Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 16
2,50 1,4 1,1krónur kostar að slá einnar krónu myntpen-ing að því er Alfreð Sigfússon, rekstrarstjóri Seðlabankans, hefur upplýst. Sláttan hefur orðið dýrari vegna hækkana á verði málma. milljarðar króna, rétt tæpir, var hagnaður móður- félags Atorku Group á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Alls hagnaðist félagið um 8.141 milljón króna á árinu öllu eftir skatta. prósent er eignarhlutur sá sem Danske Bank er skráður fyrir í FL Group. Þá er bankinn skráður fyrir ríflega tveggja pró- senta hlut í Existu og tveimur prósentum í SPRON. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Markaðssérfræðingar furða sig á að Kaupþing skuli ítrekað lenda efst á blaði yfir þau fyrirtæki sem fólk hefur neikvætt viðhorf til samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Rúm sjö prósent aðspurðra nefndu Kaupþing þegar spurt var um neikvætt viðhorf til fyrirtækis. Kannski er það vegna þess hve bankinn er stór? Hins vegar hefur bankinn reynt að bæta ímyndina og bauð til dæmis þjóðinni á tónleika síð- asta sumar. Þeir klúðruðust hálf- partinn þegar Stuðmenn mættu í Kraftwerk-skapi. Ódýr íbúða- lán á sínum tíma breyttu líka litlu. Nú, eða bara ágæt þjónusta. Bónus trónir langefst á toppnum yfir þau fyrirtæki sem jákvæð viðhorf ríkja til. Í ljósi niður- skurðar ætti K a u p þ i n g kannski að taka upp slag- orð Bónuss. Kaupþing – ekkert bruðl. Ekkert bruðl Stjórnendur bankanna keppast nú við að gefa út yfirlýsingar um niðurskurð útgjalda. Búið er að taka fyrir að starfsmenn Kaupþings og Glitnis, þessir lægra settu, ferðist um á Saga Class sé þess kostur. Nú verða starfsmenn bankanna sem sagt að fljúgja með almúganum. Einnig hefur verið hætt við áður skipu- lagðar ferðir hjá Glitni, til dæmis til Cannes. Landsbankamenn standa þó keikir, enda segj- ast þeir vera í sérstöðu. Sást til Sigurjóns Árnasonar banka- stjóra á skíðum í Ölpunum fyrir stuttu ásamt hópi viðskiptavina. Þá sóttu Lands- bankamenn og -vinir frægt grímuball í F e n e y j u m . Gamla góða lífið er ekki búið hjá öllum á þ e s s u m síðustu og v e r s t u tímum. Á skíðum Á þenslutímum hefur líklega ekkert verið skemmtilegra fyrir Davíð Oddsson seðlabankastjóra en að horfa á tónlistarhúsið rísa fyrir utan glugga Seðlabankans. Framkvæmdin mun kosta skatt- greiðendur 600 milljónir á ári næstu 35 árin. Ákvörðun um húsið var ekki beint til að slá á verðbólguna og efnahagsvand- ann. Nú er búið að opna fyrir samkeppni um nafn á húsið. Nokkrar tillögur hafa borist Markaðnum. Útgjaldahöllin, Dómsdagshvelfingin, Spill- ingar dósin, Björgúlfshöll, Legsteinninn og Skattfóníuhús eru allt tillögur sem komnar eru í pottinn. Kannski að það eigi bara að vera skilti fyrir utan sem segir: „Minnismerkið um hinn skattpínda mann.“ Sprengjuhöllin BRIK hlutabréfasjóðurinn er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag BRIK hlutabréfasjóðsins er Rekstrarfélag SPRON. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa, www.spronverdbref.is. *Söluaðili/sjóður skv. www.sjodir.is. Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is Besta ávöxtunin 2007* Alþjóðleg hlutabréf – markaðir Það er svalt á toppnumSPRON Verðbréf BRIK hlutabréfasjóðurinn 27,8%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.