Tíminn - 14.10.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.10.1981, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 14. október 1981 9 „Dæmin eru óteljandi hvernig Halldór E. Sigurðsson var hrakyrtur og smáður vegna þessarar brúar, bæði í riti og daglegu umtali. En hann stóð af sér allar árásir, svo og deyfð og gunguskap." umtali. T.d. var i Mbl. 12/10 ’75 eftirtektarverð grein um veislu, sem samg.ráðherra væri að láta rikissjóð halda fyrir Borgnes- inga. Tveim dögum siöar endur- prentaði bjóðviljinn greinina. Breiddin i þröngsýninni var þvi viðfeðm og sem greip um sig inn i sjálfan helgidóminn þegar ágæt- lega virtur prestur virtist telja málið nógu veikt, svo að kristni- haldinu væri skaðlaust að hnot- bitast út i það i stólræðu i guös heilaga húsi. Þá er og frægt er einn vörpulegasti maður þingsins lét þrekinu þegar Bfj.brú barst i tal. Jafnvel málefnisleg smágrein brúnni til varnar, sem ég sendi Timanum fékk loks 21. nóv. ’75 þar lélegasta pláss, sem tiltækt var. En H.E.S. stóð af sér allar ár- ásir svo og deyfð og gunguskap. Og sannarlega minnkar hans fremd ekkert við það, að Sigurður Guðbrandsson, mjólkurbústjóri, vakti fyrstur manna máls á þess- ari nauðsyn. Hann hafði fengið að kynnast annmörkum þeirra sam- gangna, sem ég þá veitti forstöðu, og sem fjarlægðust nútimann þvi meir sem framtiðin nálgaöist með sina vorboða. Brúarmálið átti sér einnig aðr- ar bjartar hliöar, og kemur þar mjög við sögu Asgeir Pétursson, sýslumaður. Hann beitti áhrifum sinum i héraði og á Alþingi og haföi einlæga trú á málstaðnum. Þrátt fyrir ágæta framgöngu hans á opinberum vettvangi hefi ég þá trú, að þegar H.E.S. fékk valdaaöstööu i málinu hafi ten- ingunum veriö kastað. Hinar dauðu hendur voru of margar nema einbeitni brauðryðjandans og yfirboöara myndugleika kæmi til. sbr. skrif Gisia Sigurbjörns- sonar, forstj., um óseyrarbrú og viðvarandi vesaldóm þar. Nú hefir vegamálaskrifstofan skapað mikla auðlind þar sem Bfj.brú er. Og um leið og þjóðin öll veitti móttöku þessu glæsilega verki, sem haföi gætt höfunda sina öryggi og dýrmætri reynslu, sá hún nýja birtu færast yfir framtið sina. Ég þóttist maður að meiri er ég, smábógur sem ég enn er, nam þá reikningslist, sem kallaðist þriliöa. A s.l. ári heyrði ég ný tið- indi frá Borgarfjarðarbrú. Ég greip þá til hinna gömlu fræða og festi á minnisblað eftirfarandi. Fyrst 28 km. spara hverjum far- þega 900 kr., hve mikið geta þá 47 km. sparað honum? Svar i heilum kr.: 1.510,00- A sama blaö setti ég aðra þraut: 28 km. vegstytting gefur 750 mill- jónir i þjóðhagslegan sparnað á ári. Hvaö gefur þá 47 km stytting á samá tima? Svar: 1 milljarð og 259 milljónir kr. Kunnugir geta hér séö, að ég er kominn að eftirlætisdraumi okkar Guðmundar Jónssonar, fyrrv. skólastjóra. Hann skrifaði nokkr- ar ágætar greinar i Mbl. um Hvalfjaröarbrú, og var hin sið- asta afbragðsglögg. Sú brú býr yfir þeim yfirbúröa kostum, aö engu fé þarf að veita til hennar öðru en þvi, sem ella yrði látið fyrir brennsluefni, sem hverfur i striti farartækja á langri leið, aöra verðmætasóun og of dýran ferðamáta. Heimurinn stendur á blistri af veltufé til svona fram- kvæmda, sem hér gætu leitt til þeirra umskipta, að við býttuðum á hverfugleikanum og fengjum I staðinn gjaldeyris- og timaspar- andi, sjálfvirka eign. Hátiðardagurinn, 13. sept. var