Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.02.2008, Blaðsíða 13
„Góðu fréttirnar eru að þetta hefur skánað. En um miðjan tí- unda áratuginn fór yfir helming- ur hugbúnaðarverkefna 89 pró- sent fram úr kostnaðaráætlun. Hvað sem fólk hélt að tiltekið verkefni ætti að kosta tvöfaldað- ist kostnaðurinn oftar en ekki,“ segir Ken Rubin, forstjóri fyrir- tækisins Innolution. AGILE-AÐFERÐAFRÆÐIN Ken Rubin er tölvunarfræðing- ur að mennt. Hann hefur um árabil kennt á námskeiðum um svonefnt Agile eða Scrum. Það gengur út á að auka arðsemi í hugbúnaðarvinnu. Hugmynd- in er í stuttu máli að tiltekinn aðili sé ábyrgur fyrir arðsemi hugbúnaðarverkefnis allan þró- unartímann. Þróunartímanum sé skipt í stutta þætti, stund- um nokkrar vikur. Í lok hvers þáttar sé farið yfir kröfugrein- ingu, hönnun, forritun, prófanir, skjölun og uppsetningu, en hug- myndin er svo að viðskiptavinir geti fengið í hendur prófanleg- an, eða nothæfan hugbúnað í lok hvers þáttar. Rubin kom hingað til lands á dögunum og fjallaði um þessi mál hjá hugbúnaðar- fyrirtækinu Spretti. DREGUR ÚR SÓUN „Þetta gengur út á að draga úr sóun,“ segir Ken Rubin. „Við búum bara til litla búta af hug- búnaði í einu, í stað þess að ljúka heilu verkefni í einu. Tökum sem dæmi að það taki um það bil ár að ljúka tilteknu verkefni. Við erum miklu líklegri til að skila við- skiptavininum góðri afurð sem virkar, þegar til á að taka, ef við til dæmis skilum honum bútum jafn óðum, jafnvel á tveggja vikna fresti. Þá er hægt að gera úrbæturnar jafn óðum frekar en að sitja kannski uppi með ónýta vöru í lok ársins. Ken Rubin segir að nauðsyn- legt sé fyrir hugbúnaðarfyrir- tæki að vinna mjög náið með við- skiptavininum. „Í Agile-verkefn- um vinnur þróunarfólkið mjög náið með kaupanda vörunnar allan tímann, og fær viðbrögð á framgang verkefnisins jafn óðum.“ „Taki verkefni tvö ár getur verið mjög fúlt að komast að því við verklok, að það þurfi að breyta einhverju, eða jafnvel byrja á öllu frá grunni.“ ENGAR UPPLÝSINGAR Á FYRSTA DEGI „Á fyrsta degi liggja minnstar upplýsingar fyrir. Fólk hefur þá minnsta hugmynd um hvernig hin endanlega vara mun líta út. Hvers vegna ætti að taka allar ákvarðanir þá? Það er betra að taka þær jafn óðum, ákveða breytingar og svo framvegis. Þannig má draga úr sóun. Og hvað er sóun? Það er að smíða eitthvað sem þarf að breyta, eða eitthvað sem ekki verður notað.“ Ken Rubin segir sóunina kosta stórfé. „Það er vegna svona hluta sem verkefni fara tugi prósenta fram úr kostnaðaráætlunum. Fólk telur sig vita hvað það ætlar að gera, en svo þarf að breyta því og það kostar peninga. Fólk vill fá eitthvað ákveðið en það var ákveðið ári áður en hægt var að prófa kóðann eða hugbúnaðinn. Þá þarf kannski að stökkva mán- uði aftur í tímann til að breyta einhverju sem hægt hefði verið að gera jafn óðum. Það er aldrei hægt að sjá allt fyrir.“ Hann nefnir dæmi úr skýrslu Standish Group þar sem hugbún- aðargerð fyrir farangursfæri- band á flugvellinum í Denver fór meira en eina milljón Banda- ríkjadala fram úr áætlun á dag. Rubin segir að Agile-aðferðin komi í veg fyrir þetta. „Stund- um gerum við vitleysur. En þá er hægt að bregðast við, og kostn- aðurinn verður minni. Það eru meiri líkur á því að verkefn- inu ljúki á réttum tíma og við- skiptavinurinn fái það sem hann vildi, auk þess sem það dregur úr kostnaðinum.“ MILLJARÐAR Á MILLJARÐA OFAN En hversu mikill er þessi kostn- aður? „Ef við tökum verkefni sem hreinlega þurfti að hætta við þá erum við að hugsa um hundruð milljarða Bandaríkjadala, jafn- vel þúsundir milljarða ef við tökum allt með, líka glötuð tæki- færi. Bandarísk stjórnvöld ein eru ábyrg fyrir gríðarlegri sóun. Ekki síður stórfyrirtækin. Í ýmsum verkefnum sem her- inn hefur staðið fyrir er sóun- in einnig mikil. Og af hverju er það? Verkefnin eru mjög stór, tímafrek og flókin. Þarna eru margir þættir sem koma saman, hugbúnaður og vélbúnaður og svo framvegis.