Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 1
Lífsstíll Úrin eru stöðutákn 16 Uppgjörsárið á enda Aðhald fram undan 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 27. febrúar 2008 – 9. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Ingimar Karl Helgason skrifar „Við fylgjumst með því hvernig norræn skatt- yfirvöld fá þessar upplýsingar. Við höfum auðvitað alltaf áhuga á að fá upplýsingar, en það yrði aldrei þannig að við myndum kaupa þær eins og þeir gerðu í Þýskalandi,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Fram kemur í norrænum fjölmiðlum að skattyfir- völd í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi hafi þegar haft samband við þýsk stjórnvöld og óskað eftir að fá upplýsingar um leynireikninga í Liechtenstein. Það hafa yfirvöld í Hollandi einnig gert. Þá eru Danir að undirbúa sams konar beiðni. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir ekki ólíklegt að málið verði rætt við norræn skatt- yfirvöld. Þýsk stjórnvöld segjast hafa upplýsingar um 1.400 leynireikninga í Liechtenstein. 600 þeirra séu í eigu Þjóðverja en fólk af öðru þjóðerni eigi hina reikningana 800. Talið er að á fimmta þúsund manns tengist reikningunum. Dæmi mun vera um að Íslendingur hafi geymt eignir í Liechtenstein með svipuðum hætti. Grunur er um að auðmenn hafi fært þangað fé til að fela fyrir skattyfirvöldum. Der Spiegel segir að milljarðar evra hafi farið framhjá skattyfirvöldum í Þýskalandi með þessum hætti. Tveir bankar í smá- ríkinu séu nú til rannsóknar. Thorsten Albig, tals- maður þýska fjármálaráðuneytisins, segir í sam- tali við Financial Times, að þýsk yfirvöld séu til- búin til að veita upplýsingar. Ekki verði óskað eftir greiðslu fyrir þær. „Við höfum ekkert ákveðið í málinu og okkur hafa ekki verið boðnar upplýsingarnar,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir. „Þegar þar að kemur kunnum við að óska eftir þeim á grundvelli tvísköttunarsamn- inga við önnur Norðurlönd og Þýskaland.“ Björn Þorvaldsson, aðstoðarsaksóknari hjá efna- hagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, segir að málið sé af því taginu að deildin og skattrannsóknarstjóri gætu átt um það samstarf. „Það er ekki komið svo langt, en ég útiloka ekki að efnahagsbrotadeildin muni taka þátt í því.“ Liechtenstein er á lista OECD yfir ósamvinnu- þýðar skattaparadísir. Íslensk skattyfirvöld vilja leyniupplýsingar Þýsk yfirvöld vilja deila upplýsingum um leynireikninga í Liechtenstein. Skattrannsóknarstjóri íhugar að leita til þýskra eða norrænna yfirvalda. Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Kosið verður um aflagningu Fé- lags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) á aðalfundi félagsins 7. mars og um samninga við Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) um stofnun nýrra heildarsamtaka. „Ég get staðfest að fram kom lagabreytingartillaga fyrir lok tilskilins frests,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri FÍS. Til þess að tillagan nái fram að ganga þarf stuðning tveggja þriðju atkvæða. Tillöguna leggja fram Pétur Björnsson, stjórnarformaður Ís- fells og fyrrverandi formaður FÍS, og Margrét Kristmanns- dóttir, framkvæmdastjóri PFAFF og formaður Félags kvenna í at- vinnurekstri, en hún er fyrrver- andi varaformaður FÍS. Viðræður um sameiningu fé- laganna höfðu staðið um nokk- urt skeið í haust, en voru lagð- ar til hliðar þegar ekki náðist einhugur í stjórn FÍS um stefn- una. Tillaga Péturs og Margrétar kemur því málinu aftur á dag- skrá. „Við töldum málið komið það langt að okkur þótti rétt að leggja þetta fyrir félagsmenn,“ segir Margrét og telur mikinn stuðning við stefnuna í félaginu. „Margir sjá hér tækifæri til að búa til langþráðan vettvang, þar sem fyrirtæki í verslun í landinu geta sameinast í einu hagsmuna- gæslufélagi. Það hefur alltaf staðið okkur nokkuð fyrir þrifum og veikt okkur gagnvart ýmsum aðilum, svo sem hinu opinbera, að við höfum ekki borið gæfu til að koma fram sem ein heild,“ segir hún og telur skiptingu félaganna í raun leifar frá fyrri tíð. „Núna teljum við bara að að það sé svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar.“ - óká Stórkaupmenn kjósa um framtíðina „Við eigum ekki þessi bréf og við viljum ekki eiga í keppinaut- um,“ segir Jonas Torp, talsmaður Danske bank. Fram kom í Fréttablaðinu fyrir helgi að nafn bankans kæmi fyrir meðal stærstu hluthafa margra íslenskra félaga, eins og FL Group, Exista og SPRON. Glitnir og Bakkavör munu einnig vera í þessum hópi. Jonas neitar að svara því hvort hugmyndin sé að skortselja bréf- in. „Mér finnst rétt að taka það fram að Danske bank hefur ekki í hyggju að skaða einn eða neinn. Við bara kaupum og seljum eins og viðskiptavinir okkar bjóða hverju sinni.“ - ikh Danske bank á ekki bréfin DANSKE BANK Neita því að eiga íslensku bréfin sjálfir. Skífubreytingar | Verslun Skíf- unnar í Smáralind verður lokað nú um mánaðamótin. Um leið verður sala á tónlist í verslunum BT færð undir nýtt merki Skífunnar Ex- press. Þá er áformað að opna fyrir sumarið „tónlistarkaffihús” tengt Skífunni á Laugavegi. Kaupa Vogabæ | Mjólka hefur fest kaup á matvælafyrirtæk- inu Vogabæ, sem er einna þekkt- ast fyrir Vogaídýfurnar. Mjólkur- stöð Mjólku hefur í kjölfarið verið flutt í verksmiðjuhúsnæði Voga- bæjar í Hafnarfirði. Yfirtökur skoðaðar | Alfesca skoðar um þessar mundir yfir- töku á matvælafyrirtæki í Evr- ópu, að sögn Xaviers Govare, forstjóra félagsins. Hann vill þó ekki segja til um hvenær frekari fregna af henni sé að vænta. Þá segir hann hugsanlegt að Alfesca kaupi dreifingarfyrirtæki á Ítalíu á árinu. Sækja um leyfi | Viðskiptabönk- um landsins fjölgar, gangi eftir fyrirætlanir VBS fjárfestingar- banka. Á aðalfundi bankans fyrir helgi samþykktu hluthafar hans að sótt verði um viðskiptabanka- leyfi til Fjármálaeftirlits, VBS til handa. Lækkar um helming | Laun Lár- usar Welding, forstjóra Glitnis, lækka um helming, samkvæmt ákvörðun sem hann tók sjálf- ur. Hann lækkar úr 5,5 milljón- um króna á mánuði í tæplega 2,8 milljónir. Lárus vill ganga á undan með góðu fordæmi í því erfiða umhverfi sem nú ríkir. Kauphallarsveiflur Fjármálakreppa í netbólustærð 8-9

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.