Tíminn - 14.10.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.10.1981, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 14. október 1981 Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn Framkvæmdastjbri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. úlafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helqar-Tímans: llluqi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helga- dóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guð- jón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 1.8300. Kvöldsímar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 85.00-Prentun: Blaðaprent h.f. á vettvangi dagsins Hin stóra sönnun eftir Friðrik Þorvaldsson Lokuð prófkjör ekki fullnægjandi ■ Meðan kosið var i einmenningskjördæmum og tvimenningskjördæmum, urðu flokkarnir ekki aðeins að taka tillit til flokksmanna heldur einnig óháðra kjósenda, þegar þeir völdu frambjóðend- ur sina. Eeynslan af kjördæmabreytingunni frá 1959, þegar einmennings- og tvimenningskjördæmin voru lögð niður, hefur gert flestum ljóst, að nauð- synlegt er að setja reglur, sem tryggja bætta að- stöðu kjósenda til að hafa áhrif á val alþingis- manna. Það er eitt af meginverkefnum þeirrar stjórn- arskrárnefndar, sem sennilega lýkur bráðlega störfum, að gera tillögur um hvernig þessi áhrif kjósenda verða bezt tryggð. Jafnhliða þvi, sem kjördæmabreytingin frá 1959 dró úr umræddum áhrifum kjósenda, hefur sú þróun orðið, að óflokksbundnum kjósendum hefur fjölgað. Þetta hefur einnig gerzt i flestum öðrum iýðræðislöndum á sama tima. Af þessu er ljóst, að svonefnd lokuð prófkjör, þ.e. prófkjör, sem eru aðeins bundin við flokks- bundið fólk útiloka vaxandi fjölda kjósenda frá þvi að hafa áhrif á val frambjóðenda. Segja má, að kjósendur geti tryggt sér þennan rétt með þvi að gerast flokksbundnir. Lög eða reglur eiga þó ekki að þvinga menn til að ganga i flokka, heldur eiga þeir að gera það af áhuga. Opin prófkjör, sem flokkar efna til hver fyrir sig, hafa hins vegar þann ókost, að andstæðing- arnir geta haft áhrif á úrslit þeirra. Allitarleg athugun þessara mála hefur leitt i ljós, að hér virðist aðallega um tvo kosti að ræða, ef tryggja á jafnan rétt allra kjósenda. Annar kosturinn er sá, að fram fari prófkjör hjá öllum flokkum samtimis á sama stað og kjós- endur fái einn kjörseðil, þar sem hver flokkur raðar upp nöfnum þeirra, sem gefa kost á sér til framboðs fyrir hann. Hinn kosturinn er sá að i kosningunum sjálfum merki kjósendur við nöfn frambjóðenda á við- komandi lista i þeirri röð, sem hann vill láta þá taka sæti á Alþingi eða sveitarstjórnum. Það er nauðsynlegt, ef Alþingi á að breyta stjórnarskrá eða lögunum til að tryggja umrædd- an rétt kjósenda, að heyra álit sem flestra á þess- um valkostum. Á hverfanda hveli ■ Þórir Haukur Einarsson skólastjóri, sem er áhugamaður i Sjálfstæðisflokknum segir i grein, sem hann birtir i Dagblaðinu 9.þ.m. á þessa leið: ,,í Sjálfstæðisflokknum er nú flest á hverfanda hveli. Á hverfanda hveli eru sólguilnir dagar og bjartar nætur tveggja sumra til sátta. Fram und- an er niðdimmur nóvemberfundur með neyðar- lendingu i forustumálum og fylkingaskipan Sjálf- stæðisflokksins. Fjölmælisfull eru knálega kneyfð i stað þess að súpa af sáttaskál. Enda er nú svo komið, að einungis kraftaverk getur komið i veg fyrir stórslys i Sjálfstæðis- flokknum.” Þ.Þ. ■ Borgarfjaröarbrú er oröin aö veruleika. Þaö fór vel á þvi aö Halldór E. Sigurösson, fyrrv. samg. ráöherra hélt vigslu- ræöuna h. 13. sept. s.l. Þann dag var feginsdagur — likt og stund þess lærlings, sem taldi sig tæpan en náöi samt góöu prófi. Eins og allir vita er H.E.S. frumkvööull þessa mikla verks, og sem sigurvegara sómdi fór hann þakkaroröum um liösmenn sina og þaö svo mjög að ljóst varð, að hér væri um afrek á heimsmælikvarða að ræða. Þetta gladdi mig vissulega, þvi nýlega haföi ég veriö svo óprútt- inn aö gera litt þjóölega tillögu um nauösynlega brúarfram- kvæmd vegna bágra tiðinda af slikum tilburöum hérlendis. Ég sneyptist þó minna en maklegt var, liklega vegna þess aö ég var einmitt um þær mundir aö lesa norska frásögn um stórbrú, sem byrjað varað smiða i sept. 1978 og veröur fullgerð i