gleðifagur. Ég efast þó um, að nokkur hafi verið glaðari en ég. Þar blasti viö eins og hæstarrétt- ardómur eftir allra handa áfrýj- anir, hve rétt mál ég hefi flutt i nær 40 blaðagreinum s.l. tvo áratugi. Fyrir sérstaka hendingu sá ég hóp manna á besta skeiði, sem þennan dag uröu vottar að þessari staðfestingu. Um leið sannfærðist ég um það, að ég var orðinn óþarfur i málinu. Ég mun þvi engan mann beita fortölum né tugta til lengur. Skarinn gerir það. Þetta mál er svo sérstætt að þvi margvislegri rök, sem fram komu, magnaðistþögnin. Bara að það haldist. Andstaðan er svo vonlaus, að hver mótbára mun fylgja höfundi sinum eins og nornagaldur — hver veit hvaö lengi. Látið biölundina samt ekki hafa næöi. Hún er réttlaus hér og jafn kjánaleg og bóndi léti barn- margt heimili vanta snemmbæru af þvi hann timdi ekki aö borga bolatollinn. Mig minnir, að það væri Herrn Loges, verkfræöingur hjá Anglo German Bosporus Bridge Consortium, (Aður hjá Hochtief), sem sagði að oft væri ekki meiri kúnstað finna brúarstæöi en fyrir bónda að vinna kornhlööugrunn. Vel á minnst. t trausti þess aö þessar linur beri þér fyrir augu, Gisli i Asi, þá bað Loges mig að skila kærri kveðju til þin, ef fundum okkur bæri saman. En 13. ág. sá ég fleiri en unga, vasklega menn. Ég sá einnig kempuna, Guðjón Vigfússon, skipstjóra, sem þarna var að lita á arftaka sinn, en 7. nóv. 1967 flutti hann með Akraborg eldri 500þúsundasta farþegann. Það er varla ofsagt, að farþegar þeir, sem hann siðar flutti með sama skipi svo og með Laxfossi áður i Borgarnes og Akranesferðum jafngildi þvi, að hann hafi flutt hvern núlifandi tslending 6-7 sinnum. Um farþegatölu Akra- borgar yngri veit ég ekkert né um alla þá, sem ferðast fyrir Hvalfj.- botn en samtals skipta þeir mill- jónum. Það eru þvi engar smáklikur, sem þið veröið i forsvari fyrir, heldur bjóðið þiö fram ráðstöfun, sem er öllum betri. Sparnaöur þarna nýtist þvi þar, sem þörfin yröi áfram óleyst. Friðrik Þorvaldsson. ■ Ingvar Gislason, mennta- mála'ráðherra. aðrar þjóðir i þessu máli, — enda liggur hann ekki á lausu, — aðal- atriðið er að við séum á réttri leið, að við viljum framfarir á þessu sviði og höldum uppi markvisum framkvæmdum i þá stefnu. Það tel ég reyndar að gert sé, þótt vissulega mætti oft ganga betur og hraðar að koma þvi i kring, sem lög gera ráð fyrir um bætt menntunarskilyrði þroskaheftra. Jafnrétti i fræðslu- málum Menntam álaráöuneytið fer með menntunarmál þroska- heftra. Undir ráðuneytið heyrir að miklu leyti að annast starf- semi þeirra stofnana, sem ætluð eru þroskaheftum. Ráðuneytið leitast við að framkvæma laga- skyldur si'nar gagnvart þroska- heftum eftir þvi sem fé fæst til svo og i samræmi við þann mannafla, sem fyrir hendi er til þess að ann- ast kennslu á þessu sviði. Ég held að lagaheimildir um þessi efni séu i sjálfu sér nægar en fjár- skortur segir meira og minna til sin í framkvæmd svo og skortur á sérhæfðu starfsliði i mörgum til- fellum. Fjárskortur og fólks- skortur setur sinar skorður þegar til framkvæmda kemur, — og að þvi þarf að sjálfsögðu að leiða hugann á hverjum tima. Ekki finast mér nema eðliiegt að félagsskapur ykkar—Lands- samtökin Þroskahjálp — setji fram kröfur á hendur rikisvald- inu að duga sem best i þessum málum. Ég endurtek það, að starfsemi Þroskahjálpar er mjög mikilvæg, c® það svo að ég fullyrði að engin