“ Hins vegar segir Rubin að nú sé breyting á og fólk sé í meira mæli að vakna til vitundar um þessa gríðarlegu sóun. HEFÐBUNDIN ÁÆTLANAGERÐ Nú er þekkt að bæði kjósendur eða aðrir sem á endanum greiða fyrir ýmis verkefni vilja, og fá, að vita fyrirfram hversu mikið tiltekið verkefni á að kosta. Hvort sem þar er um að ræða byggingar, hugbúnað eða hvað eina. Hvernig á að rökstyðja það fyrir kjósendum, til dæmis, að kostnaðaráætlun, verktími og fleira liggi ekki fyrir? „Ég hef alveg trú á því að hægt sé að birta mat fyrirfram, en það má líka birta kostnað- inn á tilteknu bili. Það er ekkert verra en að birta kostnaðaráætl- un sem allir vita að aldrei stenst. Við erum í raun og veru að bæta raunveruleikanum við áætlana- gerðina. Tökum dæmi. Ég segir viðskiptavini að ég hyggist ljúka tilteknu verkefni á síðasta árs- fjórðungi. Það er frekar rúmt. En næst þegar hann spyr og verkefninu hefur undið fram, þá get ég sagt að ég ljúki verkefn- inu í nóvember. Og svo þegar hann enn spyr, get ég sagst munu ljúka verkefninu sjöunda nóvem- ber. Það er algjör vitleysa að ætla að menn geti gefið nákvæm svör við því fyrir fram á hvaða degi menn hyggist ljúka margra ára verkefnum. Í þessu skiptir miklu máli að vera í góðum tengslum við viðskiptavininn, fá viðbrögð hans á þróun mála, gera breyt- ingarnar jafn óðum og geta, eftir því sem á líður, veitt nákvæm- ari svör.“ Hundruðum milljarða sóað í bandarískri hugbúnaðargerð Bandaríski hugbúnaðarfræðingurinn Ken Rubin telur að hundruð milljarða, jafnvel þúsundir, fari forgörðum í bandarískri hugbún- aðargerð vegna oftrúar á langtímaáætlanir. Kostnaður næstum tvöfaldaðist í yfir helmingi hugbúnaðarverkefna í Bandaríkjunum um miðjan síðasta áratug. Ingimar Karl Helgason hitti Rubin að máli og heyrði um aðferðafræði sem ætti að stórdraga úr kostnaði við stór hugbúnaðarverkefni. KEN RUBIN Telur að aðferðafræði sín við áætlanagerð í stórum hugbúnaðarverkefnum geti sparað milljarða Bandaríkjadala. MARKAÐURINN/VILHELM H A U S MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2008 Sama viðmiðunaraflamark hefur verið lagt til um fyrirkomulag úthafskarfaveiða í ár. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi aðildar- ríkja Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði. Lagt er til sama viðmiðunar- aflamark og í fyrra, eða um 46 þúsund tonn. Ekki náðist sam- komulag um heildarstjórnun veiðanna frekar en á undanförn- um árum. Aðildarríkin munu því hvert um sig úthluta kvóta til eigin skipa eins og verið hefur. Gert er ráð fyrir að heildar- úthlutunin verði því samanlagt nálægt 71.500 tonnum sem er heldur lægra aflamark en í fyrra. Ísland mun úthluta sama kvóta til íslenskra skipa og í fyrra, eða rúmu 21 þúsund tonni. Skráð árleg veiði á úthafskarfa á því svæði sem hér um ræðir hefur verið um og yfir 80 þúsund tonn síðustu árin. Að mati Landssambands ís- lenskra útvegsmanna er íslenski kvótinn um 1,6 milljarða króna virði náist allur aflinn. Á undan- förnum árum hefur það verið nokkrum vandkvæðum bundið. Íslendingar fá 21 þúsund tonn í karfa Á TOGVEIÐUM Ekki frekar en fyrri ár tókst að ná samkomulagi um heildarstjórnun úthafskarfaveiðanna. Samtök atvinnulífsins telja að fjölga þurfi konum í stjórnunar- stöðum í atvinnulífinu. Samtökin benda á að aðalfund- ir og stjórnarkjör séu fram undan í mörgum fyrirtækjum. Hlut- fall kvenna í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins sé innan við tíu prósent. Ljóst sé að þar halli verulega á konur. Samtökin segja að hlutur kvenna hafi ekki aukist á þessum vettvangi, þrátt fyrir aukna menntun kvenna og um- ræðu um þessi mál í samfélag- inu. Samtökin vekja athygli á lista yfir 100 konur sem gefa kost á sér til setu í stjórnum. Hann var birtur í fjölmiðlum í vikunni. Þá benda þau jafnframt á að list- inn sé ekki tæmandi. Konur sem hafi til að bera víðtæka reynslu og þekkingu til stjórnarsetu séu miklu, miklu fleiri. Samkvæmt könnun Viðskipta- háskólans á Bifröst fyrir rúmu ári sat engin kona í stjórn 70 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins. Norðmenn hafa sett lög um kynjakvóta sem gengu í gildi um áramótin. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra útilokar ekki sambærilega löggjöf hérlendis. Norsku lögin eru til skoðunar hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA. - ikh SA vill konur í stjórnir EIN KONA VIÐ STJÓRNARBORÐIÐ Stjórn Eimskips situr á fundi. Samkvæmt könnun Viðskiptaháskólans á Bifröst sat fyrir rúmu ári engin kona í stjórnum 70 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.