Tíminn - 14.10.1981, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.10.1981, Blaðsíða 19
Miövikudagur 14. október 1981 23 flokksstarfið landbúnaðarspjall Félag framsóknarkvenna Reykjavik Fundurfimmtudaginn 15. okt. kl. 20.30 að Hótel Heklu Rauðarárstig 18. Dagskrá: Staöa kvenna innan Framsóknarflokksins Frummælendur: Sigrún Magnúsdóttir og Gerður Steinþórsdóttir Fundarstjóri: Sigrún Sturludóttir Ritari: Guðrún Hjartar. Gestur fundarins: Steingrimur Hermannsson ráðherra, Helgi H. Jóns- son blaðamaður. Stjórnin Kópavogur Aðaifundur Freyju verður fimmtudaginn 15. okt. kl. 20.30 i Hamraborg 5 Stjórnin Spilakvöld Framsóknarfélag Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu halda 2 spila- kvöld i haust. Hiðfyrra verður að Skildi laugardaginn 10. okt. og hefst kl.21. Alex- ander Stefánsson alþm. flytur ávarp. Hið siðara verður að Röst Hellissandi laugardaginn 7. nóv. og hefst kl.21. Steingrimur Hermannsson sjávarútvegsráðherra flytur ávarp. Kvöldverðlaun og heildarverðlaun. Hljómsveitin Frilist leikur fyrir dansi. Stjórnin Borgnesingar — nærsveitir Féiagsvist verður haldin i Hótel Borgarnesi. Spilað verður á föstudögum þ.e. 16. okt. 30. okt. og 13. nóv. kl. 20.30. Verðlaun fyrir hvert kvöld. Einnig heildarverðlaun. Allir velkomnir „ ,, „ Framsoknarvelag Borgarness. X Kjördæmisþing á Austurlandi Þing Kjördæmissambands Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið i Valaskjálf dagana 30. og 31. október. Tómas Arna- son, viðskiptaráöherra og Halldór Ásgrímsson, aiþingismaöur mæta á þingið. Flokksfélögin i kjördæminu eru minnt á að láta fara fram kosningu fulltrúa til þingsins einn fyrir hverja 15 félagsmenn Framsóknarfólk á Húsavik Framsóknarfélag Húsavikur heldur félagsfund þriðjudaginn 20. okt. kl. 21.00 i Garðar. Fundarefni: 1. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins þau Egill Olgeirsson, Jón- ina Hallgrimsdóttir og Aðalsteinn Jónasson ásamt bæjarstjóra Bjarna Aðalgeirssyni hafa framsögu um bæjarmálin. 2. Viðhorfin i landsmálum 3. önnur mál Félagar.vetrarstarfið er hafið af fullum krafti. Mætið þvi sem flest. Stjórnin Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Reykjavik heldur fund að Hótel Heklu Rauðarárstig 18 mánudaginn 26. október 1981 Fundarefni: Framboðsmál Stjórnin fréttir Frátafir Steingríms í sumar: Tvær ferðir í opinberum erindum og 5 daga sumarfrí ■ Fyrirhugaðri heimsókn Stein- grims Hermannssonar sjávarút- vegsráðherra til Sovétrikjanna hefur verið frestað, eins og skýrt var frá i Timanum i gær. Ekkert er ákveðið um hvenær af ferðinni verður. Nokkur blöð hafa gert m ikið úr ferðalögum Steingrims Hermannssonar i sumar og láta að þvi liggja að þaö hafi orðið miklar frátafir frá störfum i ráðuneytum vegna þeirra. En hver eru svoþessi ferðalög og hve lengi hafa þau staðið? t sumar hefur Steingrimur far- ið tvisvar til útlanda, i bæði skiptin i opinberum erindagjörð- um. Hann sat fund FAO, landbdn- aðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna i Róm. Sú ferð stóð yfir i fimm daga. Eru þá ferðadagarfrá og til tslands