rikisstofnun er fær um að leysa landssamtökin af hólmi á sinu sviði. Þegar vel tekst til getur ekkert komið i staðinn fyrir lýð- ræðisleg samtök almennings um áhugamál si'n og hagsmuni. Og þó eiga þau sin takmörk. Að sjálfsögðu erþað rikisvalds- insogfýmsum tilfelium sveitar- félaga, að annast og kosta fram- kvæmdir i' almennum félags- og menningarmálum. Þar á meðal hlýtur rikisvaldið að sjá um menntunarmál þroskaheftra, þ.e. bera ábyrgð á þeim málum gagn- vart þjóðfélaginu, enda ganga landslög út frá þvi,—og engra breytinga er að vænta i þvi efni svo langt sem séð verður fram i timann. Það er nú alviðurkennd stefna að tryggja beri þroskaheft- um jafnrétti á við aðra þjóð- félagsþegna og skapa þeim skil- yrði til þess að lifa sem eðlileg- ustu lifi i samfélaginu, — eins og segir i' 1. gr. laga um aðstoð við þroskahefta frá 1979. Grunn- skólalög, sem eru 5 árum eldri, ganga út frá sömu meginreglu i réttinda málum þroskaheftra, þannig að ætlast er til þess að allir þjóðfélagsþegnar komist til þess þroska, sem þeir eru færir um. Að lögum er skólakerfið öllum opið án tillits til þroska- stigs. Þroskaheft börn eiga sama grundvallarrétt til kennslu sem önnur börn. Ke ningin um þetta er óumdeild. Hins vegar kynnu að verða skiptar skoðanir um fram- kvæmdina i' ýmsum atriðum. Um það efni er þvi nauðsynlegt að ræða og láta einskisófreistað i þvi að komast aö viðunandi niður- stöðu um framkvæmdaatriði þessa réttlætismáls. Menntamálaráðuneytið metur mikils frumkvæði Þroskahjálpar hvað varðar þessa ráðstefnu og vonar að hún beri þann árangur sem til er ætlast. Vænti ég i' hvivetna góðs sam- starfs við samtök ykkar og óska þeim félagsmönnumpersónulega allra heilla i störfum. Að svo mæltu lýsi ég yfir þvi að ráðstefnan er sett. f rímerkjasaf viarinn j Óþarft vanda- mál? ■ Það fer varla á milli mála, að viö heimkomu mina þurfti ég strax að hefja bréfaskriftir, bæði starfs mins vegna og stórs kunningjahóps. Það fyrsta.sem mættimér var, að ekki voru fáanleg frimerki með réttum verðgildum, svo að frimerkja mætti hvert bréf með einu merki. Ekki einu sinni fyrir almennt bréf innan- lands.eða póstkort. Fyrir mig persónulega var þetta ekki neitt vandamál. Auk þess að vera þannig gerður að reyna helst að sjá björtu hliðarnar á hverju máli, sá ég þarna að ég gat með hverskonar saman- setningu verðgilda fengið fal- lega frimerkt umslög fyrir viðskiptavini mina og aðra safnara, er ég þarf að skrifa. Þvi gladdist ég kannski ekki svo li'tið i aðra röndina. En þegar ég þurfti að senda þungt bréf með nýju myntinni i ábyrgð, i litlu umslagi, til Bandarikjanna, vandaðist málið. Merkin komust einfald- lega ekki fyrir á umslaginu. Mér til skelfingar tók ég eftir þessu þegar póstafgreiðslu- stúlkan hafði leyst málið með að lima merkin að meiru en hálfu, hvert yfirannað, svo að minnti á klippinga úr kilóa- vöru póststjórnar. Ekki til réttu áhöldin Þetta var ekki sú lausn, sem mér íéll. Heldur heföi ég fórnað hágildum af birgöum minum, sem uppseld voru hjá póstinum, en til þess kom ekki að þessu sinni. Ég ræddi svo nokkra stund við stúlkuna og fleiri póstmenn. Þá varð mér vandamál þeirra ljóst. Þau höfðu ekki i höndunum frá vinnuveitanda sinum þau áhöld, sem þau þurftu aö vinna starf sitt með. Kannske réttar sagt, ekki þau réttu áhöld, sem til þurfti. öllum má vera ljóst, að slikt er ekki gott. En