynningu Kaup- þings til Kauphallar Ís- lands í gær kemur fram að breytingarnar séu síðasti liður- inn í endurskipulagningu rekstrar- ins í Bretlandi í kjölfar kaupa Kaupþings á Singer & Friedland- er árið 2005. Haft er eftir Ármanni Þorvalds- syni, forstjóra Kaupthing Singer & Friedlander, að bankinn beini nú kröftum sínum og fjármagni að kjarnastarfseminni í Bretlandi. Í nýrri greiningu breska fjár- málaþjónustubankans Fox-Pitt Kelton (FPK) sem gefin var út eftir að tilkynnt var um breytingarnar eru þær litnar jákvæðum augum. „Auk þess að hafa góð áhrif á fjárhag bank- ans og fjármögnunar- þörf, sjáum við í ákvörð- un bankans skref í þá átt að skerpa áherslur í að straumlínulaga rekstur- inn,“ segir Kim Bergoe, sérfræðingur greiningar- deildar FPK. Bendir hún á að lausafjárstaða Kaupþings sé afar góð og batni enn við endurskipulagninguna í Bretlandi sem áætlað er að bæti hag bankans um sem nemur einn milljarð evra, eða nálægt 98 millj- örðum króna. „Efnahagsumhverfi dagsins er viðskiptamódeli Kaup- þings í óhag, en að okkar mati virðast áhyggjur af lausafjár- stöðu bankans tæpast eiga rétt á sér.“ ÁRMANN ÞORVALDSSON Kaupþing græðir á breytingum í Bretlandi Ávinningur af því að leggja niður hluta starfsemi bankans er metinn á 98 milljarða króna. „Ég keypti úr Gnúpi áður en við seldum félagið,“ segir athafna- og útgerðar- maðurinn Magnús Kristinsson í Vestmannaeyjum. Gnúpur, sem Magnús átti með Kristni Björnssyni og Þórði Má Jóhannessyni, forstjóra félags- ins, var um tíma einn af stærstu hluthöfum í FL Group og Kaup- þingi. Félagið lenti í erfiðleikum fyrir síðustu áramót í kjölfar mikillar gengislækkunar á bréfum félags- ins og hóf sölu úr eignasafninu. Í kjölfarið mátti ætla að helstu verðmæti Gnúps hafi falist í skattalegu tapi. Smáey, félag Magnúsar, er skráð fyrir tveimur prósentum í FL Group, er tólfti stærsti hluthafinn, og með 2,12 prósent í Landsbankanum, er þar tíundi stærsti hluthafinn samkvæmt hluthafaskrá félag- anna frá í síðustu viku. Félagið á sömu- leiðis 0,6 prósenta hlut í Kaupþingi, sem það keypti af Gnúpi fyrir síðustu áramót. „Ég get ekkert tjáð mig um málið, er bundinn trúnaði,“ segir Lárentsínus Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lögmönnum Reykjavíkur, sem nú fer með mál Gnúps. „En starfsemin er lítil og staðan ekki góð.“ - jab Magnús farinn úr Gnúpi „Það styttist í þetta, en þetta verð- ur sjálfsagt ekki fyrr en í mars,“ segir Kristinn Hallgrímsson, for- maður skilanefndar Eignarhalds- félagsins Samvinnutrygginga. Ákveðið var í sumar að slíta fé- laginu og stofna upp úr því Fjár- festingafélagið Gift. Til stóð að birta í september hverjir ættu Gift, en allir tryggingatakar Sam- vinnutrygginga á tilteknu tímabili, eiga hlut í félaginu. Þeir eru margir orðnir langeygir eftir svörum. „Þetta verður gefið upp þegar við höfum lokið okkar vinnu. Við tökum bara þann tíma sem við þurfum í þetta,“ segir Kristinn. - ikh Lítil þolinmæði KRISTINN HALLGRÍMS- SON Tökum þann tíma sem við þurfum. Reza Taleghani tekur við starfi forstjóra Sterling Airlines A/S af Almari Erni Hilmars- syni. Stjórn félagsins tilkynnti um breyting- una í gær. Almar Örn hefur stýrt Sterling Airlines í tæp þrjú ár. Reza hefur síð- ustu tíu ár starfað hjá JPMorgan í New York og London, en þar mun hann hafa unnið með mörgum helstu flugfélögum og félögum í flugrekstri víða um heim. Þorsteinn Örn Guð- mundsson, stjórnarfor- maður Sterling Airlines, fagnar aðkomu Reza að félaginu og nýr for- stjóri segist sömuleið- is spenntur að taka við. Í tilkynningunni kemur fram að hann hefji störf innan skamms eftir flutning til Kaup- mannahafnar. „Reza og Almar munu vinna náið saman næstu vikur til að tryggja farsæl forstjóraskipti hjá félaginu,“ segir í tilkynning- unni. - óká Nýr forstjóri Sterling Airlines REZA TALEGHANI „Við höldum okkar viðræðum við slóvensku einkavæðingar- nefndina áfram,“ segir Brynj- ólfur Bjarnason, forstjóri Skipta. Slóvenskir fjölmiðlar fullyrða að keppinautur Skipta hafi tekið aftur tilboð sitt í slóvenska land- símann. Félögin Bain Capital, Axos Capital og BT buðu sameigin- lega í tæplega helmingshlut sló- venska ríkisins í slóvenska land- símanum, Telekom Slovenije, á móti Skiptum, móðurfélagi Sím- ans. Brynjólfur Bjarnason segir að þessi tíðindi hafi engin áhrif á Skipti og viðræður þeirra. Mestu máli skipti að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Slóvensk fjarskiptayfirvöld ít- rekuðu á blaðamannafundi í gær að báðir bjóðendur hefðu frest til föstudags til að endurskoða tilboð sín. Ákvörðun einkavæð- ingarnefndar landsins myndi svo liggja fyrir hinn 3. mars. Hermt er í slóvenskum fjöl- miðlum að Bain, Axos og BT hafi tilkynnt einkavæðingarnefndinni að tilboð hópsins yrði ekki end- urskoðað fyrir föstudag. Hópur- inn er óánægður með tafir í við- ræðuferlinu. Samkvæmt heimild- um Markaðarins hjá slóvenskum fjarskiptayfirvöldum, var sú til- kynning tilefni blaðamannafund- arins í gær. Skipti höfðu áður skrifað einka- væðingarnefndinni og kom fram í yfirlýsingu frá henni fyrir helgi að Skipti hefðu einnig hótað að taka tilboð sitt aftur. Eitt meginskilyrðið fyrir einka- væðingu Landsímans hér á sínum tíma var að félagið yrði skráð á almennan hlutabréfamarkað, í síðasta lagi um síðustu áramót. Fjármálaráðherra veitti Skiptum undanþágu frá þessu, vegna við- ræðna um kaup á slóvenska sím- anum. Skipti hafa lýst því yfir að félagið verði skráð á hlutabréfa- markað í mars. - ikh Skipti líklega ein í Slóveníu BRYNJÓLFUR BJARNASON Fréttir af því að keppinautarnir hætti við hafa engin áhrif á áform Skipta. SEÐLABANKI ÍSLANDS Þessa dagana er napurt um að lítast hjá Seðlabanka Íslands sem og annars staðar í höfuðborginni MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.