með- taldir. Hin ferðin var heimsókn til Grænlands, þar sem ráðherrann sat marga fundi og ræddi marg- vfsleg mál við grænlenska ráða- menn, sérstaklega þau mál er varða samskipti grannþjóðanna ísiands og Grænlands. Ekki ætti að þurfa að minna tslendinga á að Grænlendingar hafa nýlega feng- ið heimastjóm og þar með sjálfs- forræði i mörgum málum. Stein- gri'mur er fyrsti islenski ráðherra sem sækir Grænlendinga heim og það er tæpast mál til að hafa i flimtingum, að rætt sé við for- ystumenn Grænlendinga og ýmis þau mál reifuð sem áreiðanlega eiga eftir að verða mun meiri þáttur f samskiptum grannþjóð- •anna. Nú, ef menn þykjast eiga heimtingu á að vita um frátafir Steingrimsfrá ráðuneytisstörfum geta þeir bókað hjá sér að saman- lagt hefur hann tekið sér fimm daga sumarfri. —OÓ Verknam og ferðaþjónusta baenda ■ A siðastliðnu ári var skipað- ur starfshópur á vegum Norrænu bændasamtakanna, NBC. Hlutverk þessa hóps er að gera tiliögur að auknu sam- starfi um orlof sveitafólks, verknámunglinga úrsveitum, ferðaþjónustu á vegum bænda og ferðalög sveitafólks milli landa. 1 starfshópnum er einn fulltrúi frá hverju landi. Starfshópurinn hefur komið einu sinnisamanog ætlunin er að hann haldi einn fund ennþá og skili þá áliti til stjórnar NBC, hvernig staðið skuli að þessum málum í framtfðinni. Vonandi tekst gott samstarf á milli bændasamtakanna á Norðurlöndum og það takist að skipuleggja þessi mál þannig, að samskiptin verði auðveld. Ungt fólk til starfa Búnaðarfélag Islands hefur um langt árabil haft gott sam- starf við bændasamtökin i Noregi og Danmörku um vist- un ungs fólks frá tslandi i sveitum þessara landa og gagnkvæmt. Hjá Búnaðar- félaginu hefur Gisli Kirstjáns- son annast þessi mál i siðast- liðin 30 ár eða svo. Þrátt fyrir að á vegum Norska Stéttar- sambandsins (Norges Bonde- lag) séekki nein slik þjónusta, þá hafa þeir gert undanþágu fyrir islensk ungmenni, sem Búnaðarfélag íslands hefur falast eftir vinnu fyrir. Að öðru leyti hefur ekki veriö um vinnumiðlun að ræða hjá þeim. Hjá Dönum hefur þetta verið i mjög góðu lagi þar er stofnun, sem heitir „Landök- onomisk Rejsebureau” sem annast ráðningu á ungu fólki til starfa f Danmörku og út- vegar ungum Dönum störf i sveitum annarra landa. t Svi- þjóð og Finnlandi hefur ekkert slikt verið á vegum bænda- samtakanna. Núer ætlunin að aðalsamtök bænda i öllum löndunum skipuleggi þessa starfsemi og þaö má gera ráð fyrir að Dan- ir verði teknir til fyrirmyndar og þessi þjónusta við ungt fólk, sem vill kynnast landbúnaði annarsstaðar en i sinu heima- landi, komist i' gott horf. Þessi fyrirgreiðsla mun fyrst og fremst verða fyrir ungt fólk úr sveitunum með einhverja starfsreynslu. Einn- ig kemur til greina að útvega pláss fyrir búfræðinga þótt þeir hafi litla starfsreynslu. Ferðaþjónusta i sveit- unum Viðsvegar er veruleg gestamóttaka f sveitum, sem skapað hefur nokkrar auka- tekjur fyrir sveitafólk. I flest- um löndum Evrópu þá er boð- ið upp á gistingu og morgun- verð fyrir tiltölulega litið verð á mörgum sveitaheimilum. A Norðurlöndunum þrem, Finn- landi, Noregi og Sviþjóð er lang algengast að leigö séu sérstök hús og ferðafólk eða dvalargestir sjái um sig sjalft að öllu leyti. Oftast eru þessi hús (sumarbústaðir) leigð að minnsta kostií eina viku í einu. . 