des. n.k. Þessi brú er yfir Næröysundið og er 700 m. löng, gnæfir 41 m. yfir mesta flóö og er litiö eitt breiöari en Bfj.brúin. Verö hennar þori ég ekki að láta hafa eftir mér af ótta við aö prentvilla sé i lesmálinu. Það er þó vist að „pakkinn” við aö koma eynni Vikna og öysam- fundet omkring” i vegasamband viö Þrændalög og áfram þar með talin brú yfir Maröysund sem nú er fullgerö svo og margra km. malbikaður breiövegur ásamt nefndri Nærösundsbrú — allt þetta var áætlað að kosta mynd’ samtals 70milljónir Nkr. (ca. 91 millj. isl.) skv. upplýsingum vegaeftirlitsins i Norður Þrænda- lögum (Svein Hovland), og yfir- verkstjórinn, Olai Meland telur aö „fremdrifsplanen” muni standast, þótt veöurharka á Næröysundi hafi valdið töfum. („Næröysundet er meget vær- hardt, og man har mistet flere arbeidsdager nar det var vært som verst”) Engin sagnfræöi væri til né sönn ef hver saga væri ekki sögð eins og hún gerðist. H.E.S. sagði: „Biö er réttlætanleg — ef...” Þetta fannst mér hæpin heim- , speki hér. Ég veit aö of stórt er til ''oröa tekiö aö 18-20 ár hafi farið i hangs og beina tregöu viö þessa 520 m. brú. Óþörf vanþekking og eölilegt reynsluleysi dró kjark úr mönnum og póesi tilvitnun Hall- dórs „fannst lýöum öllum sjálf- sagt, aö þarna væri braut” var hverjum framsýnum manni i upphafi jafn auösæ sem nú. Biöin var óréttanleg þegar athugaö er, að visindi og tækni viö samgöngur var komin á fleygihraöa ferö um allan heim — nema hér. En af hverju sást þetta ekki al- mennt fyrr? Þaö var lágkúran og tilhneiging litilsigldra manna aö tala upp i eyrun á fólki. Dæmin eru óteljandi hvernig H.E.S. var hrakyrtur og smáður vegna þess- arar brúar, bæöi i riti og daglegu Borgarfjarðarbrúin vigö. Timamynd Ella. ÞroskaKeft börn eiga sama grundvallarrétt til menntunar sem önnur börn — ræða Ingvars Gíslasonar, menntamálarádherra, á ráðstefnu Þroskahjálpar um fræðslumál um sidustu helgi ■ Mér er ánægja og sæmd aö fá tækifæri til þess að setja á form- legan hátt þessa ráðstefnu Lands- samtakanna Þroskahjálpar um menntunarmál. Ég get af ein- lægni endurtekið það sem ég sagði við svipað tækifæri fyrir einu ári á ráðstefnu i Hagaskóla hér i' Reykjavik, að framlag frjálsra félagasamtaka i h'knar- og mannréttindamálum er ómet- anlegt i lýðræðisþjóðfélagi. Sli'ka starfsemiber að þakka og virða. Landssamtökin Þroskahjálp hafa á fáum árum öðlast fastan sess meðal þeirra liknar- og mann- réttindasamtaka, sem mestu hafa áorkað til framfara i þessum efnum. Vandasöm mál i fram- kvæmd 1 dag er ætlunin að helga menntunarmálum þroskaheftra tima ráðstefnunnar. Þaöervissu- lega vel til fundið, þvi að um- ræður um þau mál eru býsna brýnar fyrir margra hluta sakir. Menntamal eru mikilvæg fyrir þjóðina i heild og hvern einstakl- ing ekki siður. Sú staðreynd á fyllilega við um þá sem á ein- hvern hátteru þroskaheftir og af þeim sökum óviðbúnari að mæta þörfum li'fsins og samfélagsins en þeir sem þroskameiri eru. Reyndar má halda þvi fram að menntunarmál séu þroskaheftum meira verð og mikilvægari en oðrum þjóðfélagsþegnum. Ég held að flestir geti oröið sammála um aö menntunarmál þroska- heftra séu vandasamari i fram- kvæmd en önnur fræðslu- og upp- eldismál.Einmitt þess vegna þarf að ræða þessi mál sem oftast og i víðu samhengi. Vandinn hggur m.a. i þvf að reynsla kennara og uppalenda yfirleitt er minni og á sér skemmri aldur þegar um er að ræða menntun og þroskaþjálf- un þessa minnihlutahóps þjóðfé- lagsins heldur en á sér stað um meirihlutann.sem fæddur er heil- brigður eða án verulegra hafta á þroska sinum. Þess verða menn að gæta að menntunarmál þroskaheftra eru tiltölulega nýtt viðfangsefni i þjóðfélaginu, þótt framfærslu- og vistunarmál séu að visu miklu eldri, sem er allt önnur saga. A siðustu árum hefur þó orðið töluverð breyting til batnaðar i' þessum málum hér á landi. t þeim efnum hafa tslend- ingar fylgt fordæmi nágranna- þjóða, enda eru mannúðarhug- myndir Islendinga sist lakari en annarra manna. Vilji til framfara á þessum sviðum er að minum dómi eins fyrir hendi hjá almenn- ingi og ráðamönnum hér á landi sem i öðrum löndum. Ekki vil ég þófara út i beinan samanburð við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.