man ég kannske rétt, að þetta hafi áður leitt til þess, að póstþjónn freistaöist til að klippa dýrustu merkin i sundur i miðju og selja þau tvisvar og lima svo merkin á sama hátt og nú varö að gera. Hvað varð svo um helming peninganna? Þegar þessi að- ferö hefir einu sinni leitt tii sliks, gefur það auga leið að ekki ’er það hagur póstþjónust- unnar að setja dæmiö svona upp að nýju. Svo langt er siðan aö verðmæti krónunnar var breytt, að ómögulega getur veriö að ekki hafi verið hægt að komast hjá þessum vanda. Það skal svo tekiö fram, vegna þess að ég hefi orðið var misskilnings, að frimerkjaút- gáfunefndin á þarna enga sök. Hún ræöur engu um upplög eða verögildi frimerkja. Að frimerkja vel Ég vil svo nota þetta tæki- færi, til að hvetja safnara til að frimerkja bréf sin sjálfir, og frimerkja þau fallega, hvort sem er um eitt eða fleiri frimerki að ræða á béfunum. Þaö kunna aörir safnarar alltaf vel aö meta. Að þessu sögðu og vegna þess að mér mættu tvær grein- ar um verðmæti frimerkja er ég kom heim, önnur i Morgun- blaði og hin i Grúski, þá er kannske rétt að geta þess hér um leiö, að verö heilla vel fri- merktra og vel stimplaðra umslaga er alltaf nokkuð. Allavega mun hærra en sömu merkja afklipptra og ein- stakra. Ég ætla mér ekki hér að reyna aö gera neina ákveðna grein fyrir sliku verölagi, en það er mjög mis- jafnt, bæði eftirspurn og sjald- gæfni spila þar inn i. Takiö bara dæmið frá fyrri öld, um hvert er verð einstakra merkja og svo sömu merkja ef þau er aö finna i bréfum. Þetta eru að visu öfgarnir upp á við, en niður á við geta öfg- arnir aldrei orðiö meiri en svo, að sama verö sé á merkinu hvort þaö er einstakt eða á umslagi. Uppboé Þá er þess að geta að hér hefir mér þótt heldur dauflegt um frimerkjauppboð. Sé ég ekki betur en að afturför hafi orðið i þessum málum, siðustu tvö árin. Ég minnist allt upp I fjögurra uppboða á ári, þar sem hlut áttu aö máli, Félag frimerkjasafnara, Landssam- band islenskra frimerkjasafn- ara og uppboðsfyrirtækiö Hlekkur. Kannske hefir ekki markaöurinn hér heima verið nógu sterkur fyrir þetta allt saman, en mig minnir að oft hafi verið all lifleg boð frá erlendum aöilum, þótt ekki sitji þeir við sama borö og inn- lendir, þar sem þeir þurfa ekki að borga söluskatt. Söluskattur Þetta vekur svo til umhugs- unar um hvi greiða skuli aftur söluskatt af islenskum fri- merkjum Nú er það viöur- kennd staðreynd að sölu- skattur hefur veriö inn- heimtur af sölu allra fri- merkja hér, þegar þau eru seld sinum upphaflega neyt- anda. Hvi skal þá sá er aftur kaupir þau notuð enn á ný greiða af þeim söluskatt? Sviar t.d. hafa svarað þessari spurningu. ÞAÐ SKAL EKKI GJORT. Það er einlæg áskorun min til þeirra er um þessi mál fjalla, að þeir reyni að skilja þessa einföldu rök- semdafærslu og viðurkenna svarið, meö þvi að afnema einfaldlega söluskattinn af endurseldum nýjum eða notuðum frimerkjum. Þá væri vel farið. Mér finnst fráleitt, að tómstundagaman sem þetta skuli þurfa að skatt- leggja. Vissulega er fjármagn I gömlum frimerkjum. En hversu oft skipta þau ekki um eigendur, og hversu oft er þá ekki rikið búið að fá söluskatt af sömu vörunni? Látum þessu lokið. Þá munu allir fri- merkjasafnarar verða ykkur þakklátir. Sigurður H. Þorsteinsson Sigurður H. Þorsteinsson skrifar:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.