1 Sviþjóð eru um 9000 hús leigð út á þennan hátt og 105 heimili sem taka á móti gest- um og leigja þá eitt til fleiri herbergi og selja fæði. Sam- tals munu um 90 þúsund sumarbústaðir vera leigðir i Sviþjóð, flestir til langs tima. t Danmörku er algengast að leigð séu herbergi með fullu fæði eða aðeins morgunveröi, .minna um leigu á sumarbú- stöðum i eigu bænda. t Noregi og Finnlandi er nær eingöngu um leigu á sérstökum húsum að ræða. Þessi ferðaþjónusta i sveitumer ekkibeintá vegum bændasamtakanna i viðkom- andi löndum. Það geta verið sérstök félög sem annast sölu á þjónustunni fyrir hönd bænda, eða eins og það er i Sviþjóð, þá leigja bændur út sjálfir án nokkurs milliliðar. Þó aðstoða bændasamtökin það fólk i' sveitum sem vill fara af stað með ferðamanna- þjónustu. Það getur verið með skipulagningu sumarbústaða- svæða, samninga um leigu á landi 'eða húsum. Allar likur benda til þess, að eingöngu mun verða um leigu á húsnæði að ræða i framtiðinni, en það hverfi alveg sala á fæði i tengslum við dvöl i sveit. Ferðaþjónusta i sveitum á Norðurlöndum nýtur sömu fyrirgreiðslu og aðrar bú- greinar, varðandi lán og óafturkræf framlög. Á tslandi voru 24 heimili i sveit siðastliðið sumar sem buðu upp einhverja þjónustu við ferðamenn. Það alltfrá þvi að vera gisting með fullu fæði i það að vera leiga á tjaldstæði eða hestaleiga. Starfshópurinn hefur ákveð- ið að vinna að þvi i vetur að gefa ut kynningarrit sam- eiginlegt fyrir öll löndin, þar sem gefnar verða upplysingar um ferðaþjónustu i sveitum á Norðurlöndum. Hvert ferða- maöurinn á aö snúa sér og hvaða verð er á þjónustunni i þessum löndum. Bændaferðir Ásiðustu 10 árum hefurþaö færstmjög i vöxt að sveitafólk hafi tekið þátt i skipulögðum hópferðum til annarra landa. Þetta á við öll Noröurlöndin. A vegum sænsku bændasam- takanna er rekin sérstök ferðaskrifstofa, sem skipu- leggur bændaferðir til Ut- landa. I hinum löndunum eru þaö fyrst og fremst einstök héraðssambönd bænda, sem ráöast i slikar ferðir. BUnaðarfélag tslands hefur um langt árabilefnt til bænda- ferða bæði innanlands og til útlanda. A allra siðustu árum hefur Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins annast ferö- irnar til Utlanda. Það hefur þótt skorta nokk- uð á fyrirgreiðslu hjá bænda- samtökunum i' Noregi, Finn- landi og Sviþjóð við almenn- ar náms- og kynnisferðir bænda til þessara landa. Það er enginn einn maður eða skrifstofa hjá aðaistöðvum bænda i höfuðborgunum, sem hefur það hlutverk að skipu- leggja móttöku erlendra bænda. Þetta er i mjög góðu lagi hjá Dönum og það má segja að það sé einnig i' lagi hér á landi. Þessi starfsemi horfir einnig til bóta. Nú er ætlunin að koma á betra skipulagi og sameiginlega verður staðið að gagnkvæmum heimsóknum bændafólks. Agnar Gudnason, y blaðafulltrúi, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.